Morgunblaðið - 28.12.2004, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 28.12.2004, Blaðsíða 42
42 ÞRIÐJUDAGUR 28. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ DAGBÓK Söfn www.skjaladagur.is | Þjóðskjalasafn Íslands, Borgarskjalasafn Reykjavíkur og héraðs- skjalasöfn um land allt hafa sameinast um vefinn www.skjaladagur.is þar sem er að finna fróðleik og sýningu um árið 1974 í skjölum. Skemmtanir Gaukur á Stöng | Opið Pool-mót verður á Gauknum í kvöld. Verðlaun. Skráning hjá Willa í síma 899 9280. Klúbburinn við Gullinbrú | Nýársdansleikur með Hljómsveitini Sixties. Myndlist Anddyri Suðurlandsbrautar 4 | Rafn Sig- urbjörnsson – Fjölskyldan. Tíu olíumálverk. Gallerí Banananas | Úlfur Chaka – Geim- dúkka og Fönix reglan/spacedol™ and the phoenix rule. Gallerí Tukt | Innrás úr Breiðholtinu í Gallerí Tukt. Samsýning níu myndlistarnema úr FB. Gerðuberg | Ari Sigvaldason fréttamaður – mannlífsmyndir af götunni. Þetta vilja börn- in sjá! – Myndskreytingar úr íslenskum barnabókum sem gefnar hafa verið út á árinu. Sýndar eru myndir úr nær fjörutíu bókum eftir tuttugu og sjö myndskreyta. Hallgrímskirkja | Jón Reykdal – 6 ný olíu- málverk Hrafnista Hafnarfirði | Sigurbjörn Krist- insson myndlistarmaður sýnir málverk og tússmyndir í Menningarsal. Klink og Bank | Carl Boutard – Inner Station – the heart of darkness. Listasafn Íslands | Ný Íslensk myndlist: um veruleikann, manninn og ímyndina. Listasafn Reykjavíkur, Ásmundarsafn | Maðurinn og efnið. Yfirlitssýning á verkum Ásmundar Sveinssonar. Listasafn Reykjavíkur, Hafnarhús | Grafísk hönnun á Íslandi. Erró – Víðáttur. Listasafn Reykjavíkur, Kjarvalsstaðir | Textíllist 2004 – Alþjóðleg textílsýning. Myndir úr Kjarvalssafni. Listmunahúsið, Síðumúla 34 | Verk Valtýs Péturssonar. Lóuhreiður | Sigrún Sigurðardóttir – Gróður og grjót. Norræna húsið | Vetrarmessa fimmtán listamanna og -kvenna. Fundir Ás | Aðalfundur Búnaðarfélags Ásahrepps kl. 14. Fundarefni venjuleg aðalfundarstörf. Fréttir Björgunarsveitin Víkverji | Flugeldasala Víkverja verður kl. 16–20, 28. og 29. des., 30. des. kl. 12–20, gamlársdag kl. 10–14. Flugeldasýning gamlárskvöld. Mæðrastyrksnefnd Kópavogs | Mæðra- styrksnefnd Kópavogs er opin kl. 16 –18. Fatamóttaka og úthlutun á sama tíma. Útivist Ferðafélagið Útivist | Áramótaferð Útivist- ar í Bása er 30. desember. Fararstjórar Bergþóra Bergsdóttir og Reynir Þór Sig- urðsson. FIMMTA og síðasta tangókvöld ársins verður haldið í Iðnó í kvöld kl. 20. Nú er um að gera fyrir tangóþyrsta dansara að lyfta sér upp frá jólakonfektinu og fá leið- sögn í þessum seiðandi dansi og njóta um leið tónlistar frábærra tónlistarmanna. Fyrsta klukkutímann er boðið upp á leið- sögn en kl. 21 stígur Tangósveit lýðveld- isins á stokk og leikur til kl. 23. Sveitin er skipuð þeim Hjörleifi Valssyni fiðluleikara, Tatu Kantomaa bandoneonleikara, Ást- valdi Traustasyni harmónikuleikara, Vigni Þór Stefánssyni píanóleikara og Gunn- laugi T. Stefánssyni kontrabassaleikara. Leggja þeir félagar mikið upp úr vandaðri og skemmtilegri tangótónlist. Hjörleifur Valsson fiðluleikari sveit- arinnar segir hafa gengið afar vel með Tangókvöldin í ár, svo hér sé í raun um að ræða aukatangókvöld fyrir þá fjölmörgu fastagesti og alla aðra sem hafa áhuga á tangó. „Þetta er tilvalið til að hita sig upp fyrir gamlárskvöldið,“ segir Hjörleifur. „Hér verða flugeldar og sprengingar frá hverjum hljóðfæraleikara.“ Hjörleifur segir þó Tangókvöldunum hvergi lokið þótt árið líði. „Við mætum síðan galvaskir á nýju ári með Tangókvöld á fyrsta þriðjudegi hvers mánaðar á vís- um stað hér í Iðnó.“ 80 ÁRA afmæli. Ídag, þriðju- daginn 28. desember, er áttræð Helga Ingv- arsdóttir. Hún tekur á móti gestum á heimi dóttur sinnar, Sel- braut 72, Seltjarn- arnesi, eftir kl. 17 í dag. Brúðkaup | Gefin voru saman 17. júlí sl. á Skagen þau Ingibjörg Þórsdóttir og Brian Strauss. Heimili þeirra er á Skagen. Staður og stund http://www.mbl.is/sos Árnaðheilla dagbók@mbl.is Morgunblaðið/Kristinn Síðasti tangó ársins í Iðnó Tangókvöldið hefst kl. 20. Að- gangseyrir er kr. 1.000. 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 Krossgáta Lárétt | 1 jarðvinnslutæk- is, 4 fallegur, 7 lítil tunna, 8 styrk, 9 skaut, 11 vitlaus, 13 bygging, 14 sefaði, 15 sögn, 17 dægur, 20 frost- skemmd, 22 spjald, 23 við- urkennt, 24 dreg í efa, 25 kroppa. Lóðrétt | 1 laumuspil, 2 æsingurinn, 3 far, 4 þunn spýta, 5 borguðu, 6 Æsir, 10 viljuga, 12 tímg- unarfruma, 13 málmur, 15 brúkar, 16 meðulin, 18 mannsnafn, 19 ástunda, 20 óvild, 21 rándýr. Lausn síðustu krossgátu Lárétt | 1 utangátta, 8 fætur, 9 akkur, 10 pot, 11 reipi, 13 innan, 15 stáls, 18 áttan, 21 kýr, 22 rofna, 23 arfar, 24 griðastað. Lóðrétt | 2 titri, 3 norpi, 4 ábati, 5 tekin, 6 ófær, 7 grín, 12 púl, 14 net, 15 særa, 16 álfur, 17 skarð, 18 árans, 19 tyfta, 20 norn. Staður og stund á mbl.is. Nánari upplýsingar um viðburði dagsins er að finna á Staður og stund undir Fólkið á mbl.is Meira á mbl.is Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Óhætt er að segja að þú sért mælsk- an uppmáluð í dag. Þér reynist næsta auðvelt að fá fólk til þess að trúa nánast hverju sem þú vilt, sann- færingarkraftur þinn er slíkur. Naut (20. apríl - 20. maí)  Þú átt gott með að tjá tilfinningar þínar í dag, ekki síst ef viðkomandi manneskja er ómótstæðileg í þínum augum. Þig langar til þess að gefa einhverjum gjöf. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Notaðu daginn til þess að laga brota- lamir í samskiptum og sættast eftir rifrildi við nákomna manneskju. Þú skynjar ósjálfrátt hvað þú átt að segja og hvað ekki. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Þú ert reglulega flinkur í vinnunni í dag, krabbi. Samstarfsfólk þitt er allt af vilja gert að leggja þér lið ef þú kærir þig um. Allir eru til í að hjálpa núna. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Kannski er þetta dagurinn til þess að setjast niður og skrifa ástarbréf. Langar þig til þess að segja ástvini hvaða hug þú berð til hans? Þú ert mælskari en oft áður núna. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Getur verið að þig langi til þess að kaupa eitthvað fallegt fyrir heimilið í dag? Þú vilt breyta heima hjá þér og fegra í leiðinni. Fjölskyldumeðlimur leggur þér lið í dag. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Þú ert fær um að afla þér tekna með því einu að opna munninn. Dagurinn er kjörinn til samningaviðræðna og undirritunar. Hvers kyns viðskipti ættu að ganga vel. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Góðum viðskiptahugmyndum rignir yfir þig. Ræddu það sem þig langar til þess að gera við aðra, fólk skilur þig núna. Aðstæður eru góðar í við- skiptum. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Þú ert óvenju diplómatískur og nær- færinn í dag. Hreinskilni þín er oft hárbeitt en um þessar mundir ertu jafnvel fær um að selja ís á norð- urpólnum. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Ýmislegt baktjaldamakk kemur þér til góða í dag. Einnig ættir þú að ná góðum árangri í viðskiptum við hið opinbera og stórar stofnanir. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Þig langar til þess að segja nánum vini hvaða hug þú berð til hans. Ekki hika, þetta er rétti dagurinn. Fólk á gott með að tjá tilfinningar sínar þessa dagana. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Kannski tekst þér að tala yfirmann- inn inn á kauphækkun í dag. Þú ættir að fá vilja þínum framgengt. Fólk er til í að ljá þér eyra um þessar mund- ir. Stjörnuspá Frances Drake Steingeit Afmælisbarn dagsins: Þú virðist sjálfstraustið uppmálað í aug- um annarra og hefur fágaða framkomu. Einnig býrð þú yfir miklum krafti sem þú miðlar á fínlegan hátt. Þú ert bæði stöðug og traust manneskja. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. Óvenjulegt innkast. Norður ♠ÁD108 ♥98 ♦654 V/Allir ♣K542 Suður ♠KG5 ♥K7 ♦ÁK103 ♣Á983 Suður spilar þrjú grönd eftir opnun vesturs á veikum tveimur í tígli: Vestur Norður Austur Suður 2 tíglar Pass Pass 2 grönd Pass 3 lauf * Pass 3 tíglar Pass 3 grönd Allir pass Vestur kemur út með tíguldrottn- ingu og austur hendir spaða í slaginn. Hvernig er best að spila? Sagnhafi horfir á örugga átta slagi og sá níundi gæti komið á lauf eða hjartakóng. Til að byrja með er rökrétt að reyna að fría laufið án þess að aust- ur komist inn. Blindum er spilað inn á spaða og laufi úr borði með því hug- arfari að láta níuna ef austur fylgir smátt. En austur lætur tíuna, svo það er best að drepa og spila svo litlu að kóngnum – kannski kemur vestur með drottninguna og þá verður dúkkað. En vestur hendir tígli í síðara laufið. Hvað þá? Er nú eina vonin að spila hjarta á kónginn? Norður ♠ÁD108 ♥98 ♦654 ♣K542 Vestur Austur ♠94 ♠7632 ♥ÁG64 ♥D10532 ♦DG9872 ♦– ♣7 ♣DG106 Suður ♠KG5 ♥K7 ♦ÁK103 ♣Á983 Alls ekki! Það er sama hvorum meg- in hjartaásinn liggur. Sagnhafi tekur alla spaðaslagina, spilar litlum tígli og lætur þristinn heima. Vestur fær þann slag og á ekkert eftir nema rauð spil og verður því að gefa sagnhafa á hjarta- kóng eða tígultíu. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is  Náðin eftir Linn Ullmann í þýðingu Solveigar Brynju Grétarsdóttur er komin út í kilju. Johan Sletten veikist alvarlega og gerir þá sérstakt samkomulag við konu sína. Það snýst um að þegar hann geti ekki lengur lifað með reisn, lífið verði óbærilegt og hann orðinn henni og öðrum byrði eigi hún að að- stoða hann við ákveðinn verknað að lokum. Þegar stundin nálgast efast hann samt um hvort sam- komulagið sé í rauninni einlægur vilji hans. Fyrr en varir eru hjónin komin handan við þau mörk sem þau þekkja – þar sem tungumálið leysist upp og ástin er fallvölt. Bókin er 150 bls. Útgefandi: Mál og menning. Verð: 1.599 Skáldsaga

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.