Morgunblaðið - 28.12.2004, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 28.12.2004, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. DESEMBER 2004 29 UMRÆÐAN STJÓRNUN háskóla hefur und- anfarið verið í umræðinni og vil ég beina umfjöllun minni að stjórnun opinberu háskólanna. Háskólar velta milljörðum króna og er langstærsti einstaki tekjuþáttur þeirra ríkisframlag sem ákvarðað er í fjárlögum. Um- talsverðir fjármunir renna til há- skólanna og eðlilega er gerð krafa um að fjármagnið sé nýtt á sem hagkvæmastan hátt. Ef litið er á stjórnun opinberu háskólanna hér á landi þá má segja að ótrúlega margir aðilar koma að stjórnun þeirra, með ein- um eða öðrum hætti. Háskólaráð, stjórn stofnunarinnar og æðsti ákvörðunaraðili innan skólans, er yfirleitt samsett af rektor, sem er formaður, fulltrúum mennta- málaráðherra, starfsmanna, nem- enda og jafnvel fulltrúum þjóðlífs eða atvinnulífs. Þannig er stjórn stofnunar sem á m.a. að fjalla um og taka ákvarðanir um starfs- áherslur, rekstur, fjárhagsáætl- anir, ráðningu æðstu stjórnenda og kjarasamninga samsett af mörgum hagsmunaaðilum. Starfs- menn stofnunar geta myndað meirihluta í stjórn og áhugavert er að velta fyrir sér atriðum sem upp kunna að koma. Er það ekki óvenjuleg staða að formaður stjórnar er rektor? Hvernig getur eigandi háskólanna, ríkið, tryggt að stefna stjórnvalda nái fram að ganga ef það er í minnihluta? Er eðlilegt að starfsmenn geti mynd- að meirihluta í stjórn? Hvað ef illa fer í rekstri eða starfsemi háskóla, hver ber ábyrgðina? Á að draga stjórnina í heild sinni til ábyrgð- ar? Eða rektor? Á e.t.v. að draga fulltrúa starfsmanna eða nemenda til ábyrgðar? Ef stjórnkerfi háskóla er skoðað nánar, þá eru stöður rektors og deildarforseta mikilvægustu stöð- ur skólanna. Við val á rektor og deildarforsetum í opinberum há- skólunum er fyrirkomulagið þann- ig að ýmist er valið í þessar stöður úr hópi starfandi starfsmanna eða stöðurnar auglýstar og öllum er frjálst að sækja um. Sitt sýnist hverjum í þessum efnum, en mitt mat er að alltaf eigi að auglýsa lausar stöður. Eins og staðan er í sumum háskólum hér á landi þá velja kennarar hverrar deildar sér deildarforseta, sem hverfur aftur til fyrri starfa eftir að starfs- tímabili hans sem stjórnanda deildar lýkur. Sama á við um rekt- or. Starfsmenn velja sér rektor, sem hverfur aftur til fyrri starfa að tímabilinu loknu. Velta má fyrir sér í hvaða umboði stjórnendur starfa sem valdir eru af und- irmönnum sínum? Hver er ábyrgð þeirra? Er líklegt að stjórnendur sem valdir eru af samstarfsfólki sínu taki á erfiðum málum? Hvað þýðir það fyrir stjórnandann að verða aftur almennur starfs- maður? Ef gluggað er í rannsóknir og fræðibækur þessu tengdu má glögglega sjá að ríkisrekstur og þar með háskólar, eru að breytast úr hefðbundnum íhaldssömum rík- isrekstri yfir í starfsemi sem fylgir lögmálum viðskiptalífsins. Ástæðurnar eru margar, en þar ber hæst aukna áherslu á árangur í ríkisrekstri, aukna samkeppni, kröfu um bætta nýtingu fjármagns og aukið menntunarstig þjóða. OECD hefur um árabil unnið að framförum í opinberum rekstri og gefið út fjölda skýrslna og ráð- legginga þar um. Rannsóknir og áherslur OECD sýna að mikilvægt er að leggja meiri áherslu á að stjórnendur háskóla hafi stjórn- unar- og fjármálaþekkingu. Ekki er litið svo á að stjórnun háskóla lúti öðrum lögmálum en annar rekstur fyrirtækja eða stofnanna. Með breyttum áherslum í rík- isrekstri er lögð áhersla á að leyfa stjórnendum að stjórna og láta þá stjórna. Meiri kröfur eru gerðar til árangurs á öllum sviðum, bæði útkomu og frammistöðu stofnunar. Með svokallaðri nýskipan í rík- isrekstri er verið að stíga mik- ilvægt skref í þróun ríkisrekstrar, með því að koma á markvissu mati á árangri og frammistöðu stofn- unar. Þar er jafnframt verið að auka sjálfstæði ríkisstofnana með því að fela þeim meira vald. Aukin krafa um ábyrgð og árangur fylgir fram- sali á valdi og fjár- munum. OECD telur að ekki sé æskilegt að hafa stjórnir í op- inberum stofnunum – nema í örfáum til- vikum. Mun eðlilegra sé að stofnanir heyri beint undir næsta stigveldi stjórnvalds, sem er ráðuneyti. Ástæðan er einfaldlega sú að ein- staklingar sem valdir eru í stjórn- ir opinberra stofnana bera aldrei sömu ábyrgð og eigendur fyr- irtækja. Bent er jafnframt á að hinar eiginlegu stjórnir sem bera stjórnunarlega ábyrgð eigi aldrei að hafa innanborðs starfsmenn viðkomandi stofnunar eða not- endur þjónustu sem stofnunin veitir. Aftur á móti er talið eðli- legt að svokölluð ráðgefandi stjórn sé við ríkisrekna stofnun sem fjallar um faglegt starf stofnunar. Slík stjórn getur verið samsett af eigendum, starfsmönnum, not- endum þjónustunnar og hagsmunaaðilum. Mín niðurstaða er að:  Háskólar eiga ann- aðhvort að hafa stjórn sem eingöngu er sam- ansett af utanaðkom- andi fulltrúum til- nefndum af menntamálaráðherra, eða heyra beint undir menntamálaráðherra.  Háskólaráð á að- eins að vera ráðgef- andi stjórn.  Rektor og deildarforsetar eiga að vera ráðnir að undangeng- inni auglýsingu þar sem öllum gefst tækifæri til að sækja um.  Ekkert bendir til þess að akademískt frelsi til kennslu og rannsókna rýrni þó að yfirstjórn háskóla sé hagað með öðrum hætti en nú er og ábyrgð stjórnar og stjórnenda gerð skýrari og skil- virkari. Stjórnun háskóla – hvar liggur ábyrgðin? Stefanía Katrín Karlsdóttir fjallar um rekstur og stjórnun háskóla ’Rektor og deild-arforsetar eiga að vera ráðnir að undangeng- inni auglýsingu þar sem öllum gefst tækifæri til að sækja um. ‘ Stefanía Katrín Karlsdóttir Höfundur er rektor Tækniháskóla Íslands. MIRALE Grensásvegi 8 108 Reykjavík sími: 5171020 Opið: mán. - föstud.11-18 laugard.11-15 Spennandi gjafavörur og húsgögn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.