Morgunblaðið - 28.12.2004, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 28.12.2004, Blaðsíða 18
18 ÞRIÐJUDAGUR 28. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT VIKTOR Jústsjenko, leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Úkraínu, lýsti í gær yfir sigri í forsetakosn- ingunum, sem þar fóru fram á sunnudag. „Úkraínska þjóðin hefur sigrað. Ég óska ykkur til hamingju,“ sagði Jústsjenko þegar hann ávarp- aði stuðningsmenn sína á Sjálfstæð- istorginu í Kíev í gær. „Við höfum notið sjálfstæðis í 14 ár en ekki frelsis. Það ástand heyrir nú fortíð- inni til. Nú er Úkraína bæði sjálf- stæð og frjáls,“ bætti hann við og vísaði þar með til endaloka Sovét- ríkjanna fyrir tæpum 14 árum sem færðu Úkraínumönnum sjálfstæði. Landið er á hinn bóginn á áhrifa- svæði Rússa og mikill fjöldi Rússa býr í Úkraínu, einkum í austurhluta landsins. „Nýtt tímabil er hafið, nýtt og öflugt lýðræðisríki hefur litið dagsins ljós,“ sagði Jústsjenko m.a. í ávarpi sínu. Þegar atkvæði frá 99,76% kjör- staða höfðu verið talin hafði Jústsj- enko fengið 52,07% atkvæða en Víktor Janúkovítsj, forsætisráð- herra, 44,13%. Kosningaþátttaka mældist 77,22% og munurinn í at- kvæðum talinn 2,3 milljónir. Atkvæðatölur bárust hægt frá tveimur héruðum í austurhluta landsins þar sem Janúkovítsj nýtur mikils stuðnings. Jaroslav Davydo- vítsj, formaður kjörstjórnar lands- ins, hvatti starfsmenn til að sinna skyldum sínum. „Leggið pólitísk deilumál til hliðar. Þjóðin bíður eftir úrslitunum,“ sagði hann. Líkt og búist hafði verið við reyndist fylgi Janúkovítsj mest í iðnhéruðum í austurhluta landsins þar sem rússneska er ráðandi tungumál. Fylgi forsetans nýja var hins vegar mest í vesturhlutanum þar sem landbúnaður er ráðandi at- vinnugrein og úkraínsk þjóðernis- hyggja hefur reynst eiga einna dýpstar rætur. Eftirlitsmenn almennt ánægðir með framkvæmdina Síðari umferð forsetakosning- anna, sem fór fram í nóvember, var ógilt vegna víðtækra brota á kosn- ingalöggjöfinni. Um 12 þúsund inn- lendir og erlendir eftirlitsmenn fylgdust með kosningunum á sunnu- dag. Úkraínskir eftirlitsmenn kváð- ust ekki hafa orðið varir við að brögð hefðu verið í tafli og hinir er- lendu virtust almennt telja að fram- kvæmdin hefði verið viðunandi. Annað sögðu talsmenn Janúkovítsj og lýsti talsmaður hans yfir því síð- degis í gær að úrslitin yrðu kærð til hæstaréttar vegna þess að brögð hefðu verið í tafli. Erlendir eftirlitsmenn sögðu að mun færri vandamál hefðu komið upp nú en síðast. „Þetta er annað land,“ sagði þýski eftirlitsmaðurinn Stefan Mironjuk sem fylgdist með framkvæmd kosninganna í Sumy- héraði. „Andrúmsloft hótana og ótta, sem ríkti í fyrstu og annarri umferð kosninganna, var á bak og burt... Nú ríkti kyrrð og friður.“ Jústsjenko tók þó enga áhættu og hvatti stuðningsmenn sína til að koma á Sjálfstæðistorgið í gær, mánudag, og verja sigurinn ef nauð- syn bæri til. Sjálfstæðistorgið hefur verið helsti vettvangur „appelsínu- gulu byltingarinnar“ eins og um- skiptin hafa verið nefnd í Úkraínu. Þar hélt mikill fjöldi fólks til í gær og á sunnudag. Þá bað Jústsjenko um aðstoð al- mennings við það mikilvæga verk að mynda trúverðuga ríkisstjórn. Fréttaskýrendur sögðu í gær að sig- ur hans gæti að sönnu talist sögu- legur. Barátta hans væri þó í raun aðeins nýhafin. Jústsjenko tæki við sem forseti klofinnar þjóðar og gríð- arstór verkefni biðu hans. Ef til vill yrði stærsta verkefnið að tryggja einingu ríkisins og koma í veg fyrir að austurhlutinn segði sig úr lögum „Nú er Úkraína sjálfstæð Sigri Víktors Jústsjenkos í forsetakosningunum í Úkraínu líkt við pólitískan landskjálfta Reuters Stuðningsmenn Víktors Jústsjenkos, leiðtoga stjórnarandstöðunnar, fögnuðu í gær ákaflega sigri hans í forseta- kosningunum. Mestur var fögnuðurinn í höfuðborginni, Kíev, þar sem þessi mynd var tekin. Frá hinum rússneska austurhluta landsins bárust þær fréttir að þar tækju menn almennt úrslitunum heldur þunglega. Kíev. AFP. VÍKTOR Jústsjenko, hinn nýkjörni forseti Úkraínu, er hagfræðingur að mennt og fyrrum forsætisráðherra landsins. Hann varð leiðtogi stjórn- arandstöðunnar er hann tók að berj- ast fyrir efnahagsumbótum að hætti vestrænna ríkja en barátta hans á sér einnig þjóðernislegar rætur því marga Úkraínumenn dreymir um að losna undan rússneskum áhrifum sem jafnan hafa mótað samfélag þeirra og þjóðfélagsgerð. Jústsjenko hefur jafnframt orðið eins konar táknmynd þess hversu hættulegt það getur reynst að boða svo róttæk umskipti. Jústsjenko var fluttur í skyndi á sjúkrahús í Vín- arborg í septembermánuði nokkrum dögum eftir að hann hafði veikst illa er hann snæddi kvöldverð með yf- irmanni öryggislögreglu Úkraínu. Hann var um skeið í lífshættu. Eftir miklar rannsóknir komust sérfræð- ingar að þeirri niðurstöðu að eitrað hefði verið fyrir hann með díoxíni. Sú niðurstaða var í samræmi við þá fullyrðingu hans að honum hefði verið sýnt banatilræði. Hann segir stjórnvöld ábyrg, þau neita sök. Jústsjenko hafði jafnan verið tal- inn maður myndarlegur og heldur fríður en andlit hans hefur verið af- myndað frá því að honum var byrlað eitrið. Segja læknar að batahorfur hans séu góðar og að tvö ár eða svo muni líða þar til útlit hans verður hið sama og áður. Jústsjenko varð forsætisráðherra Úkraínu í desembermánuði árið 1999 eftir að hafa náð nokkrum ár- angri sem bankastjóri seðlabanka Úkraínu. Embætti forsætisráðherra hélt hann þar til í apríl 2001. Þá hafði hann átt í útistöðum við Leon- íd Kútsjma forseta sem var andvíg- ur breytingum og vildi umfram allt tryggja óbreytt ástand sem var valdakerfinu þóknanlegt. Svo fór að Kútsjma svipti hann forsætisráð- herraembættinu með því að beita þinginu fyrir sig. Þessi atburður varð til þess að Jústsjenko gerðist leiðtogi banda- lags stjórnarandstöðunnar sem myndað hafði verið skömmu áður. Raunar er fullyrt að hann hafi í fyrstu verið tregur í taumi því hann hafi vart getað hugsað sér að fara gegn Kútsjma og valdakerfinu sem lítt hafði breyst frá sovéttímanum. Samstaða stjórnarandstöðunnar breytti hinu pólitíska landslagi í Úkraínu á undraskömmum tíma og til varð nýtt afl í samfélaginu. Hversu áhrifamikið þetta nýja afl var kom í ljós í liðnum mánuði þeg- ar Jústsjenko stóð frammi fyrir tug- um þúsunda stuðningsmanna sinna í höfuðborginni, Kíev, og neitaði að viðurkenna úrslit síðari umferðar forsetakosninganna sem fram hafði farið 21. nóvember. Andstæðingur hans, Víktor Janúkovítsj forsætis- ráðherra, hafði þá verið lýstur sig- urvegari og réttkjörinn forseti Úkraínu. Jústsjenko og stuðningsmenn hans hættu ekki baráttu sinni fyrr en hæstiréttur Úkraínu hafði ógilt úrslitin vegna víðtækra kosn- ingasvika. Gegn kyrrstöðu og spillingu „Appelsínugula byltingin“ var orðin að veruleika í Úkraínu. En um leið hafði breyting orðið á stöðu Jústsjenkos. Nú var hann ekki ein- ungis foringi stjórnarandstöðunnar heldur raunverulegur „bylting- arleiðtogi“ sem boðaði uppgjör við þá pólitísku kyrrstöðu sem einkennt hafði ástandið í Úkraínu frá því að Sovétríkin leystust upp. Maðurinn sem hafði verið dyggur þjónn þessa valdkerfis hafði nú snúist gegn því. Jústsjenko tók að boða djúpstæðar breytingar á flestum sviðum þjóð- lífsins. Þar hefur borið einna mest á herferð sem hann hyggst efna til gegn spillingu í landinu. Þá vill hann innleiða vestræn viðmið á sviði stjórnsýslu, efnahags- og fjármála ekki síst til að búa í haginn fyrir inngöngu Úkraínu í Evrópusam- bandið (ESB). Hann hefur og sagt að innganga Úkraínu í Atlantshafs- bandalagið (NATO) gæti reynst álitlegur kostur. Þessar yfirlýsingar hafa fallið í grýttan svörð í Rúss- landi enda líta ráðamenn þar á Úkraínumenn sem bræðraþjóð og að landið falli undir rússneskt Bankamaður verður byltingar Fréttaskýring | Víktor Jústsjenko var lengi dyggur þjónn hins miðstýrða valdakerfis sem hélt velli í Úkraínu þótt Sovétríkin liðu undir lok. Nú fer hann fyrir „byltingar- mönnum“ í úkraínskum stjórnmálum. AP Forsetaframbjóðandinn Víktor Jústsjenko fagnar sigri ásamt eiginkonu sinni, Katrínu (t.v.), og Júlíu Tímosjenko, einum helsta leiðtoga stjórnarandstöðunnar í Úkraínu. Eiginkona Jústsjenkos er bandarísk að uppruna. ’Nú var hann ekki ein-ungis foringi stjórn- arandstöðunnar heldur raunverulegur „bylting- arleiðtogi“ sem boðaði uppgjör við þá pólitísku kyrrstöðu sem einkennt hafði ástandið í Úkraínu frá því að Sovétríkin leystust upp.‘

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.