Morgunblaðið - 28.12.2004, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 28.12.2004, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. DESEMBER 2004 25 MENNING Það er allt á milljón, mikiðlíf og fjör,“ segir MagnúsGeir Þórðarson, leik-hússtjóri Leikfélags Ak- ureyrar, en hann leikstýrir söng- leiknum Óliver! sem frumsýndur verður í Samkomuhúsinu í kvöld, þriðjudagskvöldið 28. desember. Það eru orð að sönnu, fólk á þönum um allt hús, uppi á sviði og svölum og á kaffistofunni, einn skrifar af kappi á fartölvu, annar hellir upp á og tilkynnir um nýtt kaffi, svo er greinilega gott að halla sér aðeins í rökkrinu í skotinu frammi við fata- hengið, jafnvel þó verið sé að ryk- suga og gera fínt þar rétt hjá. Charles Dickens samdi söguna um munaðarleysingjann Oliver Twist um miðja 19. öldina og naut hún strax mikilla vinsælda. Söng- leikurinn Oliver er eftir Lionel Bart og hefur verið með vinsælustu söngleikjum heims frá því hann var frumsýndur fyrir rúmum 40 árum, árið 1960. Þá er kvikmyndaútgáfan löngu orðin sígild. Í sögunni vakti Dickens athygli á kjörum þeirra sem minna mega sín og þar birtast með eftirminnilegum hætti hin sí- gildu átök hins góða og illa. Sagan er, auk hins góða boðskapar, spennandi, fyndin og skemmtileg, persónurnar fjölbreyttar og litrík- ar og bófaforinginn Fagin er löngu kominn í hóp þeirra persóna sem teljast sígildar í heimi bókmennt- anna. Söngleikur Lionels Barts sló í gegn um leið og hann var frum- sýndur og var árum saman sýndur fyrir fullu húsi í helstu borgum heims, London og New York. Hann hefur upp frá því reglulega ratað á svið leikhúsa víða um heim og kvik- mynd sem gerð var eftir sögunni árið 1968 hlaut fjölda Ósk- arsverðlauna. Síðast var söngleik- urinn Óliver sýndur hér á landi í Þjóðleikhúsinu árið 1989 og fékk góða aðsókn. Í mörg horn að líta Sýning Leikfélags Akureyrar á söngleiknum nú er afar viðamikil, með stærstu uppsetningum félags- ins frá upphafi en þegar best lætur eru 47 manns á sviðinu í einu. Alls taka um 60 manns þátt í flutningi verksins, „og það er í ansi mörg horn að líta, þakið hefur bók- staflega verið að springa af húsinu á stundum“, segir Magnús Geir. Hann segir félaginu kleift að ráðast í þetta stórvirki m.a. vegna þess að búið er að lækka fastan kostnað og þá hafi samstarf tekist með nokkr- um aðilum, Sinfóníuhljómsveit Norðurlands sem leggur til 13 hljóðfæraleikara sem leika með á sýningum, Norðurorka tekur þátt sem og KEA-Hótel, Visa og PWC. Nú þegar er orðið uppselt á átta fyrstu sýningarnar og segir Magn- ús Geir það hljóta að vera eins- dæmi. „Það virðist vera alveg rosa- legur áhugi fyrir söngleiknum og þá er líka ánægjulegt að finna að LA er í miklum meðbyr um þessar mundir. Fólk virðist líka almennt vera spennt fyrir verkinu og leik- urunum og þá má heldur ekki gleyma því að þetta er einn vinsæl- asti söngleikur allra tíma, í hópi gömlu góðu söngleikjanna sem fólk er almennt hrifið af,“ segir Magnús Geir inntur eftir þessum geysilega áhuga á sýningunni. Þá nefndi hann einnig að fólk þekkti lögin úr leiknum, þau væru grípandi og skemmtileg „nánast hvert einasta lag er þekkt og fólk hefur dillað sér við þau árum saman, það er fátítt í söngleik að svo til öll lögin eru frá- bær“, og nefnir einnig að sögu- þráðurinn, gleðin og sorgin höfðaði ávallt til almennings. „Það var að mínu mati komin tími til að Leik- félag Akureyrar setti upp stóra sýningu og við gátum komið því svo fyrir að dæmið gekk upp núna,“ segir Magnús Geir, en hann nefndi að sýningin væri í raun stærri en húsið, „það er verið að leika upp um alla veggi. Þetta var nokkurt púsluspil að koma þessu öllu heim og saman en það er að ganga upp.“ Þá nefndi leikstjórinn að alllangt væri um liðið frá því söngleikur var sýndur á Akureyri og eins að sig hafi langað að bjóða upp á góða skemmtun fyrir alla fjölskylduna. Kraftmikið og gott fólk Magnús Geir segir leikhópinn ungan að árum, það hefði verið meðvituð ákvörðun sín að hafa þann háttinn á. „Þetta er mjög kraftmikið og gott fólk sem tekur þátt í sýningunni,“ segir hann. „Þetta er sígild saga og ég valdi þá leið í uppsetningunni að vera henni trúr, þannig að sýningin er alveg laus við alla stæla, þetta er gamaldags og góð söngleikja upp- setning,“ segir Magnús Geir. „Ég vil fyrst og fremst koma sögunni óbrenglaðri til skila, við erum ekki að fara byltingarkenndar leiðir hvað uppsetningu varðar; rista verkið á hol og snúa upp í and- hverfu sína, þannig held ég að verkið höfði til sem flestra.“ Svo sem fyrr segir er uppselt á fyrstu átta sýningarnar, en að sögn Magnúsar Geirs er sýningarfyr- irkomulagið þannig „að þetta er keyrt hratt“ og sýnt frá fimmtu- degi til sunnudags, fjórar sýningar í viku og stefnt að því að sýningum ljúki í febrúar, „en nú þegar er orð- ið uppselt fram í miðjan janúar og það er bara alveg æðislegt, við er- um mjög ánægð með þau viðbrögð sem við höfum þegar fengið,“ segir Magnús Geir. Leikhús | Leikfélag Akureyrar frumsýnir söngleikinn Óliver eftir Lionel Bart í Samkomuhúsinu Sýningin eiginlega stærri en húsið Sungið og dansað. Alls taka um sextíu manns þátt í uppfærslu Leikfélags Akureyrar á Óliver.Óliver og Fagin. Gunnar Örn Stephensen og Ólafur Egill Egilsson. Morgunblaðið/KristjánNansí, Fagin og strákarnir ráða ráðum sínum. maggath@mbl.is Höfundur: Lionel Bart. Leikstjóri: Magnús Geir Þórðarson. Hljómsveitarstjóri: Guðmundur Óli Gunnarsson. Leikmynd og búningar: Sigurjón Jóhannsson. Ljósahönnuður: Þórður Orri Pétursson. Danshöfundur: Ástrós Gunnarsdóttir. Gervahönnuður: Fríða María Harðardóttir. Framleiðslustjóri: Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir. Þýðing: Gísli Rúnar Jónsson. Helstu hlutverk: Ólafur Egill Egilsson, Gunnar Örn Steph- ensen, Þórunn Erna Clausen, Jón Páll Eyjólfsson, Margrét Eir Hjartardóttir, Ólafur Rún- arsson, Esther Talia Casey, Jó- hann Axelsson, Ninna Rún Pálmadóttir, Skúli Gautason, Þorsteinn Bachmann, Saga Jónsdóttir. Alls taka 18 börn þátt í sýning- unni, 13 hljóðfæraleikarar og 6 manna kór. Óliver!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.