Morgunblaðið - 28.12.2004, Qupperneq 43

Morgunblaðið - 28.12.2004, Qupperneq 43
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. DESEMBER 2004 43 MENNING INNHEIMTUSTOFNUN SVEITARFÉLAGA Lágmúla 9 - 108 Reykjavík - Kt. 530372 0229 - www.medlag.is Banki 0139-26-4700 - Sími 590 7100 - Fax 590 7101 MEÐLAGSGREIÐENDUR Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið hefur með reglugerð dags. 7. desember 2004 hækkað barnalífeyri um 3,5%. Meðlag hækkar því um 3,5% frá 1. janúar 2005 að telja. Meðlag er nú kr. 16.025 en verður kr. 16.586 á mánuði frá 1. janúar 2005 með hverju barni. ÞEIR eru fallegir menn á sviði, þeir Arnar Jónsson, Hilmir Snær Guðnason og Ingvar E. Sigurðs- son, það er alltaf gaman að horfa á þá og við vitum að góðir leikarar eru þeir líka. Í lok jólasýningar Þjóðleikhússins, sagan var þá löngu öll sögð, voru þeir látnir taka hver sitt sólóið í hvernig bregðast eigi við dauða sínum á högg- stokknum á sem listrænastan hátt. Arnar í hlutverki Jóns biskups Arasonar og Hilmir Snær í aðal- hlutverkinu, Ara Jónssyni, voru þar jafn hetjulegir í framgöngu og í baráttu sinni við leikgerðina í gegnum sýninguna – en allt kom fyrir ekki það var Ingvar í hlut- verki Björns Jónssonar, sem grát- andi bað sér vægðar og tilbúinn var að skrifa undir hvað sem var, bara ef hann sjálfur héldi lífi, sem hafði vinninginn, átti alla samúð frumsýningargesta þegar höfuðið fauk af honum, – ef dæma má af lófaklappinu í lokin. Var það af því að Ingvar er bestur? Eða var það af því að þar, í lífsnautn litla mannsins, andhetjunnar, svikum hennar, örlaði loks á einhverju sem áhorfandinn vildi eða gat sam- samað sig með? Hvað um það. Við skulum byrja á byrjuninni. Sú ágæta bók Öxin og jörðin eftir Ólaf Gunnarsson er breið þjóðlífslýsing 16. aldar með miklu persónugalleríi en hefur að þungamiðju baráttu Jóns Arasonar og kaþólsku kirkjunnar við að halda völdum yfir náttúruauðæfum og almúganum gegn lúterstrúar- mönnum og danska kónginum. Góður leikritahöfundur getur fund- ið þar ýmsa fleti í innri og ytri átökum persóna til að smíða úr leikgerð. Það sem sterkast vísar þar til samtímans er frá mínum sjónarhóli stríðið um náttúruauð- æfin og samviskuspurningar sem ýmsar persónur sögunnar glíma við andspænis því stríði. Slík leik- gerð er þó ekkert sem hrist verður fram úr erminni, það þarf mikla kunnáttu til að vinna úr epískri skáldsögu eins og þessari texta sem hefur einhverja merkingu fyr- ir leiksvið. Hilmar Jónsson ræður ekki við þetta verk og það er óskiljanlegt að þjóðleikhússtjóri skuli hafa falið honum þessa vinnu á svo skömmum tíma og þó enn óskiljanlegra að það sem kallað var leikgerð og okkur var boðið upp á annan dag jóla hafi verið samþykkt til sviðsetningar. Því þar er engin afstaða tekin, þar hafa menn ekk- ert að segja áhorfandanum, engum spurningum er varpað upp. Auka- atriði og aðalatriði í framvindu upprunalegu sögunnar hrannast þar upp hlið við hlið og oftar en ekki fá aukaatriði stærra pláss en aðalatriði. Átök eru ekki unnin út, þar eru engar „situasjónir“, menn hafa ekkert til að leika. Það eina sem þeir geta gert er að stilla sér upp á hnattlaga stígum leikmynd- arinnar, sýna sig og fara með orð upp úr bók. Einstöku sinnum fá menn þó að veifa spjótum eða byssum, berja aumingja, nauðga konum og höggva mann og annan. Það gera þeir innan um hrærigraut af trúarlegum táknum með listræn- um hreyfingum í listrænni lýsingu, við listræna tónlist undir him- inháum veggjum listrænnar leik- myndar í gutlandi vatni og heilum ósköpum af listrænum reyk. Þau deyja hins vegar ekki á list- rænan hátt börnin í Miðaust- urlöndum núna og afstöðuleysi sýningarinnar gagnvart þeim stóru spurningum sem saga Ólafs Gunn- arssonar veltir upp og mannkynið stendur frammi fyrir nálgast það að vera guðlast, jafnvel í augum trúleysingja. Að dæma áhorfendur til að sitja undir þessari sótthreins- uðu myndasýningu frá 16. öld í stað þess að ögra þeim til að hugsa er dapurlegur viðskilnaður núver- andi þjóðleikhússtjóra við Þjóðleik- húsið. Að deyja á listrænan hátt Morgunblaðið/Jim Smart „Afstöðuleysi sýningarinnar gagnvart þeim stóru spurningum sem saga Ólafs Gunnarssonar veltir upp og mann- kynið stendur frammi fyrir nálgast það að vera guðlast jafnvel í augum trúleysingja,“ segir m.a. í umsögninni. LEIKLIST Þjóðleikhúsið Eftir Ólaf Gunnarsson. Leikgerð: Hilm- ar Jónsson. Leikstjóri: Hilmar Jónsson. Leikmynd: Gretar Reynisson. Búningar: Þórunn María Jónsdóttir. Lýsing: Björn Bergsteinn Guðmundsson. Sviðshreyf- ingar: Sveinbjörg Þórhallsdóttir. Tón- list: Hjálmar H. Ragnarsson. Flytjendur tónlistar: Mótettukór Hallgrímskirkju undir stjórn Harðar Áskelssonar, hljóð- færaleikarar: Auður Hafsteinsdóttir, Gréta Guðnadóttir, Sigurgeir Agn- arsson, Hávarður Tryggvason. Leik- arar: Arnar Jónsson, Anna Kristín Arn- grímsdóttir, Hilmir Snær Guðnason, Þórunn Lárusdóttir, Ingvar E. Sigurðs- son, Elva Ósk Ólafsdóttir, Kjartan Guð- jónsson, Arnbjörg Hlíf Valsdóttir, Sól- veig Arnardóttir, Þorvaldur Davíð Kristjánsson, Nanna Kristín Magn- úsdóttir, Kristján Franklín Magnús, Hjalti Rögnvaldsson, Gunnar Eyjólfs- son, Þórhallur Sigurðsson, Atli Rafn Sigurðarson, Rúnar Freyr Gíslason, Er- lingur Gíslason, Jóhann Sigurðarson. Stóra sviðið 26. desember 2004. Öxin og jörðin María Kristjánsdóttir CARL Boutard er sænskur mynd- listarmaður sem útskrifaðist frá Listaháskóla Íslands síðastliðið vor. Hann sýnir þessa dagana innsetn- ingu í græna sal Klink og Bank und- ir yfirskriftinni „Inner Sation – The heart of darkness“ (Innri stöðin – Hjarta myrkursins). Þetta er fram- hald af útskriftarverki Boutards frá LHÍ þar sem hann setti upp gufubað í tjaldi í porti Hafnarhússins. Yfirskrift og innblástur sækir Carl Boutard til bókarinnar The he- art of darkness sem pólsk-enski rit- höfundurinn Joseph Conrad skrifaði í Kongó árið 1898 sem veitti Francis Ford Coppola jafnframt innblástur fyrir kvikmynd sína Apocalypse Now árið 1979. „Innri stöðin“ í bók Conrads er miðstöð veiðimannsins Kurtz sem er dáður af innfæddum líkt og goð og hefur sjálfur breyst úr hefðarmanni í villimann. Menn hafa brugðist misjafnlega við því að rit- höfundurinn geri Afríku að hjarta myrkursins en flestum gagnrýn- endum kemur þó saman um að sag- an sé yfirfull af myndlíkingum. Af- ríkanski gagnrýnandinn Chinua Achebe sagði Conrad t.d. nota Afr- íku sem myndlíkingu fyrir það sem Evrópubúar, eða „hinir hvítu“, hræðast innra með sjálfum sér, þ.e. óreiðu og villimennsku. Hvernig þetta kemur svo fram í listaverki Carls Boutards ber hverj- um og einum að túlka með sínum hætti. Fyrir mitt leyti snýst verkið um að greiða úr innri óreiðu með því að setja fram hugmyndir í nokkuð hrárri mynd. Skissur, teikningar, ljósmyndir, skúlptúrar, myndbönd o.fl. er hrúgað saman í stóru tjaldi sem nokkurskonar hugmyndasafn undirmeðvitundar. Tjaldið stendur sem formalísk konstrúktsjón í rými Klink og Bank eða arketónískur lík- ami og innviður tjaldsins er þá hug- arheimur listamannsins sem er þó haldið innan ramma myndlist- arinnar þar sem hugmynda- og sköpunarferli er gert sýnilegt. Auk hugmyndasafnsins sýnir listamaðurinn tvískipta myndbands- upptöku af gerningi sem hann framdi í sýningarrými „Nema hvað“ árið 2002. Annað myndskeiðið sýnir sýningarrýmið án nokkurra hluta eða listaverka en hitt myndskeiðið sýnir bakherbergið fullt af hlutum þar sem listamaðurinn er lokaður inni og treður því sem hann getur gegn um göt til að koma þeim út og til sýningargestanna. Það er mikil „frústrasjón“ fyrir skapandi fólk ef það finnur hugmyndum sínum ekki greiðan farveg. Carl Boutard virkar afar hugmyndaríkur listamaður sem hefur upplifað slíka „frústrasjón“ eins og mér sýnist liggja að baki myndbandsgerningi hans. Hug- myndasafnið „Inner station“ virðist aftur á móti vera tilraun til að opna leið inn í hugarheiminn sjálfan og gæti því virkað þerapískt. Fellur listamaðurinn samt ekki í þá gildru að gleyma sér í sjálfhverfu. Er gef- andi og leggur metnað í að gera hug- myndirnar sem aðgengilegastar. Sýningin gengur því vel upp og eng- um ætti að dyljast sprengjandi sköp- unarþörf listamannsins sem mun vonandi láta meira að sér kveða hér á landi. Morgunblaðið/Jim Smart Innri stöð Carls Boutards í Klink og Bank. Innri óreiða MYNDLIST Klink og Bank Opið daglega frá 14–18. Sýningu lýkur 30. desember. Carl Boutard Jón B.K. Ransu

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.