Morgunblaðið - 28.12.2004, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 28.12.2004, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. DESEMBER 2004 41 DAGBÓK Þakkir til Jóhannesar í Bónus ÉG vil koma koma á framfæri þökkum til Jóhannesar í Bónus fyr- ir ávísanir sem íbúar í íbúða- sambýli, sem ég rek, fengu nú í des- ember. Þessir íbúar eru með geðfötlun og hafa aldrei upplifað það áður að hafa fengið svona ávís- un og getað farið og keypt það sem þá langar í. Þeir versluðu að sjálfsögðu í Bón- us kex, smákökur, gos og sælgæti. Einn keypti geisladisk. Með bestu kveðjum, Guðrún Einarsdóttir, forstöðumaður. Góð grein – fyrirspurn Á SÍÐASTA ári, í júní 2003, birtist í Morgunblaðinu viðtal Guðna Ein- arssonar við Sigurbjörn Sigurðsson um gamlar flugvélar. Greinin hét „Fornir Faxar Flugfélags Íslands“. Fannst mér þetta mjög skemmti- legt og áhugavert viðtal og hefði áhuga á að lesa fleiri viðtöl við Sig- urbjörn en hann virtist mjög fróður um þetta efni. Spyr ég því hvort Morgunblaðið ætli að birta fleiri viðtöl við hann. Árni Þorsteinsson. Útsendingar Skjás 1 MIG langar að minnast aðeins á þau vandkvæði sem eru í gangi með að ná útsendingum Skjás eins. Það virðist vera að margir nái alls ekki útsendingum skjásins og þegar hringt er til þeirra er sagt að þetta fari að lagast. En hvenær? Og af hverju í ósköpunum gengu þeir ekki til samstarfs um stafræna útsend- ingu með Stöð 2? Hvenær kemst þetta í lag? Kveðja, „Fyrrverandi“ áhorfandi Skjás eins. Velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is Mörg ár, ef ekki áratugir, eru síðan jafn-mikið hefur verið um útköll björg-unarsveita um jólin. Margir björg-unarsveitarmenn eyddu jólunum á vegum úti, m.a. við að aðstoða ferðafólk og starfs- fólk heilbrigðisstofnana við að komast leiðar sinnar í vonskuveðri sem geisaði víða um land. Jón Gunnarsson, formaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar, segir þessar annir endurspegla ann- ir ársins, en gríðarlega mörg útköll hafi verið í ár. „Ég hef orðið var við það síðustu daga að fólk gleymir stundum að allir félagsmenn björg- unarsveitanna eru sjálfboðaliðar og fara burtu frá sínum nánustu um hátíðarnar til að koma öðrum til hjálpar,“ segir Jón. „Þessir traustu björgunarsveit- armenn eru alltaf á bakvakt, allt árið um kring, til- búnir að koma til hjálpar þegar á þarf að halda. Sem komið er á þessu ári eru skráð um 940 útköll hjá okkur og tel ég líklegt að þetta séu um 75% þeirra útkalla sem við höfum farið á árinu þannig að það hefur verið í nógu að snúast á árinu sem nú er að líða.“ Jón segir sumarið enga fríatíð hjá björgunar- sveitum en varla hafi liðið útkallslaus dagur í sumar sem leið. „Verkefnin eru margvísleg, allt frá minni aðstoð upp í stærri leitir og aðgerðir.“ Nú líður að áramótum, hvað er efst á baugi hjá slysavarnasveitunum? „Um áramót snýst allt um flugelda hjá okkur enda eru björgunarsveitirnar að taka inn megnið af sínu rekstrarfé fyrir næsta ár á þessum 4 dögum. Allur hagnaður af flugeldasölunni rennur beint í björgunarsveitarstarfið og gerir okkur það kleift að vera með öflugan tækjabúnað, tilbúinn til björg- unarstarfa hvenær sem er. Hér á landi er hundrað og ein björgunarsveit og í þeim eru yfir 3.000 fé- lagar. Það má segja að það séu björgunarsveitir í öllum byggðakjörnum. Það er mikil vinna að halda þessum mannskap í þjálfun og endurnýja tækja- búnaðinn svo hann megi starfa af miklu öryggi. Þó öll vinna björgunarfólks sé unnin í sjálfboðastarfi þá er mikill kostnaður samfara þessu starfi.“ Sem fyrr eru slysavarnir afar mikilvægar um áramótin. Hvað þarf fólk að hafa í huga? „Ef notuð eru flugeldagleraugu og farið eftir leiðbeiningum um notkun flugeldanna er lítil hætta á ferðum. Slysin sem verða um áramót eru oftast vegna ógætilegrar meðferðar á flugeldum, oft á tíð- um vegna þess að fólk sem er að skjóta upp hefur neytt of mikils áfengis og ætti þess vegna að láta aðra sjá um að skjóta upp. Við höfum langa reynslu af sölu á flugeldum, en það er aldrei nógu vel brýnt fyrir fólki að ganga varlega um þessa vöru. Þeir sem kaupa flugelda frá okkur geta fengið flug- eldagleraugu endurgjaldslaust, en þau hafa bjarg- að miklu síðan þau komu á markað.“ Slysavarnir | Afar annasöm jól að baki hjá Björgunarsveitum landsins  Jón Gunnarsson er fæddur í Reykjavík árið 1956. Hann lauk prófi í rekstrar- og við- skiptafræðum frá HÍ. Jón hefur verið félagí í björg- unarsveitum sl. 30 ár og hefur gegnt formennsku í flugbjörgunarsveitum í V- Húnavatnssýslu og Reykjavík. Þá sat hann í stjórn Landsbjargar frá stofnun hennar 1991 og Svf. Landsbjargar frá stofnun þess 1999. Jón hefur verið formaður SL síðan 2000 og setið í aðgerðarstjórnum, svæðisstjórn og landsstjórn á vegum samtakanna. Jón er kvæntur Höllu Ragnarsdóttur og eiga þau þrjú börn. Sjálfboðaliðar fjarri fjölskyldunum 1. e4 e5 2. Rf3 Rf6 3. Rxe5 d6 4. Rf3 Rxe4 5. d4 d5 6. Bd3 Be7 7. 0–0 Rc6 8. He1 Rf6 9. Bg5 0–0 10. c3 h6 11. Bh4 Rh5 12. Bxe7 Rxe7 13. Rbd2 Rf4 14. Bc2 Bg4 15. Rf1 Reg6 16. Re3 Dd7 17. h3 Be6 18. h4 Bg4 19. g3 Rh3+ 20. Kg2 f5 21. Hh1 Hae8 22. Rf1 Staðan kom upp á firnasterku lok- uðu alþjóðlegu móti sem lauk fyrir skömmu í Ashdod í Ísrael. Líháíski stórmeistarinn Eduardas Rozentalis (2.595) hafði svart gegn Gregory Kaid- anov (2.611). 22. … Rxh4+! Hvíta kóngsstaðan og leppun riddarans á f3 gera það að verkum að svartur nær nú óstöðvandi sókn. 23. gxh4 Rf4+ 24. Kg1 24. Kg3 hefði verið svarað með 24. … Dd6 og svartur gæti haldið sókn sinni áfram í rólegheitum án þess að hvítur fengi rönd við reist. 24. … Re2+ 25. Kg2 Rf4+ 26. Kg1 He2! 27. Dc1 27. R1d2 hefði ekki gengið upp vegna 27. … Dd6! og hótunin Dd6-Dg6 er hvítum ofviða. Eftir textaleikinn vinnur svart- ur manninn til baka með peði meira og unnið tafl. 27. … Bxf3 28. Dxf4 Bxh1 29. Bd3 He4 30. Bxe4 fxe4 31. Dh2 Bf3 32. Re3 Hf6 33. Dg3 Kh7 34. Kh2 Bh5 35. Hg1 Hf3 36. Dg2 Dd6+ 37. Kh1 Df6 38. Hf1 Dxh4+ 39. Kg1 Hf6 og hvítur gafst upp. Jólahraðskákmót Taflfélags Reykjavíkur hefst í kvöld kl. 20.00 í Faxafeni 12. Öllum er heimil þátttaka. Svartur á leik SKÁK Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is Staðurogstund http://www.mbl.is/sos Dæmi um spilliefni sem finnast í fyrirtækjum prentlitir matarolía þynnar tvistur rafgeymar glussi M IX A • fít • 0 4 0 4 4 Þakka þér fyrir að skila spilliefnum á réttan stað Fyrirtækjum ber skylda til að farga spilliefnum sem til falla á öruggan og umhverfisvænan hátt. Aðstaða Efnamóttökunnar er sú eina hér á landi sem uppfyllir öll skilyrði til móttöku og meðhöndlunar allra spilliefnaflokka. Nánari upplýsingar í síma 520 2220 eða á www.efnamottakan.is Fimmtudaginn 6. janúar og föstudaginn 7. janúar 2005 Pétur Óskarsson, viðskiptafulltrúi á aðalræðisskrifstofu Íslands í New York, verður með viðtalstíma fyrir þau fyrirtæki sem óska eftir aðstoð vegna markaðssetningar og viðskipta í Norður Ameríku. Fundirnir verða haldnir á skrifstofu Útflutningsráðs, Borgartúni 35, en Pétur mun einnig heimsækja þau fyrirtæki sem þess óska, verði því við komið. Fyrirtækjum sem óska eftir viðtalstímum er boðið að bóka tíma í síma 511 4000 eða með tölvupósti á netfangið utflutningsrad@utflutningsrad.is. Nánari upplýsingar um þjónustu viðskiptafulltrúa í sendiráðum Íslands má sjá þá á vefsíðunum www.utflutningsrad.is og www.vur.is M IX A • fí t • 0 4 3 5 4 í Viðskiptatækifæri New York BÓKAÚTGÁFAN Bjartur hefur á undanförnum árum verið óþreytandi við að koma á framfæri bókum, bæði fyrir börn og fullorðna frá öðrum löndum en þeim sem við þekkjum best. Það eykur fjölbreytni, auk þess sem það ætti undir flestum kring- umstæðum að víkka sjóndeildarhring lesenda. Menn hafa lengi velt fyr- ir sér hvernig bókin geti aftur orðið börnum og unglingum jafn hugleikin eins og raunin var á árum áður. Til þess þurfa þær að vera skemmtilegar, vel skrifaðar og spennandi. Bókin Konungur þjófanna eftir þýska rithöfundinn Corneliu Funke virðist uppfylla allar þessar kröfur. Sagan fjallar um tvo munaðarlausa bræður búsetta í Hamborg sem eru fimm og tólf ára gamlir. Frænka þeirra hefur sótt um forræði yfir þeim yngri, en sá eldri getur ekki hugsað sér að þeir séu skildir að og grípur til sinna ráða. Hann fer til Feneyja og kemst þar í kynni við önn- ur börn sem eru á götunni og fram- fleyta sér með þjófnuðum. Frænkan og maður hennar leita á náðir einka- spæjara og fela þau honum að leita drengina uppi. Söguþráðurinn er ótrúlegur, vel spunnin og sagan er sérlega læsileg. Lesandinn finnur til með söguhetjunum sem leita athvarfs í gömlu, ónotuðu kvikmyndahúsi í Feneyjum. Henni tekst að gera þær ljóslifandi fyrir lesandanum, bæði þá sem teljast vera góðir og hina sem uppfylla ekki þá eiginleika. Höfundi tekst vel að nýta sér sérstöðu Fen- eyja, til að skapa skemmtilegt og trú- verðugt sögusvið. Konungur þjóf- anna, Scipio, er margbreyttari persóna en virðist í upphafi sögunnar, en ekki má skemma fyrir lesendum með því að segja of mikið. Cornelia Funke hefur skrifað yfir 40 bækur fyrir börn og unglinga og hlotið viðurkenningar í Evrópu og í Bandaríkjunum. Hún hefur verið borin saman við J.K. Rowling og hafa þær verið titlaðar drottningar ung- lingabókanna. Vonandi eigum við eft- ir að kynnast fleiri bókum eftir Corn- elu Funke á næstu árum, því að ekki er ólíklegt að þau börn og unglingar sem eiga eftir að lesa þessa bók komi til með að bera henni góða söguna. Það að gera sögu lifandi og áhuga- verða fyrir íslenska lesendur byggist að miklu leyti á verki þýðandans. Hafliði Arngrímsson þýðir bók Corneliu og nær að gæða hana því lífi sem við viljum að bækur búi yfir. Ævintýri í Feneyjum BÆKUR Unglingar Höfundur: Cornelia Funke Íslensk þýðing: Hafliði Arngrímsson 352 bls. Bjartur, 2004 Konungur þjófanna Sigurður Helgason Félagsstarf Bólstaðarhlíð 43 | Hárgreiðsla, böð- un, línudans, fótaaðgerð. Dalbraut 18 – 20 | Kl. 9–11 kaffi og dagblöð, kl. 9–14 baðþjónusta, kl. 9– 16.45 hárgreiðslustofan opin, kl. 10–11 samverustund, kl. 11.15–12.15 matur, kl. 14 félagsvist, kl. 14.30–15.30 kaffi. Hraunbær 105 | Kl. 9 postulínsmálun, glerskurður, myndlist, hárgreiðsla, kl. 10 boccia, kl. 11 leikfimi, kl. 12 hádeg- ismatur, kl. 12.15 Bónusferð, kl. 15 kaffi. Hæðargarður 31 | Opið félagsstarf kl. 9–16. Skráning hafin í Listasmiðju í framsögn og framkomu sem verður alla mánudaga eftir áramót. Soffía Jakobsdóttir leikkona kennir. Engin leikfimi í dag. Nánari upplýsingar í síma 568 3132. Hárgreiðslustofa 568 3139. Fótaaðgerðarstofa 897 9801. Vesturgata 7 | Kl. 9–16 hárgreiðsla og fótaaðgerðir, kl. 9.15–15.30 handa- vinna, kl. 9.15–16 postulínsmálun, kl. 10.15–11.45 enska, kl. 11.45–12.45 há- degisverður, kl. 13–16 bútasaumur, kl. 13–16 frjáls spil, kl. 13–14.30 leshringur, kl. 14.30–15.45 kaffiveitingar. Vitatorg | Handavinnustofan opin 12.30 til 15, félagsvist kl. 14. Kirkjustarf Fríkirkjan Kefas | Bænastund kl. 20.30. Hallgrímskirkja | Fyrirbænaguðsþjón- usta kl. 10.30. Beðið fyrir sjúkum. Hjallakirkja | Jólagleði aldraðra verð- ur í dag kl. 14. Söngvinir, kór aldraðra, syngja og krakkar úr Barnakór Snæ- landsskóla koma í heimsókn. Veitingar og happadrætti í safnaðarsal. Kristniboðssambandið | Kristniboðs- sambandið þiggur með þökkum um- slög og frímerki af jólapóstinum. Þau eru seld til ágóða fyrir kristniboðs– og hjálparstarf í Afríku. Móttaka við sölu- bás á 2. hæð Kringlunnar, í húsi KFUM og K á Holtavegi 28 og Glerárgötu 1 á Akureyri, svo og í sumum kirkjum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.