Morgunblaðið - 28.12.2004, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 28.12.2004, Blaðsíða 30
30 ÞRIÐJUDAGUR 28. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN FORSVARSMENN ríkisstjórn- arinnar hafa staðhæft að kaup- máttur ráðstöfunartekna hafi hækk- að um 40% frá árinu 1995 og hann komi til með að hækka um 55% frá sama tíma til ársins 2007 þegar boð- uð lækkun tekjuskatta hefur að fullu tekið gildi. Hér er sannanlega um mikið meiri kaupmáttarauka eftir skatta að ræða en hjá stórum hópi ellilífeyrisþega enda vega barnabæt- urnar trúlega þungt í þessum með- altölum ráðamanna. Mjög stór hóp- ur yngri og eldri einstaklinga býr við bág kjör og í leiguhúsnæði eða skuldar mikið í eigin húsnæði. Kjör þessa hóps batna langt frá því í lík- ingu við kjör þeirra sem eru betur settir fyrir. Meira en tíu þúsund ellilífeyr- isþegar eða um 1/3 þeirra eru með um og undir 110 þús. krónur á mán- uði í heildartekjur. Þannig mun kaupmáttur þess sem hefur grunn- lífeyri og fulla tekjutryggingu en engan tekjutryggingarauka auk líf- eyrissjóðsgreiðslna upp á 46.860 kr. eða samtals 110.500 kr. á mánuði hækka um 9,4% frá þessum lágu tekjum 1995 til 2007 en ekki 55% eins og ríkisstjórnin staðhæfir að gerist að meðaltali. Þetta er miðað við að önnur gjöld hækki ekki sér- staklega. Ef miðað er við upphafsár staðgreiðslu skatta 1988 mun kaup- máttur ráðstöfunartekna þessa sama aðila lækka um 3,4% til ársins 2007 þrátt fyrir boðaðar skattalækk- anir. Þarna er aldeilis munur á. Ef skoðaður er kaupmáttarauki einstaklinga eftir skatta og miðað við að laun hækki eins og launa- vísitalan er það fyrst við tekjur upp á um og yfir 1.225.000 kr. á mánuði sem svo mikil aukning kaupmáttar ráðstöfunartekna næst sem rík- isstjórnin boðar. Þeir tekjulægri ná þessu alls ekki. Það finnast þó hópar sem ná þess- ari hækkun og vel það. Tekjur ráð- herra eins og Kjaradómur úrskurð- ar eru frá 1. janúar nk. rúmlega 809.000 kr á mánuði og þingfar- arkaup alþingismanna yfir 450.000 kr. á mánuði. Hér eru ekki taldar með greiðslur fyrir formennsku í nefnd, þingflokki eða stjórn- málaflokki utan ríkisstjórnar né greiðslur vegna síma, ferða- og hús- næðis- og starfskostnaðar, hvað þá eftirlaunaréttur. Fyrir ráðherra hefur kaupmáttur ráðstöfunartekna hækkað þegar um 82% frá 1995 og mun hækka um 97% frá 1995–2007 þegar boðuð lækkun tekjuskatta hefur að fullu tekið gildi. Hjá þingmönnum er hækkunin held- ur minni eða rúm 72% fyrir sama tímabil. Þetta er margföld hækkun umfram hækkunina hjá ellilífeyr- isþeganum hér að ofan. Meðaltölin í fjölmiðlum duga þeim skammt. Á þetta fólk það ekki skilið að kjörum þess sé veitt athygli með úrbætur að markmiði? Að sjálfsögðu er ekki kvartað yfir því að þingmenn og ráðherrar búi við góð kjör heldur hitt að þessir ráðamenn sýni ekki kjörum svo stórs hóps samborgara sinna áhuga heldur reyni að snúa út úr fyrir þeim sem upplýsa um þetta. Ólafur Ólafsson, Benedikt Davíðsson og Einar Árnason fjalla um þróun kaupmáttar ráðstöfunartekna ’Á þetta fólk það ekkiskilið að kjörum þess sé veitt athygli með úrbæt- ur að markmiði? ‘ Ólafur er formaður FEB, Benedikt er formaður LEB, Einar er hagfræðingur. Einar Árnason Ólafur ÓlafssonBenedikt Davíðsson ÚTI Á landsbyggðinni hefur löngum verið talinn ágætur mæli- kvarði á dug kjörinna fulltrúa á Alþingi, hve mikla fjármuni þeim tekst að útvega til vegafram- kvæmda í kjördæmi sínu. Verði þeim vel til fanga er talað um „nýta þingmenn“, sem ekki er slæmur vitnisburður fyrir þá sem sækjast sífellt eftir vindi og vinsældum alþjóðar. Því er eðlilegt að spyrnt sé við fæti þegar fram koma sjónarmið um að rétt sé að færa ákvörð- unarvald um úthlutun vegafjár frá þing- mönnum alfarið yfir til Vegagerðarinnar, eins og sveitarstjórn- armenn á Suðurlandi leggja til í nýlegri ályktun. Sjálfsagður fórn- arkostnaður Í athyglisverðu við- tali við Sunnlenska fréttablaðið nú ný- lega andæfir Guðni Ágústsson ráðherra þessum sjónarmiðum, en tekur þó hins veg- ar fram að yfirleitt hafi sjónarmið þing- manna og Vegagerð- ar farið saman um hvar fjár og framkvæmda sé helst þörf. Þá hafi þeim sem á þingi sitja fyrir Sunnlendinga gengið ágætlega að koma málum í gegn. Nefnir ráðherra í því sambandi meðal annars vegi í miðkjarna sveitahreppanna. Það séu vega- bætur sem skipti íbúanna miklu. Sjónarmið Guðna Ágústssonar í þessu viðtali eru virðingarverð og – að ætla má – í góðu samræmi við almennan vilja þjóðarinnar. Það er að peningum sem fari til vegabóta úti á landi sé vel varið, þó vissulega geti arðsemin verið meiri væri þessum fjármunum varið til framkvæmda á helstu þéttbýlissvæðum þjóðarinnar. Líta verði hins vegar svo á að þetta sé sjálfsagður fórnarkostnaður við að halda landinu í byggð eins og allir stjórnmálaflokkar virðast sammála um. Flókinn veruleiki Breyttir tímar og flóknari veru- leiki kallar á nýjar lausnir, meðal annars af hálfu stjórn- málamanna sem þurfa að gera sér grein fyrir gjörbreyttum kring- umstæðum svo þeir geti sem best sinnt störfum sínum. Þýð- ingarmikið er til dæmis að kjörnir fulltrúar á Alþingi geri sér grein fyrir að samgöngubætur í dag eru ekki bara vegir með slitlagi, brýr eða jarðgöng í gegnum fjöll. Tilveran er flóknari en þetta. Góðar samgöngur í þjóðfélagi nútímans eru, ekkert síður en góðir vegir, að lands- menn allir hafi, til- tölulega óháð búsetu, aðgang að öflugu gagnaflutningsneti símkerfisins. Að hafa til dæmis há- hraðatengingu við Netið hefur í dag af- gerandi áhrif á hvar fólk velur sér búsetu eða hvort hægt er að koma at- vinnustarfsemi á laggirnar í ein- staka byggðarlögum úti á landi. Það ætti því að vera sjálfsagt mál að þingmenn hafi hönd í bagga með úthlutun fjár til að efla þjóð- vegi gagnaflutninganna, sé litið til þess að Guðni Ágústsson vill að þingmenn ráðstafi vegafénu svo- nefnda. Raunar er ástandið þannig í dag víða í sveitum, svo sem í upp- sveitum Árnessýslu, að fólki er fyrirmunað að nota tölvur við dag- leg störf sakir hægvirks sambands – og getur þar af leiðandi stundað fjarnám, sinnt bankaviðskiptum sínum gegnum tölvuna og svo framvegis. Undanskiljið grunnnetið Mikilvægt er að hér sé stað- reyndum öllum haldið til haga, nú þegar ríkisstjórnin, sú sem Guðni Ágústsson situr í, undirbýr sölu Símans bæði með haus og hala, það er með grunnnetinu svo- nefnda. Ljóst má vera að þegar Síminn verður alfarið kominn í einkaeigu verða enn ríkari arð- semiskröfur gerðar til fyrirtæk- isins og í ljósi sögunnar má ætla að þeim markmiðum verði ekki síst náð fram með skertri þjón- ustu við landsbyggðina. Það ætti því að vera sjálfsagt mál þegar Síminn verður seldur, væntanlega á næsta ári, að und- anskilja grunnnetið; þjóðvegi nú- tímans. Þá ber, eins og aðra vegi, að reka á samfélagslegum for- sendum og ekki á að vera neitt til- tökumál að veita til þess opinbert fé. Það er ef þingmenn hafa ein- hvern metnað til að raungera há- leita byggðastefnu sína og mark- mið hennar. Þingmenn og þjóðvegir Sigurður Bogi Sævarsson fjallar um byggðaþróun Sigurður Bogi Sævarsson ’Að hafa tildæmis há- hraðatengingu við Netið hefur í dag afgerandi áhrif á hvar fólk velur sér búsetu…‘ Höfundur er blaðamaður. 20. JÚNÍ ritar séra Örn Bárður Jónsson m.a.: „Er Gamla testa- mentið veðbókarvottorð handa Gyð- ingum? Er hægt að vísa til slíkra handanverandi raka úr öðrum heimi?“ Merkileg spurning! ÖB segist hafna því alfarið. Hann spyr: Hvað eiga Gyðingar við með „ítrekuðum fullyrð- ingum sínum að þeir eigi landið sem þeir gera tilkall til?“ Svar: Orð spámanna Guðs í Gamla testa- mentinu! Þar er þau rök að finna. Rökin þau eru „ekki pappírsins virði“ að mati ÖB. Þar afgreiðir hann nánast alla ritningu Gyðinga frá Móse til síðasta spámannsinns. Þar eru einnig fyrirheiti um Messí- as. Fara þau ekki sömu leið í glat- kistu klerks? Fyrirheiti varðandi Ísrael eru mörg: Mósebókunum lýkur er Móse stendur á Nebófjalli. Þaðan sýndi Drottinn honum gjörvallt landið allt til vesturhafsins, Suðurlandið, Jórd- ansléttlendið, dalinn hjá Jeríkó, allt til Sóar. Drottinn sagði við hann: „Þetta er landið sem ég sór Abra- ham, Ísak og Jakob, er ég sagði: Niðjum þínum vil ég gefa það!“ Þar er veðbókarvottorðið komið sem Guð gaf Ísraelslýð fyrir land- inu góða. ÖB kallar það „hand- anverandi rök úr öðrum heimi!“ Hvor rökin eru haldbetri, rök ritninganna eða mannasetningar sem hafa verið kallaðar staðgeng- ilsguðfræði, það, að kirkjan sé „hinn nýi Ísrael“. Staðgengilsguðfræðin: Þar eð Ísraelsþjóðin hafnaði Jesú sem Messíasi var henni hafnað og hún hefur glatað hinni mikilvægu stöðu sinni í áætlun Guðs. Kirkjan hefur með rétti gerst erfingi að þeim blessunum sem Ísrael hafði verið lofað. Guðfræðina þá má rekja aftur á þriðju öld og kallast myndlíking. Menn varðar minna um eiginlega merkingu orðanna, meira um leynda merkingu þeirra. Túlkun þessi er talin vafasöm í dag en var notuð framyfir miðaldir. Á 16. öld fór Marteinn Lúther og aðrir mótmælendur að efast um gildi hennar. Rök þeirra: Reglan ætti að vera bókstafleg túlkun nema í sér- stökum tilfellum. Sumir halda sig við hugsunarhátt miðalda. Markmiðið er enda göfugt, það er að vefengja rétt Gyðinga til landsins sem þeir búa í. Er orð ritning- anna markleysa sem ekki á að taka bók- staflega? Annað segir meistari Lúther. Palestínumenn með Jasser Arafat í broddi fylkingar viðurkenndu Ísraelsríki fyrir mörgum árum og ekki er leng- ur deilt um þá staðreynd. Skrýtið að íslenskur prestur vefengi þann gjörning svo löngu síðar, að ekki sé minnst á samþykktir Sameinuðu þjóðanna fyrir enn fleiri árum. Eru það ekki alþjóðalög? Wayne Hilsten: „Sú staðreynd sem veikir mjög málstað staðgeng- ilsguðfræðinga eru tiltölulega ný- liðnir atburðir, endurkoma hinna dreifðu Gyðinga til landsins helga og stofnun Ísraelsríkis. Ef Guð hef- ur hafnað Gyðingum og hefur engan áhuga lengur á tilvist Ísraels sem þjóðar, hvernig tókst þeim þá að rísa úr ösku helfararinnar og setja á stofn fullvalda ríki á sama land- svæði og þeir glötuðu fyrir 2000 ár- um? Það sem við höfum orðið vitni að, er guðleg forsjón og uppfylling spádóma Biblíunnar. Dæmi um spá- dóma sem ræst hafa bókstaflega.“ Jeremía 16:14–15: „Sjá, fyrir því munu þeir dagar koma, segir Drott- inn, að ekki mun framar sagt verða: Svo sannarlega sem Drottinn lifir, sá er leiddi Ísrael út af Egypta- landi, heldur: Svo sannarlega sem Drottinn lifir, sá er leiddi Ísr- aelsmenn út úr landinu norðurfrá og úr öllum þeim löndum sem hann hafði rekið þá. Og ég mun flytja þá aftur til landsins, sem ég gaf feðr- um þeirra.“ ÖB talar um starfsemi miðils „sem gerst hefur skemmtikraftur í sjónvarpi og þeirri tegund af banda- rískum kristindómi sem þekktur er fyrir að róa á sömu mið neyslu- hyggju og skemmtanahalds og hef- ur álíka afstöðu til kennivalds hand- anverunnar.“ Margar spurningar vakna: Hvað er handanvera eða kennivald þeirr- ar sömu veru. Hvað er hand- anheimur? Eru það kristin hugtök? – Kannast Biblían við það orðfæri? Á miðilsfundinn atarna var kall- aður „forstöðumaður trúfélags sem á sér rætur í hreyfingu hvítasunnu- manna hér heima og í Bandaríkj- unum. Því miður beita menn oft slíkum órökum. Ráðamenn Ísr- aelsríkis tala með þessum hætti, forseti Bandaríkjanna og fólk sem tekur mark á miðlum gerir það.“ Eru menn ekki komnir út í æv- intýri og langt frá efninu? ÖB talar um miðilsfund og kristin trúfélög sem boða Jesú Krist og hann kross- festan í sama orðinu. Merkileg sam- líking! Saga Gyðinga er saga trúar og vantrúar, sigra og ósigra. Svo er um flestar þjóðir og Gyðingar hafa þar enga sérstöðu. En Guð er réttlátur og einnig Guð miskunnar. Páll postuli svarar þeim sem spurðu svipaðra spurninga um út- valningu Ísraels, Róm. 9:14–16: „Hvað eigum vér að segja? Er Guð þá óréttvís? Fjarri fer því, því hann segir við Móse: Ég mun miskunna þeim sem ég vil miskunna og líkna þeim sem ég vil líkna.“ Hjálpræðið kemur frá Gyðingum segir Jesús; Jóh. 4:22. Er hægt að kasta þeim sömu Gyðingum út eins og hverju öðru gömlu fati og um leið trúfélögum sem Örn Bárður er ekki sáttur við? Við inngöngu Ísraelsmanna í her landsins sverja þeir eið á klettinum Masada þar sem forfeður þeirra voru í herkví Rómverja forðum. Þar komst enginn lífs af. Eiðurinn hljóð- ar svo: „Aldrei aftur Masada.“ Segir það ekki allt sem segja þarf? Veðbókarvottorð að handan? Guðjón Jónasson svarar séra Erni Bárði Jónssyni ’Kirkjan hefur meðrétti gerst erfingi að þeim blessunum sem Ísrael hafði verið lofað.‘ Guðjón Jónasson Höfundur er fyrrverandi hárskeri. Ráðamenn og 10.000 eldri borgarar Fréttasíminn 904 1100

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.