Morgunblaðið - 28.12.2004, Side 10

Morgunblaðið - 28.12.2004, Side 10
Jólabókum skilað og skipt ÞÓ nokkrar annir voru í bókabúðum í gær en helst var fólk að skila og skipta bókum. Í flestum tilvikum var það vegna þess að í jólapökkunum leyndust tvö eða fleiri eintök af sömu bókinni en einnig var nokkuð um að fólk vildi skipta í aðra titla. Hjá Máli og menningu á Laugavegi fengust þær upplýsingar að venju- lega komi þeir titlar inn sem hvað mest selst af fyrir jólin. Þar á meðal voru Kleifarvatn eftir Arnald Indr- iðason og Sakleysingjarnir eftir Ólaf Jóhann Ólafsson. Hjá Iðu í Lækjargötu var tekið við mörgum eintökum af Arabíukonum eftir Jóhönnu Kristjónsdóttur enda var hún ein þeirra bóka sem seldust upp fyrir jólin. Í Eymundsson í Kringlunni var nokkur straumur fólks yfir daginn. Kleifarvatn þótti koma fremur lítið inn miðað við þá miklu sölu sem var á bókinni fyrir jól. Starfsfólk bókabúðanna bendir þó á að endanlegar sölutölur liggi ekki fyrir nærri strax enda skiptir fólk bókum venjulega fram í janúar. Morgunblaðið/Kristinn 10 ÞRIÐJUDAGUR 28. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Hvað kosta flugeldarnir?  Verðkönnun á flugeldum og ýmis áhugaverður fróðleikur um flugelda. á morgun EFTIR nokkur ár verður kannski hægt að kaupa jarðgas í formi lítilla ísbolta á stærð við golfkúlur í frystikistum stórmarkaðanna. Hug- myndina að þessari tækni á Jón Steinar Guð- mundsson, prófessor í olíuverkfræði við tækni- og vísindaháskólann í Þrándheimi. Hafa Jón Steinar og norska stórfyrirtækið Aker Kværner stofnað fyrirtæki um tæknina og skrifuðu nú í haust undir samstarfssamning við japanska iðn- fyrirtækið Mitsui og er stefnt að sölu á tækninni til stórra orku- eða olíufyrirtækja. Í frétt norska dagblaðsins Aftenposten segir að Jón og norska fyrirtækið Aker Kværner hafi þróað tæknina í sameiningu. Haft er eftir forstjóra gassviðs hjá Aker Kværner að ekki svari kostnaði með núverandi tækni að nýta um 40 til 60% af jarðgasauðlind- um á jörðinni en stór hluti af þessu jarðgasi sé á litlum og millistórum jarðgassvæðum þar sem hin nýja tækni sé mun hagkvæmari en hin hefð- bundna. Getur geymt geysimikið af gasi Jón Steinar sagði í samtali við Morgunblaðið að tæknin byggðist á því að taka vatn og jarðgas og blanda því saman við 60 loftþyngdir við fimm til tíu gráður. „Við þessar aðstæður myndast snjór eða ís en inni á milli ísmólikúlanna er jarð- gas. Jarðgasið er það lítið mólikúl að það fer inn í ísstrúktúrinn. Þetta efni köllum við hýdrat. Það kemst alveg geysilega mikið af gasi fyrir í svona ísstrúkt- úr, það komast um það bil 180 rúm- metrar fyrir í einum rúmmetra af hýdrati. Það er það sem gerir þetta svona sniðugt,“ segir Jón Steinar. Hann segir að þegar búið sé að mynda snjóinn þurfi að hreinsa frá vatnið sem ekki er notað og svo sé efnið fryst í mínus 15–20 gráður. Þá séu þetta ísmolar sem geti verið bæði litlir og stórir, en 1–2 senti- metra ísmoli sé hentug stærð fyrir flutning og geymslu. Svo þegar menn vilja ná gasinu út sé hægt að bræða ísinn eða blanda honum við heitt vatn. Þá bráðnar ísinn og gasið streymir út og menn geta síðan leitt það þangað sem þeir vilja. Framkvæmdin á þessu ráð- ist hins vegar nokkuð á því hvernig menn ætli að nota gasið. Fékk hugmyndina á göngu með sonum sínum Hugmyndina að því að flytja gasið í snjó fékk Jón þegar hann var einu sinni sem oftar á gangi með sonum sínum tveim í norsk- um skógi. Hann velti því fyrir sér með þeim hvernig mætti flytja allt það gas sem er í sjónum und- an Mið-Noregi. „Ég var að segja þeim að mér fyndist vandamálið vera það hvernig við gætum flutt þetta gas ef það væru engin ráð. Hvað gæti maður gert? Þeir stungu upp á því að setja gasið bara á kókflöskur. Við ræddum þetta aðeins meira og þá mundi ég eftir erindi um efni sem heita hýdröt sem myndu geta geymt miklu meira gas en væri hægt að geyma í kókflösku. Þannig að þetta varð til í samræðum við strák- ana mína,“ segir Jón Steinar. Hann segir að Japanir hafi komist á snoðir um rannsóknir hans og Aker; þeir þurfi að flytja inn svo mikið af gasi að þetta sé sérlega áhuga- vert fyrir þá. „Þeir flytja það í fljótandi formi og það er rosalega dýrt. Mín aðferð býður upp á, eftir tölum Aker Kværner, að þetta sé 25% ódýrara. Það er það mikið að þetta er áhugavert því þetta er svo risastór iðnaður.“ Jón segist hafa fengið einkaleyfi á hugmynd- inni en síðan hafi Aker gert ýmsar rannsóknir. „Við erum búnir að stofna fyrirtæki saman sem heitir Natural gas hydrate sem á öll tæknirétt- indi. Það er þá fyrirtækin sem við eigum í dag til helminga.“ Jón segir að gengið hafi verið frá formlegum samstarfssamningi við japanska fyrirtækið Mitsui í október. Aker og Mitsui sé verkfræði- fyrirtæki en hugmyndin sé síðan sú að selja þessa tækni til stórra orku- eða olíufyrirtækja eins og t.d. Tokíó Gas, Osaka Gas, Shell eða BP, sem vilji nota tæknina til að flytja orku. Þetta geti hins vegar tekið umtalsverðan tíma. „En við erum komnir með fyrsta fundinn sem verður í Huston í Texas í mars við eitt slíkt fyrirtæki.“ Íslenskur prófessor í Noregi vinnur að því að þróa nýja tækni sem auðveldar flutning á gasi Hægt að flytja gas með ísmolum Jón Steinar Guðmundsson EFTIRLITSSTOFNUN EFTA (ESA) hefur hafið formlega rann- sókn vegna sölu ríkisins á Sem- entsverksmiðjunni á Akranesi í fyrrasumar en stofnunin telur vafa leika á að söluverð verksmiðjunnar hafi verið í samræmi við markaðs- verð hennar. Haft var eftir for- manni framkvæmdanefndar um einkavæðingu þegar verksmiðjan hafði verið seld að verðið hefði ekki skipt meginmáli heldur hefði mest áhersla verið lögð á að tryggja áframhaldandi rekstur hennar. Seld fyrir 68 milljónir Íslenska ríkið seldi Sements- verksmiðjuna fyrir 68 milljónir króna í byrjun júlí í fyrra en kaup- andinn var Íslenskt sement ehf. en það félag var í eigu Framtaks fjár- festingarbanka, BM Vallár, Björg- unar og norsku sementsverksmiðj- unnar Norcem AS. Fimm hópar fjárfesta buðu í verksmiðjuna þeg- ar 100% hlutur ríkisins að nafnvirði 450 milljónir króna var auglýstur til sölu. Við söluna til Íslensks sem- ents yfirtók ríkissjóður lífeyris- skuldbindingar upp á rúmar 400 milljónir, skuldbindingar sem hvíldu á herðum ríkisins áður en verksmiðjan var gerð að hlutafélagi árið 1994 en auk þess yfirtók rík- issjóður eignir Sementsverksmiðj- unnar sem ekki tengdust rekstri hennar, s.s. skrifstofuhúsnæði og eignarhluti í öðrum félögum. ESA segir að skoða verði söluna í ljósi þess að Aaalborg Portland hafi hafið innflutning á sementi til Íslands og mikið tap hafi verið á rekstri Sementsverksmiðjunnar. ESA telur vafa leika á að söluverð verksmiðjunnar hafi endurspeglað markaðsvirði hennar, söluverðið hafi verið byggt á áætluðu upp- lausnarverði verksmiðjunnar þrátt fyrir að skilyrði hafi verið fyrir hendi að verksmiðjan hefði getað starfað áfram. Komi á daginn að aðgerðir ríkisins í tengslum við sölu verksmiðjunnar jafngildi rík- isstyrk þurfi ESA að meta hvort með þeim hafi verið brotið gegn reglum um Evrópska efnahags- svæðið. ESA rannsakar sölu á Sementsverksmiðjunni SAMKVÆMT bráðabirgðatöl- um Hagstofu Íslands um mann- fjölda hér á landi 1. desember sl. eru 38 Íslendingar 100 ára og eldri; 28 konur og 10 karlar. Tvær konur eru elstar, 107 ára gamlar. Elsti karlmaðurinn er 104 ára gamall. Fjölgað hefur í þessum aldurshóp því að fyrir ári voru 29 Íslendingar 100 ára og eldri. Samkvæmt tölunum eiga 20 Íslendingar 100 ára afmæli á næsta ári, þar af 13 konur. 38 eldri en 100 ára

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.