Morgunblaðið - 28.12.2004, Page 4

Morgunblaðið - 28.12.2004, Page 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 28. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR ÞRÍR voru fluttir á slysadeild eftir árekstur á mótum Kringlumýrar- brautar og Suðurlandsbrautar um klukkan 11 í gærmorgun. Var ekki talið að þeir væru alvarlega slasaðir. Þá valt bíll út í skurð við Sléttuveg um tíuleytið í gærmorgun. Enginn slasaðist en kalla þurfti til Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins til að ná fólk- inu út úr bílnum. Bíllinn skemmdist töluvert. Þrír fluttir á slysadeild TVÍVEGIS var keyrt á ljósastaura á Reykjanesbraut síðdegis í gær en engin slys urðu á fólki. Bílar skemmdust hins vegar í báðum til- vikum. Bæði áttu óhöppin sér stað við Seylubraut, hið fyrra klukkan 14.54 en hið síðara kl. 15.22. Slæmt veður var á svæðinu að sögn lög- reglunnar í Keflavík. Tveir óku á ljósastaura í gær ÍSLENSK stjórnvöld ákváðu í gær að veita þegar í stað fimm milljónir króna til mannúðar- og neyðaraðstoðar á þeim svæðum sem verst hafa orðið úti í náttúru- hamförunum við Indlandshaf. Fjárveitingin er veitt Rauða krossi Íslands, sem mun sjá um að stuðningurinn komist til skila. Fjársöfnun Rauða krossins er enn í gangi hér á landi, þar sem hægt er að hringja í 907 2020 og leggja til eitt þúsund krónur af viðkomandi símreikningi. Að sögn Þóris Guðmundssonar, talsmanns RKÍ, höfðu safnast með þessum hætti um þrjár milljónir króna í gærkvöldi og því hringingar bor- ist frá um þrjú þúsund manns. Einnig er hægt að styðja hjálp- arstarfið á flóðasvæðunum með því að leggja framlag inn á banka- reikning númer 1151-25-12, kt. 530269-2649. Veita 5 milljónir til neyðaraðstoðar ALLS er talið að hér á landi búi um 1.250 manns sem eiga uppruna frá löndunum sem orðið hafa hvað verst úti í náttúruhamförunum í Asíu; Taí- landi, Indónesíu, Indlandi og Sri Lanka, þar af um 750 frá Taílandi. Fjölmargar fyrirspurnir hafa borist Alþjóðahúsinu og Rauða krossinum í gær og fyrradag frá áhyggjufullum aðstandendum hér á landi sem ekki hafa náð símasambandi út. Sam- kvæmt upplýsingum frá Rauða krossinum náðu margir sambandi í gær en eftir því sem næst verður komist bíða enn þrír aðstandendur milli vonar og ótta um að heyra af af- drifum ástvina sinna á flóðasvæð- unum. Enginn mætti hins vegar á kynn- ingarfund sem Rauði kross Íslands, RKÍ, boðaði í húsakynnum Reykja- víkurdeildarinnar í gærkvöldi vegna náttúruhamfaranna við Indlandshaf. Sigrún Árnadóttir, framkvæmda- stjóri RKÍ, sagði þetta vonandi vera góðs viti um að engir hérlendir íbúar með uppruna frá hamfarasvæðunum hefðu misst ástvini sína. Sigrún vildi minna á að fólki sem ekki hefði tekist að hafa uppi á ást- vinum sínum gefst kostur á að skrá nöfn þeirra hjá leitarþjónustu Rauða krossins. Hægt er að hringja í Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, sem er opinn allan sólarhringinn. Að sögn Sigrúnar hefur RKÍ sent upplýsingar til aðalstöðva Rauða krossins í Genf um 19 Íslendinga af veraldarvaktinni svonefndu sem eru reiðubúnir nú þegar að fara utan til hjálparstarfa með stuttum fyrirvara, verði þess óskað. Um 1.250 manns frá flóðasvæðunum búa hér á landi Morgunblaðið/Kristinn Sigrún Árnadóttir, framkvæmdastjóri Rauða kross Íslands, upplýsir fréttamenn um stöðuna á fundi í gærkvöldi. Margir hafa áhyggjur af ástvinum sínum ÓVÍST var um ferðir 20 Íslendinga í Suð- og Austur-Asíu í gærkvöldi eft- ir flóðbylgjuna sem fylgdi í kjölfar jarðskjálftans vestur af Súmötru í fyrradag. Listi þeirra Íslendinga sem ekki hafði heyrst til eftir hin mannskæðu flóð var upphaflega mun lengri, eða um 55 manns, og saxaðist verulega á listann fram eftir degi í gær. Að sögn Péturs Ásgeirssonar, skrifstofustjóra hjá utanríkisráðu- neytinu, hafa þó engar vísbendingar komið fram um að Íslendingar hafi særst eða farist í hamförunum. Margir ættingjar hringdu í neyðar- síma utanríkisráðuneytisins vegna hamfaranna til að tilkynna um að þeir hefðu ekki heyrt til ættingja sinna en Pétur Ásgeirsson segir þó ekki mikinn áhyggjutón í mörgum. „En sumir eru orðnir áhyggjufullir,“ segir hann. Pétur segir að ekki hafi saxast eins hratt á listann og vonast var til. Hann bætir við að margir hafi bæst á listann í gær jafnhliða því sem aðrir fóru út af honum um leið og til þeirra spurðist. „Við höfum ekki fengið neinar upplýsingar sem benda til þess að Ís- lendingar hafi farist eða særst,“ seg- ir Pétur. Danska utanríkisþjónustan aðstoðar Íslendinga Í gær náði ráðuneytið sambandi við danska utanríkisráðuneytið sem hefur tekið að sér að huga að Íslend- ingum um leið og dönskum ríkis- borgurum. Jafnframt náðist í fyrra- kvöld samband við danska sendi- herrann í Bangkok sem staðfesti að hann hefði fengið fyrirmæli frá danska utanríkisráðuneytinu um að aðstoða Íslendinga. Er þetta gert á grundvelli samnings ríkjanna um gagnkvæma aðstoð Norðurland- anna. Þessu til viðbótar fór einn af ís- lensku ræðismönnunum sem búa í Bangkok til taílenska ferðamanna- bæjarins Phuket og hefur hann verið beðinn um að setja sig í samband við dönsku áfallamiðstöðina þar í bæ. Pétur segir mjög mismunandi hvað íslenskir ferðamenn í Asíu hyggist gera í framhaldi hamfaranna. „Margir virðast ætla að halda áfram í fríum sínum og fara heim þegar þar að kemur,“ segir hann og bætir við að flestir hafi verið fjarri þeim stöð- um sem urðu verst úti. Óvíst um ferðir 20 Íslendinga ALÞÝÐUSAMBAND Íslands, ASÍ, gefur neikvæðar umsagnir um at- vinnuleyfi fyrir 150 kínverska verka- menn, sem Impregilo hefur sótt um til Vinnumálastofnunar vegna fram- kvæmda við Kárahnjúkavirkjun. Kín- verjarnir áttu að mestu að koma í stað þeirra Portúgala sem hættu störfum við virkjunina fyrir jól og héldu heim á leið. Óskað hefur verið eftir fundi í byrjun janúar hjá sérstakri sam- starfsnefnd sem m.a. er ætlað að fjalla um álitamál við útgáfu atvinnu- leyfa. Ingvar Sverrisson, lögfræðingur ASÍ, segir að leikreglur séu skýrar í þessum efnum og verkalýðshreyfing- in vilji fara eftir þeim. Sú krafa sé gerð að Impregilo og stjórnvöld geri slíkt hið sama. Fyrr verði þessi at- vinnuleyfi ekki afgreidd. „Við viljum veita aðhald í því að far- ið verði eftir lögum og þeirri máls- meðferð fylgt sem kveðið er á um í lögum frá Alþingi um atvinnuréttindi útlendinga,“ segir Ingvar en að mati ASÍ er einkum þrennt ábótavant við umsóknir Impregilo fyrir Kínverjana. Störfin ekki auglýst Í fyrsta lagi séu starfsmennirnir ekki með fullgild vinnuvélaréttindi, sem krafa sé gerð um samkvæmt ís- lenskum reglum. Í öðru lagi hafi Impregilo ekki auglýst umrædd störf til umsóknar hér á landi, og ekki skráð þau hjá Vinnumiðlun eða á sameiginlegum evrópskum markaði, EURES. Í þriðja lagi hafi fyrirtækið ekki leitað eftir starfsmönnum á mörkuðum nýrra aðildarríkja Evr- ópusambandsins, sem eigi að hafa forgang á störf umfram starfsmenn utan Evrópska efnahagssvæðisins. Impregilo hefur áður verið með nokkra Kínverja við virkjunarfram- kvæmdirnar en Ingvar segir fyrir- tækið hafa auglýst þau störf áður. Nú virðist sem einhver örvænting hafi gripið um sig og Impregilo geri kröfu til stjórnvalda um að flytja inn þá kín- versku nánast fyrirvaralaust „á einu bretti“. Í fyrrnefndri samstarfsnefnd, sem boðuð hefur verið til fundar eftir ára- mót, eiga sæti fulltrúar Vinnumála- stofnunar, Útlendingastofnunar, ASÍ og Samtaka atvinnulífsins. Ekki náðist í talsmann Impregilo vegna þessa máls í gær en samkvæmt frétt Ríkisútvarpsins hafa Kínverj- arnir verið að störfum fyrir Impregilo í Gulafljóti í Kína og þykja sérlega harðgerir og duglegir. Neikvæðar umsagnir ASÍ um atvinnuleyfi fyrir 150 Kínverja við Kárahnjúka „Leikreglur skýrar og við viljum fara eftir þeim“

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.