Morgunblaðið - 28.12.2004, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 28.12.2004, Blaðsíða 35
söm ég var að lenda hjá þeim Ólínu og Stefáni og alla tíð síðan þá hef ég hugsað um það með þakklæti sem Ólína kenndi mér, sagði og gerði. Eitt kunni hún Ólína vel og það var að hugsa um barnssálina og þá virðingu sem hún bar fyrir henni. Hún var fljót að sjá ef eitt- hvað þykknaði í mér og þá sagði hún „syngdu nú fyrir mig uppá- haldslagið þitt, Gróa mín“. Þá hýrn- aði fljótt yfir mér. Hún var mjög vinnusöm og jafn- réttissinnuð því að hún kenndi bæði strákum og stúlkum að vinna heim- ilisverkin og það er mér mjög í minni hvað hún umbunaði okkur vel en það er mjög mikilvægt og kennt í dag í mannauðsstjórnun, og þar kom vel í ljós hversu langt hún var á undan sinni samtíð, því hún sagði alltaf að það þyrfti líka að fá einhverja skemmtun, ekki bara ein- tóma vinnu og ófáar voru ferðirnar í útreiðartúra og í sund og margt fleira. Hún sagði mér seinna að hún hefði oft verið með lífið í lúkunum yfir því hversu hratt var riðið heim afleggjarann, því heimfúsir voru hestarnir og hún stóð og fylgdist með en sem betur fór urðu engin slys og enginn datt af baki. Þarna dvaldi ég í þrjú yndisleg sumur og síðan bauð hún mér að koma á haustin í réttirnar og um páska og nánast hvenær sem ég óskaði eftir og þess naut ég ætíð. Þegar Ólína og Stefán hættu bú- skap og fluttu út á Akranes þá fækkaði ferðum mínum til þeirra en ég hélt sambandi og frétti af Ólínu og ferðum hennar um landið og einnig utanlands. Nú er Ólína mín farin í sína hinstu ferð og þar mun hún finna Gunnar Kaprasíus sinn og verða það fagnaðarfundir. Ég bið henni allrar guðsblessunar og einnig eft- irlifandi eiginmanni hennar, Stef- áni, og börnum hennar Ármanni, Svandísi og Jóhönnu og fjölskyld- um þeirra, því þeirra missir er mik- ill. Gróa Eyjólfsdóttir. Jæja, elsku Ólína, þú hefur nú kvatt okkur í hinsta sinn og farið þá leið sem við öll förum að lokum. Margar minningar leita á hugann og langar okkur til að kveðja þig með nokkrum orðum og þakka þér fyrir samfylgdina í gegnum árin. Við viljum þakka þér fyrir allan þann hlýhug, stuðning og þá hvatn- ingu sem þú veittir okkur. Þú bjóst yfir hlýjum og skýrum hug, víðsýni og einstökum viljakrafti. Það var ætíð gott að koma til þín og njóta góðra veitinga. Ekki skemmdi það fyrir að skoða fallega garðinn þinn í leiðinni sem þú ræktaðir af ein- stakri kostgæfni. Það verða örugg- lega fagnaðarfundir þegar þú kem- ur hið efra og hittir ástvini þína sem á undan eru gengnir. Við viljum votta eftirlifandi ætt- ingjum og vinum samúð okkar. Hin langa þraut er liðin, nú loksins hlauztu friðinn, og allt er orðið rótt, nú sæll er sigur unninn og sólin björt upp runnin á bak við dimma dauðans nótt. (V. Briem.) Freysteinn og Monika. Kynslóðir koma. Kynslóðir fara. Og enn einu sinni er komið að kveðjustund, er ágæt félagskona í Sjúkravinum Rauða krossins á Akranesi, Ólína Jónsdóttir, hefur kvatt eftir langa starfsævi. Við fé- lagar hennar þökkum henni ánægjulegt samstarf og hennar mikla framlag til félagsins, en þar vann hún að öllu er þurfti og þar á meðal sem heimsóknarvinur. Síðast mætti Ólína á fund hjá okkur sl. haust, þá orðin 94 ára gömul. Kæra félagskona, alúðarþakkir fyrir allt. Sjúkravinir RKÍ Akranesi.  Fleiri minningargreinar um Ólínu Ingveldi Jónsdóttur bíða birt- ingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Höfundar eru: Auður Sæmundsdóttir; Bjarni Geir Al- freðsson; Jóhanna Þráinsdóttir. MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. DESEMBER 2004 35 MINNINGAR ✝ Guðdís JónaGuðmundsdóttir fæddist á Brekku á Ingjaldssandi 1. jan- úar 1924. Hún lést á Landspítala við Hringbraut 18. des- ember síðastliðinn. Guðdís var dóttir hjónanna Guðrúnar Magnúsdóttur f. á Eyri í Flókadal 9.9. 1877, d. 9.5. 1967 og Guðmundar Einars- sonar bónda og refaskyttu f. á Heggstöðum í Andakíl í Borgarfirði 19.7. 1873, d. 22.7. 1964. Guðdís var næst yngst 17 alsystkina en átti að auki fjögur eldri hálfsystkin, samfeðra. Af þessum stóra systk- inahópi eru tvær systur eftirlif- andi, þær Guðmunda, f. 1926 og Guðríður, f. 1912. Guðdís ólst upp hjá foreldrum sínum á Brekku í guðsótta og við góða siði. Eiginmaður Guðdísar er Sig- urvin Guðmundsson, f. 24.12. 1917, en þau gengu í hjónaband 21.6. 1953, sambýliskona Hulda Margrét Þorkelsdóttir, f. 6. 4. 1957. Börn þeirra eru: Ásta María, Sigurvin og Þorkell. 4) Jón Reynir, f. 2.10. 1954, kona hans Hallóra Hreinsdóttir, f. 11.10. 1954. Börn þeirra eru: Magni Hreinn, Ísleifur Muggur, Arnar Snær og Birgir Fannar. 5) Guðrún Ásgerður, f. 21.2. 1956, sambýlismaður Benedikt Steinn Benediktsson, f. 4.3. 1956. Dætur þeirra eru: ) Ásrún og Elma Rún. Auk eigin barna voru í sveit hjá Dísu og Sigurvin hátt í fjórða tug barna og voru sum hver þar sam- fellt í mörg ár. Sérstaklega ber að nefna: 1) Björk Guðmunds- dóttur sem fæddist á Sæbóli 6. desember 1940 og ólst þar upp nær samfellt til 16 ára aldurs og litu Dísa og Sigurvin ætíð á hana sem sína eigin dóttur. 2) Vilmund Vilmundarson, f. 2.5. 1965 en hann ólst upp hjá Dísu og Sig- urvin frá sex ára aldri og nær samfellt til 18 ára aldurs. Kallaði hann þau ömmu og afa frá fyrsta degi og var sem þeirra sonur. Dísa sinnti fyrst og fremst hús- móðurstörfum og uppeldi barna sinna. Dísa tók virkan þátt í starfsemi Slysavarnafélags kvenna á Ísafirði. Útför Guðdísar fer fram frá Ísafjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. 1.1. 1945. Þau hefðu því átt 60 ára hjú- skaparafmæli hinn 1. janúar næstkomandi. Foreldrar hans voru Ingibjörg Guðmunds- dóttir, f. á Hellnum á Snæfellsnesi 15.12. 1890 , d. 22.9. 1965 og Guðmundur Guð- mundsson f. á Kleif- um í Seyðisfirði 12.2. 1889 d. 15.10 1969. Guðdís eða Dísa eins hún var alltaf kölluð var gjarnan kennd við Sæból á Ingjaldssandi við Önundarfjörð þar sem hún og Sigurvin bjuggu frá 1946 til 1987 allt þar til þau fluttust á Ísafjörð og bjuggu þau síðast saman á dvalarheimili aldraðra á Hlíf 1. Dísa og Sig- urvin eignuðust fimm börn: 1) Hreinn, f. 17.4. 1946, d. 10.10. 1964. 2) Ingibjörg Guðmunda, f. 17.1. 1952, maður hennar Hólm- geir K. Brynjólfsson, f. 21.9. 1951. Börn þeirra eru: Linda Rós, Reynir Sigurvin og Magnús Brynjólfur. 3) Guðmundur, f. Í dag kveð ég vinkonu mína til 30 ára. Ég hitti hana fyrst síðasta vetr- ardag 1974 þegar ég heimsótti þau hjónin Dísu og Sigga á heimili þeirra á Sæbóli á Ingjaldssandi með syni þeirra Jóni Reyni. Ég var átján ára dauðkvíðin fyrir þessum fyrsta fundi og hafði á leiðinni æft og sett mér fyr- ir sjónir okkar fyrstu fundi. Frá því er skemmst að segja að þau tóku mér eins og ég væri einmitt sú tengdadótt- ir sem þau helst óskuðu sér. Margir brandarar hafa verið sagðir á kostnað tengdamæðra en þeir voru ekki um Dísu. Frá fyrstu stundu var hún mér alveg óumræðilega góð og ekki átti ég nú það alltaf skilið. En Dísa var ekki bara góð við mig heldur var hún þann- ig við alla. Nú fyrir jólin er mikið talað um vistvænar jólagjafir sem við ætt- um að gefa í meira mæli í stað þeirra sem keyptar eru úti í búð. Þetta hefur Dísa gert öll sín ár án þess að hafa heyrt orðið „vistvænn“. Hún sótti hrakta ferðamenn sem tjölduðu úti á Ingjaldssandi og veitti þeim mat og húsaskjól, hringdi og heimsótti þá sem voru einmana, sjúkir eða áttu bágt einhverra hluta vegna, stytti pils fyrir einn, þvoði í höndum uppáhalds- peysu annars, fór í apótekið fyrir þann þriðja, passaði börn fyrir þá sem henni fannst að þyrftu á því að halda hvort heldur var til að fara á leikæf- ingar, helgarferð til Reykjavíkur eða hvað annað. Þannig var tengda- mamma mín fyrir þessa vistvænu um- ræðu gefandi af endalausum kærleika sínum öllum sem á vegi hennar urðu. Þetta segi ég ekki aðeins vegna þess að í minningargreinum eru allir svo góðir heldur vegna þess að Dísa var gegnum góð. Þó að við Jón Reynir skildum árið 2002 hafði það engin áhrif á vináttu okkar og væntum- þykja hennar var endalaus. Þegar landsmenn kveiktu á „engla- kertinu“ á þriðja sunnudegi í aðventu heimsótti ég Dísu á Borgarspítalann og hafði tækifæri til að segja henni hversu þakklát ég væri henni fyrir góðmennsku hennar og kærleika undanfarin þrjátíu ár. Ég þakka þá stund sem við áttum saman og ein- hvern veginn var það svo táknrænt að það skyldi vera englakertið sem lýsti svo fallega þennan dag. Sönn vinátta er ekki bundin við jarðarsviðið. Sá kærleikur sem var svo ríkur eiginleiki í persónu Dísu mun halda áfram að ylja aðstandend- um og vinum um ókomna tíð. Ég votta hennar elskulega eigin- manni Sigurvini, börnum hennar og barnabörnum mínar innilegustu sam- úðarkveðjur og veit að hinar góðu minningar sem við eigum öll um hana munu gleðja okkur þegar við minn- umst hennar. Guðný Ísleifsdóttir. Ó, elsku amma mín, ég sakna þín svo mikið. Þú varst mér svo mikið amma, svo góður stuðningur, það er svo mikill missir að eiga þig ekki leng- ur að. Það er svo tómlegt þegar þú ert farin, þú varst svo sérstök og góð, sýndir svo mikla væntumþykju, faðm- aðir mig og kysstir í hvert skipti sem ég kom til þín. Amma mín, við vorum orðnar svo góðar vinkonur, við gátum talað um allt saman. Elsku amma mín, ég sakna þess að halda í höndina á þér, þú varst með svo mjúkar og heitar hendur. Ég er svo þakklát fyrir allt sem þú hefur gert fyrir mig, þú varst alltaf að hugsa um mig, það er svo gott að vita að maður sé elskaður. Amma, ég á alltaf eftir að hugsa um þig, mér þykir svo vænt um þig. Ég vona að ég eigi eftir að verða jafngóð og falleg og þú varst. Ég vona að þér líði vel, amma mín, og að þú eigir eftir að halda verndarhendi yfir mér. Ég elska þig. Þín vinkona Ásrún. Elsku amma. Við söknum þín svo mikið. Það var alltaf svo gaman að koma í heimsókn til þín, þú tókst alltaf svo vel á móti okkur, með faðmlögum, kossum og allri þinni hlýju. Það er svo margt sem maður minnist þegar mað- ur hugsar um þig, amma mín; allar skemmtilegu stundirnar á Ingjalds- sandi, í Stórholti og á Hlíf voru æð- islegar. Þú varst svo mikil dugnaðar- kona og alltaf að hugsa um aðra og vildir öllum svo vel. Amma, þú varst svo falleg, góð, ástrík og gefandi. Það eru ekki til nógu mörg orð til að lýsa þér. Þú bakaðir svo góðar kökur, og fékkst aldrei nóg af því að troða okkur út af mat. Okkur þótti svo ótrúlega vænt um þig amma. Þú varst perlan í lífinu okkar. Falla um kinnar tregatár og tekur hjarta blæða. Veit ég að ókomin ár ískaldir vindar næða. Verður mér um tungu tregt og trauðla ljóðin skapast því allt sem fann hér yndislegt, allt mér hefur tapast. Fór hún brott og líf mitt lagði létt í rúst svo hjartað brast. En fyrir allt er óvægin sagði ekki kann ég böl né last. Svo er það með sárast hjarta er sorgin nístir hrjáða lund. Alltaf samt birtist ljósið bjarta ef bara er hjá mér um stund. Já, svo er það er nístir sorg að sefað fær þá vinarhönd er reisir á ný og byggir þá borg er brotnar ei á lífsins strönd. Hafðu þökk er hjarta mitt hófst úr dýpsta trega. Veit ég æ að það er þitt að þjóna ævinlega. (Ágúst Vernharðsson.) Elsku amma, við munum ætíð hugsa um stundirnar sem við áttum með þér og við munum aldrei gleyma þér. Elma Rún og Linda Rós. Elskuleg föðursystir mín Guðdís Guðmundsdóttir hefur lokið lífsgöngu sinni. Dísa eins og hún var jafnan kölluð fæddist og ól mestallan sinn aldur á Ingjaldssandi við Önundarfjörð. Dísa hefði orðið áttatíu og eins árs á nýárs- dag hefði hún lifað. Dísa var næstyngsta systir pabba míns en þau alsystkinin voru sautján og komust tólf þeirra upp. Pabba þótti mjög vænt um öll systkini sín, en mér fannst honum ávallt vera sérlega hlýtt til „Dísu systur“ og ræddi oft um hana. Alltaf passaði hann upp á af- mælisdaginn hennar sem var nýárs- dagur. Dísa var ein þessara hversdags- hetja sem vann mikið og kom upp hópi barna bæði sínum eigin og einnig áttu skjól hjá henni fleiri börn um lengri eða skemmri tíma. Elsta son sinn Hrein, misstu þau hjón aðeins 18 ára gamlan og treguðu þau hann alla tíð. Þau Sigurvin eignuðust alls fimm börn og ólu þau upp á Sæbóli. Þau bjuggu ekki í hárri höll, en þar var hjartarými nægt sem gerði hús þeirra að mikilli höll. Kirkjan á Ingjalds- sandi er á Sæbóli, annaðist Dísa kirkj- una og sá einnig um kirkjukaffið. Ég held að frænka mín hafi aldrei verið verklaus. En ekki er víst að tek- ið hafi verið eftir öllu sem hún gerði því ekki hafði hún mörg orð um verk sín né neitt sem að henni sjálfri sneri. Þegar hún flutti til Ísafjarðar þá kom- in um sjötugt fór hún að starfa fyrir Slysavarnafélagið. Við Dísa vorum miklar vinkonur og kom ég aldrei til Ísafjarðar, nema fara strax á fyrsta degi til hennar, eft- ir að þau hjón fluttu þangað. Það var alltaf hlýtt og gott að koma til hennar. Hún var svo hógvær, en fyrst og fremst svo hlý og prúð. Öllum tók hún eins, smáum og stórum, enda töluðu allir um hjartahlýju hennar. Mér er í minni eitt sinn þegar ég kom til hennar að hausti til Ísafjarðar. Hún fórnaði höndum þegar hún sá hver var komin og sagði allt vera á öðrum endanum hjá sér. Hún væri nefnilega í slátri svo hefði hún farið að sjóða rabarbarasultu og þá hefði verið svo tilvalið að gera rúllupylsu í leið- inni. Hún sagðist vera með þeim ósköpum að henni dytti alltaf í hug að gera allt í einu. Ég fékk hláturskast, því þetta þekkti ég. Ég sagði henni að ég væri alveg eins enda erum við báð- ar steingeitur fæddar hvor sinn dag- inn. Mér þykir ekki leiðinlegt að líkj- ast þessari frænku minni. Tvisvar sinnum fékk ég að hafa þau hjón hjá mér í gistingu þegar þau voru á ferð í Reykjavík. Þá áttum við góðar stundir og sátum löngum og töluðum saman um alla heima og geima. Við gátum rætt um alla hluti og var Dísa vel að sér alls staðar. Hún hafði mjög gaman af að ferðast og gerði það óspart þegar um hægðist hjá þeim, bæði innanlands og utan. Dísa var mjög frændrækin og þegar hún kom suður þá dvaldi hún gjarnan eina til tvær vikur í senn því marga þurfti hún að hitta og trúi ég að hún hafi verið aufúsugestur hvar sem hún kom. Síðustu árin bjuggu þau Sigurvin á Hlíf á Ísafirði. Þar voru um tíma fimm af Brekkusystrunum. Nú eru aðeins eftir Guja og Munda. Það var gott samfélag systranna á Hlíf og Dísa sem var jú næstyngst hlúði að eldri systrum sínum af sinni alkunnu hlýju. Að leiðarlokum kveð ég mína kæru frænku með virðingu og þökk fyrir þann kærleik og vináttu sem hún gaf mér. Hvíl þú í friði kæra frænka. Guðrún Helga Jónsdóttir. Látin er Guðdís Guðmundsdóttir frá Sæbóli á Ingjaldssandi sem hér er kvödd með þökk og virðingu. Þegar litið er um öxl er margs að minnast frá liðinni tíð og margt að þakka. Dísa var gift móðurbróður mínum Sigurvin Guðmundssyni frá Sæbóli en á Sæbóli bjuggu þau hjón miklu og góðu búi. Ég átti því láni að fagna að fá að dveljast hjá þeim mörg sumur í barnæsku. En þangað kom ég fyrst sem gestur með foreldrum mínum og fékk að vera eftir og síðan að koma í sveitina sumar eftir sumar. Á Sæbóli á Ingjaldssandi átti ég svo sannarlega góða daga með þeim hjónum og börnum þeirra. Þau voru einstaklega samhent hjón, Dísa og Siggi, og hjálpuðust að við störfin eft- ir því sem því varð við komið. Á Ingjaldssandi var mikið og gott mannlíf, líf og fjör á hverjum bæ og fjöldi barna og unglinga sem léku sér saman. Það einkenndi einnig lífið á Ingjaldssandi hve allir hjálpuðust að, bæði konur og karlar, til að létta und- ir hver með öðrum. Dísa frænka var mikil mannkostakona, hún var falleg kona og yfir henni var mikil reisn. Það er mér í barnsminni hve dugleg hún Dísa var. Komin á fætur fyrir allar aldir og búin að mjólka þegar við krakkarnir fórum á fætur. Alltaf glöð og syngjandi við skilvinduna eða strokkinn. Heimilið stórt og ekkert rafmagn á Sæbóli þegar ég var þar í sveit þannig að ekki voru rafmagns- tækin til að létta störfin. Það var notalegt að sitja í stóra og hlýja eldhúsinu og fylgjast með og reyna að hjálpa eithvað til við eldhús- verkin. Það var ekkert smáræði sem þurfti að baka til heimilisins en allt brauð og kökur var heimabakað. Bændurnir fóru á sjó og komu með fisk í soðið og við krakkarnir fengum að hjálpa til við að setja bátana og draga þá síðan upp þegar þeir lentu í gulri sandfjörunni. Við hittumst síð- ast fyrir rúmu ári og þá voru svo sannarlega fagnaðarfundir eins og ávallt. Að leiðarlokum þakka ég fyrir mig og votta eftirlifendum samúð mína. Blessuð sé minning Dísu frá Sæ- bóli. Drífa Hjartardóttir. GUÐDÍS JÓNA GUÐMUNDSDÓTTIR Inger Steinsson, útfararstjóri, s. 691 0919 Sími 551 7080 Bárugötu 4, 101 Reykjavík. Ólafur Örn útfararstjóri, s. 896 6544 Inger Rós útfararþj, s. 691 0919 Vönduð og persónuleg þjónusta

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.