Morgunblaðið - 28.12.2004, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 28.12.2004, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. DESEMBER 2004 39 FRÉTTIR FRÁ árinu 1996 hefur Taflfélagið Hellir haldið jólapakkamót fyrir krakka á grunnskólaaldri. Fyrstu mótin voru haldin í húsnæði félagsins í Mjóddinni en eftir að því var breytt í læknastofur hafa þessi skemmtilegu mót verið haldin síðustu þrjú ár í Borgarleikhúsinu í samvinnu við Kringluna. Fjölmennasta mótið hing- að til var einmitt haldið þar en það var árið 2002 þegar 208 tóku þátt. Í ár fór mótið fram 19. desember sl. og voru alls 115 þátttakendur. Frá upp- hafi hefur fyrirkomulag mótsins ver- ið þannig að teflt er í fjórum aldurs- flokkum og eru þrenn verðlaun í hverjum flokki fyrir efstu strákana og stúlkurnar. Jafnframt eru dregnir út jólapakkar fyrir þrjá aðra kepp- endur í hverjum flokki. Að lokum er eitt allsherjarhappdrætti sem allir keppendur eru gjaldgengir í. Eins og áður var mikil stemning á skákstað strax frá upphafi og setti Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri mótið. Hún minntist á það í sinni tölu að hún hefði verið viðstödd þessi mót nokkrum sinnum áður en henni sýnd- ist að sjaldan eða aldrei hefðu verið jafnmargar stúlkur að tefla og núna. Þegar búið var að raða saman í fyrstu umferð lék hún fyrsta leik mótsins í skák hjá stúlku í yngsta flokknum. Mótshaldið gekk hratt fyrir sig og voru sumar skákir mjög skrautlegar, ekki síst í yngsta flokknum. Það hef- ur stundum borið á því að keppendur séu ekki með það á hreinu hver manngangurinn sé og hafa þá for- eldrar stundum komið til hjálpar. Slíkt hefur verið umdeilt, bæði á meðal annarra foreldra og keppenda sjálfra! Að þessu sinni bar lítið á slíku og allt fór vel fram. Þegar fimm um- ferðum var lokið var orðið ljóst hverj- ir væru sigurvegarar í flokkunum fjórum. Yngsti flokkurinn var fyrir þá sem fæddir voru 1996 og síðar en þar tóku alls 26 þátt í mótinu. Staða efstu keppenda varð þessi: 1.–2. Emil Sigurðarson og Hrund Hauksdóttir 4½ v. 3. Hans Adolf Linnet 4 v. 4.–7. Friðrik Þjálfi Stef- ánsson, Ragnar Þór Kjartansson, Birki Karl Sigurðsson og Árni Gunn- ar Andrason 3½ v. 8.–11. Logi Har- aldsson, Ísidór Jökull Bjarnason, Einar Halldórsson og Daníel Hákon Friðgeirsson 3 v. Hrund Hauksdóttir, Edda Hulda Pálsdóttir og Ásta Jóhanna Harðar- dóttir urðu efstar hjá stúlkum en Emil Sigurðarson, Hans Adolf Lin- net og Friðrik Þjálfi Stefánsson hjá strákum. Aukaverðlaun fengu Einar Halldórsson, Kristín Viktoría Magn- úsdóttir og Ísidór Jökull Bjarnason. Næsti aldursflokkur var fyrir þá sem fæddir eru árin 1994–95 og tóku alls 35 þátt í honum. Eftirtaldir fengu flesta vinninga í flokknum: 1.–2. Brynjar Ísak Arnarsson og Dagur Andri Friðgeirsson 4½ v. 3.–6. Sigurður Davíð Stefánsson, Stefanía Bergljót Stefánsdóttir, Páll Andra- son og Ingimar Hrafn Antonsson 4 v. 7. Ólafur Þór Davíðsson 3½ v. Stefanía Bergljót Stefánsdóttir, Elísabet Ragnarsdóttir og Ingibjörg Ásbjörnsdóttir urðu efstar af stúlk- unum en Brynjar Ísak Arnarsson, Dagur Andri Friðgeirsson og Sigurð- ur Davíð Stefánsson hjá strákunum. Aukaverðlaun fengu Ólafur Þór Dav- íðsson, Björn Leví Óskarsson og El- ísa Margrét Pálmadóttir. Í aldursflokki þeirra sem fæddir eru 1992–93 voru 33 þátttakendur og eftirfarandi keppendur fengu flesta vinninga: 1.–2. Jóhanna Björg Jóhannsdóttir og Svanberg Már Pálsson 4½ v. 3.–5. Hjörvar Steinn Grétarsson, Hall- gerður Helga Þorsteinsdóttir og Daníel Björn Óskarsson 4 v. 6.–8. Sverrir Ásbjörnsson, Sigríður Odds- dóttir og Hörður Aron Hauksson 3½ v. Jóhanna Björg Jóhannsdóttir, Hallgerður Helga Þorsteinsdóttir og Sigríður Oddsdóttir urðu hlutskarp- astar hjá stúlkunum en Svanberg Már Pálsson, Hjörvar Steinn Grét- arsson og Daníel Björn Óskarsson hjá strákunum. Þráinn Orri Jónsson, Kristinn Jens Bjartmarsson og Hrannar Bogi Jónsson fengu auka- verðlaun. Í elsta flokknum sem spannaði yfir árin 1989–1991 var 21 þátttakandi og fengu eftirtaldir keppendur flesta vinninga: 1. Daði Ómarsson 5 v. 2.–3. Helgi Brynjarsson og Bergsteinn Már Gunnarsson 4 v. 4. Ingvar Ásbjörns- son 3½ v. 5.–10. Atli Freyr Kristjáns- son, Gylfi Davíðsson, Vilhjálmur Pálmason, Einar Sigurðsson, Elsa María Þorfinnsdóttir og Kristján Ari Sigurðsson 3 v. Elsa María Þorfinns- dóttir, Birta Lamm og Hildur Hilm- arsdóttir urðu hlutskarpastur hjá stúlkunum en Daði Ómarsson, Helgi Brynjarsson og Bergsteinn Már Gunnarsson unnu til verðlauna hjá strákunum. Aukaverðlaun fengu Einar Sigurðsson, Vilhjálmur Pálma- son og Kristján Ari Sigurðsson. Dregið var um sérstök aukaverð- laun fyrir þá sem skráðu sig á skák- stað í Taflfélagið Helli. Kristín Vikt- oría Magnúsdóttir var þá sú heppna og lukkan hafði ekki yfirgefið hana þegar dregið var um happdrættis- vinninga sem allir gátu fengið því að hún vann það þá sér inn glæsilegt tafl frá Bókabúð Máls og menningar. Jafnframt fengu Bergsteinn Már Gunnarsson og Sigurður Davíð Stef- ánsson sterka skáktölvu frá sömu búð í aukaverðlaun. Pakkaflauminum var þó ekki lokið þegar verðlaunaaf- hendingin hafði runnið sitt skeið á enda því að við útganginn fengu allir keppendur gómsæta nammipoka frá Góu og gjafabréf frá Hard-Rock Café. Vel heppnuðu móti var því lokið og gátu allir farið að undirbúa jólin með því að koma sér í mannhafið í Kringlunni. Nánari upplýsingar um úrslit mótsins og myndir er að finna á heimasíðu Taflfélagsins Hellis, www.hellir.com. Hjörvar, Elsa og Brynjar sigruðu á Jólaskákmóti Taflfélags Reykjavíkur Taflfélag Reykjavíkur hefur líkt og Hellir haldið jólaskákmót fyrir krakka á grunnskólaaldri. Í ár fór það fram 18. desember sl. og tóku 36 þátt í því að þessu sinni. Tefldar voru 6 umferðir og fékk hver keppendi 10 mínútur á hverja skák. Að þremur umferðum loknum voru veittar pitsur og gos auk þess sem jólapakkar voru dregnir út. Verðlaun voru veitt fyrir þrjú efstu sætin, þrjár hlutskörpustu stúlkurnar og fyrir þá sem voru yngri en tíu ára. Hjörvar Steinn Grétars- son varð efstur með 5½ vinning en næstir komu Svanberg Már Pálsson og Daði Ómarsson með 5 vinninga. Elsa María Þorfinnsdóttir varð hlut- skörpust stúlkna með þrjá vinninga og fleiri stig en Sigríður Oddsdóttur og Jóhanna Björg Jóhannsdóttur sem einnig fengu þrjá vinninga. Brynjar Í. Arnarsson varð efstur keppenda tíu ára og yngri með 3½ vinning og fékk fleiri stig en Dagur A. Friðgeirsson og Einar Ólafsson sem jafnframt luku keppni með 3½ vinningi. Jólapakkamót Hellis og Kringlunnar Jólapakkamót – verðlaunaafhending: Verðlauna- hafar í yngsta aldursflokknum ánægðir með lífið. Efstir: Jóhanna Björg, t.v., skaut Hjörvari Grétarssyni og Svanbergi Pálssyni ref fyrir rass í flokki 92–93. SKÁK Taflfélagið Hellir 8. Jólapakkamótið 19. desember 2004 Helgi Áss Grétarsson daggi@internet.is Sendiherrar Íslands óska eftir að hitta íslensk fyrirtæki og athafnafólk sem vilja vinna að viðskiptamálum með sendiráðunum. Tímapantanir má skrá með tölvupósti á utflutningsrad@utflutningsrad.is eða í síma 511 4000. Þeir fundartímar sem ákveðnir hafa verið eru eftirfarandi: Miðvikudagur 29. desember kl. 9:00-12:00. Eiður Guðnason sendiherra í Kína. Hann er jafnframt sendiherra í Ástralíu, Mongólíu, Norður-Kóreu Nýja-Sjálandi, Suður-Kórea og Víetnam. Þriðjudagur 4. janúar 2005 kl. 13:00-16:00. Benedikt Jónsson, sendiherra Íslands í Moskvu. Auk Rússlands eru í umdæmi sendiráðsins: Armenía, Aserbaídsjan, Georgía, Hvíta-Rússland, Kasakstan, Kirgisía, Moldóva, Tadsjikistan, Túrkmenistan og Úsbekistan. Miðvikudagur 5. janúar 2005 kl. 10:30-12:30. Guðmundur Eiríksson, sendiherra Íslands í Ottawa. Auk Kanada nær umdæmi sendiráðsins til Ekvador, Kostaríka, Kólumbíu, Níkaragva, Panama, Perú og Venesúela. Miðvikudagur 5. janúar 2005 kl. 13:00-16:00. Þorsteinn Pálsson, sendiherra í Kaupmannahöfn. Auk Danmerkur nær umdæmi sendiráðsins til Ísraels, Jórdaníu, Rúmeníu, Túnis og Tyrklands. Miðvikudagur 19. janúar 2005 kl. 09:00-12:00. Hjálmar W. Hannesson, sem er sendiherra gagnvart Sameinuðu þjóðunum í New York. Fastanefndin gegnir einnig hlutverki sendiráðs og í umdæmi þess eru: Bahamaeyjar, Barbadoseyjar, Dóminíska lýðveldið, Grenada, Jamaíka og Kúba. Fundirnir verða haldnir á skrifstofu Útflutningsráðs Íslands, Borgartúni 35, 104 Reykjavík. Upplýsingar um fundi annarra sendiherra má sjá á vefsíðunni www.utflutningsrad.is M IX A • fí t • 0 4 3 4 4 viðskiptalífsins í þjónustu Sendiherrar Söfnunarsíminn er 907 2020 Með því að hringja í söfnunarsímann leggur þú fram 1.000 kr. til hjálparstarfsins í Asíu. Einnig er hægt að leggja fram fé með kreditkorti á www.redcross.is, eða millifærslu á bankareikning 1151-26-000012, kt. 530269-2649. M Á T T U R IN N & D Ý R Ð IN kostar birtingu auglýsingarinnar RARIK notar gögn Loftmynda RARIK og Loftmyndir ehf. hafa undirritað samkomulag um af- notarétt RARIK á landfræðileg- um gögnum Loftmynda af öllu þjónustusvæði RARIK í þéttbýli og dreifbýli. Gagnagrunnur Loft- mynda þekur nú um 95% Ís- lands, og inniheldur bæði mynd- kort, vektorþekjur, örnefni og hnitsett heimilisföng. Allar hnit- setningar eru gerðar eftir mynd- kortum. Loftmyndir ehf. hafa á undanförnum árum byggt upp alhliða landupplýsingagrunn sem unninn er eftir hnitsettum loft- myndum sem teknar eru úr flug- vél. Markmið RARIK með samn- ingnum er að auka rekstrar- öryggi og bæta þjónustu við viðskiptavini sína. Nákvæmar landupplýsingar eru afar nauð- synlegar fyrir starfsemi fyrir- tækja eins og RARIK við hönn- un, lagningu og viðhald dreifikerfa. Einnig gefst nú færi á að veita starfsmönnum og við- skiptavinum landfræðilegt að- gengi upplýsinga um veitukerfið. Innifalið í samningnum er af- notaréttur af hnitsettum heimil- isfangagrunni á landsvísu sem mun nýtast til margvíslegra hluta eins og mælaálesturs eða við- haldsverkefna. Loftmyndir ehf. undirbúa nú útgáfu leiðsögukerf- is fyrir bíla og GPS-handtæki sem innihalda munu öll heimilis- föng, sumarhús, vegi og slóða á landinu, segir í fréttatilkynningu. Haraldur Konráðsson Þau mistök urðu í formála minn- ingargreina um Harald Konráðsson mánudaginn 27. desember sl. að föð- urnafn sonardóttur hans misritaðist. Rétt er setningin þannig: Sonur Haraldar er Magnús Björn, f. 10. ágúst 1977. Móðir hans er Ástrós Brynjólfsdóttir, fv. sambýliskona Haraldar. Dóttir Magnúsar er Dagný Dröfn, f. 5. október 1998. Móðir hennar er Hulda Ósk Jóns- dóttir, fv. sambýliskona Magnúsar. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum. LEIÐRÉTT VÖRÐUR, félag ungra sjálfstæðis- manna á Akureyri, lýsir yfir undrun sinni „á þeirri forræðishyggju sem fram kemur í tillögu þingmanna Samfylkingarinnar um að leggja bönn við auglýsingum á óhollum matvörum í fjölmiðlum, sem lögð hefur verið fram á þingi“, segir í ályktun frá félaginu. Um sé að ræða allverulega frelsisskerðingu. Fólk verði að standa sjálft vörð um heilsu sína og það sé út í hött að ríkið geri það með svona lagarömmum. Forræðishyggja Samfylkingar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.