Morgunblaðið - 28.12.2004, Síða 22

Morgunblaðið - 28.12.2004, Síða 22
22 ÞRIÐJUDAGUR 28. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ MINNSTAÐUR Fundarboð Skipstjórnarmenn Norðurlandi Sameiginlegur fundur sjómannasamtakanna um kjara- og lífeyrismál verður haldinn á Skipagötu 14 (Alþýðuhúsinu), Akureyri, þann 29. desember nk. og hefst kl. 10:30. Félag skipstjórnarmanna. SUÐURNES ÍBÚUM hefur fjölgað í öllum sveit- arfélögunum á Suðurnesjum á þessu ári. Þar eru nú 17.092 íbúar, samkvæmt bráðabirgðatölum Hag- stofu Íslands sem miðast við 1. des- ember,160 fleiri en fyrir ári þegar þeir voru 16.932. Fjölgunin er rétt innan við 1% eða sú sama og á land- inu öllu að meðaltali. Reykjanesbær er langstærsta sveitarfélagið. Þar eru nú 10.954 íbúar, fjölgaði um 47, fleiri en áður í sögu bæjarins. Á síðustu árum hef- ur fækkað í Reykjanesbæ og virðist sú þróun hafa snúist við. Íbúum fjölgar verulega í hinum sveitarfélögunum, eins og raunar hefur verið hin almenna regla und- anfarin ár. Mest fjölgaði í Grinda- vík, um 58 íbúa, en þeir 39 sem bættust við íbúafjöldann í Garði eru þó hlutfallslega fleiri. Dregið hefur úr fjölgun í Vatnsleysustrandar- hreppi þar sem ör fólksfjölgun hef- ur verið undanfarin ár. Samt er fólksfjölgun þar á þessu ári svipuð og að meðaltali á landinu öllu.           2#$ $! 234 23 3 2!#       /) 5 1 2 " ##3 ( ##$ L 7#( -;  :# 2 * % 2)%  ?  7 4 23   " 7    !"#$%&   '# ( ")  * + 3 H+*  ),  -&%-*%$  Fjölgar í öllum sveitarfélögunum AKUREYRI Grindavík | Fólk sem fylgdist með þróun mála í Grindavík á jóladag tel- ur sumt hvert að mikill viðbúnaður lögreglunnar hafi espað upp ung- mennin og átt þátt í því að málin fóru úr böndunum um kvöldið. Þá var reynt að kveikja í brennu við Salt- fisksetrið, kveikt í áramótabálkesti Grindvíkinga og síðan í bálkesti í sól- arvéinu en það hefur verið gert á jóladagskvöld á hverju ári undanfar- in ár þrátt fyrir að lögreglan hafi reynt að koma í veg fyrir það. Spenna hefur verið milli hóps ung- menna í Grindavík og lögreglunnar á jóladagskvöld undanfarin ár vegna brennu í sólarvéinu. Ungur maður sem hefur fylgst með öll árin segir að málið hafi byrjað árið 1999 eða 2000, þegar ekki fékkst leyfi til að opna skemmtistaðina eftir miðnætti á jóladagskvöld eins og fólk hefði gert ráð fyrir. Þá hefði verið auglýst á út- varpsstöð að kveikt yrði í brennu í sólarvéinu. Ásatrúarmaður hlóð sól- arvéið fyrir mörgum árum og í því er eldstæði. Ungi maðurinn segir að lögreglan hafi reynt að koma í veg fyrir brennuna og gengið mjög hart fram í því. Árið eftir hafi ungmennin hins vegar fengið að fara sínu fram. Kveikt hafi verið í lítilli brennu og lögreglumenn fylgst með samkom- unni sem hafi farið vel fram. Það hefur síðan orðið að árlegum viðburði að ungmenni hafa safnast saman við sólarvéið og lögreglan reynt að koma í veg fyrir að kveikt væri í bálkestinum. Lögreglan hafði óvenjumikinn við- búnað nú. Upp úr hádeginu var stjórnstöðvarbíl lögreglunnar lagt á áberandi stað í bænum, komið upp kösturum og myndavélum og lög- reglubílar voru á ferð um bæinn. Maður sem fylgdist með þróun- inni, um daginn og kvöldið og á strák sem var í ungmennahópnum, sagði greinilegt að viðbúnaður lögreglunn- ar hefði espað krakkana upp. Þetta hefði virkað sem besta auglýsing fyr- ir væntanlega brennu. SMS-skilaboð hefðu þá þegar byrjað að berast á milli farsíma og krakkarnir boðaðir með þeim hætti á svæðið. Ætlunin hefði verið að kveikja í brettum við Saltfisksetrið vegna viðbúnaðar lög- reglunnar við sólarvéið en það ekki tekist. Þá hefði einhver kveikt í ára- mótabrennunni sem er utan við bæ- inn. Þegar fréttir bárust um það hefði fólkið farið þangað ásamt lög- reglunni og þá hefðu menn gripið tækifærið og kveikt í brettum í sól- arvéinu. Áramótabálkösturinn fuðr- aði upp og lítið var eftir af honum þegar leið á nóttina. Maðurinn sagðist hafa fylgst með allt kvöldið. Hann viðurkenndi að málið hefði farið út böndum. Nefndi í því sambandi að ekki hefði átt að kveikja í áramótabrennunni því það bitnaði á öllum Grindvíkingum og ekki síst börnunum ef engin brenna yrði á gamlárskvöld. En hann sagði einnig að lögreglan hefði tekið full- harkalega á unglingum og sjálfur sagðist hann hafa gert athugasemdir við að lögreglumaður hefði sprautað piparúða yfir hóp saklausra áhorf- enda. Málið verður rannsakað Ljóst er að skiptar skoðanir eru um málið í Grindavík. Slökkviliðs- stjórinn og lögreglan eru ósátt við þróun mála, eins og fram kom í blaðinu hér í gær. Á annað hundrað manns safnaðist þarna saman og lög- regla og slökkvilið átti í erfiðleikum með að vinna sitt starf. Karl Her- mannsson, yfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni í Keflavík, segir að mál- ið verði rannsakað með yfirheyrslum yfir meintum gerendum og vitnum með það að markmiði að gera þá menn ábyrga sem stóðu fyrir þessu, jafnt brennufólkið og þá sem hindr- uðu lögreglu og slökkvilið við störf sín. Þetta væri grafalvarlegt mál. Samkvæmt upplýsingum blaðsins hefur umræðan í Grindavík þróast þannig meðal ungmennanna að útlit er fyrir að enn verði reynt að kveikja varðeld að ári. Strákurinn sem vitn- að er til hér að framan segir að eina ráðið til að koma í veg fyrir vandræði sé að gefa krökkunum leyfi til að kveikja lítinn eld á jóladagskvöld og skemmta sér í friði. Þetta væri í raun og veru lítið mál sem búið væri að gera að stórmáli. Faðir benti á að bæjaryfirvöld gætu einnig lagt sitt af mörkum með því að hafa eitthvað við að vera fyrir krakkana þetta kvöld. Hópamyndun ungmenna fór úr böndunum í Grindavík á jóladagskvöld Segja viðbúnað lögreglunnar hafa espað upp ungmennin Morgunblaðið/Brynjar Gauti Brenna Á annað hundrað manns tók þátt í eða fylgdist með brennustríðinu í Grindavík aðfaranótt annars dags jóla. Myndin er annars staðar frá. „ÉG hef mikla trú á þessu verkefni,“ sagði Valgerður Sverrisdóttir iðn- aðarráðherra þegar undirritaður var samningur milli Impru nýsköpunar- miðstöðvar, Iðntæknistofnunar og Byggðastofnunar um svonefnd klasaverkefni á Eyjafjarðarsvæðinu, en það byggist m.a. á samstarfi fyrirtækja á svæðinu sem starfa í sömu atvinnugrein og eru að öðru leyti í samkeppni. Slíkir klasar hafa myndast víðs vegar um heim og náð góðum árangri. „Ég hef trú á að þetta verkefni geti orðið til þess að fjölga störfum á svæðinu og auka framleiðni,“ sagði Valgerður Sverrisdóttir. Við sama tækifæri var kynntur nýr bæklingur um efnið, Klasar, samstarf í samkeppni, sem þeir Karl Friðriksson og Sævar Kristinsson skrifuðu. Í honum er fjallað almennt um klasa, nytsemi þeirri og ávinning auk þess sem komið er inn á helstu þætti sem nauðsynlegt er að varast við myndun klasa. Ástæða þess að ráðist er í útgáfu bæklingsins er m.a. að hvetja til aukins samstarfs fyrir- tækja til að efla getu þeirra og bæta samkeppnishæfni. Morgunblaðið/Kristján Klasar Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, með höfundum skýrslunnar, Sævari Kristinssyni og Karli Friðrikssyni. Hef trú á þessu verkefni TÍU ungir og efnilegir íþróttamenn hafa fengið styrk frá Menningar- og viðurkenningarsjóði Kaupfélags Eyfirðinga, KEA, að upphæð 250 þúsund hver. Styrkurinn sem um ræðir tekur til ungra afreksmanna á sviði mennta, lista, íþrótta eða viðurkenninga fyrir sérstök afrek, t.d. á sviði björgunarmála. Þeir sem hlutu styrk að þessu sinni voru Kristinn Ingi Valsson, skíðamaður á Dalvík, Árni Þór Sigtryggsson, handknattleiksmaður í Þór á Ak- ureyri, Magnús Stefánsson, hand- knattleiksmaður í KA, Akureyri, Rakel Rós Snæbjörnsdóttir, frjáls- íþróttakona úr HSÞ, Salome Tóm- asdóttir, skíðakona úr Skíðafélagi Akureyrar, Bjarni Konráð Árnason og Ólafur Halldór Torfason, körfu- knattleiksmenn í Þór á Akureyri, Þorsteinn Ingvarsson, frjáls- íþróttamaður úr HSÞ, Björgvin Björgvinsson, skíðamaður úr Skíðafélagi Dalvíkur, og Arnór Þór Gunnarsson, handknattleiksmaður úr Þór á Akureyri. Morgunblaðið/Kristján Íþróttafólk Á myndinni eru einstaklingarnir og eða fulltrúar þeirra sem hlutu styrki, ásamt fulltrúum KEA. Ungir og efnilegir fá styrk KARLMAÐUR á þrítugsaldri hefur í Héraðsdómi Norðurlands eystra verið dæmdur til að sæta 12 mánaða fangelsi vegna kynferðisbrots. Þá var hann dæmdur til að greiða hálfa milljón króna í miskabætur. Maðurinn var ákærður fyrir að hafa í desember fyrir tveimur árum haft samræði við tvær stúlkur, en þær voru yngri en 14 ára er atburðir gerðust og hann sjálfur tvítugur. Maðurinn neitaði sök og krafðist sýknu af sakargiftum. Dómnum þótti eigi að síður nægilega sannað hvað annað tilvikið áhrærir og studdist þá m.a. við frásögn vitna, meðferðaraðila og sérfræðilæknis, að maðurinn hefði gerst sekur um at- hæfi það er honum var gefið að sök. Frásögn stúlkunnar þótti einnig trú- verðug og nákvæm, en mannsins aft- ur á móti reikul og ótrúverðug. Hvað hitt tilvikið varðar þótti dómnum staðhæfing standa gegn staðhæf- ingu, stúlkan hélt því fram að um kynmök hefði verið að ræða en mað- urinn að hann hefði hætt við þegar hann komst að aldri hennar. Eins árs fang- elsi fyrir kynferðisbrot Fyrirlestur | Eyþór Ingi Jónsson, organisti og kórstjóri í Akureyrar- kirkju, flytur fyrirlestur á vegum Tónlistarfélags Akureyrar í kvöld, 28. desember kl. 20.30. þar sem hann fjallar um tónlist barokk- tímans. Fyrir- lesturinn er í tengslum við barokktónleika í Akureyrarkirkju á miðvikudags- kvöldið þar sem Hymnodia, kammerkór Akureyrar- kirkju, flytur ásamt hljómsveit tónlist eftir franska barokk- tónskáldið Marc- Antoine Charpentier. Meðal annars verður flutt Miðnæturmessa, Messe de minuit, verk sem samið er til flutnings um miðnætti á aðfanga- dagskvöld. Með tónleikunum er minnst þrjú hundruð ára ártíðar tónskáldsins sem lést í París 1704. Einsöng á tónleikunum syngur Hel- ena Bjarnadóttir sópran og kór- félagar fara með einsöngskafla í verkum Charpentiers. Tónleikarnir hefjast klukkan 20.30 í Akureyrar- kirkju.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.