Morgunblaðið - 28.12.2004, Síða 14

Morgunblaðið - 28.12.2004, Síða 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 28. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF Hluthafafundur í HB Granda hf. verður haldinn fimmtudaginn 6. janúar 2005 í matsal fyrirtækisins, að Norðurgarði í Reykjavík, og hefst hann kl. 14:00. Á dagskrá fundarins er samruni HB Granda hf., Tanga ehf., Bjarnareyjar ehf. og Svans RE-45 ehf., og aukning hlutafjár HB Granda hf. tengd samrunanum. Tillaga mun liggja frammi á skrifstofu félagsins, hluthöfum til sýnis, viku fyrir hluthafafund. Enn fremur er hægt að nálgast hana á vefsíðu félagsins www.hbgrandi.is. Atkvæðaseðlar og fundargögn verða afhent á fundarstað frá kl. 13:30. Hluthafar sem ekki geta mætt á fundinn, en hyggjast gefa umboð, þurfa að gera það skriflega. Stjórn HB Granda hf. HLUTHAFAFUNDUR HB GRANDA HF. Norðurgarður | 101 Reykjavík | www.hbgrandi.is ÞETTA HELST ... VIÐSKIPTI HEIMSMARKAÐSVERÐ á 95 oktana blýlausu bensíni til afhend- ingar samdægurs fór niður í 351 Bandaríkjadal á Þorláksmessu og hefur verð ekki verið svo lágt síðan í lok febrúar. Verð hækkaði síðan lítillega á aðfangadag og var loka- verð fyrir jól 353 dalir. Helsta ástæðan fyrir þessari lækkun er talin vera sú að hráolíubirgðir í Bandaríkjunum eru að aukast. Nýjar olíulindir uppgötvast Á jóladag tilkynnti Fidel Castro, forseti Kúbu, að kanadísku olíufé- lögin Sherritt International Corp. og Pebercan Inc. hefðu uppgötvað nýjar olíulindir undan ströndum Kúbu og er talið að heildarfram- leiðsla úr þessum lindum gæti orð- ið um 100 milljónir tunna. Sam- kvæmt upplýsingum Morgunblaðs- ins er ekki talið líklegt að þessi uppgötvun muni hafa áhrif á heimsmarkaðsverð á hráolíu en til samanburðar má nefna að dags- framleiðsla OPEC-ríkjanna er á bilinu 25–30 milljónir tunna. BBC News segir Kína og Venesúela hafa náð samkomulagi um afhendingu 120 þúsund tunna af eldsneytisolíu til Kína á mánuði en auk þess munu kínversk fyr- irtæki fá aðgang að olíulindum í Venesúela. Gegn því skuldbinda kínversk fyrirtæki sig til þess að fjárfesta í olíuhreinsunarstöðvum í Venesúela. Íslensku félögin bregðast við Þetta ætti að sögn Magnúsar Ásgeirssonar hjá Olíufélaginu að hafa lækkandi áhrif á olíuverð. Olíufélagið lækkaði um hádegi í gær listaverð á 95 oktana bensíni um 2 krónur fyrir lítrann og verð á öðrum tegundum lækkaði um 1 krónu. Skömmu síðar fylgdu Skelj- ungur og OLÍS í kjölfarið og lækk- uðu listaverð jafnmikið. Listaverð á lítranum af 95 oktana bensíni hjá fyrirtækjunum er núna 105,6 krón- ur en almennt verð á bensínlítr- anum í sjálfsafgreiðslu er nú 99,9 krónur. Almennt verð hjá Orkunni er 97,4 krónur en hjá ÓB 98,3 krónur. Samkvæmt upplýsingum frá Atl- antsolíu mun félagið ekki lækka verð að sinni en grannt verður fylgst með þróun mála. Lítrinn af 95 oktana bensíni kostar nú 99,5 krónur hjá Atlantsolíu. Bensínverðið lækkar enn                        ● VIÐSKIPTI með hlutabréf í Kaup- höll Íslands námu 700 milljónum króna í gær, þar af voru 228 milljóna viðskipti með hlutabréf í KB banka. Lítil breyting varð á verði hluta- bréfa í stærstu félögum og lækkaði úrvalsvísitalan um 0,08% yfir daginn í 3.355 stig. Mest hækkun varð á hlutabréfum í Austurbakka (4,62%) og mest lækkun varð á hlutabréfum Fiskmarkaðar Íslands (3,64%). Lítil breyting á hlutabréfum ● GENGI Bandaríkjadollars fór í 61,60 krónur í gær samkvæmt upp- lýsingum frá KB banka. Dollarinn stendur nú í 1,36 á móti evru og hef- ur lækkað um 8% á fjórða ársfjórð- ungi samkvæmt Landsbanka Ís- lands. Í Vegvísi Landsbankans segir að gert sé ráð fyrir að gengi Bandaríkja- dollars á móti evru komi til með að veikjast enn frekar og sjá sérfræð- ingar fyrir sér að veiking dollarans á fjórða ársfjórðungi verði sú mesta í tvö ár. Á árinu hefur gengi Banda- ríkjadollars fallið alls um 6,9% gagn- vart evru og um 3,3% gagnvart jap- önsku jeni, segir í hálffimm fréttum KB banka. Dollarinn veikist ● ÖSSUR hf. hefur gengið frá samn- ingi við fyrirtækið DRT Mfg.Co. Corp- oration um yfirtöku á eignum dótt- urfélagsins Mauch, Inc. í Ohio í Bandaríkjunum, sem Össur eignaðist við kaupin á Flex-Foot. Um er að ræða framleiðslutæki og viðskipta- sambönd vegna framleiðslu á íhlut- um til hryggígræðslu. Í tilkynningu frá Össuri segir að unnið hafi verið að því að hnitmiða starfsemi félagsins að kjarna- starfsemi þess, sem er framleiðsla stoð- og stuðningstækja kjarna- starfsemi. Stoðtækjaframleiðsla Mauch hafi því verið skilin frá annarri framleiðslu dótturfélagsins og komið fyrir í öðrum framleiðslueiningum Össurar. Sala Mauch nam 1,7% af heildarsölu Össurar hf. á fyrstu þrem- ur ársfjórðungum ársins 2004. Bók- fært verð eigna Mauch er 1,6 milljónir Bandaríkjadala, eða um 100 millj- ónum króna, og nemur söluverðið ríf- lega bókfærða verðinu. Salan á Mauch er sögð hafa óveruleg áhrif á rekstur og framlegð Össurar. Össur selur dóttur- félagið Mauch ● Á fyrstu ellefu mánuðum þessa árs keyptu íslenskir fjárfestar erlend verð- bréf fyrir 65,4 milljarða króna. Þar af nam fjárfesting í verðbréfasjóðum 48,4 milljörðum, í hlutabréfum 12,3 milljörðum og í skuldabréfum 4,7 milljörðum. Þetta er um 64% aukning miðað við sama tímabil í fyrra og um 57% meira en á árinu 2000, sem var metár í erlendri verðbréfafjárfestingu. Frá þessu er greint á vefritum grein- ingardeilda bankanna. Í nóvembermánuði keyptu íslenskir fjárfestar erlend verðbréf fyrir 21,1 milljarð króna en seldu fyrir 12,5 millj- arða. Nettó kaup voru því 8,6 millj- arðar. Það eru næst mestu nettókaup á árinu en þau námu tæpum 11 millj- örðum í mars. Greining Íslandsbanka segir að hin miklu kaup íslenskra fjárfesta á er- lendum verðbréfum setji að öðru óbreyttu þrýsting til lækkunar á gengi krónunnar. Mikil kaup fjárfesta á erlendum verðbréfum MIKLAR tafir urðu í flugi víða í Bandaríkjunum yfir hátíðisdagana, frá aðfangadegi til annars í jólum. Ástæðan var vont veður og bilanir í tölvukerfum en þar að auki höfðu aðgerðir starfsmanna á flugvöllum sitt að segja. Í grein í New York Times segir að farþegar sem lentu í þessum töfum hafi fengið að sjá hvað getur verið í vændum í flug- málum í Bandaríkjunum á næsta ári. Því sé almennt spáð að afkoma stóru flugfélaganna American Airl- ines, United, Delta, Continental, Northwest og US Airways, verði lé- leg á þessu ári og þau verði öll rekin með tapi eitt árið enn. US Airways þurfti að aflýsa yfir 300 flugferðum yfir hátíðisdagana, vegna þess hve margir flug- afgreiðslumenn tilkynntu veikindi. Comair, sem flýgur fyrir Delta, þurfti að aflýsa öllu flugi sínu, um 1.100 ferðum, vegna bilana í tölvu- kerfum og staðan var ekki ósvipuð hjá öðrum flugfélögum. Erfiðleikar í flugi í Bandaríkjunum yfir jólin hagsleg virkni í Japan og Banda- ríkjunum að aukast. Þó eru ýmis teikn á lofti sem ber að varast. Í greininni er vitnað í sérfræðinga Alþjóðbankans og Alþjóðagjald- eyrissjóðsins sem vara við veikleik- um dollarsins auk þess sem óstöð- ugleiki bandaríska hagkerfisins geti haft áhrif. Einnig getur óvissa um olíuverð og raunverulega burði kínverska hagkerfisins haft nei- kvæð áhrif á næsta ári. HAGVÖXTUR í heiminum í ár verður meiri en síðustu þrjátíu árin samkvæmt frétt Svenska Dagblad- et. Það eru sérstaklega þróunar- ríkin sem hafa stuðlað að þessum mikla hagvexti en aldrei hafa ríkin sem almennt eru ekki talin tilheyra þeim ríkustu í heimi átt jafnstóran þátt í þenslu alþjóðahagkerfisins. Það ríki sem hefur haft hvað mest áhrif er Kína en samkvæmt skýrslu Alþjóðabankans er efna- Hagvöxtur í heiminum ekki verið meiri í 30 ár               ! " ##$ %&'(  )  '   ! "##$ ! " %& '(&) *) # +"  ,  -# ."-# / -#,  0  0  '* 1*)( #! 1!# ) 234 ( 2 3 '(&) *- 5  * &+ ,  ' #3#% ,  ' * % +3!%( + - ("6%- +%)7  8  4) 9%-  .$*  /:);# ( %  <4 ( 2,' 2& )=*2 %  2$ 3% $%4%)7 4 >* >7***3% $% ?  $% 8 3 % 33@2;- * -   ./   -## ' #  A7()(% / :3,   >;#); . 01 BCAD 2:%  % # %        @       @ @  @ @  @ @ @ @ @ @ @ @ @ @ " 7*)& )7% # % @  @ @ @ @ @ @ @ @ @ @ @ @ @ @ @ @   @ @ @ @ @ @ @ @ @ @ @ @ @ @ @ E@FG E FG @ E@ FG @ E FG E@ FG @ @ @ E@FG @ E@ FG E@FG @ @ E@FG @ EFG @ EFG E@ FG @ @ @ @ @ @ @ @ @ @ @ @ @ @ +  % #! *  >- %: # * H . !2            @        @  @   @ @  @ @ @ @ @ @  @ @ @ @        @       @          @                      @          ?% #!:I6 # >+J4 *   '($  % #!        @    @  @   @ @  @ @ @ @ @ @ @ @ @ @ >+@K  3&)34   $ 4 )(&>+@2#7 % **()37)$# - %4 )   )  >+@ '74 *%  3 %L # )=*. !I* "6%-#4) *) #&* >+@2( )=*  4 )  3I7## 3 %+" 4) *) )=$*  )+" 4)  M 2NO      F F '>2A P         F F CC  10P     F F .'P ##      F F BCAP  Q9         F F

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.