Morgunblaðið - 28.12.2004, Page 33

Morgunblaðið - 28.12.2004, Page 33
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. DESEMBER 2004 33 MINNINGAR ✝ Ólafur Sveinssonfv. verslunarmað- ur fæddist 11. desem- ber 1916. Hann lést á heimili dóttur sinnar 21. desember síðast- liðinn. Foreldrar hans voru Sveinn Jón Ein- arsson, múrari og seinna bóndi, stein- smiður og kaupmað- ur í Bráðræði í Reykjavík, og kona hans Helga Ólafsdótt- ir. Foreldrar Sveins voru Einar Sveinsson, bóndi á Efri-Þverá í Fljótshlíðarhreppi í Rangárvalla- sýslu, og kona hans Ingveldur Jónsdóttir húsmóðir. Systkini Ólafs sem nú eru öll látin voru Guð- rún, f. 1901, Ólafía, f. 1903 Einar, f. 1907, Málfríður, f. 1909 og Ingólf- ur, f. 1914. Uppeldissystir Ólafs, dóttir Guðrúnar, er Helga Hans- dóttir, f. 1923. Hinn 15. júlí 1947 gekk Ólafur að eiga Erlu Egilsdóttir Thoraren- sen, f. í Sigtúnum á Selfossi 29. apríl 1923, d. 28. nóvember 2003. Foreldrar hennar voru Kristín Daníelsdóttir húsfreyja og Egill Grímsson Thorarensen kaup- félagstjóri á Selfossi. Systkini Erlu eru Grímur kaupfélagsstjóri á Sel- fossi, f. 1920, d. 1991, maki Bryndís Guðlaugsdóttir húsfreyja, f. 1918, Benedikt framkvæmdastjóri í Þor- lákshöfn, f. 1926, maki Guðbjörg Magnúsdóttir símstöðvarstjóri, f. 1923, Jónína Guðrún húsfreyja, f. 1928, d. 1997, maki Gunnar Páls- son skrifstofustjóri, f. 1924, d. 12. 1998. Dóttir Ólafs og Erlu er Helga sölufulltrúi og for- maður STAFF, starfsmannafélags Flugleiða, f. 6. júní 1956, maki Guð- mundur Björnsson læknir, f. 10. október 1957. Börn þeirra eru a) Erla íþrótta- fræðingur, f. 21. júní 1980, í sambúð með Jónasi Rafni Stefáns- syni, nema og sölu- manni f. 23. maí 1979. Dóttir þeirra er Katrín Anna f. 15.7. 2004. b) Björn, nemi í Kvennaskólanum í Reykjavík, f. 27. nóvember 1985, unnusta Tinna Rut Jónasdóttir, nemi í Verslunar- skóla Íslands, f. 5. febrúar 1987. c) Ólafur, nemi í Menntaskólanum við Sund, f. 18. ágúst 1987. Ólafur starfaði við skrifstofu og verslunarstörf alla tíð, fyrst hjá H. Ólafsyni og Bernhöft en síðan í rúm þrjátíu ár hjá Mjólkursamsöl- unni. Ólafur stofnaði árið 1955 eig- ið innflutnings og verslunarfyrir- tæki, Ólafur Sveinsson og Co, sem hann rak samhliða öðrum störfum. Eftir að hann fór á eftirlaun sjö- tugur vann hann við fyrirtækið í fullu starfi fram á áttræðisaldur er dóttir hans tók við rekstrinum. Ólafur og Erla voru frumbyggjar í Háaleitishverfi og reistu sér hús í þríbýli í Safamýri árið 1961 og þar áttu þau síðan heimili. Ólafur var síðasta árið búsettur á heimili dótt- ur sinnar og tengdasonar í Foss- vogi. Ólafur verður jarðsunginn frá Fossvogskapellu í dag og hefst at- höfnin klukkan 15. Það var árið 1974 sem ég hitti hann Ólaf Sveinsson í fyrsta skipti. Ekki hvarflaði að mér þá að hann yrði síðar hann „Óli“ tengdafaðir minn. Hann var að selja mér ýmsar bílahreinsivörur þar sem ég starfaði í sumarstarfi á bensínafgreiðslu OL- ÍS við Háaleitisbraut. Hann var kvikur, góður sölumaður og fyrst og fremst skemmtilegur. Hann hljóp fremur en að ganga til að nýta tím- ann og var alltaf með hatt, því mund- um við strákarnir sérstaklega eftir. Leiðir okkar Helgu dóttur hans og Erlu lágu saman árið 1978. Helga mín var sólargeislinn í lífi Óla og Erlu og í sérstöku uppáhaldi hjá pabba sínum. Ég var strax velkom- inn á heimilið og ekki leið á löngu þar til ég var orðinn tíður gestur í morgunverð. Allir hlutir voru í röð og reglu og allt með sínu fasta sniði. Hann var sífellt að, listakokkur, hús- legur, vann fulla vinnu á skrifstofu og svo í öðru fullu starfi hjá eigin fyrirtæki Ólafi Sveinssyni og Co. Hann skapaði festu og öryggi í til- veruna. Tengdamóðir mín heitin var meira þessi rólega manngerð sem naut þess að eiga ástríkan og iðju- saman mann, en umvafði hann Óla af því sem allar góðar konur eiga að gera til að innsigla hamingjuríkt hjónaband. Svo fæddist Erla yngri sem varð á augabragði sem sjáaldur augna hans afa síns. Svo fæddist Björn, og ekki varð minna um dýrðir þá hjá ömmu og afa. Litla fjölskyld- an okkar flutti til Svíþjóðar og þang- að komu afi Óli og amma Erla á hverju ári sem við bjuggum þar. Ólafur yngri fæddist og hann og afi Óli tengdust frá þeim degi sérstök- um böndum. Sérstaklega varð það fótboltaáhuginn sem átti síðar hug þeirra nafnanna allan. Heim fluttum við aftur og áttum að sjálfsögðu heil- mikið saman að sælda með þeim eft- ir það. Óli og Erla bjuggu saman í Safamýri allt þar til að Erla lést á síðasta ári. Þann dag flutti Óli tengdapabbi til okkar og var inni- lega velkominn í skjólið. Nú gátu þeir nafnarnir setið yfir „boltanum“ saman út í eitt og sá eldri horft á þann yngri spila. Það var gott að hafa hann Óla hjá okkur, og ég veit að hann naut þess líka að vera í faðmi fjölskyldunar þegar ástin í líf- inu hans var fallin frá. Það voru vetrarsólstöður og ég eldaði franska uppbakaða lauksúpu fyrir tengda- pabba og las fyrir hann minningar- greinar. Hann var nú ekkert sértak- lega hrifinn af þessari nútíma matseld. „Takk fyrir mig, Gummi minn, ég ætla að fara inn til mín, það er spennandi leikur með Juventus í gangi“. Leikurinn kláraðist, hann lá hreyfingarlaus með frið yfir sér og fjarstýringuna í kjöltunni, lífsins leik var lokið. Ég vona að þetta hafi verið spennandi leikur, því þannig eiga all- ir leikir að vera. Ólafur Sveinsson var gæfumaður, hann var góður maður og átti gott líf – blessuð sé minning hans. Guðmundur Björnsson. Elsku afi. Árið sem er að líða hefur verið sérstaklega skemmtilegt og mun seint gleymast. Eftir að amma kvaddi þennan heim fyrir rúmu ári fékk ég að kynnast þér betur en nokkru sinni. Þú saknaðir ömmu mikið eins og ég og það var gaman að geta spjallað við þig um hana. Mér þótti mjög vænt um að fá að umgangast þig svona mikið og ég kynntist alveg nýrri hlið á þér. Þú fékkst mig alltaf til að hlæja með fyndnum athugasemdum og gríni. Ég er líka svo glöð að þú hafir getað kynnst Katrínu Önnu aðeins og þú hafðir gaman af því að gretta þig framan í hana og láta hana brosa. Síðasta kvöldið þitt sátuð þið einmitt hlið við hlið við eldhúsborðið og við pabbi vorum að tala um hvað það væri gaman að hafa elsta og yngsta fjölskyldumeðliminn saman. Ég mun oft tala um þig og ömmu Erlu og segja sögur af ykkur. Mér þykir vænt um þig, afi minn, og mun sakna þín mikið. Þín Erla. Við vildum minnast Ólafs með nokkrum orðum. Hann og Erla voru vinir okkar og nágrannar í rúmlega 20 ár í Safamýri 61. Þessi tími hefur liðið ótrúlega fljótt, það urðu strax góð og náin samskipti á milli hæð- anna. Það var oft mikið spjallað yfir kaffibolla um allt milli himins og jarðar. Upp úr þessu hefur orðið mikill vinskapur milli okkar og Helgu dóttur þeirra og fjölskyldu. Ólafs og Erlu er sárt saknað úr Safamýrinni. Hjartans þakkir til þeirra fyrir góð kynni. Guð blessi Helgu og fjölskyldu. Guðríður, Kristmann og fjölskylda. ÓLAFUR SVEINSSON ferðamaður hvort sem farið var ak- andi, ríðandi eða gangandi. Það átti því illa við hann að þurfa að bíða og sitja kyrr. Hann hafði um skeið beðið ferðbúinn, þrotinn að kröftum á Nausti og fagna ég því fyrir hönd míns einlæga vinar að nú séu hinstu ferðalok. Geiri var alla tíð unglingur í anda og tók fram á síðustu ár þátt í öllum helstu uppátækjum unga fólksins á austustu bæjunum í Þistilfirði. Hann var ráðinn vinnumaður í Holt um fermingu. Fjölskylda hans leystist upp við skilnað og náði hann ekki fyrr en á fullorðinsárum að rækta sambandið við systur sína og móður. Föður sínum fylgdi hann eftir fyrstu árin. Geiri var stór, sterkur og duglegur, skemmtileg- ur, skapmikill en prúður. Hann tók ríkan þátt í fjárrækt þeirra Holt- unga og hirti í sínum húsum af metnaði og samviskusemi. Hann hefur smalað og ferðast með fjór- um kynslóðum. Hann var gangna- foringi og æskulýðsfélagi lengur en nokkur sem ég þekki. Ef saman væru lagðir allir eknir kílómetrar á sveitaböll, héraðsmót, æfingar, í jólaboð og spilamennsku, eða með síldarstúlkur til Raufarhafnar myndu fáir jafna metin. Alltaf átti Geiri góða bíla, alveg frá því fyrsti Skódinn var keyptur og alltaf var hann tilbúinn að fara með stúlk- urnar sínar, ef eftir var leitað. Ég mæli fyrir munn margra gamalla heimasætna þegar þakkað er fyrir þessa yndislegu æskudaga. Hvorki var Geiri margmáll um hagi far- þeganna né gestanna væri hann dyravörður á böllum. Fleiri ferðir í Dalsheiði hefur varla nokkur farið, þar var Geiri kóngur í ríki sínu, vel ríðandi og snaraðist glaður á bak þegar göngur voru framundan og bjart til fjalla. Friðgeir Guðjónsson var sveit- inni sinni trúr og vann henni allt. Frá fjölskyldu minni eru sendar hlýjar samúðarkveðjur til Árnínu systur hans,og fjölskyldu hennar. Einnig eru samúðarkveðjur til Þór- unnar Aðalsteinsdóttur sem ólst upp í Holti. Saknaðarkveðjur fær sá vinafjöldi sem ylja sér við minn- ingar um löngu liðnar samveru- stundir með kærum samferða- manni. Blessuð veri minning Friðgeirs Guðjónssonar. Vorið góða, grænt og hlýtt, græðir fjör um dalinn, allt er nú sem orðið nýtt, ærnar, kýr og smalinn. Kveður í runni, kvakar í mó kvikur þrastasöngur; eins mig fýsir alltaf þó: aftur að fara’ í göngur. (Jónas Hallgrímsson.) Kristín Sigfúsdóttir frá Gunnarsstöðum. Með Friðgeir Guðjónssyni, eða Geira sem jafnan var kallaður svo, er síðasti heimilismaðurinn á Holtsheimilinu af eldri kynslóðinni, eins og það var saman sett á seinni árum, fallinn frá. Skammt varð á milli þeirra systkina Árna og Arn- bjargar Kristjánsbarna og nú Geira en Þórarinn Kristjánsson er látinn fyrir allmörgum árum. Heimili frændfólksins í Holti, á næsta bæ í vesturátt frá Gunn- arsstöðum og ofan við ás eins og við segjum, er okkur öllum minn- isstætt sem því kynntumst. Glað- vær menningarbragur réð ríkjum, reglusemi og rausnarskapur voru einkennandi og söngur í hávegum hafður og meiri en víðast gerðist þó soðið vatn væri uppáhalds- drykkur húsráðenda. Það var lán Geira að koma unglingur í Holt. Erfiðar kringumstæður höguðu því svo að það var ekki aldeilis mulið undir hann fyrstu æviárin. En í Holti eignaðist Geiri heimili fyrir lífstíð og varð hluti af stórfjöl- skyldunni þar. Því heimili og sveit sinni vann hann enda af mikilli trú- mennsku og annáluðum dugnaði meðan kraftar leyfðu. Í stuttri minningargrein eru auð- vitað engin tök á að gera lífshlaupi eða persónu nokkurs manns tæm- andi skil. Það væri þó ekki verr til fundið að skrifa ævisögu Friðgeirs Guðjónssonar en hverja aðra. Það yrði saga alþýðumanns í bestu merkingu þess orðs, manns sem kynntist misjöfnum kjörum í upp- vexti, vann öll þau verk og mestan part erfiðisvinnu sem til féllu á stóru búi og innan síns byggðar- lags, manns sem aldrei hlífði sjálf- um sér né skoraðist úr leik. Samt tókst Geira að varðveita með aðdá- unarverðum hætti lífsfjör sitt og unglinginn í sjálfum sér. Hann var ætíð boðinn og búin að fara með hinu unga fólki hvers tíma á böll eða önnur mannamót, átti jafnan góða bíla og var með afbrigðum viljugur að leggja í ferðalög og þó tvísýn væru sum. En heiðin var hans konungsríki. Þar var hann á heimavelli, fjár- glöggur, staðkunnugur, ratvís og snemma smalamaður með afbrigð- um vaskur. Geiri var gangnaforingi í Dalsheiði um áratuga skeið. Í meira en hálfa öld mun hann nán- ast ekki hafa sleppt smölun á sín- um heimaslóðum. Einhverntíma í kofalegu gerðum við okkur til dundurs að reikna út að hann myndi hafa eytt rúmlega einu og hálfu ári ævi sinnar í göngum. Ekki flókið reikningsdæmi það í sjálfu sér. Þrennar göngur í Dals- heiði, þriggja og sumar tveggja daga, oft göngur í öðrum nálægum heiðum inn á milli, einkum á fyrri árum, einhverjar eftirleitir flest haust, rúningssmalanir þar til vetr- arrúningur tók yfir o.s.frv. Sem sagt tíu til tólf daga að meðaltali í rúm fimmtíu ár má ætla ævistarfið hans Geira við smalamennsku í heiðinni. Sjaldan hefur íslensku Fálkaorðunni verið betur varið en þegar hún var veitt Geira og þá sérstaklega fyrir hans framlag á þessu sviði. Margs er að minnast sem gangnamaður í liði Geira. Glað- værra stunda í kofanum, þeysi- reiðar á eftir óþægum fjallafálum í sól og sunnanvindi innst í Hölkn- árbotnum, kafaldsbyls með botn- lausri ófærð og erfiðis dag eftir dag í stórhríðargöngunum 1979. En nú skilja leiðir um sinn, svona rétt eins og þegar menn skiptast upp á heiðamótum. Eftir aðeins að þakka traustum og góðum vini samfylgdina. Á skrifborði mínu er sjaldan mikið pláss aflögu þar sem upp hlaðast bunkar af skýrslum og öðru misskemmtilegu lesefni. Aldr- ei er ástandið þó verra en svo að ekki finnist pláss fyrir tvær þrjár myndir af fjölskyldu og vinum. Á einni sem á þar fastan sess erum við Geiri saman á góðri stund að fagna nýrri viðbyggingu við Hvammsheiðarkofa fyrir nokkrum árum. Það mun hafa verið ein af síðustu ferðum hans í heiðina og seinustu nætur hans, af ófáum eins og áður sagði, í gangnakofa. Þann- ig geymi ég minninguna um hann, glaðan og reifan, konung í ríki sínu; heiðinni. Steingrímur J. Sigfússon. Minningarkort Krabbameinsfélagsins 540 1990 krabb.is/minning Eiginmaður minn, BRYNJÓLFUR SÆMUNDSSON, Kópnesbraut 19, Hólmavík, lést fimmtudaginn 23. desember. Erla Þorgeirsdóttir. Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir og amma, ERLA HALLDÓRSDÓTTIR, Hjallaseli 11, Reykjavík, lést á aðfangadag á gjörgæsludeild Landspítala í Fossvogi. Útförin fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík fimmtudaginn 30. desember kl. 13.00. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir, en þeim, sem vilja minnast Erlu, er bent á félagið Alnæmisbörn, bankareikningur 1155-15-40733, kennitala 560404-3360. Fyrir hönd aðstandenda, Gestur Gíslason, Ragnar Gestsson, Hildur Gestsdóttir, Oscar Aldred og Unnur Aldred. Elskuleg eiginkona mín, GUÐRÍÐUR ÞORBJÖRG MARKÚSDÓTTIR frá Súðavík, Hverfisgötu 119, Reykjavík, lést á Droplaugarstöðum sunnudaginn 26. desember. Hermann B. Hálfdánarson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.