Morgunblaðið - 28.12.2004, Side 36

Morgunblaðið - 28.12.2004, Side 36
36 ÞRIÐJUDAGUR 28. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Guðmundur Ein-arsson garð- yrkjumaður fæddist í Reykjavík 19. febr- úar 1929. Hann lést á Sjúkrahúsi Suður- lands föstudaginn 17. desember síðast- liðinn. Guðmundur var sonur hjónanna Ragnhildar Guð- mundsdóttur frá Syðra-Langholti í Hrunamannahreppi, f. 29. apríl 1895, d. 1990, og Einars Sig- urfinnssonar frá Lágu-Kotey í Meðallandi, síðar bónda á Iðu í Biskupstungum f. 14. september 1884, d. 1979. Bræður Guðmundar samfeðra eru Sigurfinnur, f. 3. desember 1912, d. 23. febrúar síðastliðinn, og Sig- Hjalti Magnússon, f. 1945, börn þeirra: Magnús Eiríkur, f. 1969, Lilja, f. 1970, og Heiða María, f. 1982. 2) Ragnhildur, f. 1953, maki Kristján Línberg Runólfsson, f. 1956. Börn Ragnhildar og Ómars Færseth eru: Guðmundur Óli, f. 1973, og Hugrún, f. 1976. Sonur Ragnhildar og Guðmundar Egils Sigurðssonar er Eiríkur Einar, f. 1987. Synir Kristjáns eru: Jóhann Þór, Gunnar Örn og Sigurður. 3) Hulda, f. 1954, d. 1999, maki Heið- ar Þórðarson. 4) Einar, f. 1956, maki Inga Línberg Runólfsdóttir, f. 1954. Börn Einars og Þóru Jóns- dóttur eru: Jón Ingi, f. 1979, Egill, f. 1983, og Katrín, f. 1988. Börn Ingu eru: Hrafnhildur, Rannveig, Sigurbjörg og Halla. 5) Valdimar Ingi, f. 1960, maki María Björns- dóttir, f. 1966. Dóttir Maríu er Irma Lín Geirsdóttir, f. 1989. 6) Hrefna, f. 1965, maki Hjalti Ben Ágústsson, f. 1963. 7) Ásta María, f. 1969. Útför Guðmundar fer fram frá Hveragerðiskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. urbjörn, f. 30. júní 1911. Eftirlifandi eigin- kona Guðmundar er Sigfríð Valdimars- dóttir frá Fáskrúðs- firði, f. 27. september 1933. Foreldrar henn- ar voru Valdimar Lúðvíksson, f. 1. ágúst 1894, d. 1985, og Guðlaug Svein- björnsdóttir, f. 28. janúar 1907, d. 1976. Hinn 28. júní árið 1952 gengu Guð- mundur og Sigfríð í hjónaband. Saman eignuðust þau sex börn en Guðmundur gekk elstu dóttur Sigfríðar, Ásdísi Birnu, í föður stað, svo að alls urðu börnin sjö. Þau eru: 1) Ásdís Birna, f. 1951, maki Sigurður Guðmundur Einarsson var sér- stakur maður. Ekki vegna þess að hann væri svo frábrugðinn öðrum í útliti heldur var það hans innri maður sem gerði hann einstakan. Ef lýsa ætti honum í stuttu máli eru það orð eins og góðmenni og prúðmenni sem fyrst koma upp í hugann. Hann talaði ekki illa um nokkurn mann og ætlaði öðrum aldrei neitt illt enda sjálfur drengur góður. Guðmundur er senni- lega afar gott dæmi um hvernig erfðir og uppeldi móta manninn á jákvæðan hátt. Hann ólst upp á Iðu þar sem for- eldrar hans hófu búskap árið 1929 við mikið ástríki foreldra sinna, Einars og Ragnhildar, og fékk einnig drjúg- an skammt af lyndiseinkunn föður síns Einars Sigurfinnssonar í arf og líktist bræðrum sínum Sigurfinni og Sigurbirni að því leyti. Snemma hneigðist hugur Guðmundar til garð- yrkjustarfa og aðeins nokkurra ára gamall hóf hann að rækta kartöflur með föður sínum. Ungur aðstoðaði hann föður sinn við að ferja fólk yfir Hvítá, enda var Iða ferjustaður. Guðmundur var mjög bókhneigður og fróðleiksfús. Fyrir hvatningu Sig- urbjörns bróður síns fór hann í gagn- fræðaskóla í Reykjavík en varð frá að hverfa sökum veikinda. Guðmundur fór síðan í Kennaraskólann og var þar í tvo vetur. Síðar vann Guðmundur við að rækta tómata og agúrkur í Laugarási fyrir Ólaf Einarsson en aðstoðaði jafnframt foreldra sína við bústörfin á Iðu. Guðmundur keypti sér lítinn vörubíl og á honum flutti hann ým- islegt úr kaupstað upp að Iðu og einn- ig innan sveitar. Guðmundur var að- stoðarmaður Knúts Kristinssonar, héraðslæknis í Laugarási, ferjaði hann yfir Hvítá, þegar hann þurfti að fara í sjúkravitjanir, og ók honum um héraðið en Guðmundur var sérlega lipur og hjálpsamur bílstjóri og ferju- maður. Fyrstu árin bjuggu þau Guð- mundur og Sigfríð í Laugarási í Bisk- upstungum. Árið 1953 tóku þau garðyrkjustöð Ólafs Einarssonar á leigu og ráku hana um tíma. Árið 1955 fluttust þau til Vest- mannaeyja, þar sem Sigurfinnur bróðir Guðmundar bjó. Árið eftir hættu svo foreldrar Guðmundar bú- skap á Iðu og fluttust einnig til Eyja. Í Vestmannaeyjum vann Guðmundur ýmis störf, m.a. í Fiskiðjunni, en lengst af starfaði hann sem kjötiðn- aðarmaður og deildarstjóri í Kaup- félagi Vestmannaeyja. Langþráður draumur Guðmundar rættist er fjölskyldan tók sig upp árið 1966 og fluttist búferlum til Hvera- gerðis þar sem þau Guðmundur og Sigfríð gerðust garðyrkjubændur í Gufudal í Ölfusi ásamt Birgi Pálssyni og Sigurbjörgu Ólafsdóttur. Foreldr- ar Guðmundar, þau Einar og Ragn- hildur, fluttu nokkru síðar til Hvera- gerðis og bjuggu þar til æviloka. Frá 1982 ráku Guðmundur og Sigfríð stöðina ásamt Valdimar Inga syni sínum. Guðmundur tók virkan þátt í fé- lagsmálum, starfaði m.a. í Alþýðu- flokknum enda var hann mikill jafn- aðarmaður í bókstaflegri merkingu. Hann var virkur í Lionshreyfingunni, sat í hreppsnefnd Hveragerðishrepps um tíma og í stjórn Félags garðyrkju- bænda. Fyrir um 15 árum veiktist Guð- mundur alvarlega. Hann náði sér þó ótrúlega vel að nýju en varð samt aldrei fullhraustur eftir það. Síðasta árið var hann meira og minna veikur. Hjónin Guðmundur og Sigfríð voru ákaflega samrýnd og samhent og hjálpuðust mikið að við allt sem þau tóku sér fyrir hendur hvort heldur var um að ræða barnauppeldi, garð- yrkju eða annað. Í Vestmannaeyjum bjó fjölskyldan lengst af á Sólvangi, litlu einbýlishúsi, Kirkjuveg 29, afinn og amman á efri hæðinni en Guð- mundur og Sigfríð á þeirri neðri með börnin. Samvinna og samskipti milli ættliða voru mikil og góð og ómet- anlegt fyrir börnin að alast upp við slíkar aðstæður enda var kynslóðabil ekki til í þeirri fjölskyldu. Guðmund- ur og Sigfríð hugsuðu ætíð vel um eldri hjónin og hélt stórfjölskyldan alltaf saman jól og hjálpaðist mikið að. Í Eyjum vann Guðmundur sem kjötiðnaðarmaður og voru börnin hans sérstaklega stolt af því að pabbi þeirra kynni að búa til pulsur. Í frí- stundum ræktaði Guðmundur kart- öflur í garðinum á Sólvangi með pabba sínum, eins og á Iðu, og einnig smíðaði hann vermireiti þar sem hann ræktaði ýmiss konar grænmeti og jafnvel jarðarber, börnum sínum til mikillar ánægju. Sem garðyrkjubóndi í Gufudal undi Guðmundur vel hag sínum þótt að- stæður væru þar oft erfiðar. Húsa- kostur var frekar lélegur og því þurfti sérstaka árvekni við ræktunina. Guð- mundur var næmur á veðurbreyting- ar og fór því oft, jafnvel um hánótt, frá Hveragerði upp í Gufudal til að at- huga hvort ekki væri allt í lagi með ræktunina. Húsakostur í Gufudal var smám saman endurnýjaður og því var vinnuálag oft mikið. Guðmundur var garðyrkjumaður af lífi og sál. Hann var mikill blóma- ræktandi, natinn við hvert einasta blóm og vandlátur á það sem hann lét frá sér fara og lögðu þau hjónin metn- að sinn í að framleiðslan væri fyrsta flokks. Oft var glatt á hjalla í Gufudal og börn, tengdabörn og aðrir ættingj- ar hjálpuðu oft til, sérstaklega á ann- atímum, svo sem fyrir jól og páska. Utan vinnunnar átti Guðmundur ýmis áhugamál. Hann var t.d. mikill tónlistarunnandi, sérstaklega hlust- aði hann mikið á sígilda tónlist og reyndi að kenna börnum sínum að meta hana. Hann kunni samt vel að meta annars konar tónlist. Hann hafði mjög gaman af veiðiskap enda var hann alinn upp við veiðar en Iða er sem kunnugt er mikill veiðistaður. Oft fór hann með fjölskyldu og vinum í ferðalög, m.a upp á hálendið til að veiða silung. Hann hafði mjög gaman af að ferðast bæði innanlands og utan. Sérstaklega var hann hrifinn af Spáni en þar var hitinn jú svipaður og í gróðurhúsunum í Gufudal, en það átti vel við Guðmund og hafði góð áhrif á heilsu hans. Þótt Guðmundur og Sigfríð rækt- uðu fallegar rósir var líf þeirra ekki alltaf dans á rósum. Fjölskyldan var stór og fjárhagur því stundum knapp- ur. Dóttir þeirra, Hulda, veiktist af al- varlegum sjúkdómi rúmlega tvítug að aldri og lést eftir langvarandi veikindi 44 ára gömul. Þrátt fyrir heilsuleysi Guðmundar hin síðari ár var hann ætíð jafnlynd- ur, þolinmóður, æðrulaus og þraut- seigur. Ekki spillti að hann hafði einnig ríka kímnigáfu sem entist hon- um ævina út. Í veikindum Guðmundar stóð kona hans Sigfríð við hlið hans eins og klettur og var hans stoð og stytta uns yfir lauk. Nú þegar við kveðjum Guð- mund er okkur efst í huga þakklæti fyrir að hafa kynnst svo góðum manni. Ásdís Birna Stefánsdóttir og Sigurður Hjalti Magnússon. Með nokkrum orðum langar mig til að minnast horfins félaga, sem varð á vegi mínum um vetrartíma fyrir næstum sex áratugum. Pilturinn var aðeins sextán ára þá og nokkru yngri en ég. Þá var fimm ára aldurmunur nokkuð til að tala um. Síðar jafnast þetta meira og meira út. Guðmundur hét pilturinn, sem hér um ræðir. Hann ólst upp á bænum Iðu í Biskupstungum. Ég komst fljótt að því, að hann var hálfbróðir Sigur- björns Einarssonar, sem þá var dós- ent í guðfræði við Háskóla Íslands og þjóðkunnur kennimaður, víst 18 ár- um eldri en Guðmundur. Við Guðmundur hófum nám í Kennaraskóla Íslands haustið 1945. Við vorum fámenn í fyrsta bekk og fundum ekki mikið til okkar. Ef við héldum náminu áfram, yrðum við orðin fjórum árum eldri við útskrift en þegar við byrjuðum. Skólinn hafði verið lengdur um ár vorið á undan. Flest okkar luku námi á tilsettum tíma og urðu kennarar. Guðmundur vinur vor fór vel af stað og hafði góðar námsgáfur, en því miður var áhugi hans á náminu ekki nógu langvar- andi. Hann hætti að mæta, þegar komið var undir jól. Fór að vinna í söluturni eða sjoppu efst á Skóla- vörðustíg. Við bekkjarfélagarnir sáum eftir Guðmundi frá Iðu, þessum ljúfa pilti, sem öllum var hlýtt til. Guðmundur sneri sér að garðyrkju og rak garðyrkjustöð í Hveragerði um langa hríð. Hann varð sem sagt aldrei kennari. En hver er kominn til að segja, að hann hefði unnið þjóð sinni meira gagn á þeim vettvangi en hann gerði við ræktun grænmetis og rósa? Lífið er flókið fyrirbæri, og erf- itt að spá fyrir um örlög manna. Garð- yrkjan hefur sjálfsagt gefið hinum látna vini vorum og félaga lífsfyllingu ekki síður en okkur hinum, sem héld- um áfram kennaranáminu og urðum fræðarar fólksins um áratugi. Sú er von mín. Ég er sjálfsagt einn úr byrjenda- hópnum fyrrnefnda haustið 1945, sem minnist Guðmundar frá Iðu við leiðarlok. Honum get ég ekki gleymt. Og ég þakka fyrir að hafa átt þess kost að fylgja honum fáein skref á lífsbrautinni á okkar ungu árum. „Fari hann í friði, friður guðs hann blessi.“ Aðstandendum hans votta ég innilega samúð við brottför hans. Auðunn Bragi Sveinsson. GUÐMUNDUR EINARSSON Hjartans þakkir til ykkar allra sem sýnduð okkur samúð, hlýhug og vináttu vegna andláts og útfarar EIRÍKS ÍSFELD ANDREASEN, Kársnesbraut 94. Lilja Guðlaugsdóttir, Kristinn, Þorbjörn, Guðlaugur, Magnús og aðrir aðstandendur. Móðir okkar og tengdamóðir, GUÐRÚN FINNBOGADÓTTIR ljósmóðir, andaðist á Heilbrigðisstofnun Bolungarvíkur sunnudaginn 19. desember síðastliðinn. Jarðsett verður frá Ísafjarðarkirkju fimmtudag- inn 30. desember næstkomandi kl. 14.00. Steinunn Gunnlaugsdóttir Ármann Gunnlaugsson Katrín Eyjólfsdóttir Sigríður Gunnlaugsdóttir Sigurbjörn Bjarnason Elísabet Gunnlaugsdóttir Finnbogi Jóhann Jónasson Pétur Yngvi Gunnlaugsson Ágústína Guðmundsdóttir Faðir okkar og afi, REYNIR LÁRUSSON, Hrafnistu, Reykjavík, lést miðvikudaginn 22. desember. Jarðarförin fer fram frá Fossvogskapellu mánudaginn 10. janúar kl. 13.00. Hjalti Reynisson, Jóna Birna Reynisdóttir, Arnar Reynisson og barnabörn. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, amma og langamma, ERLA FINNSDÓTTIR frá Siglufirði, lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli að morgni aðfangadags. Útförin fer fram frá Grafarvogskirkju þriðju- daginn 4. janúar kl. 13.00. Haukur Ö. Magnússon, Jóhanna Hauksdóttir, Bára Hauksdóttir, Bylgja Hauksdóttir, Dagný Finnsdóttir, Sandra Finnsdóttir, Rósant Máni Sigurðsson, Sylvía Ósk Halldórsdóttir. Þökkum hlýhug og vináttu við andlát og útför JÓNASAR GUÐJÓNSSONAR fyrrv. kennara við Laugarnesskóla. Ingibjörg Björnsdóttir, Ragnar Jónasson, Eva Örnólfsdóttir, Björn H. Jónasson,Guðrún Þóroddsdóttir. Móðir okkar, HRAFNHILDUR AÐALSTEINSDÓTTIR frá Jórunnarstöðum, lést á hjúkrunarheimilinu Hlíð föstudaginn 24. desember. Torfi, Svanhildur og Kolfinna Sigtryggsbörn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.