Morgunblaðið - 28.12.2004, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 28.12.2004, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. DESEMBER 2004 11 FRÉTTIR  Setja skýr mörk á þann tíma sem barnið fær að horfa á sjónvarp.  Hvetja til útileikja og hreyfingar.  Ganga eða hjóla í stað þess að taka strætisvagn eða fá bílfar.  Nota stigann í stað lyftu eða rúllustiga.  Fara í gönguferðir, t.d. eftir göngustíg- um í bæjum eða á öðrum útivistar- svæðum.  Synda, hjóla eða renna sér á hjólabretti, skíðum eða skautum.  Fara í frjálsa leiki með vinum.  Taka þátt í skipulögðu íþróttastarfi, s.s. fótbolta, handbolta, blaki eða dansi.  Taka þátt í starfi félagsmiðstöðva, skátastarfi eða útilífsstarfi s.s. vetrar- íþróttum, klifri, fjallgöngum, fjallahjól- reiðum eða ratleikjum.  Sækja íþróttakennslu og/eða líkams- ræktarstöðvar. Leiðir til að auka hreyf- ingu barna „ÞETTA er í fyrsta lagi tillaga um að hafin verði vinna við að reyna að sporna við þessari þró- un í heilbrigðismálum, sem er afleiðing offitu, sérstaklega hjá börn- um,“ segir Ásta R. Jó- hannesdóttir, þingmað- ur Samfylkingarinnar, um þingsályktunartil- lögu sína um takmörk- un auglýsinga á óhollri matvöru. Lagði hún til- löguna fram á Alþingi fyrr í þessum mánuði. Meginefni tillögunn- ar er eftirfarandi: „Al- þingi ályktar að fela heilbrigðis- ráðherra að kanna grundvöll fyrir setningu reglna um takmörkun auglýsinga á matvöru sem inni- heldur mikla fitu, sykur eða salt með það að markmiði að sporna við offitu, einkum meðal barna og ung- menna. Ráðherra leitist í þessu skyni m.a. við að ná samstöðu með framleiðendum, innflytjendum og auglýsendum um að þessar vörur verði ekki auglýstar í sjónvarpi fyrr en eftir klukkan níu á kvöld- in.“ Í greinargerð tillögunnar segir að það sé von flutningsmanna að hægt verði að koma á slíku banni án beinnar lagasetningar. Með- flutningsmenn Ástu eru fimm aðrir þingmenn Samfylkingarinnar. Ásta segir að tillaga hennar hafi vakið mikla athygli og að hún hafi almennt hlotið jákvæð viðbrögð. Hún bendir á að Bretar séu að fara svipaða leið, þ.e. þeir hafi ákveðið að banna auglýsingar um ham- borgara, gosdrykki og annað rusl- sóknarverðar í augum barnanna og með hliðsjón af niðurstöðum rannsókna sem sýna sífellt aukna sykur- og fituneyslu meðal barna og ungmenna má álykta að auglýs- ingarnar nái tilætluðum árangri. Það er von og trú flutningsmanna að framleiðendur, innflytjendur og auglýsendur taki ábyrgð á þessum málum þannig að unnt verði að koma slíku auglýsingabanni á án beinnar lagasetningar. Með fram- angreindu er ekki gert lítið úr ábyrgð foreldra í þessu efni. Þvert á móti er það skoðun flutnings- manna að þar sé ábyrgðin mest. Hins vegar kemur það ekki í veg fyrir aðrir axli þá ábyrgð sem þeim ber í þessum málum. Að ota í sí- fellu óhollum mat að börnum og ungmennum án þess að hirða um afleiðingarnar er ábyrgðarleysi.“ stjórnvalda til að stemma stigu við þróuninni. „Í þessu sambandi er sérstaklega brýnt að stjórnvöld beini sjónum að aukinni offitu með- al barna og ungmenna en rann- sóknir hafa sýnt svo ekki verður um villst að tíðni offitu hjá þeim eykst hröðum skrefum. Sú stað- reynd hlýtur að valda verulegum áhyggjum enda eykur offita á unga aldri verulega líkur á offitu á full- orðinsárum.“ Áhrifamáttur auglýsinga mikill Í greinargerðinni segir að nauð- synlegt sé að horfast í augu við að áhrifamáttur auglýsinga sé mikill „og þegar um börn er að ræða er hann verulegur,“ segir í greinar- gerðinni. „Með auglýsingum eru umræddar matvörur gerðar eftir- fæði í sjónvarpinu, þegar börn horfa mest á það, til að sporna við offitu barna. „Þessi leið er til umræðu víðar þannig að mér fannst ástæða til þess að við hreyfð- um við þessum málum hér.“ Von- ast hún til þess að ráðherra og hags- munaaðilar geti komið sér saman um reglur í þess- um efnum. „Ég trúi ekki öðru en að menn muni á endanum líta jákvætt á þetta. Það þarf hugarfarsbreytingu hjá þjóð- inni og samfélagsátak til að breyta þessu, þ.e. til að breyta lífsstíl, mataræði og hreyfingu.“ Faraldur í íslensku þjóðfélagi Í greinargerð tillögunnar segir m.a. að offita sé hratt vaxandi heil- brigðisvandamál, einkum í hinum vestræna heimi og að þar sé Ísland engin undantekning. „Hafa rann- sóknir sýnt að offita er í raun orðin faraldur í íslensku þjóðfélagi en hún eykur stórlega líkur á ýmsum sjúkdómum, t.d. sykursýki 2 eða svokallaðri áunninni sykursýki, hjarta- og æðasjúkdómum, ristil- krabbameini, kæfisvefni og stoð- kerfissjúkdómum, auk þess sem fullyrða má að sálrænir fylgikvillar offitu séu verulegir.“ Í greinargerðinni segir að þrátt fyrir þessar staðreyndir hafi lítið farið fyrir beinum aðgerðum Ásta R. Jóhannesdóttir, alþingismaður Samfylkingarinnar Spornað verði við auk- inni offitu meðal barna Reuters Ásta R. Jóhannesdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, hefur lagt fram þingsályktunartillögu um takmörkun auglýsinga á óhollri matvöru. Ásta R. Jóhannesdóttir  Hafið reglu á máltíðum og millibitum, forðist sífellt nart.  Reynið að koma í veg fyrir að barnið borði fyrir framan sjónvarp eða meðan það er að læra heima.  Hafið hollan mat í boði en leyfið sætindi af og til, t.d. einu sinni til tvisvar í viku.  Verðlaunið barnið með öðru en mat eða sætindum, t.d. með því að gefa því lím- miða, bók eða leikföng, með bíóferðum eða öðru sem því finnst skemmtilegt.  Notið frekar snertingu, samúð og hlýju til að hugga, en síður mat.  Hafið ekki mat og drykk, sem barnið þarf að forðast, aðgengilegan fyrir barnið á heimilinu. Heimild: Landlæknisembættið. Klínískar leiðbeiningar um offitu barna og unglinga. Leiðir til að breyta matar- venjum barna JÚLÍUS Sigurbjörnsson, deildarstjóri rekstr- ardeildar Fræðslumiðstöðvar Reykjavíkur, segir það markmið Fræðslumiðstöðvarinnar að nemendur fái ódýran, lystugan og hollan mat í skólum borgarinnar. „Ég kem í mjög mörg mötuneyti [skólanna] og annaðhvort borða eða sé matinn. Það er undantekning ef hann er ekki lystugur eða virðist ekki hollur.“ Hann segir að hingað til hafi skólarnir ekki haft samræmdan matseðil. Að sögn Júlíusar lét Fræðslumiðstöðin ný- lega gera úttekt á starfsemi eldhúsa skólanna. Hann vill ekki upplýsa um niðurstöðu þeirrar úttektar. Segir að skýrsluna þurfi fyrst að senda til viðeigandi aðila. Undantekning ef matur er ekki lystugur Morgunblaðið/Ásdís „ÞETTA er óframkvæmanleg til- laga,“ segir Bjarney Harðardóttir, formaður Samtaka auglýsenda, SAU, um þingsályktunartillögu Ástu R. Jóhannesdóttur alþingismanns um takmörkun auglýsinga á óhollri matvöru. Tillagan gerir m.a. ráð fyrir því að heilbrigðisráðherra leit- ist við að ná samstöðu með framleið- endum, innflytjendum og auglýs- endum um að óhollar matvörur verði ekki auglýstar í sjónvarpi fyrr en eftir klukkan níu á kvöldin. Bjarney segist alfarið á móti slíku banni. Ástæðan sé fyrst og fremst sú að erfitt sé að skilgreina hvað sé óhollt og hvað ekki. „Í öðru lagi mis- munar þetta nýjum aðilum sem vilja kynna sína vöru því ef auglýsingar eru bannaðar með þessum hætti komast nýir aðilar síður inn á mark- aðinn, þ.e. þeir ná ekki sömu um- fjölluninni og þeir sem fyrir eru á markaðnum.“ Bjarney segir, í þessu sambandi, að rannsóknir sýni að auglýsingar hafi áhrif á það hvaða vörumerki neytendur velja fremur en að auka neyslu. „Auglýsingar hafa t.d. áhrif á það hvernig súkkulaði fólk kaupir en ekki hvort það kaupir súkkulaði,“ útskýrir hún. Bjarney segir ennfremur að með tillögunni sé verið að taka einn miðil út, þ.e. sjónvarpið. Spyr hún hvað eigi þá að gera við aðra miðla. „Hvað á t.d. að gera við auglýsingar í bíóum, auglýsingar í útvarpi eða auglýsingar í blöðum?“ segir hún og bætir við: „Þetta er mjög flókið í framkvæmd, nánast óframkvæm- anlegt.“ Bjarney Harðardóttir, formaður SÍA Alfarið á móti banni „RANNSÓKNIR hafa sýnt að um það bil 20% íslenskra barna eru yfir kjörþyngd,“ segir Laufey Steingrímsdóttir, sviðsstjóri verkefna- og rannsóknarsviðs Lýðheilsustöðvar. „Fyrir nokkr- um áratugum var þetta hlutfall innan við eitt prósent.“ Haldi svo fram sem horfi verði offita barna mikið vandamál í framtíðinni. Laufey segir meiri líkur á því að einstaklingur verði yfir kjör- þyngd á fullorðinsárum hafi hann verið yfir kjörþyngd á barnsaldri. Það eigi þó ekki við um ungbörn, þ.e. lítið samband sé á milli of- þyngdar ungbarna og ofþyngdar fullorðinna. Hún hvetur foreldra og for- ráðamenn til þess að vera vak- andi fyrir því ef barn, sem er að komast á skólaaldur, þyngist óhóflega mikið. Börn eigi þó aldr- ei að setja í megrun, heldur eigi að gefa þeim hollan mat og hvetja þau til þess að leika sér úti og hreyfa sig. Sömuleiðis eigi að reyna að takmarka langar setur þeirra fyrir framan sjónvarp eða tölvu. Laufey leggur þó áherslu á að ekki sé hægt að breyta mataræði barna, án þátttöku allrar fjöl- skyldunnar. „Foreldrarnir og fjölskyldan verða að taka þátt í þessu með barninu og besti ár- angurinn næst þegar börn hafa ekki hugmynd um að verið sé að endurskoða mataræðið eða auka hreyfinguna.“ Fjölskyldan þurfi því að hugsa sinn gang og spyrja hvað hægt sé grundvöllur fyrir setningu reglna um takmörkun auglýsinga á mat- vöru sem innihalda mikla fitu, sykur eða salt með það að mark- miði að sporna við offitu, einkum meðal barna og ungmenna. „Okkur [hjá Lýðheilsustöð- inni] líst vel á að þetta mál verði tekið til athugunar,“ segir Lauf- ey. „Augu manna eru, víða um heim, að opnast fyrir þessari miklu markaðssetningu gagnvart börnum.“ Hún segist þar ekki einasta vísa til auglýsinga heldur einnig til markaðssetningar al- mennt fyrir börn. Til dæmis í tengslum við tómstundastarf og íþróttir og eins varðandi það hvað sé í boði í skólunum. Hún vill að tekið verði á þessu, sérstaklega, þar sem börn eiga í hlut. „Sumir segja að þetta sé forræðishyggja en þegar börn eiga í hlut er þörf á meiri aðgát. Við þurfum að passa börnin okk- ar. Það gildir því annað um börn en fullorðna.“ Aðspurð segir Laufey að fáar rannsóknir hafi verið gerðar, hér á landi, á því hvort og þá hvernig auglýsingum sé beint að börnum. Lýðheilsustöðin og Hjartavernd hafi þó nýlega hafið þátttöku í evrópsku verkefni sem fjalli um markaðssetningu matvæla fyrir börn. „Við erum því rétt byrjuð að vinna í þessu en engin niður- staða liggur enn fyrir,“ segir hún. Upplýsingar um markaðssetn- ingu gagnvart börnum þurfi þó að liggja fyrir áður en settar verði reglur í þeim efnum. að gera betur; hvernig hægt sé að hafa hollari mat og sem minnst af snakki, kexi og kökum á heim- ilinu. Laufey segir líka mikilvægt að börnum sé boðið upp á skemmti- lega hreyfingu. „Það er aldrei hægt að búast við því að fólk end- ist, hvorki börn né fullorðnir, í einhverri líkamsrækt, sem veitir ekki ánægju eða skemmtun. Það er leikurinn sem gildir þegar börn eru annars vegar.“ Þurfum að passa börnin okkar Aðspurð kveðst Laufey taka vel í þingsályktunartillögu Ástu R. Jóhannesdóttur alþingis- manns um að kannaður verði Um 20% íslenskra barna yfir kjörþyngd Morgunblaðið/Golli Laufey Steingrímsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.