Morgunblaðið - 28.12.2004, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 28.12.2004, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. DESEMBER 2004 19 ERLENT við þá sem í vestri búa. Í vestri ríkti mikill fögnuður í gær, ekki síst í höfuðborginni. Úr suður- og austurhlutanum bárust þær fréttir að þar væri þungt hljóð í mönnum og þeir hugsi mjög yfir því sem framtíðin kynni að bera í skauti sér. Áfall fyrir Vladímír Pútín Sigri Jústsjenkos í kosningunum var í gær líkt við pólitískan land- skjálfta. Samskipti Úkraínu og Rússlands eru afar náin og Vladímír Pútín Rússlandsforseti fór ekki dult með þá skoðun sína að hann teldi Ja- núkovítsj heppilegri forseta. Hann naut og aðstoðar rússneskra sér- fræðinga á sviði áróðursmála og „spunameistara“. Jústsjenko hefur heitið því að vinna að aðild Úkraínu að Evrópusambandinu (ESB) og Atlantshafsbandalaginu (NATO). Það er einkum hugsanleg aðild að því síðarnefnda sem fer fyrir brjóst- ið á rússneskum ráðamönnum. Hef- ur Pútín þráfaldlega vænt Vestur- lönd um afskipti af innanríkismálum Úkraínu. Yfirlýsingar forsetans hafa um sumt þótt minna á kalda stríðið. Rússnesk stjórnvöld höfðu ekki tjáð sig formlega um úrslit kosning- anna í Úkraínu síðdegis í gær. Hins vegar sagði Sergei Lavrov utanrík- isráðherra í grein sem birtist á vef- síðu ráðuneytisins í gær að „sum ríki“ segðust „verja lýðræðið“ og nýttu þá „vörn“ til að réttlæta af- skipti af innanríkismálum annarra þjóða. Þessum orðum var beint til Bandaríkjamanna enda umfjöllunar- efnið innrásin í Írak en ekki fór á milli mála að þau áttu einnig að vísa til stjórnmálaþróunarinnar í Úkra- ínu. Dagblöð í Rússlandi túlkuðu mörg úrslitin á þann veg að þau væru áfall fyrir Pútín forseta og menn hans. Undarlegt þótt ýmsum að Pútin skyldi styðja Janúkovítsj þótt flestum þætti sýnt að óhugs- andi væri að hann gæti borið sigur úr býtum sökum þess sem á undan var gengið. Ásakanir um kosningasvik Janúkóvitsj, sem er 54 ára, var lýstur sigurvegari síðari umferðar kosninganna sem fram fór 21. nóv- ember. Óskaði Pútín honum þá til hamingju líkt og hann hafði gert eft- ir fyrri umferðina. En Jústsjenko neitaði að játa sig sigraðan og kærði úrslitin með þeim rökum að gífur- lega víðtækt kosningasvindl hefði átt sér stað. Fór svo að lokum að hæstiréttur Úkraínu lýsti kosning- arnar ógildar og boðað var til nýrra. Janúkóvítsj kvaðst í gær hafa bú- ist við að fara með sigur af hólmi í kosningunum. Hann boðaði „öfluga“ stjórnarandstöðu á þingi landsins færi svo að hann tapaði kosningun- um en hann hafði í gær ekki við- urkennt ósigur sinn. Síðar var frá því skýrt að úrslitin yrðu kærð líkt og sagði að ofan. Sagði talsmaður framboðs Janúkovítsj að skjalfest hefðu verið um 5.000 brot á kosn- ingalöggjöfinni sem beinst hefðu gegn forsætisráðherranum. Þá hefðu milljónir öryrkja verið sviptar rétti til að taka þátt í kosningunum vegna breytinga á löggjöf þar um. Raunar hafði hæstiréttur landsins lýst þá breytingu ólögmæta skömmu áður en kosningin fór fram á sunnudag. „Við munum standa vörð um réttindi kjósenda okkar og úkraínsku þjóðarinnar með hverjum þeim aðferðum sem lögin heimila,“ sagði talsmaðurinn, Nestor Sjúfrítsj. og frjáls“ PALESTÍNSKI læknirinn Mustafa Barghouti, fram- bjóðandi í forsetakosningum Palestínumanna, var handtekinn í Jerúsalem í gær þegar hann hélt þar kosningafund. Ísraelska lögreglan kvaðst hafa tekið Barghouti til yfirheyrslu vegna þess að hann hefði leyfi til að fara gegnum borgina en ekki dvelja í henni. Barghouti var handtekinn í gamla borgarhlutanum í Jerúsalem og fluttur í aðallögreglustöð borgarinnar. Talsmaður hans kvaðst telja að hann yrði látinn laus nokkrum klukkustundum síðar. Samkvæmt skoðanakönnunum nýtur Barghouti næstmests stuðnings fyrir kosningarnar á eftir Mahm- ud Abbas, bráðabirgðaleiðtoga Frelsissamtaka Palest- ínumanna (PLO). Fyrr um daginn samþykkti stjórn Ísraels ýmsar að- gerðir sem eiga að auðvelda forsetakosningar Palest- ínumanna 9. janúar. Þær fólust meðal annars í því að frambjóðendum var leyft að efna til kosningafunda í austurhluta Jerúsalem. Barghouti tilkynnti framboð sitt á hóteli í Austur- Jerúsalem í síðasta mánuði og lýsti því þá yfir að hann hefði gert það án heimildar ísraelskra yfirvalda. Mustafa Barghouti handtekinn í Jerúsalem AP Læknirinn og forsetaefnið Mustafa Barghouti á kosn- ingafundi í Nablus á Vesturbakkanum á jóladag. Jerúsalem. AP, AFP. RÚSSAR og Kínverjar ætla að efna til sameiginlegra heræfinga í Kína á næsta ári og eiga þær sér engin fordæmi, að sögn Sergeis Ívanovs, varnarmálaráð- herra Rússlands, í gær. Hann sagði að floti og flug- her beggja ríkjanna ættu að taka þátt í æfingunum. „Í fyrsta skipti í sögunni höfum við nú samþykkt að halda allstóra heræfingu með Kínverjum á kín- versku landsvæði á seinni hluta næsta árs,“ hafði rússneska fréttastofan ITAR-Tass eftir Ívanov. Hann sagði að rússneskir kafbátar og sprengjuflugvélar, sem borið gætu kjarnavopn, ættu að taka þátt í her- æfingunum. Samskipti Rússlands og Kína hafa batnað mjög eftir hrun Sovétríkjanna 1991. Eru Kínverjar helstu kaupendur rússneskra hergagna og nema viðskiptin jafnvirði milljarða dollara á ári. Hafa þeir meðal ann- ars keypt orrustuþotur, eldflaugar, kafbáta og tund- urspilla af Rússum. Ýmsir stjórnmálaskýrendur telja að Rússar hyggist freista þess að efla samband sitt við Kínverja enn frek- ar eftir að samskipti þeirra við Vesturlönd versnuðu vegna deilunnar um forsetakosningarnar í Úkraínu. Pavel Felgenhauer, óháður sérfræðingur sem hefur lengi fylgst grannt með hernaðarlegu samstarfi Rússa og Kínverja, sagði að markmiðið með heræfingunum væri að sýna gremju rússneskra stjórnvalda í garð Vesturlanda. „Þetta er táknræn aðgerð, sem beinist að Bandaríkjunum, til að sýna að Rússar eigi aðra banda- menn.“ Kínverjar sögðust í gær ætla að efla herafla sinn enn frekar til að standa betur að vígi gagnvart ógninni sem þeir segja stafa af Taívan. Sameiginlegar heræfingar Moskvu. AP. áhrifasvæði. Nái vilji Jústsjenkos og „umbótasinnuðu þjóðernissinnanna“ sem honum fylgja fram að ganga skapast áður óþekkt ástand í þess- um heimshluta; ástand sem Rússar munu líta á sem ögrun. Sagður bandarísk strengjabrúða Jústsjenko er fimmtugur að aldri. Eiginkona hans er bandarískur rík- isborgari og er því iðulega haldið fram að hann sé í raun aðeins strengjabrúða í höndum banda- rískra ráðamanna. Þetta sjónarmið nýtur einkum stuðnings í suður- og austurhluta Úkraínu þar sem Rúss- ar eru fjölmennir og rússnesk áhrif mótandi. Því hefur verið haldið fram að Bandaríkjamenn og þá einkum leyniþjónustan, CIA, standi að baki „appelsínugulu“ byltingunni í Úkra- ínu. Þessum ásökunum hefur Jústsjenko jafnan vísað á bug. Þegar Jústsjenko var forsætis- ráðherra reyndi hann að beita sér fyrir umbótum á ýmsum sviðum en komst fljótlega að því að viljinn til breytinga var takmarkaður hjá ráð- andi öflum í landinu. Hann hafði náð nokkrum árangri á afmörkuðum sviðum sem seðlabankastjóri og hafði hug á að fylgja því starfi eftir er hann varð forsætisráðherra. Honum tókst að slá á óðaverðbólgu sem lengi hafði geisað og tryggja stöðugleika gjaldmiðils landsins, hryvnya. Þá tókst honum að milda áhrif þess að Rússar greiddu Úkra- ínumönnum ekki skuldir sem stofn- að hafði verið til á sovéttímanum. Sem forsætisráðherra reyndi Jústsjenko að vinna gegn spillingu og vildi að horfið yrði frá sérlega óhagkvæmum, miðstýrðum rík- isrekstri helstu fyrirtækja en hafði ekki erindi sem erfiði. Kommúnistar á þingi, bandamenn Kútsjma forseta, sviptu hann for- sætisráðherraembættinu og forset- inn einsetti sér að koma í veg fyrir að Jústsjenko kæmist á ný í áhrifa- stöðu í Úkraínu. Almennt er litið svo á að það hafi verið Kútsjma sem ákvað að Janúkovítsj forsætisráð- herra skyldi vera mótframbjóðandi Jústsjenkos í forsetakosningunum og þar með fulltrúi valdakerfis sem ráðið hefur öllu í landinu í tæp 14 ár. Raunar fór svo að þetta banda- lag þeirra riðlaðist er Janúkovítsj tók að gagnrýna forsetann og freista þess að koma fram sem boð- beri breytinga í landinu líkt og keppinauturinn. Jústsjenko er því afar umdeilur maður í Úkraínu. Segja má að ann- aðhvort elski menn hann eða hati. Stuðningur við hann er svo til ein- göngu bundinn við vesturhluta landsins. Jústsjenko má lýsa svo að hann sé úkraínskumælandi þjóðern- issinni sem leita vilji til Vesturlanda eftir vernd frá rússneskum áhrifum með þeim afleiðingum að spenna er hlaupin í samskipti forysturíkja austurs og vesturs, Rússlands og Bandaríkjanna. Sovéskur bankamaður Víktor Jústsjenko fæddist í Sumy-héraði í norðausturhluta Úkraínu, nærri rússnesku landa- mærunum, 23. febrúar 1954. Hann lærði hagfræði og vann við bókhald á vegum ríkisins. Að því er fram kemur í hinni opinberu ævisögu hans var hann kallaður til starfa fyrir Ríkisbanka Sovétríkjanna. Hann vann sig upp innan banka- kerfisins og varð loks seðla- bankastjóri Úkraínu eftir hrun Sov- étríkjanna. Jústsjenko er tvíkvæntur og á fimm börn. Áhugamál hans eru sögð myndlist, höggmyndalist og knatt- spyrna. Þá var hann á árum áður mikill áhugamaður um fjallaklifur. foringi AÐ MINNSTA kosti þrettán manns biðu bana og tugir særðust í Bagdad í gær þegar bílsprengjuárás var gerð skrifstofu eins af helstu stjórnmála- leiðtogum íraskra sjíta, Abdel Aziz Hakim. Hann komst lífs af en nokkr- ir lífvarða hans lágu í valnum. Hakim er leiðtogi eins af helstu flokkum íraskra sjíta, Æðsta ráðs íslömsku byltingarinnar í Írak (SCIRI). Hann var á skrifstofu sinni þegar bíl hlöðnum sprengiefni var ekið að henni. „Þrettán manns biðu bana í sprengingunni, 66 særðust og um 60 bílar eyðilögðust,“ sagði emb- ættismaður í íraska innanríkisráðu- neytinu. Talsmaður SCIRI sagði að stuðn- ingsmenn Saddams Husseins, fyrr- verandi einræðisherra Íraks, hefðu staðið fyrir tilræðinu. Sjítar eru um 60% af íbúum Íraks og búist er við að flokkar þeirra fái mikinn meirihluta þingsæta í kosn- ingunum sem ráðgerðar eru 30. jan- úar. Telur að kosningar geti ekki farið fram í sex héruðum Sjónvarpsstöðin Al-Jazeera birti í gær hljóðupptöku sem sögð er vera frá Osama bin Laden, leiðtoga al-Qaeda-hryðjuverkasamtakanna. Hvetur hann Íraka til að hunsa kosn- ingarnar 30. janúar. „Sérhver sem tekur þátt í þessum kosningum verð- ur talinn villutrúarmaður,“ segir bin Laden - sé þetta hann. Stærsti stjórnmálaflokkur íraskra súnní-múslíma, Íslamski flokkurinn, tilkynnti í gær að hann hygðist snið- ganga kosningarnar. Leiðtogi flokksins, Mohsen Abdel Hamid, sagði að þetta hefði verið ákveðið vegna þess að yfirvöld hefðu synjað beiðni hans um að fresta þingkosningunum um hálft ár til að tryggja að allir Írakar gætu greitt atkvæði. Helstu trúarleiðtogar súnníta hafa hvatt þá til að snið- ganga þingkosningarnar. Hamid sagði að ástandið í öryggis- málum væri mjög slæmt og að kosn- ingar gætu ekki farið fram með eðli- legum hætti í sex af átján héruðum Íraks. Flokkur sinn kynni að falla frá ákvörðuninni ef ástandið í öryggis- málum batnaði fyrir kosningarnar. Þrettán manns falla í árás á sjítaleiðtoga Írakar mótmæla bílsprengjuárás á skrifstofu eins af helstu stjórnmálaleiðtogum sjíta í Bagdad í gær. Stærsti flokkur súnníta í Írak ætl- ar að sniðganga kosningarnar Bagdad, Dubai. AFP. Reuters

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.