Morgunblaðið - 03.01.2005, Side 24

Morgunblaðið - 03.01.2005, Side 24
24 MÁNUDAGUR 3. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LÍF DÖMUSKÓR HERRASKÓR BARNASKÓR 20-60% AFSLÁTTUR ÚTSALAN ER HAFIN Kringlunni – Firði - Glerártorgi NEVER TURN YOUR MATTRESS AGAIN Technology so advanced, it´s TURN-FREE Amerískar lúxus heilsudýnur á tilboði TURN-FREE Queen 153x203 cm Verð frá 89.900.- Skipholt 35 Sími 588 1955 www.rekkjan.is Opnunartími: 11-18:30 mán-fös 10-18 lau / 13-17 sun. Skútuvogi 2, sími 522 9000 • www.expert.is Samsung SGH-X450 fallegur 3 banda sími með hágæða skjá                   !"#$%&'()* +++,-.$-/-,% Viltu ráða því í hvaða framhaldsskóla þú ferð næsta haust? Ertu með nógu góðar einkunnir til að geta það? Ef ekki þá bjóðum við þér NÁMSAÐSTOÐ svo þú getir náð þér á strik í náminu Nemendaþjónustan sf. s. 557 9233www.namsadstod.is NÚ HAFA dyr Museum of Modern Art (MoMA) í New York verið opn- aðar aftur eftir endur- bætur og í ljós kemur að innréttingar og inn- anstokksmunir í safninu eru að langmestu leyti eftir danskri hönnun. Í Aftenposten er haft eft- ir upplýsingafulltrúa dönsku hönnunarstofn- unarinnar í Kaup- mannahöfn að öfundar hafi gætt innan sendi- ráða annarra Norð- urlanda í Bandaríkj- unum vegna hnossins sem Danirnir hrepptu. Og Bodil Busk Laur- sen, forstjóri Kunst- industrimuseet í Kaupmannahöfn, segir að gildi þessa fyrir kynningu á danskri hönnun sé ómetanlegt. 33 danskir hönnuðir, þar af sex gamlir meistarar eins og Arne Jacobsen, eru kynntir í almennu rými safnsins. Næstum allir inn- anstokksmunir allt frá borðum og stólum niður í postulín og hnífapör eru eftir danska hönnuði. Fram- leiðendur gáfu mikinn afslátt og þess vegna reyndist verkefnið mögulegt. Danskir sjóðir hafa einnig látið fé af hendi rakna og Danmörk er því einn af helstu styrktaraðilum nýja MoMA, eins og fram kemur í Aftenposten. Noregur, Svíþjóð og Finnland nota mun meira af opinberu fé til að markaðssetja hönnun utan landsteinanna en Busk Laursen segir að þarna sé staðfest að sá minnsti sé oft sá klókasti. Að hennar mati á ekki bara dönsk hönnun sér bjarta framtíð vegna þessa verkefnis, heldur öll norræn hönnun. MoMA í dönskum stíl  HÖNNUN Gestir virða fyrir sér sali Museum of Modern Art eftir endurbæturnar. Mikið af innan- stokksmunum er dönsk hönnun. Reuters HVER kona notar um fimmtán tegundir af húðsnyrtivörum að staðaldri, t.d. krem, hreinsiefni og snyrtivörur. Á dönsku neyt- endasíðunni forbrug.dk kemur fram að alls ekki er nauðsynlegt að nota öll þessi efni en þar eru samt sem áður gefin góð ráð um hvernig haga skuli vali á húðvör- um og m.a. bent á að gott sé að velja um- hverfismerktar snyrtivörur til að vera örugg um gæðin. Einnig er bent á að mikilvægt sé að lesa innihaldslýsingar og notkunarleiðbeiningar. Mælt er með því að skrifa niður dagsetninguna þegar byrjað er að nota vöruna og forðast að geyma snyrtivörur í of miklum hita. Lagt er til að fólk geymi ytri umbúð- irnar, þannig að það viti hvert skal leita ef eitthvað fer úrskeiðis, og bent á að ef útbrot geri vart við sig skuli hafa samband við lækni og muna að taka umbúð- irnar með. Hvað varðar snyrtivörur fyrir andlitið er greint frá því að samkvæmt könnun danska neytendaráðsins hafa hvorki dýr né ódýr hrukkukrem tilætluð áhrif. Og maskara ætti aðeins að nota í sex mánuði og skipta honum þá út hvort sem hann er búinn eða ekki. Maskarinn þornar ekki eins auðveldlega ef burstinn er skrúfaður upp og niður í staðinn fyrir að „pumpa“ upp og niður. Snyrtivörur fyrir líkamann ættu allra helst að vera án ilmefna, t.d. svitalyktareyðir. Einnig ætti að forð- ast þá sem innihalda tríklósan. Hið sama gildir um tannkrem. Efnið er talið hafa óæskileg áhrif á um- hverfið auk þess sem óttast er að það geti stuðlað að fjölgun óæskilegra baktería. Þeim sem þjást af ilmefnaofnæmi hefur fjölgað mjög á síðasta áratug eða svo. Í Danmörku eru þeir nálægt tvö hundruð þúsundum og svarar það til allra íbúa Reykjavíkur. Miðað við höfðatölu mætti gera ráð fyrir að hátt í tíu þúsund Íslendingar þjáðust af ilm- efnaofnæmi. Frá og með mars 2005 á að standa á ilmvötnum, kremi og förðunarvörum hvort þær innihalda eitt eða fleira af 26 efnum sem eru á lista yfir óæskileg ilm- efni.  SNYRTIVÖRUR Hrukkukrem höfðu ekki tilætluð áhrif Þeim sem þjást af ilmefnaofnæmi hefur fjölgað mjög á síðasta áratug. TENGLAR .................................................................................. www.forbrug.dk/mad/krop/3/parfumeallergi/ Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.