Morgunblaðið - 03.01.2005, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 03.01.2005, Qupperneq 36
36 MÁNUDAGUR 3. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Frönskunámskeið hefjast 17. janúar Námskeið fyrir byrjendur og lengra komna. Taltímar og einkatímar. Viðskiptafranska og lagafranska. Námskeið fyrir börn. Kennum í fyrirtækjum. Tryggvagata 8, 101 Reykjavík, fax 562 3820. Veffang: http://af.ismennt.is Netfang: alliance@simnet.is Innritun í síma 552 3870 3.-14. janúar ✆ Á UNDANFÖRNUM árum hafa orðið miklar samgöngubætur á Snæ- fellsnesi, íbúum, fyr- irtækjum og ferða- mönnum til hagsbóta. Hundrað árum eftir að fyrsti bíllinn var flutt- ur til Íslands kom loks bundið slitlag á milli þéttbýlisstaðanna á norðanverðu Snæfells- nesi, byggðarlaga sem hafa liðið fyrir slæmar samgöngur og þær hafa án efa komið í veg fyrir að samfélögin hafi hingað til náð að vaxa með þeim hætti sem þau hafa alla burði til. Vegurinn fyrir Ólafsvíkurenni, um Berserkjahraun, um Búlandshöfða og loks nú í desember nýr vegur og brú yfir Kolgrafarfjörð hafa gjörbreytt skilyrðum íbúa, fyr- irtækja og sveitarfélaga til búsetu, samvinnu og samkeppni. Svo ekki sé minnst á veginn yfir Vatnaleið sem hefur gjörbreytt lífsgæðum á Snæ- fellsnesi, sérstaklega yfir vetrartím- ann, þar sem ekki þarf lengur að fara yfir hættulegan veg um Kerl- ingarskarð sem oft var ófær í marga daga. Nýstofnaður Fjölbrautaskóli Snæfellinga, sem tók til starfa síð- astliðið haust, veitir íbúum Snæfells- ness þau sjálfsögðu skilyrði að geta sótt framhaldsskóla án þess að flytj- ast búferlum, byggir tilvist sína al- gjörlega á bættum samgöngum milli samfélaganna á Snæfellsnesi. Að starfrækja svo sjálfsagðan hlut sem framhaldsskóla hefði ekki verið mögulegur án brúar yfir Kolgraf- arfjörð eða öruggs veg- ar um Búlandshöfða. Samgöngur eru for- sendur framfara í byggðarlögum eins og á Snæfellsnesi, þar sem lífsgæði eru mikil og íbúar eru í nánum tengslum við náttúruna og eru ekki truflaðir af hávaða og mengum sem fylgir umferðarþunga. Flestir þekkja flesta og íbúar taka þátt í gleði og sorgum hver annars. Bættar samgöngur hafa því verið helsta baráttumál Snæfellinga í gegnum tíðina, enda tilfinningatengslin mik- il milli byggðarlaganna þrátt fyrir vonda vegi. Í Morgunblaðinu 20. þessa mánaðar var grein eftir Garðbæing- inn Ragnar Önundarson, þar sem hann fjallar um breikkun Reykja- nesbrautar. Því miður fellur grein- arhöfundur í þá gryfju, sem mér var kennt í æsku að varast, að öfunda náungann. En Ragnar agnúast út í samgöngubætur annars staðar á Ís- landi, af því að hann fær ekki allt sem hann vill. Þótt menn séu í bar- áttu er ekki drengilegt að gera lítið úr framfaramálum í samgöngum annars staðar á landinu. Mestu hagsmuna- mál Snæfellinga Sigríður Finsen fjallar um vegaframkvæmdir utan höfuðborgarsvæðisins Sigríður Finsen ’Samgöngureru forsendur framfara í byggðarlögum eins og á Snæ- fellsnesi.‘ Höfundur er formaður Héraðs- nefndar Snæfellinga. Í LOK nóvember sl. var á vegum Evrópuráðsins haldin ráðstefna í Róm fyrir forstjóra fangelsismála. Mikið var vandað til ráðstefnunnar bæði faglega og hvað varðar ytri umbúnað. Athyglisvert var hlutverk páfagarðs en fulltrúi páfa tók þátt í ráð- stefnunni. Þá ávarpaði páfi þátttakendur og lagði áherslu á að mannúðleg sjónarmið væru höfð í fyrirrúmi við meðferð fanga. Mig langar hér að víkja að einum dag- skrárliðnum, þ.e. drögum að nýjum fangelsisreglum, sem fyrirhugað er að sam- þykktar verði í des- ember 2005. Fyrstu evrópsku fangels- isreglurnar litu dags- ins ljós 1973 en þær voru endurskoðaðar 1987. Þá áttu 23 þjóðir aðild að Evr- ópuráðinu. Síðan hef- ur orðið nánast þjóð- félagsleg bylting í Evrópu en nú eiga 46 þjóðir aðild að ráðinu. Þessi staðreynd, þró- un í mannréttinda- málum, fjöldi dóma Mannréttindadómstóls Evrópu varðandi meðferð fanga, svo og kröfur Evrópunefndar um varnir gegn pyndingum og ómannlegri eða vanvirðandi meðferð eða refsingu, svonefndri CPT-nefndar, leiddi til þess að ákveðið var að endurskoða fangelsisreglurnar. Stjórnun fangelsa og starfsfólk þeirra Þrátt fyrir að nýjar evrópskar fangelsisreglur hafi ekki tekið gildi er ástæða til að kynna þau reglu- drög sem fyrir liggja þ.e. þann kafla sem fjallar um stjórnun fangelsa og starfsfólk þeirra. Það val er engin tilviljun heldur til að undirstrika að þessi þáttur telst grunnurinn að því að unnt sé að ná þeim markmiðum sem stefnt er að með reglunum í heild. Í upphafi kaflans er vikið að kröfum sem gerðar eru til þeirra sem ráðnir eru til starfa í fang- elsum svo og stjórnenda þeirra. Skyldur starfsfólks fangelsa ein- skorðast ekki við gæsluhlutverkið eitt heldur eru kröfur til þess mun ríkari. Þannig ber starfsfólkinu að veita föngum aðstoð og stuðla að áfallalausri endurkomu þeirra út í þjóðfélagið að afplánun lokinni. Vanda ber því val á starfsmönnum, huga að menntun þeirra og þjálfun. Þeir eiginleikar í fari starfs- fólks sem sérstaklega þykja eftirsóknarverðir eru heiðarleiki, mannúð og hversu vel þeir eru til þess vandasama starfs fallnir. Áréttað er að stjórnun fangelsa snúist um meðferð á fólki. Því sé ekki hægt að taka ákvarðanir ein- vörðungu út frá rekstr- arlegum forsendum um hagkvæmni og hag- ræði. Sérstaklega er vikið að launakjörum starfsfólks fangelsa og bent á að þau skuli laða að hæft starfsfólk auk þess sem reynt verði að bjóða aðlaðandi starfsaðstæður eftir því sem kostur er. Fram kemur að í nútíma þjóðfélagi sé algengt að mikilvægi starfa og stétta sé metið út frá launum annarra viðmiðunarstétta. Augljóslega sækja hæfustu einstaklingarnir ekki í láglaunastörf. Störf í fang- elsum eru sögð með þeim flóknustu og erfiðustu í opinberri þjónustu og það eigi að endurspeglast í laun- unum. Mismunandi sé milli landa hvaða hópa sé miðað við, s.s. lög- reglumenn, kennara eða hjúkr- unarstéttir, en hvað sem þessu við- víkur eigi stjórnvöld að viðurkenna að starfsfólk fangelsa eigi heimt- ingu á hæfilegum launum fyrir þetta erfiða, og oft á tímum hættu- lega, starf. Sérstök ákvæði eru um þjálfun starfsfólks. Leggja beri áherslu á fræðslu um mannréttindi og þjálfun til að annast fólk af virð- ingu þrátt fyrir að það kunni að vera erfitt. Því næst beri að veita nauðsynlega þjálfun í tæknilegum atriðum sem tengjast starfinu. Síð- ast en ekki síst beri að leggja áherslu á reglulega endurmenntun allra aðila í fangelsiskerfinu sér- staklega á efni og beitingu evr- ópskra fangelsisreglna og annarra sáttmála um vernd mannréttinda. Stjórnendur fangelsa Fyrsta skylda stjórnenda fangelsa er að sjá til þess að þau séu rekin faglega og í samræmi við alþjóð- legar og innlendar reglur um mann- réttindi. Þeirra hlutverk er einnig að stuðla að góðum samskiptum milli fangelsa sem og milli allra inn- an viðkomandi fangelsis. Þá er það grundvöllur þess að almennir fangaverðir viðhaldi skyldum sínum að stjórnendur í fangelsunum hafi skýra stefnu og markmið. Forstöðumaður fangelsis skal valinn með tilliti til stjórnunarhæfi- leika, viðeigandi menntunar og reynslu. Lögð er áhersla á að þessir aðilar séu meira en venjulegir stjórnendur stofnunar. Þannig er beinlínis kveðið á um að for- stöðumaður fangelsis eyði hluta úr hverjum degi í viðkomandi fangelsi, styðji starfsfólkið við vinnu sína og hvetji fanga til að taka þátt í já- kvæðri starfsemi sem fram fer. Að þessu leyti einskorðist starfsskylda forstöðumanns ekki við hefðbund- inn skrifstofutíma heldur beri hon- um að heimsækja fangelsið að nóttu til og um helgar og hvetja starfsfólk til að halda uppi gæðum í starfi sínu. Þetta eru að mati Fangels- ismálastofnunar háleit markmið og raunhæf. Stofnunin mun því þegar hefjast handa um að hrinda þeim í framkvæmd og vonast til að þess sjái fljótlega merki í starfi fangels- anna. Til að það gangi upp þarf hins vegar skilning stjórnvalda og sam- vinnu allra starfsmanna. Evrópskar fangelsisreglur Valtýr Sigurðsson fjallar um ráðstefnu sem haldin var í Róm um evrópskar fangelsisreglur Valtýr Sigurðsson ’Störf í fang-elsum eru sögð með þeim flókn- ustu og erfið- ustu í opinberri þjónustu og það eigi að endur- speglast í laun- unum.‘ Höfundur er forstjóri Fangels- ismálastofnunar ríkisins. GAMALL „Eyrarpúki“ og núver- andi „Þorpari“, Ragnar kaupmaður Sverrisson, fer mikinn þessa dagana. Fyrir skemmstu fór hann fyrir fríð- um flokki kaupahéðna, bankastjóra og kaupfélagsstjóra, sem nú er reyndar leiguliði Baugsmanna í gamla KEA húsinu. Þessi fríði flokkur hefur það að markmiði, að gera miðbæinn okkar á Ak- ureyri að betri og „gróðavænlegri“ bæ, um leið og hann verði gerður vistvænni fyrir íbúana. Mér virðist þetta helst felast í því, að nýta íþróttavöllinn okkar og önnur opin svæði undir stórmark- aði og troða svo háhýs- um fyrir íbúana og viðskiptavinina inn á milli. Ragnar fór mikinn í fjölmiðlum í aðför þessarar herferðar, þannig að bæjarbúar fengu það á tilfinninguna, að hann væri búinn að taka við stjórn- artaumunum af Kristjáni Þór! Svo reyndist þó ekki vera, hvað sem verð- ur. Þetta er svo sem gott og blessað og ágætt að hrista duglega upp í stjórn- kerfi bæjarins af og til. Bæjarbúar eru raunar allt of latir við að láta bæj- armálefni til sín taka. Embættismenn og kjörnir fulltrúar í bæjarstjórninni geta því oftast haft sína hentisemi. En nú lætur Ragnar sér ekki duga að stjórna skipulagi miðbæjarins. Nú ætlar hann sér að taka allt landið og miðin með því að bjóða Akureyr- arlista fram til þings og hirða vel flest þingsæti kjördæmisins, ef ég skil hann rétt. Hann telur að Akureyr- ingar eigi ekki fulltrúa á þingi eins og er og má til sanns vegar færa. Það getur að vísu verið álitamál, hver er Akureyringur og hver ekki. Þó þótti mér „Þistillinn“ Steingrímur Sigfús- son ganga full langt, þegar hann ætl- aði að gera sjálfan sig, Norður- Þingeyinginn, að Akureyringi. Hann hefur að vísu verið hér í skóla og er hér tíðum í atkvæðaleit, en það gerir hann ekki að Akureyr- ingi! Hann er og verður aðkomumaður á Ak- ureyri, en þó ekki í þeim flokki „aðkomu- manna“ sem í sífellu valda lögreglu bæjarins ónæði um helgar! Nei, við norðanmenn erum þekktir fyrir að túlka hugtakið Akureyringur þröngt; það getur jafn- vel verið álitamál, hvort Ragnar er Akureyr- ingur, sjálfur „Eyr- arpúkinn“, sem er flutt- ur í þorpið „utan við á“ og telst því meðal „Þorpara“. Nú er hlaupinn í mig áramótapúkinn, en áfram með efnið. Ragnar telur, að þingmenn okkar hafi verið latir við að halda merki Ak- ureyrar á lofti. Þeir tali mikið, það þurfi að gera þetta og hitt, en lítið sé um efndir. Þetta er vissulega rétt hjá Ragnari, það hefur lítið verið gert til að efla Akureyri sem byggðarkjarna, en þingmenn okkar og ráðherra tala mikið um að slíkt þurfi að gerast. En þetta á ekki bara við um Akureyri. Það hefur ekki orðið umtalsverð ný- sköpun í atvinnulífi Norðurlands í háa herrans tíð. Jafnvel þótt við eig- um iðnaðar- og byggðamálaráðherra. Ætli kjósendur hafi ekki heyrt setningu á við þessa: „Það verður að gera eitthvað til að styrkja atvinnu- lífið, sem er undirstaða þess að byggð haldist í jafnvægi og mannlíf geti blómgast.“ Slíkar ræður hafa verið fluttar á Raufarhöfn, Þórshöfn, Kópaskeri, Húsavík og Akureyri, svo dæmi séu tekin. En það gerist ekkert. Jú, ráðherranum tókst að koma at- vinnulífi Mývatnssveitar á kné með einstökum klaufaskap og klúðri gagn- vart kísilvinnslu í sveitinni. Aðrir þingmenn virðast sætta sig við orðinn hlut. Þeir hafa í það minnsta lítið lagt til málanna varðandi ástandið í Mý- vatnssveit. Þótt vissulega væri fengur að „org- inal“ Akureyringum á þing, þá er vandi okkar kjördæmis fyrst og fremst sá, að okkur vantar menn í forystu, sem geta, vilja og þora. Það er ekki flóknara. Það má vel vera, að það þurfi Ak- ureyrarlista til að hrista upp í þeirri lognmollu og metnaðarleysi sem virð- ist vera ráðandi hjá okkar þingmönn- um. Það er í það minnsta sjálfsagt, að vinna að undirbúningi framboðs, ef það gæti orðið til að vekja þingmenn- ina af þyrnirósarsvefni. Ef það tekst ekki, þá verður að láta slag standa. Það má að vísu færa fyrir því rök, að það er hætt við að nokkrir Akureyr- ingar verði áhrifalitlir á ríflega sextíu manna þingi. Það þarf þó ekki að vera. Þeir gætu komist í oddaaðstöðu við myndun ríkisstjórnar, náð ráðherra- stóli eða öðrum áhrifastöðum. Þeir gætu blásið ferskum vindum um íslenska pólitík. Hver veit nema hún hætti þá að gelta innantómu gjálfri og fari að gera eitthvað að viti. Kominn tími til. Vekjum þingmenn af „þyrnirósarsvefni“ Sverrir Leósson fjallar um bæjarmál á Akureyri ’Það má vel vera, aðþað þurfi Akureyrar- lista til að hrista upp í þeirri lognmollu og metnaðarleysi sem virð- ist vera ráðandi hjá okk- ar þingmönnum.‘ Sverrir Leósson Höfundur er útgerðarmaður.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.