Morgunblaðið - 03.01.2005, Síða 53

Morgunblaðið - 03.01.2005, Síða 53
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 3. JANÚAR 2005 53 MENNING Skógarhlí› 18 •105 Reykjavík Sími 595 1000 • Fax 595 1001 www.heimsferdir.is E N N E M M / S IA / N M 14 5 8 9 Glæsilegar sérferðir • Göngur • Siglingar • Ævintýri • Náttúra • Menning ... og svo ótalmargt fleira Heimsferðir kynna nú glæsilegt úrval sérferða sinna fyrir árið 2005. Þú getur valið um fjölda spennandi ferða með reyndum fararstjórum Heimsferða. Þeir kynna þér nýja sýn á lönd og þjóðir og tækifæri til að upplifa menningu og fegurð heillandi áfangastaða með nýjum hætti. Þú getur sótt bæklinginn á skrifstofu okkar, til umboðsmanna eða fengið hann sendan. Sérferðaáætlun Heimsferða - spennandi ferðavalkostir á nýju ári! Upphaf ferðar Nætur Sérferð 19. maí 7 Ævintýri í Portoroz 26. maí 7 Cinque Terre - gönguferð 2. júní 14 Perlur Króatíu - norður 4. júní 7 Dónárdrottningarnar, Vín-Bratislava-Budapest 16. júní 14 Sumar í Tírol 16. júní 14 Lúxussigling um Miðjarðarhafið 23. júní 14 Sumar í Slóveníu 30. júní 7 Ævintýri á ítölsku riveríunni 7. júlí 7 Dólómítarnir - gönguferð 21. júlí 7 Ævintýri í Toscana 28. júlí 7 Ævintýri við Gardavatn 28. júlí 14 Perlur Ítalíu 28. júlí 14 Sigling á Dóná 12. ágúst 13 Ævintýrasigling á Rín og Mósel 25. ágúst 14 Fjögurra landa sýn, Ítalía-Austurríki-Slóvenía-Króatía 27. ágúst 8 Lúxussigling um Eystrasaltið 1. sept. 14 Korsíka og ítalska rivíeran 8. sept. 7 Slóvenía - gönguferð 8. sept. 14 Perlur Króatíu - suður 15. sept. 7 Cinque Terre - gönguferð 15. sept. 14 Lúxussigling til Svartahafsins 15. sept. 14 Lúxussigling um Miðjarðarhafið 21. okt. 17 Perlur Kína Skráning á joga@joga.is og í síma 544-2104 Byrjendanámskeið í jóga Háaleitisbraut 11-13, 108 Reykjavík. www.joga.is SvalaHalldóra Á námskeiðinu er lögð áhersla á undirstöðu jógaiðkunar, öndun, stöður og slökun. Jógaiðkun eflir almennt heilbrigði og stuðlar að jafnvægi líkama, huga og sálar. Mánudaga og fimmtudaga kl. 18:30. Framhaldsjóga. Fyrir þá sem lokið hafa byrjendanámskeiði. Mánudaga og fimmtudaga kl. 17:25. Námskeiðin hefjast mánudaginn 10. janúar. 6 vikna námskeið. ÁRIÐ 2004 voru 300 ár liðin frá dauða franska barokktónskáldsins Marc Abtoine Charpentier og tón- leikar þessir því mikill virðingar- og þakklætisvottur við þetta merka tónskáld. Milljónir áheyrenda njóta árlega í Evrópu tónlistar hans, þeg- ar stefið úr verkinu Te Deum hljómar sem kynning á Söngva- keppni evrópskra útvarpsstöðva. Það er mótsagnakennt að þetta litla stef skuli nánast vera það eina sem lifir af ótölulegum tónverkum þessa Ítalíumenntaða Frakka. Charp- entier er veglegur fulltrúi barokks- ins í franskri tónlist á sama hátt og Versalahöllin er það í byggingarlist- inni. Annars er orðið barokk talið vera komið af portúgalska orðinu „barrocco“ sem þýðir einhverskon- ar glitperla. Íburðarmikill skreyt- istíll barokktímans hæfir vel jóla- tímanum og ekki hvað síst tónlist Charpentier, því þekktustu verk hans á okkar tíma er lofgjörðar- tónlist um fæðingu frelsarans. Verkin á tónleikunum náðu til þeirrar frönsku hefðar að leika jóla- lög á hljóðfæri við jólamessur og lék hljómsveitin jólalögin í uppruna- legum hljómsveitarútsetningum höfundar, sem er sérstakt að því leyti að yfirleitt skrifuðu frönsk tónskáld þessa tíma lögin eingöngu fyrir orgel. Þarna voru flutt átta frönsk jólalög fyrir hljómsveit, fjög- ur sjálfstætt og fjögur á milli messukafla í miðnæturmessunni. Í upphafi hljómaði verkið In Nativitatem... sem er lofgjörð og vitnisburður hirðanna um fæðingu frelsarans. Fallegt og vel flutt verk af kammerkór, einsöngvurum úr kór og hljómsveit. Þar fannst mér falleg sópranrödd Þórhildar Örv- arsdóttur njóta sín einkar vel. Næst komu svo áðurnefnd jólalög eða jóladansar fyrir hljómsveit. Snoturlega flutt, en hefði mátt vera glaðbeittara, ákveðnara og markað kraftmeiri áherslum. Í miðnætur- messunni flutti Helena G. Bjarna- dóttir, sópran, tvo einsöngskafla af öryggi og kostgæfni. Rödd Helenu virðist gædd tónblæ sem klæðir vel barrokkstílinn og einnig leggur hún sig vel eftir túlkunarkröfum hans. Hún hefði þó mátt gefa sér ögn betri tíma á hendingaskilum og njóta enn betur gleðinnar við að gleðja aðra. Kórinn er aðeins skipaður tveim- um söngvurum í rödd og finnst mér þau of fáliðuð. Bæði er álagið of mikið á hvern og einn og á kraft- mestu stöðunum skorti á kraftmeiri hljóm. Bassann skortir meiri hljóm á djúpu tónunum. Yfirleitt var flutningurinn öruggur, fyrir utan smámisgengi milli hljóðfæraleiks og söngs. Langþekktustu hlutar messunnar eru lokaþættirnir Sanctus og Agnus Dei, sem voru mjög sannfærandi túlkaðir. Eyþór Ingi stjórnar vel og alúðlega, en hefði á stundum mátt vera meira afgerandi. Ég gat þess áður að skort hefði markaðri áherslur í hljómsveit- arleikinn og það gilti einnig að nokkru um messuna. Undirbúningur þessara tónleika var til mikillar fyrirmyndar, því kvöldið áður gekkst Tónlistarfélag Akureyrar fyrir kynningu og erind- um um barokktónlist í Ketilhúsinu, þar sem Eyþór Ingi Jónsson og Pétur Halldórsson kynntu barokk- list og fluttu barokktónlist af hljóm- plötum. Ég hvet til framhalds á þeirri braut. Barokkjól í Akureyrarkirkju TÓNLIST Akureyrarkirkja Verk eftir Charpentier: In Navitatem Dumini, H314, Noëls sur les Instru- ments, H531/H534, (Jól fyrir hljóðfæri) og Messe de Minuit, H9, (miðnætur- messa). Hymnodia – Kammerkór Akur- eyrarkirkju. Lítil hljómsveit. Þrjár fiðlur, 2 flautur, víóla, selló og orgel. Helena G. Bjarnadóttir, sópran, ein- söngur í Messe de Minuit. Stjórnandi: Eyþór Ingi Jónsson. Miðviku- daginn 29. desember kl. 20.30. Kórtónleikar Eyþór Ingi Jónsson Þórhildur Örvarsdóttir Jón Hlöðver Áskelsson DUO Olympia heitir þetta tvíeyki sem sýndi á jóladags- kvöld í Krone-sirkusnum í Berlín. Sirkusinn, sem kenndur er við Carl Krone og þykir einn sá virtasti í Evrópu, fagnar aldarafmæli á þessu ári, 2005. AP Hraustir sirkusmenn ÓSKAR Árni Óskarsson hlaut viðurkenningu Rithöf- undasjóðs Ríkisútvarpsins fyrir framlag sitt til ís- lenskrar skáldsagnagerðar. Óskar Árni hefur einkum fengist við ljóðagerð og ljóðaþýðingar og meðal annars skrifað þrjár bækur með japönskum hækuþýðingum. Hann gaf út sína fyrstu ljóðabók, Handklæði í glugga- kistunni, árið 1986. En nýjasta bók hans, Örsögusafnið, Truflanir í vetrarbrautinni, kom út hjá bókaútgáfunni Bjarti nú fyrir jólin. Verðlaunin sem að þessu sinni nema 500.000 krónum voru afhent við athöfn í Ríkisútvarpinu á gamlársdag. Viðstaddir voru m.a. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra og Markús Örn Antonsson út- varpsstjóri. Stjórn Rithöfundasjóðs Ríkisútvarpsins skipa Skafti Þ. Halldórsson frá menntamálaráðuneytinu, Margrét Oddsdóttir og Sigurður G. Valgeirsson frá Ríkisútvarp- inu og Einar Kárason og Sigurbjörg Þrastardóttir frá Rithöfundasambandinu. Bókmenntir | Úthlutað úr Rithöfundasjóði Ríkisútvarpsins Óskar Árni hlýtur styrk Morgunblaðið/Jim Smart Óskar Árni Óskarsson hlaut rithöfundastyrk RÚV. Fáðu úrslitin send í símann þinn

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.