Morgunblaðið - 04.01.2005, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 04.01.2005, Qupperneq 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 4. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Sævar Karl Bankastræti ÚTSALAN HEFST 5. JANÚAR Sævar Karl Bankastræti 7 Sími: 551 3470 www.saevarkarl.is STÓRT snjóflóð féll við Karlsá á Skutulsfjarðar- braut síðdegis í gær. Flóðið var talið vera um 100–150 metra breitt og allt að 3–4 metrar á dýpt. Hreif það með sér einn ljósastaur auk þess sem það lenti á snjó- ruðningstæki. Ökumann þess sakaði ekki og engar skemmdir urðu á tækinu. Lögreglan á Ísafirði fékk tilkynningu um snjóflóðið kl. 16:29 og um tuttugu mín- útum síðar kom tilkynning um að lítið snjóflóð hefði fallið á veginn um Eyrarhlíð milli Ísafjarðar og Hnífs- dals. Fyrr í gær féllu tvö snjó- flóð úr Búðargili og Traðar- gili í Hnífsdal. Annað flóðið náði að hesthúsum sem þar eru og hitt náði að fjárhúsum við Heimabæ. Öll umferð var bönnuð um Engidals- vog í Skutulsfirði, frá kirkjugarðin- um og hringinn að Ísafjarðarflug- velli. Þar eru fjárhús, hesthús og sorpbrennslan Funi en þar féll snjó- flóð á varnargarð fyrr í gær. Festi bílinn í flóðinu Kristján Kristjánsson verkfræðingur var á ferð- inni á Skutulsfjarðarbraut rétt eftir að flóðið féll og keyrði tuttugu til þrjátíu metra inn í jaðar þess og festi bíl sinn þar sem flóðið var um hálfur metri á þykkt. „Ég var á fólksbíl á heimleið og labbaði í burtu, settist inn í bíla sem þarna voru í nágrenninu og biðu þess að vegurinn yrði opn- aður,“ sagði Kristján. „Þetta er ekki í fyrsta skipti sem ég lendi í svona löguðu. Bíllinn minn var al- veg fastur og ég reyndi ekki að losa hann því maður veit hvenær bílar eru orðn- ir fastir. Það er ekki til neins að spóla þá frekar niður.“ Hélt að bíll hefði farið út af veginum með flóðinu Um þetta leyti, eða rétt fyrir klukkan 17, kom mokstursmaður Ísafjarðarbæjar og stakk sér í gegn- um flóðið á vinnuvél sinni. Moksturs- maðurinn Guðjón Jóhannes Jónsson sem þarna var í nágrenninu hélt að hann hefði séð bíl með ljósum á fara út af veginum með flóðinu. „Þess vegna stakk ég í gegnum flóðið til að vera viss, en þá var það bara ljósa- staur sem hafði bognað í flóðinu,“ sagði hann. „Þegar ég sá hvers kyns var lauk ég við að stinga í gegnum flóðið. Þegar ég var kominn nokkra metra inn í það sá ég að bílar biðu við jaðarinn aftan við mig og biðu þess að komast í gegn. Ég sneri því við og sagði bílstjóra á fyrsta bílnum í röð- inni að snúa við og reka hina til baka í stað þess að bíða eftir opnun.“ Hann var smeykur um að fleiri flóð gætu fallið þarna en það gerðist þó ekki. Allt að 150 metra breitt snjóflóð féll á Skutulsfjarðarveg Ekki fyrsta snjóflóðið sem Kristján Kristjánsson festir sig í. Hann sakaði þó ekki. Stakk sér í gegnum snjó- flóðið: Guðjón Jóhannes Jónsson mokstursmaður á Ísafirði. Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörnsson Almannavarnarnefnd að störfum á Ísafirði síðdegis í gær þar sem mat var lagt á stöðuna.                                                Flóðið sem féll í gær er allt að 3–4 metrar á dýpt og 100–150 metrar á breidd. UM 160 manns þurftu að yfirgefa heimili sín á Vest- fjörðum í gær og í fyrradag vegna snjóflóðahættu. Beðið var átekta eftir sérveðurspá Veðurstofunnar og ætlaði almannavarnanefnd að hittast á miðnætti til að endurmeta aðstæður. Víða var ófært um Vestfirði vegna óveðurs og flug Flugfélags Íslands til Ísafjarðar féll niður í gærmorgun. Veðurstofa Íslands hefur verið með sérstaka snjóflóða- vakt allan sólarhringinn, frá því um helgina, til að fylgj- ast með ástandinu á Vestfjörðum. Hús voru rýmd í Ísafjarðarbæ, í Bolungarvík og á Pat- reksfirði í fyrrakvöld og fóru flestir íbúanna til vina og vandamanna, að sögn lögreglunnar. Fleiri hús voru síðan rýmd á Patreksfirði í gær. Nokkrir íbúar Bolungarvíkur, Patreksfjarðar og Ísafjarðar vildu þó ekki yfirgefa heim- ili sín, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu, þar sem þeir töldu sig ekki í hættu. Sigríður Björk Guðjónsdóttir, sýslumaður á Ísafirði, bendir á í þessu sambandi að skv. lögum um varnir gegn snjóflóðum og skriðuföllum, mætti beita valdi við að rýma húsnæði, ef þörf krefði. Sjö hús, með 26 íbúum, voru á svokölluðum rýming- arreitum í Bolungarvík, í fyrrakvöld. Eru það öll húsin í Dísarlandi og þrjú hús við Traðarland, auk Traðarbæjar. Fimmtán hús, með 38 íbúum, voru á rýmingarreitum í Ísafjarðarbæ í fyrrakvöld. Eru það húsin í Fremri- og Neðri-Breiðadal í Önundarfirði, Kirkjuból í Korpudal, Veðrará í Önundarfirði, Fremstuhús í Dýrafirði, Selja- land í Skutulsfirði og bærinn Hraun og íbúðir við Árvelli í Hnífsdal. Fjórtán hús, með 53 íbúum, voru á rýmingarreitum á Patreksfirði í fyrrakvöld. Húsin eru við Hóla, Mýrar og Urðargötu. Fimm íbúðarhús, með 21 íbúa, bættust við í gær, auk atvinnuhúsnæðis á fjórum stöðum. Snjóflóðavakt allan sólarhringinn RÝMA þurfti tíu hús innst í Tálknafirði í gærkvöldi eftir að snjóflóð féll rétt ofan við þau og er þetta er í fyrsta sinn sem rýma þarf hús vegna snjóflóðahættu í sögu kaupstaðarins. Engin slys urðu á mönn- um. Sautján manns, sem voru á svæðinu, fengu gistingu hjá vinum og vandamönnum. Tveir neituðu að yfirgefa snjóflóðasvæðið og fengu að vera þar áfram, gegn því að þeir hefðust við í kjallara húss síns, að sögn Þórólfs Halldórssonar, formanns almannavarnanefndar á Pat- reksfirði. Að sögn Guðna Ólafssonar, snjóflóðaeftirlitsmanns í Tálknafirði, er þetta mesti snjór á þessum slóðum í tíu ár. Almannavarnanefnd fundar klukkan 7 í dag og metur hvort fyrirmælum um rýmingu húsa verði aflétt. Alls hafa 74 íbúar á Patreksfirði þurft að rýma hús sín í gær og fyrradag, auk 19 á Tálknafirði. Tveir neituðu einnig að rýma hús sín á Patreksfirði, skv. upplýsingum frá lögreglu. Tíu hús rýmd í Tálknafirði SNJÓFLÓÐIÐ sem féll á Skutulsfjarðarbraut síðdegis í gær er eitt stærsta snjóflóð sem fallið hefur á Vestfjörðum í tíu ár. Að sögn Odds Péturssonar, snjóflóðaeftirlitsmanns Veðurstofunnar í Ísafjarðarbæ og Súðavík, féll snjóflóð af svipaðri stærð í janúar 1995 á svipuðum slóðum á Skutuls- fjarðarbraut en þá líkt og nú var lítil umferð um veginn og engin slys urðu á fólki. Eitt stærsta snjóflóð í tíu ár BJÖRGUNARSVEITIN Sæbjörg hafði í nógu að snúast í gær, en bál- hvasst var á Vestfjrörðum og skafrenningur framan af degi. Á Flateyri var vörubíll nærri fokinn af veginum en betur fór en á horfðist og komu björgunarsveitarmenn bílastjóranum til aðstoðar. Þá aðstoðuðu björgunarmenn húseigendur við að moka frá dyrum heimila sinna en á nokkrum stöðum hafði fennt fyrir hurðir þannig að erfitt var fyrir fólk að komast út. Ekkert ferðaveður var á Flateyri í gær. Mokað frá húsum á Flateyri

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.