Morgunblaðið - 04.01.2005, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. JANÚAR 2005 11
FRÉTTIR
Mohairpeysa 6.000 1.900
Riffluð peysa 6.500 1.900
Rennd peysa 5.900 1.900
Rúllukragapeysa 6.200 1.900
Vafin peysa 4.800 1.900
Satíntoppur 5.300 1.900
Bolur m/perlum 6.600 1.900
Bolur m/áprentun 3.700 900
Skyrta 4.000 1.800
Viskósblússa 4.700 900
Hettupeysa 4.900 1.900
Sítt pils 6.300 900
Flauelsjakki 6.400 1.900
Dömujakki 6.500 1.900
Vatteruð úlpa 6.800 2.900
Íþróttagalli 8.900 2.900
Leðurbuxur 11.200 2.900
Kvartbuxur 4.900 900
Dömubuxur 5.800 900
Og margt margt fleira
ÚTSALA - ÚTSALA
50—80% afsláttur
Ótrúlega lágt verð
Síðumúla 13
sími 568 2870
108 Reykjavík.
Opið frá 10 - 18
ÞRJÁR stúlkur, þær Eydís Lilja Ey-
steinsdóttir, Eva Agnarsdóttir og
Lilja Dís Smáradóttir, voru búnar
að safna 22.000 krónum í ferðasjóð
vegna ferðar með fimleikafélaginu
sínu í janúar. Þær ákváðu hins veg-
ar að fara með peningana til Rauða
krossins og þótti þeim betur varið
til aðstoðar fórnarlamba hamfar-
anna í Asíu í staðinn. Sögðust þær
mundu hafa einhver ráð með ferð-
ina.
Ljósmynd/Þórir Guðmundsson
Eydís Lilja Eysteinsdóttir, Eva Agnarsdóttir og Lilja Dís Smáradóttir.
Gáfu RKÍ ferðasjóðinn
ÞÆR Katrín Sif Ingimundardóttir,
Hrund Andradóttir, Kolbrún
Andradóttir og Stefanía Lára
Magnúsdóttir (ekki á mynd) seldu
flöskur og dósir fyrir rúmlega
20.000 krónur og afhentu Rauða
krossinum til að nota til aðstoðar
fórnarlömbum flóðanna í Asíu.
Katrín Sif Ingimundardóttir, Hrund Andradóttir og Kolbrún Andradóttir.
Styrktu RKÍ um 20.000 kr.
NÍU af þeim 10 Íslendingum sem
óttast var um, eftir að miklar flóð-
bylgjur skullu á Suður-Asíu á annan
dag jóla, hafa látið vita af sér. Fólkið
reyndist heilt á húfi. Um var að ræða
þriggja manna fjölskyldu sem stödd
er í Taílandi, fimm manna fjölskyldu
á Balí og einstakling sem staddur er í
Taílandi. Samkvæmt upplýsingum
utanríkisráðuneytisins hefur enn
ekkert heyrst frá einum Íslendingi
sem vitað er að var á Taílandi þegar
hamfarirnar áttu sér stað. Ráðu-
neytið telur ekki ástæðu til að ætla
annað en að viðkomandi sé heill á
húfi.
Að sögn Péturs Ásgeirssonar,
skrifstofustjóra í utanríkisráðuneyt-
inu, höfðu báðar fjölskyldurnar verið
á svæði þar sem hvorki var síma- né
tölvusamband. Fjölskyldan á Taí-
landi hringdi heim í fyrrinótt og fjöl-
skyldan á Balí sendi tölvupóst í gær-
morgun, en í boðum, sem frá
fjölskyldunum bárust, kom fram að
ekkert amaði að þeim og að allir
væru heilir á húfi. Síðdegis í gær
bárust utanríkisráðuneytinu síðan
upplýsingar um að annar einstak-
linganna sem óttast var um væri heill
á húfi, en hann hringdi heim í gær.
Aðspurður segir Pétur ráðuneytið
ekki hafa haft ástæðu til að ætla ann-
að en að viðkomandi væri heill á húfi,
svo og hinn einstaklingurinn sem
enn hefur ekki látið vita af sér. Pétur
segir ráðuneytið hafa fengið heimild
hjá Persónuvernd og fjölskyldum
fólksins til að athuga hvort kredit-
kort þeirra hafi verið notuð síðustu
daga. Aðeins var kannað hvort kortið
hefði verið notað og hvort það hefði
þá verið notað í verslun eða hrað-
banka.
Pétur segir vitað nokkurn veginn
hvar sá Íslendingur sem ekki hefur
enn látið vita af sér sé niðurkominn,
en hann mun vera í þorpi miðja vegu
milli Pattaya og Bangkok, en vitað er
að hann hafi notað kreditkortið sitt á
þessum stað nýlega. Að sögn Péturs
hafa íslenskir ræðismenn á staðnum
verið beðnir um að svipast um eftir
manninum og spyrjast fyrir um hann
á hótelum.
Aðeins eftir að
hafa uppi á einum
„ÞEGAR verið er að
ræða um tekjuöflun
sveitarfélaga, eins og
Reykjavíkurborgar, þá
gengur auðvitað ekki
að ræða hana án sam-
hengis við önnur sveit-
arfélög í landinu,“ segir
Steinunn Valdís Ósk-
arsdóttir borgarstjóri
og vísar gagnrýni borg-
arfulltrúa sjálfstæðis-
manna, sem birtist í
auglýsingu og í frétt í
Morgunblaðinu í gær, á
bug.
Aðspurð hvort og
hvað hafi breyst síðan
Reykjavíkurlistinn lof-
aði fyrir síðustu kosningar að hækka
ekki skatta bendir Steinunn á að
Reykjavíkurborg hafi, líkt og öll
sveitarfélög, verið að taka við aukn-
um verkefnum af ríkinu á síðustu
misserum. „Á sama tíma hafa sveit-
arfélög orðið af miklum fjármunum,
t.d. vegna mikillar fjölgunar einka-
hlutafélaga, sem bitað hefur harka-
lega á Reykjavíkur-
borg.“
Í viðtali við Vilhjálm
Þ. Vilhjálmsson, odd-
vita sjálfstæðismanna,
í blaðinu í gær segir
hann að rekja megi
gjalda- og skattahækk-
anir til langvarandi
óráðsíu í fjármálum
borgarinnar og skulda-
söfnunar. „Með svona
málflutningi er verið að
reyna að slá ryki í augu
fólks þegar það er stað-
reynd, og það á Vil-
hjálmur að vita sem
formaður Sambands
íslenskra sveitarfé-
laga, að öll sveitarfélög í landinu eru
að reyna að auka tekjur sínar með
einhverjum hætti,“ segir Steinunn
og veltir upp þeirri spurningu hvort
Vilhjálmur sé með málflutningi sín-
um að meina að öll sveitarfélög sem
hækki útsvar búi við lélega fjármála-
stjórn. „Það er auðvitað af og frá að
setja málið fram með þessum hætti,
því þetta hefur ekkert með fjármála-
stjórn eða skuldasöfnun að gera.
Þetta er villandi málflutningur þegar
menn eru að koma því inn hjá fólki að
hvítt sé svart,“ segir Steinunn og
bendir á að í reynd séu skuldir
Reykjavíkurborgar að lækka milli
ára.
Að sögn Steinunnar er það metn-
aður Reykjavíkurborgar að vera í
fararbroddi varðandi leikskóla,
grunnskóla og félagsþjónustu. „Á
sama tíma er Reykjavíkurborg að
veita þjónustu langt út fyrir það sem
er kveðið á um í lögum. Þannig má
t.d. nefna að Reykjavíkurborg veitir,
eitt sveitarfélaga, fötluðum börnum
aðstöðu í frístundaheimilum. Allt
kostar þetta vissulega peninga, en
þess ber að geta að þótt sum þeirra
gjalda, sem staðið hafa í stað árum
saman, séu að hækka núna þá fer
kostnaður fólks af þjónustunni í
reynd lækkandi. Þannig ber borgin
meiri kostnað vegna þjónustunnar
þar sem bæði laun og verðlag hafa
hækkað, en hlutfall almennings af
þessum kostnaði fer lækkandi.“
„Villandi málflutningur“
Steinunn Valdís
Óskarsdóttir
Í fréttatilkynningu
sem Vilhjálmur Þ. Vil-
hjálmsson, oddviti
sjálfstæðismanna í
borgarstjórn, sendi
frá sér síðdegis í gær
sakar hann Steinunni
Valdísi Óskarsdóttur
borgarstjóra um rang-
færslur og útúrsnún-
inga í viðbrögðum
hennar við auglýsingu
borgarfulltrúa Sjálf-
stæðisflokksins um
skattahækkanir og
svikin loforð R-listans
í Morgunblaðinu í
gær.
Vilhjálmur segir
rangt hjá borgarstjóra að auglýs-
ingin sé villandi þar sem sveitar-
félög undir stjórn sjálfstæðis-
manna séu einnig að hækka sömu
gjöld. „Fyrst borgarstjóri kýs að
ræða um fjármál og skatta annarra
sveitarfélaga þá má
benda á að sveitar-
félög eins og Garða-
bær og Seltjarnarnes,
þar sem sjálfstæðis-
menn fara með meiri-
hluta, hafa ekki verið
að hækka skatta og
gjöld neitt í líkingu
við það sem gert hefur
verið í Reykjavík. Ef
borgarstjóri er að vísa
til Kópavogs þá var
þar um óverulega
hækkun útsvars að
ræða eða um 0,09 pró-
sentustig á sama tíma
og Reykjavíkurborg
hækkaði um 0,33 pró-
sentustig,“ segir m.a. í fréttatil-
kynningunni.
Að mati Vilhjálms á Reykjavík-
urborg ekki að þurfa að hækka
skattana þar sem það sé stærsta og
öflugasta sveitarfélag landsins sem
fái árlega um 1.500 milljónir í borg-
arsjóð úr sjóðum OR. Vilhjálmur
segir aðalforsenduna fyrir skatta-
hækkunum R-listans vera lélega
fjármálastjórn og stóraukna
skuldasöfnun. Hann telur ástæðu
til að spyrja hvaða forsendur hafi
breyst frá árinu 2002 sem kalli á að
Reykjavík hækki skatta og þjón-
ustugjöld um rúman milljarð
króna. „Ef einhverjar forsendur
hafa breyst frá kosningaárinu 2002
þá eru það þær staðreyndir að
skuldir borgarsjóðs hafa hækkað
upp úr öllu valdi, þvert á það sem
haldið var fram árið 2002. Tekjur
borgarinnar hafa farið hækkandi
ár frá ári, fasteignaskattar hafa
hækkað umfram áætlanir og borg-
in hefur haft verulegar tekjur af
sölu lóða með uppboðsaðferðum.
Auk þess er óeðlilegt og ekki sann-
gjarnt að tengja skattahækkanir
við ákveðna starfsstétt eins og
borgarstjóri hefur gert.“
Léleg fjármálastjórn
Vilhjálmur Þ.
Vilhjálmsson