Morgunblaðið - 04.01.2005, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 04.01.2005, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. JANÚAR 2005 15 VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF Hluthafafundur í HB Granda hf. verður haldinn fimmtudaginn 6. janúar 2005 í matsal fyrirtækisins að Norðurgarði, Reykjavík, og hefst hann kl. 14:00. Á dagskrá fundarins er samruni HB Granda hf., Tanga ehf., Bjarnareyjar ehf. og Svans RE-45 ehf., og aukning hlutafjár HB Granda hf. tengd samrunanum. Tillaga liggur frammi á skrifstofu félagsins, hluthöfum til sýnis, ásamt gögnum í samræmi við 5. mgr. 99. gr. laga nr 138/1994 og 5. mgr. 124. gr. laga nr. 2/1995. Ennfremur er hægt að nálgast tillöguna á vefsíðu félagsins www. hbgrandi.is. Atkvæðaseðlar og fundargögn verða afhent á fundarstað frá kl. 13:30. Hluthafar sem ekki geta mætt á fundinn, en hyggjast gefa umboð, þurfa að gera það skriflega. Stjórn HB Granda hf. HLUTHAFAFUNDUR HB GRANDA HF. Norðurgarður | 101 Reykjavík | www.hbgrandi.is BROTTHVARF átta starfsmanna SÍF rétt fyrir áramót og stofnun nýs fyrirtækis um sölu og mark- aðssetningu á saltfiski þykir höggva stórt skarð í starfsemi SÍF sem verið hefur leiðandi í sölu ís- lensks saltfisks um áratuga skeið. Eins og greint var frá í Morg- unblaðinu á föstudag sögðu átta starfsmenn SÍF upp störfum í síð- ustu viku og hyggjast þeir við ní- unda mann, sem áður starfaði hjá SÍF, stofna eigið fyrirtæki um sölu og markaðssetningu á saltfiski og skreið. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins var það óánægja meðal starfsmannanna um áherslur og stefnu SÍF sem olli því að þeir ákváðu að segja upp störfum og hefja starfsemi á eigin spýtur. Sölu- og markaðsstarfsemi SÍF var fyrir skömmu færð í nýtt dótt- urfélag, Iceland Seafood, þ.á m. sala saltaðra afurða. Ljóst er að brotthvarf starfs- mannanna er nokkur blóðtaka fyrir SÍF, a.m.k. mun félagið nú mæta öflugri samkeppni í sölu á saltfiski en það hefur gert um margra ára skeið. Margir þeirra sem nú hverfa frá félaginu hafa gegnt lykilhlut- verki í sölu og markaðssetningu saltfisks á helstu mörkuðum á und- anförnum árum. Einkum er rætt um að Ítalíumarkaður renni að mestu úr greipum SÍF með brott- hvarfi lykilmanna félagsins þaðan. Þó saltfiskur vegi ekki ýkja þungt í heildarveltu SÍF er hann stór hluti af kjarnastarfsemi og framleiðni félagsins. Munu stjórn- endur félagsins hafa lagt hart að umræddum starfsmönnum að halda áfram störfum en ekki haft árangur sem erfiði. Fátt er enn vitað um hið nýja fé- lag. Telja má víst að á bak við það standi fjársterkir aðilar og hafa ýmis nöfn verið nefnd í því sam- bandi. Ekki hefur þó fengist neitt staðfest í þeim efnum og áttmenn- ingarnir þögulir sem gröfin. Þó má teljast líklegt að umræddir starfs- menn hafi ekki ráðist í svo djarfar aðgerðir nema að gerðum samn- ingum við stóra framleiðendur hér á landi og sterka kaupendur er- lendis. Þannig hefur nafn Vísis hf. í Grindavík verið nefnt í þessu sam- hengi en fyrirtækið er einn stærsti saltfiskframleiðandi landsins og hefur selt alla framleiðslu sína í gegnum SÍF. Pétur H. Pálsson, framkvæmdastjóri Vísis, sagði hins vegar í samtali við Morgunblaðið í gær að félagið hefði ekkert með stofnun hins nýja fyrirtækis að gera. Örn Viðar Skúlason, fram- kvæmdastjóri Iceland Seafood, segir að þó uppsagnirnar hafi kom- ið á óvart sé hér aðeins um lítinn hluta starfsliðs fyrirtækisins að ræða. Þar starfi um 230 manns. Hann segir að Iceland Seafood reki öflug saltfisksölufyrirtæki á Spáni og Grikklandi og engin breyting verði á starfsemi fyrirtækisins á Portúgalsmarkaði. Auk þess reki SÍF-samstæðan öfluga saltfisksölu í Frakklandi og Kanada og sölu- skrifstofu á Ítalíu. „Við erum því vel í stakk búin til að bregðast við þessum uppsögnum og munum halda áfram uppbyggingarstarfi á okkar helstu mörkuðum,“ segir Örn. Uppsagnir blóð- taka fyrir SÍF? hema@mbl.is Fréttaskýring Helgi Mar Árnason ÁRIÐ 2004 jókst verðmæti Fjár- festingarfélagsins Atorku hf. hlut- fallslega mest af þeim fyrirtækjum sem skráð voru í úrvalsvísitölu Kauphallar Íslands í lok ársins. Alls jókst verðmæti félagsins um rúm 294%. Næstmest jókst verðmæti KB banka, um tæp 196%. Þegar skoðaðar eru krónutölur í stað hundraðshluta jókst verðmæti KB banka mest, um ríflega 193 millj- arða króna. Næstmest jókst verð- mæti Íslandsbanka, um tæpa 76 milljarða króna eða 113%. Verð- mæti Atorku jókst um rúma 12 milljarða króna. Actavis Group hf. var eina félagið sem dróst saman í verðmæti en verðmæti félagsins er 6,75% minna en fyrir ári. Fækkun skráðra félaga Nýskráningar félaga í Kauphöll- ina á síðasta ári voru engar en alls voru 13 félög afskráð. Auk þeirra verða Opin Kerfi hf. afskráð í dag er yfirtaka Kögunar hf. á félaginu tekur gildi. Auk þess verða Tangi hf. og Hraðfrystistöð Þórshafnar hf. afskráð á næstu mánuðum. Alls eru í dag skráð 34 félög í Kauphöllina en að þessum félögum frátöldum eru þau 31. Samkvæmt Morgun- korni Íslandsbanka er líklegt að flugfélagið Avion Group verði skráð í Kauphöllina á þessu ári auk fær- eyska olíufélagsins Atlantic Petrol- eum. Þá er gert ráð fyrir að Síminn verði skráður í kjölfar einkavæð- ingar sem stefnt er að á þessu ári.                     !                    ! "    #  $  $  %    %    &'  &  '     (                                     )*+,- *.+/- 0+-, *+.* 1+1- 1+/, 22)+-- ,+.- 20+/- 1+2, 2+.1 *.+0- .+3, )+.1 )/+1- "# # " /.+0- 2)+/- *2+-- ,+., 0+0, **+2- ))2+-- *2+*- )3+2- 1+*- /+2- 20+-- **+*- 3+,, 01+,-   "# #                                4././ 5**)). 5/,)-) 5*2*** 5*0-* 50,,1, 5*3//)- 5,),*- 5,2,0 5**-3 5*/.3 521)0 5/,0 5/*)-/ 5*--)*     $% **,.,3 /32./ 110-1 *1221 **)12 *)22)- 232-2/ 3.-*- **.** )-3- **/-2 .2-, *.)/ ,*,0- 2)/1* "# #  *2)2)2 20./, /*/-2 )**, 301* 1110, 3.1./ )/,-- 1,,) 23.2 33*/ ,,,. *).1 2-*10 *)/2- "# # " Verðmæti KB banka jókst um 193 milljarða NOKKUR áhugi er fyrir kaupum á fyrirtækinu Woodward Foodservice af Baugi Group, að því er fram kemur í breskum fjölmiðlum. Woodward út- vegar matvæli í veitingahús og hótel á Bretlandi og er hluti af verslanakeðj- unni Big Food Group (BFG), en Baugur lagði fram yfirtökutilboð í BFG í síðasta mánuði. Í frétt á vefmiðli breska blaðsins Daily Mail segir að forsvarsmenn Baugs hafi rætt við forsvarsmenn suður-afríska fyrirtækisins Bidwest um að kaupa Woodward. Fleiri aðilar eru sagðir hafa áhuga. Þá segir Daily Mail að orðrómur hafi verið á kreiki um að þegar Baug- ur hafi að fullu lokið yfirtökunni á BFG verði Bill Grimsey, fram- kvæmdastjóri BFG, beðinn um að taka við Booker verslunarkeðjunni, sem einnig er hluti af BFG. Blaðið hefur hins vegar eftir heimildarmönn- um, að þetta sé ólíklegt og Grimsey og Bill Hoskins, sem hefur verið fjár- málastjóri BFG, muni láta af störfum. Áhugi á Woodward ● EIGENDUR að 99,54% hlutafjár í hinum norska BNbank hafa samþykkt yfirtökutilboð Íslandsbanka en fram- lengdu tilboðstímabili lauk 30. des- ember. Íslandsbanki hefur þegar sent umsókn til norska fjármálaeftirlitsins, norska fjármálaráðuneytisins og ís- lenska fjármálaeftirlitsins um heimild til kaupa á BNbank. Íslandsbanki mun óska eftir innköllun á þeim bréf- um sem eftir kunna að standa. Tilboðstíma í BNbank lokið ÞETTA HELST ... VIÐSKIPTI             !" #             ! !!" #   " # $ 

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.