Morgunblaðið - 04.01.2005, Side 37

Morgunblaðið - 04.01.2005, Side 37
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. JANÚAR 2005 37 ÞÓ AÐ Norðmenn hafi verið ríkir af olíu í langan tíma þá hefur skáklíf þeirra ekki verið auðugt eftir að mótshaldarinn Arnold Eikrem lést fyrir tæpum tíu árum. Núna bregður svo við að ungstirnið Magnus Carl- sen hefur vakið mikla almenna at- hygli þar í landi enda einn yngsti skákmaður sög- unnar til að verða stórmeistari. Það hefur án efa hjálpað til að öfl- ug skákhátíð er haldin þessa dag- ana í Drammen en helsti styrkt- araðili mótsins Smartfish, hefur aðstoðað Magnus með margvíslegu móti. Fyrirtæki þetta ku aðallega framleiða og selja bætiefni. Skákhá- tíðin er flokka- skipt og er sterk- asti flokkurinn skipaður tíu afar öflugum skák- meisturum. Einnig er haldið opið al- þjóðlegt mót sem hefur á að skipa nokkrum stórmeisturum. Þrír ungir og galvaskir íslenskir skákmenn taka þar þátt. Alþjóðlegi meistarinn Stefán Kristjánsson heldur áfram að sýna sig og sanna en hann hefur 5 vinninga af 6 mögulegum og er í 2.-6. sæti. Hann hefur unnið fjóra stiga- lægri skákmenn og sigrað einn stór- meistara frá Makedóníu. Hinsvegar þurfti hann að lúta í lægri haldi gegn pólskum alþjóðlegum meistara eftir að hafa tapað manni fyrir tvo peð snemma tafls. Sæmilegir möguleikar eru fyrir Stefán að ná sínum fyrsta áfanga að stórmeistaratitli á mótinu en til þess þarf allt að ganga upp í lokaumferðunum þrem. Í sjöundu umferð etur hann kappi við norska stórmeistarann Rune Djurhuus. Hinum íslenska alþjóðlega meistar- anum á mótinu hafa verið mislagðar hendur í síðustu tveim umferðum eftir að hafa byrjað mótið af krafti. Jón Viktor Gunnarsson hafði þrjá og hálfan vinning eftir fjórar umferðir og hafði þá m.a. lagt finnska stór- meistarann Heikki Westerinen að velli. Hann tapaði svo tveim umferð- um í röð svo að nauðsynlegt er fyrir hann að spýta í lófana til að ná góðu sæti á mótinu. Davíð Kjartansson vann fyrstu tvær skákir sínar á mótinu en tapaði svo fyrir Stefáni og stórmeistara frá Ekvador. Tveir sigrar í röð þýða að hann hefur nú fjóra vinninga af sex mögulegum og ekki er hægt að útiloka að hann nái áfanga að alþjóðlegum meistaratitli. Í ofurmótinu hefur gengi norska undrabarnsins verið rysjótt í meira lagi. Taflmennskan hefur verið slök og er hann neðstur með 1½ vinning af 6 mögulegum. Stigahæsti skák- maður Norðurlanda, danski stór- meistarinn Peter Heine Nielsen, hefur teflt af miklu öryggi og er efst- ur með 4½ vinning en ofurstórmeist- arinn Alexey Shirov kemur í humátt á eftir með fjóra vinninga. Sá danski lagði undrabarnið að velli í fyrstu umferð mótsins í sérstakri skák þar sem byrjunarundirbúningur skar úr um úrslit viðureignarinnar. Hvítt: Peter Heine Nielsen (2663) Svart: Magnus Carlsen (2581) 1. Rf3 Rf6 2. c4 c6 3. d4 d5 4. Rc3 dxc4 5. a4 Bf5 6. Re5 Rbd7 7. Rxc4 Dc7 8. g3 e5 9. dxe5 Rxe5 10. Bf4 Þetta afbrigði slavnesku varnar kom upp þrívegis í heimsmeistara- einvígi Aljekíns og Euwe árið 1935. Síðan þá kom það sjaldan upp í sterkum skákmótum þangað til að Alexander Morozevich og fleiri rúss- neskir meistarar tóku það upp á sína arma. Það hefur nánast án undan- tekninga verið leikið 10...Rfd7 í stöð- unni en Magnus bryddar upp á til- breytingu. Eins og við var að búast kom hann ekki að tómum kofanum hjá Dananum snjalla. 10...Rfg4? 11. f3! g5 12. fxg4 gxf4 13. Rxe5 Dxe5 14. gxf5 Bc5 15. Dc2 O-O-O 16. De4 fxg3 Eftir miklar flækjur síðustu leikja liggur fyrir að hvítur er manni yfir en svartur hótar máti og hefur viss praktísk færi vegna veikra kóngs- stöðu hvíts og yfirburða sinna á svörtu reitunum. 17. Bg2 17. Dxe5?? Bf2# hefði verið snot- ur endalok. Eftir textaleikinn tekst hvítum að verjast og stilla saman strengi sína. 17... Dd6 18. Dd3! Df4 19. Dxg3 Dd2+ 20. Kf1 Dxb2 21. Hb1 Dxb1+ Endataflið sem kemur upp eftir þetta er tapað en aðrir kostir í stöð- unni voru ekki góðir en hinsvegar mátti íhuga 21...Dc2 í þeirri von að halda drottningunum inni á borðinu. 22. Rxb1 Hd1+ 23. De1 Hhd8 24. Be4 Hxe1+ 25. Kxe1 Hd4 26. Bc2 Kc7 27. e4! a5 28. Ke2 Hc4 29. Kd3 Hd4+ 30. Ke2 Hc4 31. Kd3 Hd4+ 32. Kc3 Hvítur er manni yfir í endatafli en helsti möguleiki svarts liggur í tíma- bundinni passífri stöðu hvíta riddar- ans og að frípeð hans á drottning- arvæng komist eitthvað áleiðis. Þessir möguleikar eru þó vart raun- hæfir gegn sæmilega skynsamri tafl- mennsku hvíts. Hinsvegar er eitt einkenni Magnusar hins unga að hann gefst seint upp þó að staða hans hafi verið gjörtöpuð í langan tíma. 32... b5 33. axb5 cxb5 34. Hd1 Hc4+ 35. Kd3 a4 36. Rd2 Hd4+ 37. Ke2 a3 38. Bb3 f6 39. Bd5 Kb6 40. Hc1 Ha4 41. Rb3 Bb4 42. Hc6+ Ka7 43. Rc1 Eftir að tímamörkunum var náð eftir fjörutíu leiki og það lá fyrir að hvítum hafi tekist að skorða frípeð svarts með mönnum sínum var orðið tímabært fyrir svartan að gefast upp. Engu að síður hélt hann áfram í tuttugu leiki til viðbótar og gafst ekki upp fyrr en hann yrði mátaður innan nokkra leikja. 43... Ha6 44. Hc7+ Kb6 45. Hb7+ Ka5 46. Rb3+ Ka4 47. Rd4 Bc5 48. Kd3 Bxd4 49. Kxd4 Kb4 50. Hxh7 a2 51. Bxa2 Hxa2 52. Hh6 Hd2+ 53. Ke3 Hd6 54. e5 Hd5 55. e6 Kc5 56. Hxf6 b4 57. Kf4 Hd4+ 58. Kg5 b3 59. Hf8 Hb4 60. e7 b2 61. e8=D b1=D 62. De5+ Kc4 63. Hc8+ Kb3 64. Dc3+ og svartur gafst upp sadd- ur lífdaga. Viktor gamli Korsnoj er á meðal keppanda og hefur hann helming vinninga eins og nokkrir aðrir þátt- takendur, þ. á m. Kjetil nokkur Lie. Lie þessi kom inn í mótið á síðustu stundu í stað landa síns Simons Agdesteins sem varð veikur. Hann er alþjóðlegur meistari með 2474 stig og hefur náð tveim áföngum að stórmeistaratitli. Haldi hann vel á spöðunum í síð- ustu umferðunum tryggir hann sér þann þriðja. Heimsmeistari kvenna, Antonaeta Stefanova hefur teflt slælega á mótinu og er næstneðst með 2 vinn- inga. Upplýsingar um nánari úrslit og um mótið er hægt að finna á www.skak.is en á þeirri síðu er hlekkur við heimasíðu mótsins. Ingvar Ásbjörnsson tefldi í Þýskalandi Hinn 13 ára Fjölnismaður, Ingvar Ásbjörnsson, tók þátt í alþjóðlegu skákmóti í Travemünde í Þýskalandi sem lauk rétt fyrir áramótin. Hann stóð sig býsna vel og fékk 3½ vinning af sjö mögulegum. Hugsanlegt er að hann komist á stigalista FIDE vegna frammistöð- unnar en tveir sterkir stórmeistarar, annar frá Georgíu og hinn frá Úkr- aínu unnu mótið með 6½ vinning. Fyrirlestraröð í janúar um Fischer í Skákskóla Íslands Helgi Ólafsson stórmeistari og skólastjóri Skákskóla Íslands mun standa fyrir fyrirlestrakvöldum um Bobby Fischer alla fimmtudaga í janúar. Mun Helgi gera úttekt á stíl- brögðum Fischer, skákum hans, per- sónuleika og ferli. Helgi mun taka fyrir skákir Fisch- er, byrjanir, miðtafls- og endatafls- tækni, varpa ljósi á hugsun bak við einstaka leiki, val á byrjunum og hernaðartækni. Fyrsta fyrirlestrakvöldið verður næstkomandi fimmtudag þann 6. janúar og hefst klukkan 20 í húsa- kynnum Skákskóla Íslands að Faxa- feni 12. Stefán Kristjánsson í 2.–6. sæti í Drammen SKÁK Rica Park Hótel Drammen SKÁKHÁTÍÐ Í DRAMMEN Í NOREGI 27. desember 2004 – 5. janúar 2005 Helgi Áss Grétarsson Peter Heine Nielsen Stefán Kristjánsson daggi@internet.is Bridsfélag Kópavogs Fimmtudaginn 6. janúar verður eins kvölds tvímenningur og verður án efa boðið upp á einhverjar flug- eldasýningar við spilaborðið í tilefni dagsins. Fimmtudaginn 13. janúar hefst svo aðalsveitakeppnin. Spilað er í Hamraborg 11, 3. hæð og byrjað kl. 19.30. Hangikjötið gengið út hjá Bridsfélagi Akureyrar Að venju var spilað um hangikjöt, síðasta þriðjudag fyrir jól. Nú voru hangiketstvímenningarn- ir tveir og var betra kvöldið látið ráða. Verðlaunasæti skiptust þannig: Stefán Ragnarss. - Pétur Guðjónsson 61% Helgi Steinsson - Gylfi Pálsson 59% Frímann Stefáns. - Hermann Huijbens 58% Úrslit seinna kvöldsins voru eins og hér segir: Helgi Steinsson - Gylfi Pálsson (59%) Frímann Stefáns.- Hermann Huijbens (58%) Jón Sverrisson - Una Sveinsdóttir (54%) Páll Þórsson - Kolbrún Guðveigsd. (53%) Sunnudaginn 19. des. var síðasti sunnudagstvímenningurinn á þessu ári. Úrslit voru sem hér segir: Frímann Stefánss. og Björn Þorlákss. +21 Víðir Jónsson og Soffía Guðmundsd. +19 Hjalti Bergmann og Gissur Jónasson +7 Steinarr Guðmss. og Sigfús Aðalsteinss. +7 Dagskrá Bridsfélags Akureyrar eftir áramót er ekki tilbúin, en hún verður auglýst eins fljótt og auðið er. FEBK Gjábakka Þriðjudaginn 7. desember var spil- aður tvímenningur á 8 borðum. Með- alskor var 168. Úrslitin urðu þessi í N/S: Einar Einarsson og Ólafur Lárusson 193 Lilja Kristjánsd. og Unnar A. Guðm.s. 192 Eysteinn Einarsson og Jón Stefánsson 170 A/V. Guðjón Kristjánss. og Magnús Oddss. 197 Helga Helgadóttir og Sigrún Pálsdóttir 196 Aðalheiður Torfad. og Ragnar Ásm.s. 188 Föstudaginn 10. desember var spilaður tvímenningur á 10 borðum. Meðalskor var 216. Úrslitin urðu þessi í N/S: Júlíus Guðmss. og Oliver Kristófersson 254 Hrafnhildur Skúlad. og Þórður Jörunds. 241 Auðunn Guðm.s. og Bragi Björnsson 238 A/V. Ólafur Ingvarsson og Ragnar Björnsson 246 Halla Ólafsdóttir og Jón Lárusson 235 Helga Helgadóttir og Sigrún Pálsdóttir 229 Eysteinn Einarsson og Jón Stefánsson 229 Föstudaginn 17. desember var spilaður tvímenningur á 8 borðum. Meðalskor var 168. Úrslitin urðu þessi í N/S: Albert Þorsteins. og Sæmundur Björns. 196 Eysteinn Einarsson og Jón Stefánsson 195 Auðunn Guðmss. og Bragi Björnsson 173 A/V. Ólafur Ingvarss. og Ragnar Björnsson 204 Helga Helgadóttir og Sigrún Pálsdóttir 195 Hrafnhildur Skúlad. og Þórður Jörunds. 183 BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Innritun og greiðsla á http://kvoldnam.ir.is og í skólanum 3., 4. og 5. janúar, kl. 16–19. Kennsla hefst mánudaginn 10. janúar. Hver eining er 4.000 kr., þó er aldrei greitt fyrir fleiri en 9 einingar. Fastagjald er 4.250 kr. og efnisgjald þar sem við á. Kennsla einstakra áfanga er með fyrirvara um þátttöku. Stundatöflur eru á http://kvoldnam.ir.is Upplýsingar í síma 522 6500 og á www.ir.is • ir@ir.is Kvöldskóli Fjarnám Bygginga- og mannvirkjagreinar Verklegt og bóklegt grunn- og framhaldsnám. Rafiðnanám Grunnnám rafi›na 2. önn. Rafvirkjun 3.–7. önn. Tölvubraut †msir tölvuáfangar, undirbúningur undir CCNA grá›u. Listnám †msir áfangar í kjarna og á kjörsvi›i almennrar hönnunar. Öflugur undirbúningur fyrir framhaldsnám í hönnun. Upplýsinga- og fjölmiðlagreinar Grunnnám uppl‡singa- og fjölmi›lagreina. Undirbúningur fyrir nám í grafískri mi›lun, vefsmí›, ljósmyndun, nettækni, prentun og bókbandi.. Tækniteiknun Fjölbreyttir áfangar í AutoCad. Meistaraskóli Allar rekstrar- og stjórnunargreinar. Faggreinar byggingagreina. Almennt nám Bókfærsla, danska, e›lis- og efnafræ›i, enska, félagsfræ›i, fríhendisteikning, íslenska, grunnteikning, spænska, stær›fræ›i, tölvugreinar, fl‡ska. Traust menntun í framsæknum skóla Innritun og grei›sla á fjarnám.ir.is Kennsla hefst 17. janúar. Kennsla einstakra áfanga er með fyrirvara um þáttöku. Allar nánari uppl‡singar á fjarnám.ir.is og á ir.is e›a í síma 522 6500. me› áherslu á starfstengt nám Byggingagreinar Efnisfræ›i og grunnteikning. Grunnnám rafi›na Rafmagnsfræ›i 103 og 202. Rafvirkjabraut Rafmagnsfræ›i, regluger›, raflagnateikning. Rafeindavirkjun Greinar á 3. og 4. önn. Tækniteiknun Grunnteikning, húsateikning, raflagnateikning, AutoCad. Tölvubraut Forritun, gagnasafnsfræ›i, vefsí›ugerð, netst‡rikerfi. Uppl‡singa- og fjölmi›labraut Allar greinar í grunnnámi uppl‡singa- og fjölmi›labrautar. Meistaraskóli Allar stjórnunar- og rekstrargreinar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.