Morgunblaðið - 19.01.2005, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 19.01.2005, Qupperneq 2
2 MIÐVIKUDAGUR 19. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR LÓÐAMATI BÆTT VIÐ? Félagsmálaráðuneytið hefur það til skoðunar að bæta lóðamati fast- eigna við viðmiðun á brunabótamati í lánveitingum Íbúðalánasjóðs. Fyrir meðalíbúð getur þetta hækkað láns- möguleika viðkomandi eiganda um 1–1,5 milljónir króna. Lofa að hætta árásum Önnur af tveim stærstu hreyf- ingum herskárra Palestínumanna, Al-Aqsa, hét því í gær að hætta árás- um á Ísrael. Mahmud Abbas, forseti Palestínu, kom í gær til Gaza til að ræða við talsmenn vopnaðra hreyf- inga en Hamas-samtökin sögðust ekki myndu samþykkja vopnahlé. Umsókn mótmælt Umsókn verslunarkeðjunnar Ice- land Plc. um útvíkkun á einkaleyfi fyrirtækisins til að nota vöruheitið Iceland hefur verið mótmælt af ut- anríkisráðuneytinu þar sem það tel- ur að ef hún verði samþykkt muni það trufla markaðsstarf íslenskra fyrirtækja og kynningarstarf á veg- um ríkisstjórnarinnar erlendis. Stærsta farþegaþotan Stærsta farþegaþota heims, Air- bus A380, var afhjúpuð í Frakklandi í gær við hátíðlega athöfn. Þotan getur tekið a.m.k. 555 manns í sæti og er búist við að hún verði tekin í notkun á næsta ári. Engin atvinnuleyfi nú Engin atvinnuleyfi fyrir erlenda starfsmenn Impregilo utan Evr- ópska efnahagssvæðisins verða gef- in út fyrr en í næstu viku í fyrsta lagi, eða eftir að niðurstaða hefur fengist í viðræðum félagsmálaráðu- neytisins og verkalýðshreyfing- arinnar um starfsmannamál við Kárahnjúkavirkjun, samkvæmt upp- lýsingum Vinnumálastofnunar. Y f i r l i t Í dag Sigmund 8 Viðhorf 24 Fréttaskýring 8 Umræðan 24 Viðskipti 12 Bréf 25 Úr verinu 13 Minningar 26/29 Erlent 13/14 Dagbók 32/34 Minn staður 15 Myndasögur 32 Höfuðborgin 16 Víkverji 32 Akureyri 16 Staður og stund 34 Suðurnes 17 Leikhús 36 Landið 17 Bíó 38/41 Daglegt líf 18/19 Ljósvakamiðlar 42 Listir 20, 23/41 Veður 43 Forystugrein 22 Staksteinar 43 * * * Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri, asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Agnes Bragadóttir, fréttastjóri, agnes@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfulltrúi, orri@mbl.is Skarp- héðinn Guðmundsson, skarpi@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Guðlaug Sigurðardóttir, gudlaug@mbl.is Hallur Þorsteinsson, hallur@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is                                  ! " #        $         %&' ( )***                         ÓTTAST var að alvarlegt slys hefði orðið neðst í Ártúnsbrekku síðdegis í gær þegar tilkynnt var um bifreið sem hefði farið fram af Ártúns- brekkubrúnni við Reykjanesbraut. Tækjabíll Slökkviliðs höfuðborg- arsvæðisins var kallaður á vettvang en í ljós koma að slysið var ekki eins slæmt og talið var. Að sögn fulltrúa hjá slysarann- sóknadeild lögreglunnar í Reykja- vík hafði bílstjóri á fólksbíl misst vald á bílnum við vestari enda brú- arinnar með þeim afleiðingum að hann fór út af brúnni og féll niður á milli tveggja brúarhafa. Bíllinn lenti á réttum kili og fór ekki út á Reykjanesbrautina þar sem hann hefði getað lent á öðrum bílum með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. Ökumaðurinn fékk háls- og bak- hnykk og var fluttur á slysadeild Landspítalans til rannsóknar. Kvaðst vera ómeiddur Að sögn vegfaranda sem kom að slysstað örstuttu eftir slysið var ökumaðurinn nokkuð æstur og var að tala í farsíma sinn og sagðist að- spurður ómeiddur í hálsi og baki. Hann vildi hins vegar fá símanúm- erið hjá bifreiðaumboði Ingvars Helgasonar því bíllinn var í eigu umboðsins og í reynsluakstri. Að sögn lögreglunnar voru tildrög slyssins á þann veg að annar öku- maður svínaði fyrir manninn með fyrrgreindum afleiðingum. Nokkrar tafir urðu á umferð meðan lögreglan sinnti málinu á vettvangi. Bíllinn er talsvert skemmdur. Lá við stórslysi við Ártúnsbrekkubrú Morgunblaðið/Golli SMÆRRI matvöruverslanir geta verið opnar alla daga ársins fyrir utan jóladag ef frumvarp Björns Bjarna- sonar dómsmálaráðherra um breyt- ingu á lögum um helgidagafrið verður að lögum, en það var kynnt á fundi ríkisstjórnarinnar í gær. Um er að ræða undanþágu sem nær til verslana sem eru með versl- unarrými undir 600 fermetrum, þar sem a.m.k 2⁄3 hlutar veltunnar koma frá sölu á matvöru, drykkjarvöru og tóbaki. Verslanir sem uppfylla þessi skilyrði geta því haft opið á föstudag- inn langa, páskadag og hvítasunnu- dag, verði frumvarpið að lögum. Sigurður Jónsson, framkvæmda- stjóri Samtaka verslunar og þjónustu, segir að málið hafi komið upp með er- indi samtakanna þess efnis að versl- anir fengju að hafa opið á hvítasunnu- dag, en hann sat í nefnd sem fjallaði um málið ásamt fulltrúum dómsmála- ráðuneytisins og Biskupsstofu. „Þarna er ráðherrann framsýnni en við vorum að búast við, og horfir á það að trúarbrögð eru eitt og þjón- usta annað, og ekki ástæða til að tengja þetta of mikið saman. Enda fleiri trúarbrögð í landinu en kristni,“ segir Sigurður. Þetta þýðir að flestar af svokölluð- um klukkubúðum mega hafa opið, en nokkrar þeirra eru þó stærri en 600 fermetrar og fá því ekki þessa und- antekningu, segir Sigurður. Hann segir að það hafi einkum verið smærri verslanirnar sem kölluðu á þessa breytingu, enda líti þær svo á að þær séu m.a. í samkeppni við bensínstöðv- ar, sem hafa haft slíka undanþágu. Þjónusta við ferðamenn Sigurður segir að þetta þýði vænt- anlega að verslanir muni hafa opið á þessum dögum ef þær sjá hag sinn í því, sérstaklega klukkubúðirnar og þær verslanir sem eru í samkeppni við þær. Ennfremur geri þetta versl- unum á landsbyggðinni kleift að bjóða ferðamönnum upp á þjónustu á þess- um dögum. Aðspurður segir Sigurður vissulega kostnað fyrir verslanir að hafa opið á þessum dögum. „Það er með þetta eins og allt ann- að að allur kostnaður lendir að lokum í vöruverðinu. En ég held að þetta muni ekki hreyfa vöruverð í sjálfu sér, enda aðeins þrír dagar, og ég vona nú að þær verslanir sem sjá ekki hag sinn í því að hafa opið á þessum dögum séu nógu sjálfstæðar til þess að hafa lokað,“ segir Sigurður. Smærri verslunum heimilað að hafa opið á helgidögum Opið alla daga nema jóladag Morgunblaðið/Þorkell RÚMLEGA 1% fólks á aldrinum 35– 44 ára er tannlaust í báðum gómum og 55% Íslendinga á þessum aldri eru með allar fullorðinstennur sínar, sam- kvæmt könnun sem gerð var þar að lútandi á árinu 2000 og hefur tann- heilsa Íslendinga á þessum aldri batn- að umtalsvert síðustu áratugina og er umfram þau markmið sem Alþjóða- heilbrigðisstofnunin hefur sett. Fram kemur að árið 1985 hafi 9% Íslendinga verið tannlaus í báðum gómum, 5,8% árið 1990, 3,3% árið 1995 og 1,3% árið 2000, en það jafn- gildir því að 530 einstaklingar í þess- um aldurshópi hafi verið tannlausir. Tannlausum hefur þannig fækkað um 7,7 prósentustig á þessu 15 ára tíma- bili Fram kemur að tannleysi hefur minnkað meira hjá konum en körlum á ofangreindu tímabili en munurinn á kynjunum er ekki marktækur. Þá kemur fram að tæplega 91% fólks á ofangreindu aldursbili var með fleiri en tíu tennur í hvorum gómi. Jafnframt að hlutfall þeirra sem eru með allar fullorðinstennurnar, 28 talsins, hefur hækkað marktækt á tímabilinu. Nú er rúmur helmingur fólks eða tæp 55% með allar fullorð- instennurnar, en rétt rúmur fjórð- ungur var með þær allar árið 1985. 1% aldrei til tannlæknis Einnig kemur fram í könnuninni að tæpur fimmtungur fólks í þessum ald- urshópi hafði farið til tannlæknis fyrir sex ára aldur, en þá eru börn ennþá einungis með barnatennur. 65% fóru fyrst til tannlæknis á aldrinum 6–10 ára. Loks kemur fram að tæp 70% fólks fara til tannlæknis árlega eða oftar, tæp 30% fara sjaldnar og 1% sagðist aldrei fara til tannlæknis. 55% Íslendinga 35–44 ára með allar fullorðinstennur                             Valdís til- nefnd til BAFTA- verðlauna VALDÍS Óskarsdóttir hefur hlotið tilnefningu til BAFTA- verðlaunanna, bresku kvik- myndaverð- launanna, fyrir klipp- ingu á bandarísku myndinni Eternal Sunshine of the Spot- less Mind. Þetta mun vera í fyrsta sinn sem Íslendingur er tilnefndur til þessara virt- ustu kvikmyndaverðlauna í Bretlandi. Aðrar myndir sem til- nefndar eru fyrir klippingu eru The Aviator, Collateral, House of Flying Daggers og Vera Drake og mun Valdís því etja kappi við einn fræg- asta klippara kvikmyndasög- unnar, Thelmu Schoonmaker, en hún klippti myndina The Aviator. Vísbending um tilnefningu til Óskars Þá hafa fagsamtök klippara í Bandaríkjunum tilnefnt Val- dísi fyrir vinnu hennar við sömu kvikmynd. Þykir það framar öðru vera vísbending um það að Valdís eigi góða möguleika á að verða tilnefnd til Ósk- arsverðlauna, því það eru ein- mitt félagar í þessum sömu samtökum, sem og aðrir klipparar í Óskarsakademí- unni, sem velja þá sem til- nefndir eru hverju sinn. Tilnefningar til þessara frægustu kvikmyndaverð- launa í heimi verða kunn- gjörðar í Hollywood hinn 25. janúar næstkomandi. BAFTA-verðlaunin verða afhent við hátíðlega athöfn í Lundúnum hinn 12. febrúar næstkomandi. Valdís Óskarsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.