Morgunblaðið - 19.01.2005, Qupperneq 12
12 MIÐVIKUDAGUR 19. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF
Canada's fastest growing franchise
is now expanding into Iceland.
See us at www.fibrenew.com
!
!"# $%&
'#(% $%&
'%)%*
+,*%-% !%
+ - )%
.
/' .
/(-
0 .
1%
1 "% + -
2- ,%&
34%,
3%% +,*%-%.
5%
#
$
%&" +%)%
$%
&),
%)%6 78%4% 9 :%).%%
0;,8)%
<=4%,
3 +
3 *%> - 3)%
3( )() 4%)%64
%6---)()
? ()
7%8)% %93.%-
'"$ & (
&
)*
!%.
+ @6,,%)%
0 ; %
)+,
-&"
AB@C
3;)
#)#%)
9
9
9
9
9
9
9
9
9
9
9
9
'%6- %*
6%% #)#%)
9 9 9 9 9 9 9 9
9 9 9 9
9 9
9
9
9
9
9 9
9
9
9
9
9
9
9
9
9
9
D E
D 9E
D 9 E
D 9
E
D 9
E
D 9E
D 9E
D 9E
9
D 9E
D 9
E
D 9E
9
D E
D 9
E
9
D E
9
9
9
9
D 9
E
9
9
9
9
9
9
9
9
9
9
9
%#)&
-
.) ; -
/& 3
9
9
9
9
9
9
9
9
9
9
9
9
9
9
?)& ; FG %
!
H !4-% +,(
#)&
9
9
9
9
9
9
9
9
9
9
9
9
!
9 I# *%4 ( 4 ,*% !
9 36 ) --, % 6%( .) 4%
● VIÐSKIPTI í Kauphöll Íslands
námu um 7.152 milljónum króna í
gær. Mest voru viðskipti með íbúða-
bréf, fyrir um 2.227 milljónir króna er
með hlutabréf fyrir um 2.087 millj-
ónir króna. Mest hlutabréfaviðskipti
urðu með bréf Íslandsbanka, fyrir
um 617 milljónir króna og lækkaði
gengi þeirra um 0,9%. Mesta hækk-
un dagsins varð á bréfum Granda hf.
eða 1,3%. Af félögum í úrvalsvíst-
ölunni hækkuðu aðeins bréf
Straums Fjárfestingarbanka, um
0,5%, og bréf Actavis Group um
0,2%.
Mest höndlað með
bréf Íslandsbanka
ÞETTA HELST ...
VIÐSKIPTI
● GENGI krónunnar lækkaði um
0,13% í gær og endaði geng-
isvísitalan í 111,50 stigum. Velta á
millibankamarkaði með gjaldeyri í
gær var í hærra lagi eða 8 millj-
arðar.
Í fyrradag náði gengi krónunnar
nýju hámarki þegar gengisvísitalan
endaði í 111,37. Í Morgunkorni
Greiningar Íslandsbanka segir að
vísitalan hafi ekki staðið svo lág í
um fjögur og hálft ár en eftir því sem
gengisvísitalan er lægri þeim mun
hærra er gengi krónunnar. „Frá því
að gengi krónunnar fór lægst í lok
árs 2001 hefur það hækkað um ríf-
lega þriðjung, dollarinn farið úr því
að vera ríflega 110 krónur niður í 62
krónur og evran úr því að vera um
97 krónur niður í 81 krónu.“
Að því er fram kemur í Morg-
unkorninu er aukinn munur á inn-
lendum og erlendum skamm-
tímavöxtum eitt af því sem leitt
hefur til hækkunar á gengi krón-
unnar að undanförnu. „Nú stendur
þriggja mánaða vaxtamunur í ríflega
6 prósentustigum og hefur aukist
um helming á einu ári. Aukninguna
má rekja til aðgerða Seðlabankans í
peningamálum en bankinn hefur
hækkað stýrivexti sína um tæplega
3 prósent á tímabilinu.“
Krónan lækkaði í gær
● SAMNINGAVIÐRÆÐUR milli EFTA
og S-Kóreu um fríverslun hófust í
Genf í gær. Markmið viðræðnanna,
sem eru í framhaldi af fundi sem
haldinn var í Genf þann 16. des-
ember síðastliðinn, er að tryggja
tvíhliða fríverslunarsamning fyrir
lok ársins 2005 og er áætlað að
fundir verði haldnir á tveggja til
þriggja mánaða fresti, samkvæmt
kóreanska blaðinu Yonhap News.
Grétar Már Sigurðsson, skrif-
stofustjóri viðskiptaskrifstofu utan-
ríkisráðuneytisins, sagði í samtali
við Morgunblaðið að það yrði krafa
Íslendinga að allir tollar á íslensk-
ar vörur yrðu felldir niður en að
mest áhersla yrði þó lögð á sjáv-
arafurðir. Einnig sagði hann að
áhersla yrði lögð á að bæta skil-
yrði til fjárfestinga Íslendinga í S-
Kóreu, meðal annars með því að
fá yfirvöld þar í landi til þess að
verja íslenska fjárfestingu með
lögum.
EFTA og S-Kórea að
samningaborðinu
HAGFRÆÐI trúverðugleikans er yf-
irskrift erindis sem Gylfi Magn-
ússon, forseti viðskipta- og hag-
fræðideildar Háskóla Íslands,
flytur í málstofu Hagfræðistofnunar
og Viðskiptafræðistofnunar mið-
vikudaginn 19. janúar, kl. 12:15, í
Öskju, stofu 132.
Í DAG
Maya og er hún um 120 kílómetra löng. Að sögn
Ómars og Egils eru ferðirnar skipulagðar í sam-
vinnu við ferðamálayfirvöld á Riveria Maya og í
Quintana Roo auk borgaryfirvalda í Playa del
Carmen. „Heimamönnum er mikið í mun að fá
Íslendinga í þá miklu flóru ferðamanna sem
heimsækir Playa del Carmen, en bærinn er vel
þekktur ferðamannastaður og þangað kemur
mikill fjöldi ferðamanna, m.a. frá Evrópu. Þeir
hafa sýnt þessu mikinn áhuga og hyggjast taka á
móti fyrstu Íslendingunum með viðhöfn við kom-
una í vor. Markmiðið með samstarfinu er að fá
fleiri íslenska ferðamenn til Mexíkó en ekki síð-
ur að fá mexíkanska ferðamenn til Íslands þegar
fram í sækir, auk þess sem stefnt verður að
FERÐASKRIFSTOFAN Trans-Atlantic á Ak-
ureyri hyggst flytja hundruð íslenskra nemenda
til Mexíkó í vor, í samvinnu við þarlenda aðila.
Trans-Atlantic hefur frá því í haust skipulagt
ferðir til Playa del Carmen í Mexíkó. Fyrsta ferð
er áætluð 25. maí og er stefnt að allt að 8 ferð-
um. Trans-Atlantic, sem var stofnuð á síðasta
ári, hefur síðustu mánuði kynnt ferðirnar fyrir
útskriftarárgöngum framhaldsskólanna og
segja þeir Ómar Banine, framkvæmdastjóri, og
Egill Örn Arnarsson, stjórnarformaður, að við-
tökurnar hafi verið mjög góðar. „Við viljum
opna Mexíkó fyrir íslenskum ferðamönnum, en
Íslendingum hefur ekki gefist kostur á að fara í
skipulagðar ferðir til Mexíkó í áraraðir. Mexíkó
þykir greinilega spennandi kostur, því við höf-
um nú þegar staðfestingar frá mörgum fram-
haldsskólum og enn fleiri skólar hafa látið taka
frá sæti. Við höfum einnig bókað ferðir fyrir
nemendur úr öðrum skólum. Staðfesti þeir allir,
þá má gera ráð fyrir að hátt í eitt þúsund ís-
lenskir stúdentar verði í Mexíkó í vor.“
Um er að ræða 14 daga ferðir og er að sögn
Ómars dvalið á 4–5 stjörnu lúxushóteli í Playa
del Carmen, þar sem allt er innifalið, þ.m.t. mat-
ur, drykkir og öll þjónusta á hótelinu svo og
mikil og fjölbreytt afþreying. „Við teljum að
þarna sé margt skemmtilegt í boði fyrir íslenska
ferðamenn. Ásamt því að bjóða upp á allt sem
prýðir góðar sólarstrendur, er þarna skammt
frá að finna merkilegar minjar frá tímum Maya
og einn helsta þjóðgarð Mexíkó. Þá er annað
stærsta kóralrif heims aðeins um 500 metra und-
an ströndinni með fjölskrúðugu sjávardýralífi.“
Í samvinnu við heimamenn
Playa del Carmen er á Yucatan-skaganum, í
fylkinu Quintana Roo í suðausturhluta Mexíkó,
um 52 kílómetra suður af alþjóðlega flugvell-
inum í Cancun, þangað sem flogið er. Strand-
lengjan sem bærinn liggur að nefnist Riviera
auknum menningarsamskiptum milli þjóðanna.“
Að sögn þeirra Ómars og Egils verður einnig
boðið upp á fleiri og fjölbreyttari ferðir til
Mexíkó og nálægra landa. Flogið verður frá
Keflavík í þessar ferðir. Í framtíðinni er stefnt
að því að farþegar Trans-Atlantic fljúgi einnig
frá Akureyri og Egilsstöðum líkt og frá Keflavík
og þá til annarra og nýrra áfangastaða. „Við
teljum nauðsynlegt að bjóða upp á slíkt enda
teljum við að það felist ákveðin mismunun í því
að landsbyggðarfólk þurfi að leggja í aukakostn-
að við að koma sér á suðvesturhornið ætli það til
útlanda. Við viljum leggja okkar af mörkum til
að eyða þessum aðstöðumun.“ segja Ómar og
Egill.
Stefna nýstúdentum til Mexíkó
Strandlengjan Playa del Carmen liggur að Riviera Maya-ströndinni og er hún um 120 kílómetra löng.
VERSLANIR í eigu Baugs Group
eru um 1.400 talsins um þessar mund-
ir, veltan er um 180 milljarðar króna
og fjöldi starfsmanna 17 þúsund. Þeg-
ar Big Food Group bætist í
hópinn verða starfsmenn fyrir-
tækja Baugs Group orðnir um 50 þús-
und talsins, verslanir 2.400 og sam-
anlögð velta fyrirtækjanna yfir 800
milljarðar króna. Þetta kemur fram í
pistli Jóns Ásgeirs Jóhannessonar,
forstjóra Baugs Group, í annál fyr-
irtækisins fyrir árið 2004.
„Ef gengið verður að yfirtökutil-
boðinu [Baugs í Big Food Group]
verður Baugur Group orðinn eigandi
að einni af stærstu matvörukeðjum
Bretlands og ef miðað er við saman-
lagða veltu allra fyrirtækjanna í eigu
Baugs Group verður félagið meðal
stærstu einkafyrirtækja á Bretlands-
markaði, ef ekki það stærsta. Segja
má að Baugur Group sé komið í „úr-
valsdeildina“ svo notast sé við samlík-
ingu úr ensku knattspyrnunni,“ segir
Jón Ásgeir. Jafnframt kemur fram að
gert sé ráð fyrir að Baugur verði
stærsti hluthafinn í Big Food Group
með 43% hlutdeild, en hlutur fyrir-
tækisins er um 20% fyrir.
Velta á Norðurlöndum 100 ma.
Hjá fyrirtækjum sem Baugur á að-
ild að á Íslandi og á Norðurlöndum
starfa um 6 þúsund manns, verslanir
eru 115 talsins og veltan er rúmir 100
milljarðar króna. Þá er tekið fram að
EBITDA hagnaður félaganna á
Norðurlöndunum hafi verið um 8
milljarðar króna.
Velta Baugs úr 180
í 800 milljarða
ÁKVEÐIÐ hefur verið að fresta því
um þrjá mánuði að hið nýja flug-
félag, City Star Airlines, hefji beint
flug á milli Aberdeen í Skotlandi og
Óslóar. Fyrirhugað var að flugið
hæfist næstkomandi mánudag, 17.
janúar. Frá þessu er greint í frétt á
skoska fréttavefnum press&journal.
City Star var stofnað í mars á síð-
asta ári og eru íslenskir fjárfestar
meðal eigenda þess. Hefur press&-
journal eftir Atla Árnasyni, fram-
kvæmdastjóra og eins eigenda City
Star, að ástæðan fyrir frestuninni sé
sú að bókanir hafi verið undir áætl-
unum félagsins. Hann segir að á síð-
asta ári hafi um 12.500 manns
ferðast á milli Aberdeen og Óslóar
án þess að nokkur markaðssetning
kæmi þar að. Aðstandendur City
Star hafi vonast til að geta náð
litlum hluta af þeim markaði, en þær
hógværu væntingar hafi ekki gengið
eftir. Þeir hafi þó enn trú á þessum
markaði og nú sé stefnt að því að
fyrsta flugferðin til Óslóar verði 28.
mars næstkomandi.
Í frétt press&journal kemur fram
að þetta sé í annað skiptið á einu ári
sem áætlanir um flug frá Aberdeen
gangi ekki eins og stefnt hafi verið
að.
City Star frestar
fyrstu flugferðinni
< J
3KL
+3@
M!N
B!B
21N
/+N
<
AB@N MO :