Morgunblaðið - 19.01.2005, Page 24
24 MIÐVIKUDAGUR 19. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
M
isskipting auðs í
veröldinni er
mikil. Hér á Vest-
urlöndum búa
menn almennt
við mikla velsæld, þótt auðvitað sé
hún mismunandi mikil. Hér eru
forríkir menn, milljarðamær-
ingar, en hérna eru meðaltekjur
og algengustu tekjur miklu hærri
en almennt gerist í hinum vanþró-
aðri löndum. Þau eru styttra á veg
komin að flestu leyti; þar er ör-
birgð og þar svelta heilu fjölskyld-
urnar mánuðum saman. Auðvitað
kemur þetta verst niður á börn-
unum, því þau eiga erfiðast með
að bjarga sér þegar samkeppnin
um að lifa af
er jafn hörð
og raun ber
vitni.
Við á Vest-
urlöndum höf-
um komið
auga á þessa miklu misskiptingu.
Með einföldun er hægt að segja
að við skiptumst í tvo hópa, eftir
því hvaða ályktun við drögum af
ástandinu. Annars vegar kennum
við sjálfum okkur um, nánar til-
tekið vestrænum fyrirtækjum, og
teljum að þau stundi arðrán á fá-
tækum Asíu- og Afríkubúum.
Hinn hópurinn horfir til þess,
hversu skipulag í okkar heims-
hluta er ólíkt skipulagi í fátækari
ríkjum. Lausnarorðið er frelsi,
frelsi til að hífa sig upp úr ör-
birgðinni upp á eigin spýtur.
Þetta frelsi hafi ekki ríkt í vanþró-
uðum löndum og þess vegna hafi
fólkinu einfaldlega ekki gefist
tækifæri á að auka hagsæld sína.
Reyndar er ábyggilega til þriðji
hópurinn, sem álítur skýringuna
fólgna í muni á kynþáttum, en það
sjónarmið er ekki svara vert. Við
erum einstaklingar, eins misjafnir
og við erum margir; hvaðan sem
við komum, hvernig sem húð okk-
ar er á litinn, hvaða trú sem við
höfum og af hvoru kyninu við er-
um. Það er sjálfsögð forsenda sem
við gefum okkur í umfjöllun um
þessi mál.
En víkjum aðeins að arðráns-
kenningunni. Samkvæmt henni
höldum við, á Vesturlöndum, fólk-
inu í fátæku löndunum niðri. Sum-
ir hafa gengið svo langt að tala um
þrælahald í erlendum verk-
smiðjum, þar sem alþjóðleg stór-
fyrirtæki hafi verkamenn í vinnu
við smánarkjör; aðeins brot af því
sem við sættum okkur við í hinum
vestræna heimi. Í síðasta Viðhorf-
spistli undirritaðs var fjallað um
brestina í þessari kenningu, eink-
um þá að fólkið hefði val um hvort
það þæði störfin og að við værum
ekki þess umkomin að meina því
að taka valkostinn fram yfir
óbreytt ástand, með þeirri sáru
fátækt sem því tilheyrði.
Lausnin er því ekki að banna
stórfyrirtækjunum að starfrækja
verksmiðjur þar sem laun eru lág.
Lausnin felst í að veita hinum fá-
tæku löndum það sem við höfum
(að nokkru leyti a.m.k.) og skýrir
muninn á velferð okkar og þeirra.
Það er frelsi.
Auðvitað er erfitt um vik, að fá
harðstjóra og stjórnlyndar rík-
isstjórnir til að víkja af þeirri
braut og leyfa fólkinu að athafna
sig að vild. Margar ríkisstjórn-
irnar eru gerspilltar og hafa
hreiðrað um sig með því að kúga
saklaust fólk. Þar er sannarlega
hægt að tala um arðrán.
Það verður hins vegar að gera
eitthvað í málunum, eigi þjóðanna
að bíða aukin velferð. Við verðum
að beita þessi ríki þrýstingi; fá
þau til að leyfa innflutning á ódýr-
ari vörum en framleiddar eru í
heimalandinu og leyfa útflutning
á ódýrum vörum frá þeim.
En þar liggur hundurinn graf-
inn. Vesturlandabúar halda hin-
um vanþróuðu löndum nefnilega
niðri, eftir allt saman. Ekki með
því að reka „þrælaverksmiðjur“
með ódýru vinnuafli, heldur með
tollum.
Raunin er sú, að við erum með
ýmiskonar atvinnustarfsemi, að-
allega þó í landbúnaði, sem væri
miklu betra að viðhafa í þessum
fátæku löndum. Alls kyns land-
búnaðarvörur er ef til vill mun
hentugra að framleiða í Afríku og
Asíu en Evrópu, einfaldlega
vegna hagstæðari skilyrða. Afr-
íkulönd eru, svo dæmi sé tekið,
gríðarlega rík af náttúru-
auðlindum. Þar þarf ekki gróð-
urhús.
Til að halda þessari óhag-
kvæmu starfsemi gangandi gríp-
um við til verndaraðgerða. Við
leggjum tolla á aðfluttar landbún-
aðarafurðir, svo innlendir bændur
geti keppt við erlenda. Þetta kem-
ur auðvitað niður á okkur sjálfum;
við þurfum að borga mun hærra
verð fyrir vörurnar en ella, en
verr kemur þetta þó niður á þeim
sem síst skyldi.
Og hverjir skyldu það nú vera?
Jú, það er fólkið sem á ekki til
hnífs og skeiðar. Það eru íbúar fá-
tæku landanna. Þeir eru fangar
okkar, í löndum sem eru rík af
auðlindum sem ekki er hægt að
nýta. Það er reyndar ekki hægt að
tala um arðrán í þessu sambandi,
því við töpum á fyrirkomulaginu,
en hægt er að tala um vanhugsað
ofbeldi.
Evrópusambandið er tolla-
bandalag. Það snýst að langmestu
leyti um að verja evrópska fram-
leiðslu með ýmiskonar tollum og
sköttum, eða hinum svokölluðu
„Evrópustöðlum“, sem koma í veg
fyrir samkeppni utan frá. Hver
væri annars tilgangurinn með
„Evrópusambandi“, ef það væri
ekki lokað fyrir öðrum þjóðum?
Væri ekki alveg hægt að koma á
frjálsu flæði fjármagns og fólks
milli Evrópulanda, án þess að loka
fyrir það annars staðar frá?
Bandaríkjamenn eru skárri, en
hafa þó sömu tilhneigingu að
vernda eigin framleiðslu.
Íslendingar ættu að ganga fram
fyrir skjöldu og aflétta tollum á
allar innfluttar vörur. Það er hin
sanna þróunaraðstoð og þannig
myndum við stíga fyrsta skrefið í
þá átt að draga úr misskiptingu
auðs í heiminum. Við eigum að
taka þetta mál upp á vettvangi
þjóðanna, í þeirri von að önnur
ríki fetuðu í fótspor okkar, til að
draga úr fátækt í heiminum og
veita hinum kúguðu tækifæri til
að lifa sæmandi lífi.
Misskipt-
ing auðs
En þar liggur hundurinn grafinn. Vest-
urlandabúar halda hinum vanþróuðu
löndum nefnilega niðri, eftir allt sam-
an. Ekki með því að reka „þrælaverk-
smiðjur“ með ódýru vinnuafli, heldur
með tollum.
VIÐHORF
eftir Ívar Pál
Jónsson
ivarpall@mbl.is
Í LOK nóvember sl. skrifar Þór-
ólfur Árnason, fv. borgarstjóri, opnu-
grein í Morgunblaðið, sem varla er
unnt að draga lærdóm af. Það er
óvanalegt að verkfræðingur skuli rita
sápu í blöð án þess að merkja megi
rök um kost og löst. Skrifin eru íð-
orðaflaumur um ágæti borg-
arstjórnar, sér í lagi meðan hann var
borgarstjóri, sbr. framsækin vinnu-
brögð, markviss áætlunargerð,
styrkja og samþætta þjónustu, agi í
rekstri, rekstur mála-
flokka stenst áætlanir
[…]. Borgin er jú til
fyrirmyndar. „Með
sérstöku fjármálasviði,
sem nú heyrir beint
undir borgarstjóra,
verður enn skýrari
áhersla á það svið.“ Já,
miklir listamenn eiga
ekkert föðurland. Fjár-
mál borgarinnar hafa
ítrekað farið úr bönd-
um þrátt fyrir að Orku-
veita Reykjavíkur hafi
yfirtekið 4 milljarða
með skuldabréfi og greitt vaxandi arð
í borgarsjóð. Nú tekur borgin útsvar í
botn og hækkar prósentu fast-
eignaskatta þrátt fyrir 15–20% hækk-
un fasteignamats. Eldri borgarar
kunna þessu litla þökk, herra Þór-
ólfur. Upplýst hefur verið, að kostn-
aður við yfirstjórn borgarinnar hafi
tvöfaldast sl. áratug en íbúafjöldi vax-
ið um 10%.
Agi í rekstri!
Með tilkomu OR hafa borgarbúar
kynnst óhagkvæmni stærðarinnar.
Ásetningur með sameiningu þriggja
veitufyrirækja var glæstur; með
henni skyldu borgarbúar njóta hag-
kvæmni, en þá hækkar bara sukkstu-
ðullinn á móti. OR fékk í heim-
anmund eignir og rekstur þriggja
veitufyrirtækja. Þá var reist prjál-
bygging fyrir 4,3 milljarða og svo fór
fyrirtækið, að undirlagi Alfreð Þor-
steinssonar, að setja fé í fjarskipta-
fyrirtæki; það endaði með ósköpum
og 5 milljarða sóun. Nú er ljóst að
grafa á tapið í jörðu með dularfullum
samningi við Og Vodafone um lagn-
ingu á gratís ljósleiðara í íbúðir fólks;
hann má svo eignfæra að vild og
stinga þannig snuði upp í fólk. Fag-
menn í fjarskiptum segja, að ekki sé
unnt að reka sjónvarpsbreiðband
með ljósleiðaranum; Alfreð veit bet-
ur; menn vita ekki hvílíkur snillingur
hann er.
OR hefur keypt veitur úti um
hvippinn og hvappinn og Alfreð Þor-
steinsson segir í sjónvarpi að mark-
mið OR sé að selja sem mest af heitu
vatni; auðvitað rugl, það er ekkert
markmið; það á að vera að sjá eig-
endum fyrir sem ódýrustu vatni og
arði af rekstri. Þórólfur Árnason seg-
ir í grein sinni að farsælt samráð hafi
verið haft við stéttarfélög starfs-
manna borgarinnar um sameiningar
fyrirtækja. Hvaða stéttarfélög?
Síma- eða fjarskiptamanna? Starfs-
menn OR bera ekki
ábyrgð á vafstri Alfreðs
og leiðitamra; þeim er
engin þökk í brölti út
fyrir verksvið OR, en
það bitnar á þeim, því
miður.
Af úrhellisbrölti
OR lætur hanna virkj-
anir í Skjálfandafljóti. Á
OR að hýsa sérfræðinga
í virkjun fallvatna á
kostnað borgarbúa? -
Svo er unnið að virkj-
unum á Hellisheiði og
samningar gerðir um rafmagnssölu
til álframleiðslu. Alfreð Þorsteinsson
sagði í sjónvarpi í desember, að gerð-
ur hafi verið samningar um 40 millj-
arða næstu 20 ár; það þýðir a.m.k.
175 MW gufuvirkjun (fréttabréf OR)
og niðurhellingu á 900 MW af heitu
vatni í bergið; þessum viðskiptum er
fagnað af þeim, sem vilja Norð-
lingaölduveitu feiga. Alfreð er háll
eins og áll og slímugur eins og brek-
kusnigill. Borgarstjórn hefur nýlega
samþykkt erlendar lántökur um 20
milljarða. OR tekur lán í evrum og
gerir sölusamninga í dollurum, sem
standa illa. Auðvitað drýpur smjör af
hverju strái á meðan verið er að fjár-
festa fyrir lánsfé. 30. des. grobbaði
Alfreð Þorsteinsson í beinni um 50
milljarða innspýtingu í atvinnulífið;
auðvitað er lánsfé vítamínsprauta í
byrjun, en bara ef ráðstöfun er raun-
hæf; annars inniheldur sprautan
fíkniefni. Alfreð er gjörsamlega
óhæfur til að meta fýsileika málsins
og það er vítavert að steypa borg-
arbúum út í risaævintýri án þess að
kosið sé um það. Samfylkingin ber
ábyrgð á þessu og hún lætur Alfreð
kúga sig og fífla. Já, Þórólfur Árna-
son talar um öguð vinnubrögð en
minnist ekki á 2–3 milljóna skuldir á
hverja fjölskyldu í borginni vegna
OR. Auðvitað er virkjun á Hellisheiði
gott mál á meðan það er í samræmi
við þarfir borgarinnar. Nei, æðib-
unugangur skal það vera og Fram-
sókn hefur 4,4% fylgi í borginni. Stef-
án Jón Hafstein og Ingibjörg Sólrún
hafa einnig komið sér í alvarlegt
klandur; þau vita að Alfreð hefur tak
á þeim og hikar ekki við að beita ill-
indum ef honum er andæft. Það hefur
kostað borgarbúa milljarða og þau
sjálf niðurlægingu.
Fulltrúaglapræði
eða fulltrúalýðræði
Ekki byrjar borgarstjóri Steinunn V.
Óskarsdóttir vel. Á borgarstjórn-
arfundi 4.1. flutti Guðlaugur Þ. Þórð-
arson tillögu um að fram fari rann-
sókn innri endurskoðunar
borgarinnar á fjarskiptamálum OR;
Steinunn Valdís úrskurðaði þá fyrir
framan nefið á Stefán Jóni, forseta og
fundarstjóra, að tillaga Alfreðs um að
rannsókn undir stjórn hennar sjálfrar
á fjarskiptarekstri Landsvirkjunar
og OR gengi lengra en tillaga Guð-
laugs; já, hún úrskurðar að hún sé
bær til að stjórna rannsókn á OR,
hvar hún er varaformaður. Þar með
var „úrskurðað“, að tillaga Guðlaugs
kæmi ekki til atkvæða. Þetta er tvö-
falt svínarí, auðvitað gengur hlutlaus
og djúp rannsókn lengra en sú sem er
útþynnt og framkvæmd undir stjórn
Steinunnar Valdísar á eigin verkum.
Liðið þorði ekki að láta fara fram at-
kvæðagreiðslu um tillögu um rann-
sókn á svínaríi Alfreðs; þau Stefán
Jón og Steinunn Valdís hljóta að hafa
sammælst um þetta og er það á
kostnað Stefáns Jóns. Slímið mun
loða við hann.
Loðinmulla
Jónas Bjarnason fjallar um
Orkuveitu Reykjavíkur ’Með tilkomu Orku-veitu Reykjavíkur hafa
borgarbúar kynnst
óhagkvæmni stærð-
arinnar.‘
Jónas Bjarnason
Höfundur er efnaverkfræðingur.
ÍRAKSSTRÍÐIÐ er sífellt á
dagskrá. Furðulegt er að næstum
aldrei er minnst á
megintilefni innrás-
arinnar, olíulindirnar
sem eru meðal hinna
auðugustu í heimi og
ennþá fremur lítt
nýttar. Samt liggur í
augum uppi að banda-
rísk og bresk olíu-
fyrirtæki sjá fram á
þurrð fjölda annarra
olíulinda á næstu ára-
tugum. Þeim bráðligg-
ur á að ná tangarhaldi
á þessum auðlindum
án þess að þurfa að
semja um verð við einhverja inn-
lenda skálka. Ríkisstjórnir her-
námsveldanna gengu erinda
þeirra. Glæpir Saddams Husseins
gegn þjóðinni voru ekki annað en
yfirskin. Margir aðrir valdaþrjótar
eru látnir óáreittir.
Það er sama hvort pistlahöf-
undar í New York Times eða ís-
lenskum blöðum skrifa um stríðið.
Þeir fjasa um hvort
innrásin hafi verið
lögleg eða ekki, hvort
hún hafi verið rétt-
lætanleg vegna ger-
eyðingarvopna, hvort
upplýsingar um þau
hafi verið falsaðar
eða hversu mikil
hryðjuverk Saddam
hafi unnið. Jafnvel
Vinstri grænir minn-
ast varla á olíuna.
Guðjón frá Fag-
urhólsmýri minntist
reyndar óbeint á olíu
í Morgunblaðinu 10. janúar, en
það var á þá lund að Frakkar
hefðu kannski haft olíuhagsmuni í
huga þegar þeir vildu ekki styðja
innrás Bandaríkjamanna og Breta!
Ljóst má vera að hernámsveldin
fara ekki úr Írak fyrr en búið er
að kæfa andstöðu landsmanna
með innlendri leppstjórn í þeim
mæli að olíufélögin geti starfrækt
lindirnar að eigin geðþótta. Þau
skiptir litlu máli hversu mörgum
mannslífum og öðrum verðmætum
þarf að fórna í þeim tilgangi.
Olíuþögn
Árni Björnsson fjallar um
ástæður Íraksstríðsins ’…hernámsveldin faraekki úr Írak fyrr en búið
er að kæfa andstöðu
landsmanna með inn-
lendri leppstjórn í þeim
mæli að olíufélögin geti
starfrækt lindirnar að
eigin geðþótta.‘
Árni Björnsson
Höfundur er doktor í menningarsögu.
Eftirfarandi greinar eru á mbl.is:
Jakob Björnsson: „Mannkynið
þarf fremur á leiðsögn að halda í
þeirri list að þola góða daga en á
helvítisprédikunum á valdi ótt-
ans eins og á galdrabrennuöld-
inni.“
Jakob Björnsson: „Það á að
fella niður með öllu aðkomu for-
setans að löggjafarstarfi.“
Guðrún Lilja Hólmfríðardóttir:
„Ég vil hér með votta okkur
mína dýpstu samúð vegna þeirr-
ar stöðu sem komin er upp í ís-
lensku þjóðfélagi með skipan
Jóns Steinars Gunnlaugssonar í
stöðu hæstaréttardómara. Ég
segi okkur af því að ég er þol-
andinn í „Prófessorsmálinu“.“
Ólafur F. Magnússon: „Ljóst er
að án þeirrar hörðu rimmu og
víðtæku umræðu í þjóðfélaginu
sem varð kringum undirskrifta-
söfnun Umhverfisvina hefði
Eyjabökkum verið sökkt.“
Ásthildur Lóa Þórsdóttir: „Vilj-
um við að áherslan sé á „gömlu
og góðu“ kennsluaðferðirnar?
Eða viljum við að námið reyni á
og þjálfi sjálfstæð vinnubrögð og
sjálfstæða hugsun?“
Bergþór Gunnlaugsson: „Ég
hvet alla sjómenn og útgerðar-
menn til að lesa sjómannalögin,
vinnulöggjöfina og kjarasamn-
ingana.“
Á mbl.is
Aðsendar greinar