Morgunblaðið - 23.01.2005, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 23.01.2005, Blaðsíða 36
36 SUNNUDAGUR 23. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN ÞAÐ hefur ekki farið fram hjá veiðimönnum sem þekkja til Þing- vallavatns þegar birtar hafa verið myndir af urriðaveiði við vatnið á s.l. árum og hugur manna reikað til fyrri tíma þegar gnægð urriða var í Þingvallavatni og við Efra- Sog. Uppistaða nefndra fiska er úr seiðasleppingu frá 1993, sem margir höfðu vantrú á að gæti heppnast til að efla hrygning- arstofn Þingvallaurriðans, en reynslan hefur sýnt annað, enda var farið þar að öllu með mikilli aðgát og hógværð t.d. varðandi seiðamagn og verkið unnið undir eftirliti Veiðimálastofnunar. Á þeim tíma og árin þar á und- an var svo komið að vart sást sæmilegur urriði orðið í vatninu og því má segja að um neyðartilraun hafi verið að ræða til að efla stofn- inn. Ofangreind seiði úr Öxará voru 1 ½ árs þegar þeim var sleppt og döfnuðu mjög vel og eru uppistaða þess stofns sem nú er að hrygna og veiðast á svæðinu. Síðari seiðaslepp- ingar munu vænt- anlega skila sér á komandi árum og styrkja stofninn enn og frekar. Verulegu magni kviðpokaseiða úr Þingvallaurriða var sleppt í vatnið árið 1976, en skiluðu ekki sama ár- angri og seiðasleppingar 1993. Því er umhugsunarvert hvort ekki þurfi að huga að því að ala seiðin lengur en gert hefur verið s.l. ár og þá jafnvel í minna magni vegna kostnaðar og fleiri þátta. Hugsanlega geta yfirborðs- sveiflur sem þá voru á vatninu hafa haft áhrif þar á. Að sjálfsögðu þarf að fara að svona verk- efni með mikilli aðgát og flana ekki að neinu í þeim efnum og sjálf- sagt að skoða eins og nú hefur verið gert hvort ekki sé nóg komið í bili varðandi seiðasleppingar úr Öxará og nota næstu árin til að fylgjast ná- ið með svæðinu og uppvexti á stofninum. Aftur á móti er nauðsynlegt að reyna að efla aðra staðbundna stofna sem voru og eru vonandi enn til staðar í vatninu svo styrkja megi urriðastofninn sem víðast við vatnið. Til þess að svo megi verða þarf að vernda þekkt hrygningarsvæði og staðbundna stofna bæði til sjálfbærra hrygninga og með seiðasleppingu úr viðkomandi stofni. Með því ætti að vera hægt að efla þessa stofna sem víðast við vatnið sem ekki er deilt um lengur að eru í vatninu þótt urriðinn geti farið víða um vatnið þegar sá gáll- inn er á honum, en ætíð leitar hann þó fyrr en síðar til sinna fyrri heimkynna, það hafa ýmsar rannsóknir og fleira staðfest. Þessar rannsóknir og aðrir þættir hafa staðfest skoðanir okk- ar Þingvallamanna sem alist hafa upp við vatnið að staðbundnir urr- iðastofnar eru þar og blæbrigð- armunur þeirra verulegur sem og á stærð fiska. Veiði á urriða í Þingvallavatni verður ætíð að vera í hófi og ég tala nú ekki um eftir að Efra-Sog fjaraði út sem hrygningarstaður, það sýndi sig glöggt þegar ofveiði var viðhöfð í Ölfusá um miðja 19. öldina þegar áin var notuð sem matarkista og þá í óhófi. Það tók staðarklerk á Ölfusvatni og verndara árinnar tugi ára að byggja stofninn aftur upp, en síð- ari tíma aðstæður urðu til þess að stofninn hrundi aftur. Með tíð og tíma ætti að vera hægt að koma upp nokkuð öfl- ugum og sjálfbærum urriða- stofnum sem víðast í vatninu sem gætu orðið í líkingu við fyrri stofn- stærðir, þar sem inn á milli svöml- uðu feikna stórir og stæðilegir urr- iðar, sumir hverjir silfurbjartir sem lax. Þessir Þingvallahöfðingjar og forfeður þeirra sem alið hafa svæðið frá ísöld voru aðdáun hvers veiðimanns sem til þekkti, bæði í vöku sem draumi sem og allt það lífríki og sú náttúrufegurð sem svæðið hefur upp á að bjóða. Slíkar stundir er hægt að end- urvekja ef rétt er að verki staðið og veiðimenn sýna biðlund og hóg- værð á komandi árum. Eins og fyrr segir, þá hefur reynslan sýnt að það getur tekið áratugi að ná urriðastofnunum upp í fyrri styrk þótt vel sé að verki staðið, því aðstæður geta verið margbreytilegar við vatnið og af- föll komið upp við vissar nátt- úrulegar aðstæður. Síðan er nauðsynlegt að gefa öðrum þáttum á svæðinu gætur, t.d. mink og fleiru gagnvart seið- um og fuglalífi og eins fer ref fjölgandi umhverfis vatnið. Það er því að ýmsu að gæta í þessum málum og nauðsynlegt að gengið verði faglega til verka á öll- um sviðum og síðan þarf að gefa urriðastofninum tíma til að eflast og dafna, en grunnpunktur alls þessa er að gera Þingvallaurriðann sjálfbæran til hrygninga sem víð- ast við vatnið. Efling á urriðastofninum myndi jafnframt skapa visst jafnvægi í lífríki vatnsins t.d. gagnvart murtu ásamt nauðsynlegri haustveiði bænda, sem þarf að reyna að efla með átaki í markaðssetningu á hinni séríslensku Þingvallamurtu. Ég er ekki viss um að hægt sé að endurvekja hina fornu hrygn- ingarstöð við Efra-Sog svo gagn sé að og því er afar mikilvægt að vernda aðrar hrygningarstöðvar og tryggja stöðuleika á yfirborði vatnsins til framtíðar. Nú þegar hefur verið gerð til- raun með riðmöl og seiðaslepp- ingar við Efra-Sog sem ekki hefur skilað þeim árangri sem vonast var eftir, enda verða náttúrulegar aðstæður sem þar voru fyrir urr- iðann aldrei endurvaktar. Það er von mín að með tíð og tíma geti Þingvallabændur (eins og ég leyfi mér að kalla bændur umhverfis vatnið) og aðrir veiði- menn staðið stoltir við vatnið fagra og handleikið stórurriða sem víð- ast við það eins og fyrrum daga og landsmenn notið afurða þess í auknum mæli. Til þessa verks hafa Veiðifélag Þingvallavatns og bændur hafið göngu sína með sérfræðiaðstoð frá Veiðimálastofnun, Landsvirkjun og fleirum. Sem fyrr mun ég leggja þeim lið og fylgjast náið með framvindu mála. Þingvallaurriðann þarf að efla, en þó með aðgát Ómar G. Jónsson fjallar um Þingvallaurriða ’Með tíð og tíma ætti aðvera hægt að koma upp nokkuð öflugum og sjálfbærum urriða- stofnum sem víðast í vatninu sem gætu orðið í líkingu við fyrri stofn- stærðir…‘ Ómar G. Jónsson Höfundur er fulltrúi og formaður áhugamannafélags um eflingu Þing- vallaurriðans og Þingvallasvæðisins. mbl.is Þriðjudagur 11. janúar 2005 Viðskipti Íþróttir Afþreying Fólkið Fasteignir Gagnasafn Myndasafn MorgunblaðiðSmáauglýsingarAtvinnaForsíða Á Atvinnuvef mbl.is er nú hægt að bóka atvinnuauglýsingar, til birtingar í Morgun- blaðinu og á mbl.is, hvort sem þú ert að leita að vinnu eða vantar starfskraft. mbl.is Birtingar einn dagur í Morgunblaðinu og 10 dagar á mbl.is Auðvelt að bóka þú getur pantað auglýsingu þegar þér hentar Auðvelt að leita tekur örskot að finna það sem leitað er að Vöktun þú færð tölvupóst eða SMS þegar rétta starfið finnst Vaktmappan geymir auglýsingar til frekari skoðunar ...atvinna í boði Yfirlit auglýsinga til að skoða og fjarlægja ef óskað er. Einnig prenta út reikning. Panta auglýsingu Upplýsingar um pantanir Spurt og svaraðBreyta netfangi og lykilorði Ný störf í dag Sími 533 4040 Fax 533 4041 Ármúla 21 • Reykjavík kjoreign@kjoreign.is • www.kjoreign.is TRAUST OG ÖRUGG ÞJÓNUSTA jöreign ehf Opið mán.–fim. frá kl. 9–18, fös. frá kl. 9–17. Einbýlishús í Seláshverfi óskast Éinbýlishús í Seláshverfi óskast fyrir einn af við- skiptavinum okkar. Óskað er eftir 200-350 fm húsi á verðbilinu 35,0-50,0 millj. Vinsamlegast hafið samband við sölumenn Kjöreignar í s. 533 4040.Ólafur Guðmundsson sölustjóri Sími 896 4090
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.