Morgunblaðið - 23.01.2005, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 23.01.2005, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. JANÚAR 2005 45 MINNINGAR fyrir þig og allt sem þú varst mér. Nú veit ég að þér líður vel. Þín Hanna Lilja. Æ, elsku amma, hvað það er erfitt að kveðja þig. þegar ég kvaddi þig um jólin vissi ég svo sem að þetta væri í síðasta sinn sem ég gæti knúsað þig og sagt þér hvað mér þætti vænt um þig. Það er mér ómetanlegt að hafa náð að kveðja þig. Þótt þú sért farin og búin að fá hvíldina verður þú alltaf svo mikill partur af mér og mér þykir svo vænt um að fá að hafa kynnst þér svona vel og eytt miklum tíma með þér. Ég var svo stolt af að eiga þig sem ömmu. Þú fylgdist alltaf svo vel með og hafðir svo mikinn áhuga á öllu sem maður tók sér fyrir hendur. Þú varst svo glæsileg kona og hvert sem maður fór með þig vaktir þú athygli og fólk talaði um hvað þú værir ungleg og glæsileg. Ég geymi á góðum stað í hjarta mínu minningarnar um alla göngutúrana okkar og kaffihúsa- ferðirnar. Þú hafðir svo gaman af að ferðast og var gaman að hlusta á þig tala um gamla daga og svo slettirðu alltaf á dönsku eða þýsku. Þú varst svo örlát og ert þú fyr- irmynd okkar allra varðandi listina að vera góður gestgjafi og láta gestunum líða vel. Þegar ég var ekki heima um jól sástu til þess að ég fengi sent hangikjöt og ýmislegt með því. Elsku amma, ég kveð þig með miklum söknuði og veit að þú ert komin á góðan stað og fylgist með okkur. Þín, Hjördís Hildur. Elskuleg tengdamóðir mín hef- ur nú kvatt okkur og flutt sig um set í tilverunni. Ég er viss um að hún gleðst yfir að vera laus úr sjúkum líkama sem skerti lífsgæði hennar svo mjög hin síðari ár. Ég minnist þess oft þegar ég sá Sigurlaugu eða Laugu eins og hún var oftast kölluð, í fyrsta sinn, það var í fimmtugsafmæli pabba míns, en Ólafur Jóhannsson læknir, eig- inmaður hennar og pabbi voru skólabræður úr menntaskóla og góðir kunningjar. Þarna sat Lauga í stofunni heima hjá for- eldrum mínum í vinahópi, einstak- lega glæsileg og falleg, og klæða- burðurinn eftir nýjustu tísku. Hún var smágerð, með svart slétt hár, beint nef, há kinnbein og skásett augu. Mér, unglingnum, var star- sýnt á þessa glæsikonu. Ég vildi fá að vita allt um hana, þá var mér sagt frá ævintýralegu lífshlaupi hennar, sem gerði hana enn áhugaverðari í mínum huga. Á góðum stundum kallaði pabbi hana Audrey Hepburn, enda var hún töluvert lík þeirri glæsilegu leikkonu. Næst sá ég Laugu u.þ.b. 6 árum síðar þegar Leifur, sonur hennar, kynnti okkur formlega og mig þá sem kærustuna sína. Mér stóð dálítill stuggur af þessari heimskonu, sem talaði svo mörg tungumál, sem var svo víðlesin, sem var svo fáguð og menning- arleg og sem söng lög á þýsku, sænsku eða ensku á góðum stund- um í boðum á glæsilegu heimili þeirra Ólafs í Hörgshlíð 14. Það tók okkur dálítinn tíma að átta okkur hvor á annarri en þegar við náðum saman varð ekki aftur snú- ið, við urðum vinkonur. Hún varð mér mjög góð tengdamóðir og vildi allt fyrir mig gera. Hún fylgdist t.d. vel með því hvenær Leifur var með spilaklúbb heima hjá okkur og hringdi þá og sagðist vera búin að baka fyrir klúbbinn svo ég þyrfti ekki að standa í því, ég hefði víst nóg annað að gera. Hún tók 3 ára gamalli dóttur minni Ingibjörgu Helgu opnum örmum frá fyrstu stundu. Faðm- urinn hennar rúmaði síðan öll hin barnabörnin og barnabarnabörnin sem á eftir komu. Á fyrstu tengdaárunum okkar vorum við oft ósammála um menn og málefni en það breyttist einhvern veginn í áranna rás. Við vorum t.d. mjög sammála um ágæti forsetans okk- ar heitins, Kristjáns Eldjárns og síðar Ingibjargar Sólrúnar borg- arstjóra svo ég tali nú ekki um Clinton forseta Bandaríkjanna og frú Hillary. Lauga og Ólafur fluttu sig um set, minnkuðu við sig á flestum sviðum þegar Ólafur hætti að vinna upp úr sjötugu. Þá varð heimili þeirra að Hellulandi 14 og eftir andlát Ólafs flutti Lauga í blokkaríbúð í Gautlandi og fyrir tveimur árum fékk hún inni á Hjúkrunarheimilinu að Sóltúni, þar sem hún naut góðs atlætis þar til yfir lauk. Lauga glímdi við erf- ið veikindi um 10 ára skeið og þurfti mikla aðstoð, sérstaklega þegar hún bjó ein í Gautlandinu. Ragnar sonur hennar og hans fjöl- skylda sinnti henni af einstakri al- úð og hlýju, sem varð til þess að hún gat verið lengur heima hjá sér en ella hefði verið. Maður drúpir höfði á kveðju- stund sem þessari í virðingu fyrir andstæðunum, lífinu og dauðan- um. Maður fellir tár og syrgir en gleðst jafnframt yfir frelsinu sem felst í dauðanum þegar ekki er lengur vært í lúnum líkama. Ef eitthvað bjátaði á hjá okkur Laugu í áranna rás vorum við van- ar að biðja hvor fyrir annarri og nú ætla ég að biðja Guð um góða heimferð fyrir Laugu tengdamóð- ur mína. Guð veri ávallt með þér, elsku Lauga mín, og hvíl þú í friði. Þín tengdadóttir Anna Harðardóttir. Sigurlaug tengdamóðir mín lést 11. janúar síðastliðinn stuttu fyrir 88 ára afmælisdag sinn. Sigurlaug eða Lauga eins og hún var alltaf kölluð innan fjöl- skyldunnar var sérlega falleg kona sem bjó yfir mikilli reisn og sterkum persónuleika. Hún var mikil húsmóðir og góð heim að sækja. Gestrisnin á heimili hennar og Ólafs tengdaföður míns heitins var mikil og ótrúlegt hvað hún gat töfrað fram með engum fyrirvara þegar gesti bar að garði. Minn- isstæð eru jóla- og páskaboðin hjá Ólafi og Laugu gegnum árin, þeg- ar synir, tengdadætur og barna- börn fjölmenntu til þeirra fyrst í Hörgshlíðina og síðar í Helluland- ið. Hún bjó fjölskyldu sinni ein- staklega fallegt heimili enda mikill fagurkeri og var garðvinna og blómarækt hluti af þeim áhuga. Mikla umhyggju bar Lauga fyrir fjölskyldu sinni og barnabörnum og fylgdist ávallt vel með hvað hver og einn hafði fyrir stafni. Áhugamál Laugu voru fjölmörg. Fylgdist hún af áhuga með þjóð- og heimsmálum og hafði sínar fastmótuðu og ákveðnu skoðanir í þeim efnum. Bókalestur veitti Laugu margar ánægjustundir og var með ólíkindum hvað yfirferð hennar var mikil í þeim efnum. Auk íslenskra bóka voru þær enskar, danskar og þýskar enda bjó hún yfir góðri tungumálakunn- áttu. Lauga starfaði hjá Rauða krossi Íslands sem sjúkravinur á meðan kraftar entust. Hún var lengi á bókasafni þeirra samtaka og sameinaði þannig tvö áhugamál sín, að sinna góðgerðarmálum og miðla um leið af þekkingu sinni um bækur. Tónlistin skipaði einn- ig stóran sess í lífi Laugu og þá sérstaklega klassísk tónlist og óp- erur þar sem hún var vel heima. Þá hafði hún mikið yndi af stutt- um gönguferðum úti í náttúrunni. Að anda að sér sjávarloftinu fannst henni sérstaklega endur- nærandi fyrir líkama og sál og hefur hugurinn þá eflaust reikað til æskuáranna á Vestfjörðum. Fyrir um þremur árum varð Lauga að flytja úr íbúð sinni vegna heilsubrests og við það varð talsverð breyting á högum hennar. Sú breyting hafði margar jákvæð- ar hliðar. Í Sóltúni þar sem hún dvaldi síðustu árin hafði hún góða aðstöðu og naut alveg einstakrar hlýju og umhyggjusemi hjá öllu hjúkrunar- og starfsfólki sem hún náði góðum tengslum við. Við ætt- ingjar Sigurlaugar þökkum öllu þessa góða fólki fyrir hvað það reyndist henni vel, alveg til hinstu stundar. Við vitum að fyrir það var hún mjög þakklát. Nú, þegar komið er að kveðju- stund og minningarnar hrannast upp, er mér efst í huga þakklæti fyrir að hafa orðið þeirrar gæfu aðnjótandi að eiga þessa yndislegu konu að. Hún var mér meira en bara tengdamóðir, hún var einnig vinkona sem ég á mikið að þakka. Blessuð sé minning hennar. Anna Jónsdóttir. Elsku amma okkar. Það eru ótal minningar sem rifjast upp nú þeg- ar þú hefur kvatt okkur. Þær voru margar og góðar stundirnar sem við áttum saman. Við munum allt- af minnast þín sem yndislegrar ömmu sem fylgdist vel með öllu því sem við tókum okkur fyrir hendur, sama hvort það voru áhugamálin eða námið. Þú varst glæsileg kona og alltaf svo fín. Þér var umhugað um að við bærum okkur vel og værum kurteisar, kenndir okkur að vera dömur. Það var gaman að koma í Hellu- landið og gista hjá þér og afa. Þið áttuð fallegt heimili og mikið af fallegum hlutum sem okkur fannst gaman að skoða með þér. Alltaf áttir þú jólaköku eða annað góð- gæti handa okkur þegar við kom- um í heimsókn. Þér var þó mikið í mun að við borðuðum hollan mat og sendir okkur reglulega fullan poka af ávöxtum sem gladdi okkur mikið. Þú spáðir í spil fyrir okkur, kenndir okkur bænir og ljóð og varst með okkur í garðinum að laga beðin og tína rifsber. Okkur leið vel með þér úti í náttúrunni og fórum við oft saman í göngu- túra og lautarferðir þar sem mikið var sungið og hlegið. Þitt starf var farsælt, hönd þín hlý og hógvær göfgi svipnum í. Þitt orð var heilt, þitt hjarta milt og hugardjúpið bjart og stillt. (Höf. ók.) Elsku amma okkar, takk fyrir allt. Þínar Brynja, Edda Björk og Kristín Hildur. Hjartans þakkir til ykkar allra, sem sýnduð okkur samúð, hlýhug og vináttu vegna andláts og útfarar elskulegrar móður okkar, tengda- móður og ömmu, SIGRÍÐAR SIGURÐARDÓTTUR frá Görðum, Ægisíðu 52, Reykjavík. Ólafur Rúnar Jónsson, Steinunn María Valdimarsdóttir, Ólöf Kristín Sigurðardóttir, Sigurþór Heimisson, Dóra Ragnheiður Ólafsdóttir, Ingibjörg Ólafsdóttir, Sigríður Ólafsdóttir, Ólafur Már Ólafsson, Kolbrún Hrund Ólafsdóttir, Sigríður Regína Sigurþórsdóttir, Ólafur Gísli Sigurþórsson, tengdabörn og barnabarnabörn. Hugheilar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegs föður okkar, tengdaföður og afa, JÓNS BJARNA ÓLAFSSONAR, Borgarbraut 65a, Borgarnesi. Guð blessi ykkur öll. Kristrún Jóna Jónsdóttir, Guðmundur Arason, Sæmundur Jónsson, Kristín Anna Kristjánsdóttir og barnabörn. Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinar- hug við andlát og útför ástkærs föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, STEFÁNS ÞÓRÐARSONAR, Reykjahlíð 10. Sérstakar þakkir viljum við færa Jóni Eyjólfi lækni, starfsfólki á öldrunardeild Landspítala Fossvogi og á líknardeild Landspítala Landakoti fyrir góða umönnun. Ólöf Stefánsdóttir, Hannes Þór Ragnarsson, Þóra María Stefánsdóttir, Kristinn Stefánsson, arnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir, systir og amma, ELÍN KATRÍN GUÐNADÓTTIR frá Rifi, sem lést á Landspítala háskólasjúkrahúsi við Hringbraut að kvöldi mánudagsins 17. janúar, verður jarðsungin frá Búðakirkju, Staðarsveit, miðvikudaginn 26. janúar kl. 14.00. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir, en þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á Slysavarnadeildina Björg, Hellissandi. Bjarni Gunnarsson, Helgi Már Bjarnason, Linda Rut Svansdóttir, Rúna Lísa Bjarnadóttir, Bjarki Heiðar Harðarson, Guðmunda Jónsdóttir, Hafdís Magnúsdóttir, Magnús S. Magnússon, Jóhanna Marteinsdóttir, Smári Hilmarsson og barnabörn. Hjartans þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð, hlýhug og vináttu við andlát og útför elskulegs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, PÉTURS V. SIGURÐSSONAR. Sérstakar þakkir færum við félögum hans í Glímufélagi Ármanns sem heiðruðu minningu hans. Arnheiður Hjartardóttir, Sigrún Hjördís Pétursdóttir, Kristinn Kristjánsson, Sigurður J. Pétursson, Sverrir Pétur Pétursson, Ólöf Birna Garðarsdóttir, Kristín Pétursdóttir, Brynjólfur Smárason og barnabörn. Skemmuvegi 48, Kópavogi. Simi 5576677 www.steinsmidjan.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.