Morgunblaðið - 23.01.2005, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 23.01.2005, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. JANÚAR 2005 43 MINNINGAR níutíu og eins árs að aldri. Útför hans fór fram í kyrrþey síðastliðinn föstu- dag. Aðalsteinn var fæddur í Krossgerði á Berufjarðarströnd í Suður-Múla- sýslu árið 1913, yngsta barn foreldra sinna, Vilborgar Einarsdóttur (1875– 1959) og Gísla Sigurðssonar (1876– 1937), sem þar bjuggu. Bæði voru ætt- uð í marga liði úr syðstu hreppum Múlaþings. Þau eignuðust sjö börn saman en Vilborg hafði áður eignast eina dóttur með mannsefni sínu, Tryggva Daníelssyni, sem drukknaði ásamt fleirum í ferð sem farin var til að afla vista í brúðkaup þeirra árið 1899. Þessi dóttir Vilborgar, Þóra, dó í barnsnauð 1935 ásamt barni. Elsta barn Vilborgar og Gísla dó í vöggu. Hin voru voru auk Aðalsteins: Guðfinna (1903–1998), Sigurður (1905–1925), Ingólfur (1907–1925), Björgvin (1910–1971) og Málfríður (1911–1996). Gísli og Vilborg hófu búskap í Krossgerði við góð efni 1902. Gísli var dugmikill bátsformaður og rak útgerð. Árið 1905 veiktist hann af lömunar- veiki og var ófær til almennrar vinnu til lands og sjávar eftir það. En með ódýru vinnufólki tókst að halda búinu saman þótt mikið drægi úr umsvifun- um. Með tímanum fóru synirnir að taka að sér bústörf. Árið 1925 voru Sigurður og Ingólf- ur, elstu synirnir, ásamt þremur öðr- um mönnum að safna skel til beitar og var bátur sem Sigurður átti, þá tvítug- ur að aldri, notaður til verksisns. Launskerjótt er víða undan Kross- gerðisströnd og báturinn var þungur og þrátt fyrir að það væri góðviðri sökk báturinn og allir í honum fórust, skammt undan landi. Heiðskírt var og sá heimilisfólkið á Krossgerði allt sem gerðist, Guðfinna var þá ekki heima, en hin systkinin sáu allt ásamt foreldr- um sínum. Þá var Aðalsteinn nýorðinn tólf vetra. Meðan Björgvin var í Alþýðuskól- anum á Eiðum 1928–1930 hefur mikil sveitavinna fallið á unglinginn sem heima dvaldi, Aðalstein. Síðar hóf hann nám við Menntaskólann á Ak- ureyri, settist beint í annan bekk og lauk þar gagnfræðaprófi 1935. Honum sóttist námið vel og stærðfræði var honum mjög kær. En þá var námi hætt af ýmsum ástæðum, ein var efna- hagurinn, þetta voru kreppuár og fjár- hagur var þröngur. Það var Krossgerðisheimilinu og Gísla Sigurðssyni persónulega mikið hjálpræði að Gísli var barnakennari Berufjarðarstrandar frá árinu 1922. Gísli var mjög fróður og vel lesinn maður, í Krossgerði skapaðist menn- ingarheimili, með bókum og mörgum tímaritum, sem var Aðalsteini miklis virði. Með tímanum versnaði heilsa Gísla samtímis því sem skólaskyldum börnum fjölgaði stórum innarlega á Ströndinni en þangað átti hann erfitt með að fara sakir lömunar. Því var það að Aðalsteinn var fenginn til þess að vera aðstoðarkennari föður síns síð- ustu tvö æviár hans (1935–1937). Þetta var upphafið að ævistarfi Aðalsteins. Auk þess þurfti búið á starfskröftum hans að halda vegna tímabundinna veikinda Björgvins. Veturinn 1939–1940 stundaði Aðal- steinn nám við Kennaraskóla Íslands og lauk þaðan kennaraprófi um vorið. Námsárið 1944–1945 nam hann við Íþróttakennaraskólann á Laugarvatni og lauk þar prófi. Á öðrum árum, 1937–1947, var Aðalsteinn kennari víða, aðallega stundaði hann far- kennslu sem hann kunni best við. Þá voru engin skólahús í flestum sveitum og kennt var á heimilum, kennarinn ferðaðist um sveitina, bjó á einstökum bæjum til að kenna börnum og setja þeim lexíur fyrir næstu kennslulotu og fór síðan á næsta bæ. Fáir voru í bekk. Hann saknaði þessarar kennslu alla tíð. Síðast var hann farkennari í fjögur ár í Kelduhverfi í Norður-Þingeyjar- sýslu og kunni þar mjög vel við sig. Þar í sveit kynntist hann Áslaugu Jónsdóttur, sem var tæpum fjórtán árum yngri en hann. Þau gengu í hjónaband og eignuðust þrjú börn, sem fæddust 1946, 1950 og 1954. Ás- laug vildi hverfa úr heimasveit sinni og flytjast í þéttbýlið fyrir sunnan. Úr varð að Aðalsteinn fékk kennarastarf í Keflavík 1947 og þau fluttu þangað. Kennsla í þéttbýlisskóla var Aðalsteini ekki að öllu leyti að skapi. Árið 1959 var Aðalsteini þungt. Þau Áslaug skildu og móðir hans dó. Að- alsteinn kvæntist ekki aftur. Hann fékk kennarastarf í Kópavogi og flutti þangað. Kennslu hætti hann um leið og kostur var en hann varð einlægur Kópavogsbúi sem eftir lifði. Hann vann samtímis kennslu og eftir að henni var hætt á trésmíðaverkstæði og féll sú vinna mjög vel enda smiður góður. Barnalán Aðalsteins var mikið og afkomendur hans eru nú margir. Börn hans og barnabörn voru líf hans og yndi. Ef hagur barnsins var góður sá hann ekki ástæðu til mikilla afskipta en ef eitthvað bjátaði á að mati hans aðstoðaði hann barnið eftir bestu getu. Raunar gat hann aldrei neitt aumt séð en grimmd heimsins var of mikil til að hann teldi sig einan geta breytt þar nokkru sjálfur að ráði og hann var lítið gefinn fyrir skuldbindingar og loforð, einfaldlega af því að hann tók slíkt svo hátíðlega. Hann stóð við allt sem hann lofaði og því gætti hann sín á því að lofa ekki of miklu. Aðalsteinn hafði áhuga á flestu og hafði sérskoðanir á mörgu. Hann sótt- ist ekki eftir félagsskap samherja því að slíkt fannst honum vera þvingandi og opinber rétthugsun var fjarlæg honum. Ég hygg að honum hafi ekki þótt vont að vera einn í minnihlutaáliti. Hann mundi gamla tíma vel og fræddi mig um margt. Hann varðveitti vel gögn sem hann geymdi frá föður sín- um og vélritaði sjálfur mörg þeirra og veitti öðrum aðgang að. Það var mér mikils virði að geta þannig nýtt gögn afa míns. Aðalsteinn bjó lengi við góða heilsu enda sundmaður mikill og landsfræg- ur fyrir allar rennibrautaferðir sínar í Sundlaug Kópavogs. Allra síðustu árin fór heilsu hans að hraka, einkum hrörnaði sjónin og var það erfitt fyrir mann sem alla ævi hafði lesið bækur sér til ánægju. Hann hélt samt fullu andlegu þreki til æviloka. Gísli Gunnarsson. Aðalsteinn Gíslason, kennari, frá Krossgerði í Beruneshreppi er fallinn frá á 92. aldursári. Þegar vinur deyr fyllist hugur manns söknuði en líka þakklæti og minningarnar streyma fram. Kynni okkar Aðalsteins eru orðin löng. Haustið 1943 er Aðalsteinn Gíslason ráðinn barnakennari norður í Kelduhverfi. Faðir minn, Björn Har- aldsson, er þá formaður skólanefndar þar í sveit. Aðalsteinn er kominn norð- ur á Húsavík og gistir á Hótel Húsa- vík. Vegurinn yfir Reykjaheiði frá Húsavík í Kelduhverfi er löngu orðinn ófær vegna snjóa. Fyrsti maðurinn, sem Aðalsteinn hittir morguninn eftir, er afi minn, Haraldur Ásmundsson en hann var að koma frá Mýri í Bárðardal kvöldið áður og var nú á leið heim í Kelduhverfi. Þeir, Aðalsteinn og Har- aldur, verða samferða út í Syðri- Tungu á Tjörnesi. Bjarni, bóndi í Tungu, fylgdi þeim með tvo hesta í kafsnjó austur yfir Tunguheiði að Fjöllum í Kelduhverfi. Koma þeir seint um kvöldið heim í Austurgarð. Aðalsteinn og afi urðu perluvinir. Aðalsteinn kenndi á þremur bæjum í Kelduhverfi, í Austurgörðum, Lind- arbrekku og Arnarnesi. Hann kunni vel við sig í sveitinni og kenndi þar í þrjá vetur. Í Kelduhverfi kynntist Að- alsteinn ungri, fallegri konu sem varð eiginkona hans. Það var Áslaug Jóns- dóttir frá Þórunnarseli. Þau eignuðust þrjú börn, Kristínu, Vilborgu og Tryggva Þór. Við Aðalsteinn höfum verið fasta- gestir í Sundlaug Kópavogs. Hann var búinn að fara yfir fimmtánþúsund sinnum í rennibrautina og skemmti sér við að telja ferðirnar nákvæmlega. Ég heimsótti Aðalstein síðast laug- ardaginn 8. janúar á Dvalarheimilið á Skjólbraut í Kópavogi en þar hafði hann búið í nokkrar vikur. Við sátum lengi, spjölluðum saman og drukkum kaffi. Í þetta skipti fékk ég ekki jóla- kökuna með kaffinu eins og venjan hafði verið í Kjarrhólma; jólaköku sem Aðalsteinn bakaði sjálfur. Það var alltaf gaman að hlusta á Að- alstein, svo lífsreyndan mann, rifja upp löngu liðna daga. Sögur frá bernskuslóðum hans á Berufjarðar- strönd og norðan úr Kelduhverfi voru honum kærar. Aðalsteinn var stál- minnugur, spaugsamur spekingur og vitnaði gjarnan í dæmisögur. Hann var trygglyndur maður og talaði ein- staklega vel um fólk. Nýlega sagði Að- alsteinn mér sögu af litlum strák sem hafði verið sagt að menn færu upp til Guðs þegar þeir dæju. „Sko,“ sagði stráksi. „Ég er bara að hugsa um hvernig menn tolla þarna uppi. Detta þeir ekki?“ Nú ert þú kominn upp, Aðalsteinn minn, og þú dettur ekki niður. Ég veit að þar bíða vinir í varpa sem von er á gesti. Kristínu, Vilborgu og Tryggva Þór og öðrum ástvinum votta ég inni- lega samúð. Góður maður er genginn. Þórarinn Björnsson frá Austurgörðum í Kelduhverfi. Blómastofa Friðfinns, Suðurlandsbraut 10, sími 553 1099, fax 568 4499. Opið til kl. 19 öll kvöld Kransar • Krossar • Kistuskreytingar Hamarshöfði 4, 110 Reykjavík, s: 587 1960, www.mosaik.is MOSAIK af legsteinum gegn staðgreiðslu í janúar og febrúar Sendum myndalista 15% afsláttur Ástkær móðir okkar, amma og langamma, JÓNA SVANHVÍT HANNESDÓTTIR, Norðurbrún 1, Reykjavík, lést á Landspítala háskólasjúkrahúsi, Foss- vogi, föstudaginn 14. janúar sl. Útför hennar fer fram frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 25. janúar kl. 15:00. Unnur Óskarsdóttir og Gerður G. Óskarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Elskuleg eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma, langamma og langlangamma, VILBORG S. EINARSDÓTTIR (Monna), Digranesvegi 36, Kópavogi, sem lést á Landspítala Fossvogi þriðjudaginn 18. janúar, verður jarðsungin frá Kópavogs- kirkju þriðjudaginn 25. janúar kl. 15.00. Einar Runólfsson og fjölskylda. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, EINAR HANSEN frá Hólmavík, verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju þriðju- daginn 25. janúar kl. 15.00. Guðmunda Guðmundsdóttir, Sigurður Einarsson, Ásta Kristjánsdóttir, Kristín Einarsdóttir, Tómas Sigurbjörnsson, Elsa Hansen, Torsten Gunnarsson, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær faðir okkar, TRAUSTI BERGSSON, lést á Københavns Amts Sygehus í Glostrup fimmtudaginn 20. janúar. Útförin auglýst síðar. Elsa Bára Traustadóttir, Þór Traustason, Marta Rut Traustadóttir. Útför elskulegrar móður minnar og tengda- móður, ÓLAFÍU JÓNSDÓTTUR, Vatnskoti, er andaðist á dvalarheimilinu Lundi laugar- daginn 15. janúar, fer fram frá Þykkvabæjar- kirkju þriðjudaginn 25. janúar og hefst athöfnin kl. 13.00. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Unnur Steindórsdóttir, Gunnar Guðmundsson. Móðir okkar, SIGURLAUG KRISTÍN JÓHANNSDÓTTIR, Sóltúni 2, Reykjavík, lést á heimili sínu þriðjudaginn 11. janúar síðastliðinn. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Fyrir hönd aðstandenda, Jóhann Scheither, Leifur N.Dungal, Ragnar Ólafsson. Inger Steinsson, útfararstjóri, s. 691 0919 Sími 551 7080 Bárugötu 4, 101 Reykjavík. Ólafur Örn útfararstjóri, s. 896 6544 Inger Rós útfararþj, s. 691 0919 Vönduð og persónuleg þjónusta
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.