Morgunblaðið - 23.01.2005, Page 56

Morgunblaðið - 23.01.2005, Page 56
56 SUNNUDAGUR 23. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ Í gó›um málum E N N E M M / S ÍA / N M 14 6 6 4 Dansleikur í Ásgarði Glæsibæ sunnudagskvöld kl. 20.00 Fjölmennum Caprí-tríó leikur í kvöld og Klassík leikur nk. sunnudag 30. janúar. Maður sér breytingarnarblasa við. Ekkert nemabílar og þensla. Ég varað koma frá Kúbu og þvílík viðbrigði. Þvílík auglýsinga- mennska. Meiri fjölbreytni en samt minni. Klasar og „moll“. Allt orðið eins og í Ameríku,“ segir hálf örvingl- aður Marteinn Þórsson kvikmynda- gerðarmaður sem hefur lítið sem ekkert dvalið hér síðustu fjögur ár. Hann hefur verið búsettur í Tor- onto í Kanada þar sem hann lærði list sína og hefur starfað þar við auglýs- ingagerð og annað sem „borgar fyrir saltið í grautinn“. Þar hóf hann líka undirbúninginn að sinni fyrstu kvik- mynd í fullri lengd sem heitir One Po- int O – eða Ein gráða – og var frum- sýnd hér á landi fyrir helgi. Marteinn segist í nettu losti yfir þeirri útþenslu sem hefur átt sér stað á höfuðborgarsvæðinu í fjarveru hans, þessari geysihröðu úthverfa- væðingu. Honum sýnist þetta vera í ætt við það hvernig stórborgirnar sem hann hefur kynnst þar vestra hafa þróast, eins og t.d. Toronto. Með því að fara í úthverfin, hafi borgar- búar þar fjarlægst og einangrast og það sama kunni að gerast hér, en sag- an í One Point O sé sumpartinn sprottin úr slíkum veruleika, þar sem einangrun mannsins er orðin algjör og hann telur sig geta stundað sam- skipti við umheiminn í gegnum sjón- varpið og heimilistölvuna. Marteinn gerði One Point O með skólafélaga sínum úr kvikmyndaskól- anum í Toronto, Jeff Renfroe. Þeir ákváðu að gera myndina eftir að hafa verið búnir að vinna saman við aug- lýsinga- og kynningarmyndagerð eft- ir pöntunum um nokkra hríð og fá al- gjörlega nóg af horfa upp á hvernig menn í þeim geira leituðust af „al- gjöru hugmyndaleysi við að „man- ípúlera“ neytendur“. „Það vill enginn í þessum auglýs- ingageira fá neitt nýtt heldur benda bara á eitthvað annað og segjast vilja fá eins. Nákvæmlega engin sköpun. Og það er massíft verið að hamra inn sömu skilaboðum. Við Jeff erum báð- ir heillaðir af Neil Stephenson og hugmyndum hans um nano-tækni í læknisfræði sem miða að því beina lyfjum á ákveðnar einangraðar stöðv- ar í líkamanum, ákveðnar frumur eða líkamshluta. Eitt sinn þegar við vor- um oft sem áður að pirra okkur á þessum yfirgangi markaðsaflanna þá fórum við að velta fyrir okkur hvað myndi gerast ef menn færu að fikta með nano-tæknina í þeim tilgangi að koma ákveðnum skilaboðum áleiðis til fólks. Uppúr þeim pælingum lifn- aði við umræddur veruleiki sem við horfum uppá í þessum stórborgum samtímans þar sem allir einangra sig, geta ekki tjáð sig og eru að glíma við endalaus vandamál sem eru engin vandamál. Fólk er hætt að horfast í augu.“ Úr varð saga um ungan heimavinn- andi og einmana tölvuforritara sem lendir í því að vera gerður að til- raunadýri yfirmanns síns, nokkurs konar stóra bróður, sem færir sér einangrun og veikleika hins unga starfsmanns í nyt á óprúttinn og um margt óhugnanlegan máta. Marteinn er fæddur í Reykjavík en ólst upp í Mosfellsbæ. Hann gerði sínar fyrstu hreyfimyndir þegar hann var í Menntaskólanum í Hamrahlíð. Þar stofnaði hann vídeóklúbb ásamt þeim Páli Grímssyni, sem starfar sem kvikmyndagerðarmaður í Bandaríkj- unum, Kristófer Dignusi Péturssyni sem er kvikmyndagerðarmaður á Ís- landi og Gísla Einarssyni fyrrum kvikmyndagagnrýnanda og eins eig- enda Nexus-verslunarinnar og nokkrum fleirum. Saman gerðum þeir hryllingsmyndir á 8 mm vélar. Að loknu náminu gerðist hann skrifta hjá Sjónvarpinu, nánar tiltekið í Stundinni okkar og því næst hélt hann utan og endaði í Ryerson Uni- versity og kynntist þar Jeff, töku- manni One Point O og Christopher Soos, sem m.a. hefur tekið tvö Sigur Rósar-myndbönd. Er hann var þar í námi kynntist hann konu sinni, Mariu Valles, sem er af búrmískum ættum og hannaði búninga fyrir One Point O. Að námi loknu kom Marteinn heim og var að eigin sögn svo „heppinn að komast að hjá Sjónvarpinu og fá vinnu við gerð Dagsljós-þáttanna“. Marteinn segir það hafa verið einkar skemmtileg og lærdómsrík reynsla því menn hafi fengið frjálsar hendur um að reyna nýja hluti, „eins og að halla myndavélinni“, segir Marteinn og hlær. Þá vann hann auglýsingar fyrir Snorra Þórisson hjá Pegasusi en fór svo til Kanada að nýju, árið 1997. Þegar þeir Renfroe gerðu tvö myndbönd fyrir Sigtrygg Baldursson og Jóhann Jóhannsson í Dip árið 1999 uppgötvuðu þeir hvað þetta væri gaman, og ekki síst að þeir gætu í raun gert bíómynd, bara ef þeir vildu. Það gekk ekki þrautalaust að fjár- magna myndina. Friðrik Þór Frið- riksson var einn sá fyrsti til að styðja við bakið á þeim og einnig danski framleiðandinn Thomas Mai, sem um þær mundir var að setja á laggirnar systurfyrirtæki Zentropa í Banda- ríkjunum, Zentamerica. En þótt búið væri að finna nokkra kunna leikara eins og Udo Kier, Deboruh Köru Un- ger og Jeremy Sisto – Adrien Brody (The Pianist) og Gael Garcia Bernal höfðu sýnt hlutverkinu áhuga en gátu ekki tekið það að sér vegna þess hve tökur drógust – þá gekk enn erfiðlega að tryggja fjármagn. Það var ekki fyrr en Hollywood-fyrirtækið Ar- madaPictures ákvað að taka þátt í verkinu sem hlutirnir fóru að ganga: „Við vorum svo fegnir að þeir skyldu koma okkur til bjargar að við skrifuðum undir samninga um að þeir mættu gera það sem þeir vildu. Við urðum að afsala okkur ákveðnum réttindum og launum og kostnaðar- áætlun var lækkuð. Þá var ákveðið að taka upp í Búkarest í Rúmeníu og allt í einu var allt komið á fullt.“ Þetta var í apríl 2003, tökur gengu samkvæmt áætlun og tóku aðeins 29 daga. En þegar komið var að eftir- vinnslunni þá segir Marteinn að þeir Jeff hafi brennt sig laglega á þeim í Hollywood. „Þeir ráku klipparann okkar og neituðu okkur um að fá Richie Hawt- in – öðru nafni Plastikman – til að gera tónlistina, vildu sinn mann. Þeir höfðu reyndar byrjað áður að skipta sér að. Við höfðum ráðið Djimon Ho- unsou í hlutverk nágranna en þeir vildu hann ekki og gáfu þá fáránlegu skýringu að það væri ekki gott fyrir alþjóðlegu söluna á myndinni að hafa svo marga svarta, en fyrir var einn svartur maður í leikaraliðinu. Við vildum líka fá Stellan Skarsgård en þeim þótti það ómögulegt. Þeir skiptu sér að öllu. Hentu okkur út úr klippi- herberginu þegar við vorum búnir að klippa hana og styttu myndina um fimm mínútur, til að ná henni niður í sjónvarpslengd.“ Þegar myndin var klár voru Holly- wood-framleiðendurnir mikið að vandræðast með myndina, þangað til hún komst óvænt inn á Sundance- hátíðina í janúar í fyrra: „Þá urðu þeir bara hrokafullir og settu alltof hátt verð á myndina. Loks keypti Trust Film myndina og hún kom út á myndbandi og DVD í vikunni.“ Marteinn segist hafa lært mjög mikið af þessum fyrstu kynnum sín- um af því hvernig kaupin gerast á Hollywood-eyrinni. Íslensk herstöðvarrómantík Hugurinn leitar til Íslands. Hann segist helst langa til að gera myndir á heimaslóðunum. „Mig langar að gera hryllingsmynd á Íslandi. Svo erum við Jeff að undirbúa mynd sem heitir Stray Toaster.“ Þá staðfestir Marteinn yfirlýsingu Udo Kiers í samtali við Morgunblaðið í vikunni, um að þeir hyggist gera framhaldið að Blood for Dracula, mynd Pauls Morrisseys frá 1974. „Já, Udo er meira að segja búinn að fá leyfi frá Morrissey til að nota brot úr myndinni gömlu. Myndin á að fjalla um aldraðan Drakúla sem orð- inn er leiður á lífinu á ákveður því að fara til Íslands – um vetur náttúrlega því þar eru veturnir svo dimmir – og vill deyja þar en ekki fyrr en hann er búinn að finna arftaka sinn sem hann vill að verði ungur Íslendingur. Auð- vitað leikur Udo blóðsuguna.“ Einnig segist Marteinn hafa tekið að sér að leikstýra mynd eftir hand- riti Snorra Þórissonar sem nefnist White Lies – eða Hvítar lygar. „Það er rómantísk gamanmynd sem gerist í herstöð á Íslandi og fjallar um ástir bandarísks hermanns og íslenskrar stúlku. Við stefnum á að hefja tökur nú í haust, að því gefnu að við náum í fjármagn. Ég er einmitt að fara út til Hollywood að hitta þá sem sá um hlutverkaskipan fyrir One Point O en hún ætlar að hjálpa okkur að sjá um það líka í White Lies.“ Brennt barn forðast eldinn, stend- ur einhvers staðar, og má því ætla að brenndur Marteinn forðist Holly- wood, en eftir stendur kvikmynda- gerðarmaður, reynslunni ríkari, sem í ofanálag hefur mörg járn í eldinum. Kvikmyndir | One Point O er fyrsta kvikmynd Marteins Þórssonar í fullri lengd Marteinn og markaðs- martröðin Morgunblaðið/Árni Torfason Marteinn Þórsson er með mörg járn í eldinum um þessar mundir og stefnir á að gera myndir á Íslandi. Marteinn Þórsson er eini Íslendingurinn sem átt hefur mynd í aðalkeppninni í Sundance. Skarphéðinn Guðmundsson ræddi við hann um úthverfavæðinguna, glímuna við peninga- mennina og Íslandsheimsókn Drakúla greifa. skarpi@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.