Morgunblaðið - 23.01.2005, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 23.01.2005, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. JANÚAR 2005 37 UMRÆÐAN 10 DAGA PÁSKAFERÐ TIL CRANS MONTANA Í SVISS 18. TIL 27. MARS Borgartúni 34 - sími 511 1515 outgoing@gjtravel.is - www.gjtravel.is Guðmundur Jónasson ehf. Ferðaskrifstofa Flogið verður til Genfar og ekið þaðan á eitt besta skíðasvæði Alpanna, Crans Montana. Þar er að finna allt sem prýðir góða skíðabæi, stórvirkar lyftur, fjölbreyttar skíðabrekkur o.fl. Verð á mann 119.700,- krónur með morgunverði. Verð á mann 127.800,- krónur með morgun- og kvöldverði. Innifalið í verði er flug, flugvallarskattar, akstur milli Genfar og Crans Montana við komu og brottför, gisting í 9 nætur í tveggja manna herbergi og íslensk fararstjórn. Í Crans Montana verður gist á Grand Hotel du Parc, sem er fjögurra stjörnu hótel og farþegum okkar vel kunnugt fyrir góða þjónustu. NÝBAKAÐUR forstjóri Alcoa á Reyðarfirði er ekki í öfundsverðu hlutverki. Álverið sem Alcoa hyggst byggja á Reyðarfirði hangir í lausu lofti. Með dómi Héraðsdóms eru for- sendur fyrir rekstri álversins að óbreyttu brostnar en framhaldið háð niðurstöðu Hæsta- réttar. Dómurinn er sameiginlegt skipbrot stjórnvalda og Alcoa og byggist m.a. á afar óhagstæðum sam- anburði fyrir Alcoa hvað mengun áhrærir. Það er því eðlilegt að forstjórinn reyni að berja í brestina í grein í Morgunblaðinu 21. janúar sl. undir fyr- irsögninni „Hagsmunir umhverfisins í fyr- irrúmi.“ Dapurlegt er hins vegar að sjá hvernig þar er hallað réttu máli eins og hér verður að vikið. 1. Í greininni við- urkennir forstjóri Al- coa meiri mengun af brennisteini í and- rúmsloft en fyrir lá af hálfu Norsk Hydro fyrir stærra álver og rafskautaverksmiðju. Munurinn á heildina litið er raunar ferfald- ur Alcoa í óhag og 26- faldur ef miðað er við hvert framleitt áltonn. Ástæðan er sú að Alcoa ætlar að spara sér vot- hreinsibúnað. 2. Lausnin á brenni- steins-menguninni á að felast í tveimur 78 m háum skorsteinum við verksmiðjuna og með því „... verður styrkur brennisteins í andrúmslofti umhverfis álverið hins vegar ekki meiri en samkvæmt fyrri áætlunum og umhverfisáhrifin því ekki meiri“ segir forstjórinn. Háir verksmiðjuskorsteinar eru tákn 19. aldar aðferða til að reyna að losna við skaðlega mengun burt af verk- smiðjulóð. Á svonefndu þynning- arsvæði verksmiðjunnar er föst bú- seta þó bönnuð af heilsufarsástæðum og jarðir sem þar eru fyrir lagðar í eyði. En einum kílómetra inn af þynningarsvæðinu er þéttbýlið á Reyðarfirði og við ytri mörkin tekur við friðlýst útivistarsvæði í Hólma- nesi. Þangað mun mengunin óhjá- kvæmilega berast. Veðurstofa Ís- lands hefur dregið upp mynd af erfiðum aðstæðum í Reyðarfirði, hringrás haf- og landgolu innfjarðar. Í niðurstöðum sínum haustið 2003 segir Veð- urstofan: „Sama loftið gæti því borist tvisvar eða jafnvel þrisvar yfir álverið og Búðareyri á sama degi. Gæti það valdið aukinni skamm- tíma mengun á Búð- areyri, þótt veruleg þynning verði á meng- unarefnum á hinni löngu hringrás loftsins innan fjarðarins ... Hættulegri varðandi skammtímamengun eru þó sennilega miklir hægviðriskaflar með breytilegri vindátt. Sama loftið gæti þá stöku sinnum borist margsinnis yfir álverið og svo yfir Búðareyri“. – Við svona aðstæður er þeim ætlað að búa næstu áratugina sem setjast að á Reyðarfirði. 3. Lítum þá á flúor- mengunina. Um hana segir forstjórinn: „heild- arútblástur flúors (loft- kennt og ryk) verður sá sami ...“. – Loftborið flú- or er það sem hefur skaðlegust áhrif á gróð- ur og þar er samanburð- urinn Alcoa stórum í óhag, þrátt fyrir minni verksmiðju, um 80 tonn á ári hjá Alcoa á móti 55 tonnum í mati Norsk Hydro. Miðað við framleitt áltonn hefði losun loftborins flúoríðs hjá Norsk Hydro numið 130 grömmum en yrði 245 grömm hjá Alcoa eða hátt í helmingi meiri. Þessi aukna flúor- mengun Alcoa leiddi til þess að eftir að athugasemdafresti vegna auglýsts starfsleyfis fyrirtækisins var lokið, fimm dögum áður en Umhverf- isstofnun átti að taka afstöðu, settu lögmenn Alcoa fram kröfu um að fá að losa 50% meira af loftbornu flúor- íði á vaxtartíma gróðurs en ráð var fyrir gert í mati á umhverfisáhrifum fyrir Norsk Hydro. Undan þessari kröfu létu stjórnvöld og færðu með því út áður ákveðin mengunarmörk. Lögmenn Alcoa lýstu þýðingu þessa fyrir fyrirtækið í afar sterkum orðum í bréfi til Umhverfisstofnunar 7. mars 2003. Um þessa stórauknu flú- ormengun kýs Alcoa-forstjórinn að þegja, en vinnubrögðin eru á ábyrgð Umhverfisstofnunar og þáverandi umhverfisráðherra. 4. „útblástur gróðurhúsloftteg- unda minni ...“ segir forstjórinn. Það á ekki við um losun koldíoxíðs á fram- leitt tonn en þar áætlar Alcoa los- unina hátt í 10% meiri en lá fyrir í mati Norsk Hydro. 5. Forstjórinn víkur að „ítarlegri samanburðarskýrslu“ sem Alcoa lagði fyrir Skipulagsstofnun í nóv- ember 2002 „... til að fá úr því skorið hvort gera þyrfti nýtt mat á umhverf- isáhrifum ...“ Sú skýrsla var ann- mörkum háð. Um losun brennisteins- díoxíðs stendur þar stutt og laggott: „Ákveðið síðar“! Þegar Skipulags- stofnun varð við ósk Alcoa um að sleppa fyrirtækinu við mat á um- hverfisáhrifum lágu ekki fyrir „nið- urstöður loftdreifingarreikninga“ en boðað að þeir kæmu fljótlega. Þær niðurstöður voru aldrei kynntar. 6. „Við undirbúning að starfsemi álvers Alcoa Fjarðaráls hafa að- standendur þess í einu og öllu farið eftir þeim leiðum sem lög um mat á umhverfisáhrifum segja til um og fylgt ákvörðunum stjórnvalda.“ Fyrri staðhæfingin er röng að mati Héraðsdóms Reykjavíkur, sú síðari rétt en lögleysa eins og ljóst er af dómsniðurstöðu. Óskandi er að forstjóri Alcoa horf- ist í augu við þau gögn sem fyr- irtækið hefur sjálft lagt fram um mengun frá áformaðri verksmiðju sinni á Reyðarfirði í stað þess að fela sig undir fallegum en röngum fyr- irsögnum. Slíkt er skammgóður vermir miðað við efni máls og breyt- ist fyrr en varir í háðsmerki í ljósi staðreynda Forstjóri Alcoa í erfiðu hlutverki Hjörleifur Guttormsson svarar Tómasi Má Sigurðssyni Hjörleifur Guttormsson ’Óskandi er aðforstjóri Alcoa horfist í augu við þau gögn sem fyrirtækið hefur sjálft lagt fram um meng- un frá áformaðri verksmiðju sinni á Reyð- arfirði í stað þess að fela sig undir fallegum en röngum fyr- irsögnum. ‘ Höfundur er fyrrverandi alþingismaður og ráðherra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.