Morgunblaðið - 23.01.2005, Blaðsíða 55
HVERNIG skyldi vera hægt að
koma ljóðmáli skemmtilega á
framfæri í leikriti fyrir börn? Pét-
ur Eggerz leikari í barnaleikritinu
Landið vifra, sem frumsýnt verður
í Möguleikhúsinu við Hlemm í
dag, hlær við spurningunni og seg-
ir að verkið sé þannig vaxið að
þau búi í raun til leiksýningu upp
úr þessum ljóðum Þórarins Eld-
járns. „Þórarinn hefur ort og gefið
út geysilegan fjölda af ljóðum fyr-
ir börn. Fyrir nokkrum árum not-
uðum við ljóðin hans sem þema á
námskeiði fyrir krakka sem við er-
um með á sumrin, og unnum með
þeim sýningu upp úr þessum ljóð-
um. Það var auðvitað allt annar
handleggur – tuttugu krakkar og
mikið fjör – en jafnframt kviknaði
þessi hugmynd; að það væri gam-
an að gera eitthvað meira með
þetta. Við unnum þetta þannig að
farið var yfir öll ljóðin og valið úr,
en í ljóðunum eru ýmsir karakter-
ar, atburðir og skringilegheit. Við
ímyndum okkur að það sé til eitt-
hvað sem heitir Landið vifra, en
það er heiti á einu kvæðanna hans;
sem er reyndar eiginlega óskilj-
anlegt“, segir Pétur og þylur;
„Landið vifra, landið ulma...“
Hann segir leikritið í grunninn
byggjast á þremur persónum frá
landinu vifra, þar sem allir tala í
bundnu máli. „Innan þessa ramma
má segja að ljóðin og persónurnar
í þeim spretti fram eitt af öðru.
Þetta er ekki ljóðadagskrá heldur
leiksýning byggð á þessum ljóðum.
Ljóðin sem við notum koma þó í
heilu lagi og annar texti – viðbót-
artexti – er í bundnu máli líka.“
Í leikritinu er einnig ný tónlist
því Pétur segir að Möguleikhúsið
hafi fengið Atla Heimi Sveinsson
tónskáld til að semja fyrir sig, en
tónlistina útsetti Guðni Fransson,
ásamt því að spila hana og vinna
aðra hljóðmynd. „Það er auðvitað
frábært að fá Atla Heimi með sér.
Mörg þekktustu lögin hans eru úr
leiksýningum, til að mynda Snert
hörpu mína og Í Skólavörðuholti.“
Frumsýningin verður í húsnæði
Möguleikhússins við Hlemm, en
sýningar verða þó ekki einungis
þar. „Við ætlum að bjóða verkið í
skóla líka; leikskóla og grunn-
skóla. Það er gaman að segja frá
því að við höfum líka verið að
Leikhús | Leikgerð byggð á barnaljóðum Þórarins Eldjárns frumsýnd í Möguleikhúsinu
Börn eru síyrkjandi
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Pétur Eggerz, Aino Freyja Järvelä og Alda Arnardóttir í Landinu vifra.
Ýmsar persónur úr barnaljóðum Þórarins Eldjárns leika þar lausum hala.
reyna að opna augu og huga
barnanna fyrir ljóðum og kveð-
skap og tungumálinu yfir höfuð,“
segir Pétur. „Þess vegna erum við
með verkefni fyrir börnin þar sem
við sýnum, við biðjum þau að
skrifa ljóð áður. Í lokin á sýning-
unni er svo einskonar ljóðahapp-
drætti, þar sem við fáum þessi ljóð
og setjum þau í þar til gerða
ljóðaskjóðu og drögum síðan nokk-
ur upp og flytjum þau í síðasta at-
riðinu í leikritinu“.
Með þessum hætti má segja að
leikhúsið sé notað til að virkja
börnin og bera keflið á milli kyn-
slóða í ljóðagerðinni. „Þau yrkja
vonandi ennþá meira þegar þau
eru búin að sjá leikritið“, segir
Pétur „því þó fólk sé alltaf að tala
um að ljóðið sé á undanhaldi, þá
er það svo merkilegt að það lifir
hvergi jafn góðu lífi og hjá börn-
um. Ljóð höfða mjög mikið til
þeirra og þau eru síyrkjandi. Þau
virðast grípa þetta form vel, þar
sem einfaldar hugsanir eru tjáðar
með fáum orðum fyrir nú utan
hvað þau hafa óskaplega gaman af
því að ríma.“ Pétur viðurkennir
fúslega að Þórarinn Eldjárn eigi
kannski einhvern þátt í því þar
sem ljóðabækur hans fyrir börn
hafa notið mikilla vinsælda.
Það er klukkan 14 í dag sem
persónurnar frá Landinu vifra
leika í fyrsta sinn lausum hala og
gestir geta fengið að kynnast Guð-
mundi á Mýrum sem borðar bæk-
ur, losaranum sem allt vill losa,
karlinum með orðsugu í eyra – og
fleiri kunnuglegum karakterum.
Leikgerð leikhópsins byggð á
barnaljóðum Þórarins Eld-
járns. Viðbótartextar í bundnu
máli: Pétur Eggerz.
Leikarar: Aino Freyja Järvelä,
Alda Arnardóttir og Pétur Eg-
gerz.
Tónlist: Atli Heimir Sveinsson.
Tónlistarútsetningar og hljóð-
mynd: Guðni Franzson.
Leikmynd: Bjarni Ingvarsson
og Katrín Þorvaldsdóttir.
Búningar: Katrín Þorvalds-
dóttir.
Leikstjóri: Ágústa Skúladóttir.
Landið
vifra
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. JANÚAR 2005 55
MENNING