Morgunblaðið - 23.01.2005, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 23.01.2005, Blaðsíða 51
Morgunblaðið/Jim Smart Grafarvogskirkja Félagsstarf Félag eldri borgara, Reykjavík | Göngu-Hrólfar bjóða Hana-nú hópnum og öllum eldri borgurum til sam- verustundar í Ásgarði, Glæsibæ, laug- ardaginn 29. janúar kl. 10, kaffiveit- ingar, grín og glens. Dansleikur sunnudagskvöld Caprí-tríó leikur fyrir dansi frá kl. 20. Félagsmiðstöðin Gullsmára 13 | Bridgekennsla verður í Gullsmára í febrúar og mars. Nokkur pláss laus. Kennt verður á þriðjudögum og föstu- dögum, alls 8 skipti. Skráning í Gull- smára og síma 564 5260. Félagsstarf Gerðubergs | Miðvikudag- inn 2. febrúar verður þorrahlaðborð í hádeginu í Kaffi Berg, skráning þátt- töku hafin á staðnum og síma 575 7720. Hæðargarður 31 | Félagsstarfið er öll- um opið. Þorrablót verður 4. febrúar kl. 17. Sigrún Hjálmtýsdóttir og Anna Guðný Guðmundsdóttir skemmta m.m. Frjálst í Betri stofu, prjóna, hekla, sauma á mánudögum en framsögn og framkoma í Listasmiðju. Boð til Göngu-Hrólfa laugardag 29. jan. kl. 10. Upplýsingar s. 568–3132. Kirkjustarf Grafarvogskirkja | Bænahópur kl. 20. Tekið er við bænarefnum alla virka daga frá kl. 09–17 í síma 587–9070. Staður og stund http://www.mbl.is/sos • Gott fyrirtæki í kynningar- og markaðsþjónustu. • Rótgróið þjónustufyrirtæki í byggingariðnaði. Ársvelta 250 mkr. • Iðnfyrirtæki með sérhæfða framleiðslu og fasta viðskiptavini. 200 mkr. ársvelta. Núverandi eigendur reiðubúnir að eiga áfram minnihluta ef rétti kaupandinn er á ferðinni. • Arðbært útgáfu- og prentþjónustufyrirtæki. • Stór fiskvinnsla í eigin húsnæði í nágrenni Reykjavíkur. • Markaðsstjóri/meðeigandi óskast að rótgrónu þjónustufyrirtæki sem hefur mikla sérstöðu. Hugmyndin er að viðkomandi taki smám saman við af núverandi eiganda og eignist fyrirtækið á nokkrum árum. • Sérverslun með fatnað. • Meðeigandi óskast að góðu jarðverktakafyrirtæki á Austurlandi sem er með mikil verkefni. Viðkomandi þarf að vera traustur og heiðarlegur, gjarnan tæknimenntaður og fær um að annast fjármálastjórn. • Fiskbúð í rótgrónu hverfi. • Kaffihús, veislusalur og aðstaða fyrir veisluþjónustu við Engjateig. • Þekkt sérverslun með 300 mkr ársveltu. • Vel staðsett hótel í austuhluta Reykjavíkur. • Traust iðnfyrirtæki með 200 mkr. ársveltu. • Rótgróið innflutningsfyrirtæki með eigin verslanir. Velta 360 mkr. • Iðnfyrirtæki með mikla sérstöðu og öruggan markað. 90 mkr. ársvelta. • Húsgagnaverslun í góðum rekstri. • Iðnfyrirtæki í plastframleiðslu. Gæti hentað til flutnings út á land. • Þekkt sportvöruverslun í miðbænum. Mjög góður rekstur. Mikill sölutími framundan • Íþróttavöruverslun með þekkt merki og sérvörur. Góð viðskiptasambönd. Sami eigandi í 20 ár. Hagstætt verð. • Ferðaþjónustufyrirtæki miðsvæðis á Norðurlandi. Veitingar og gisting. • Stór trésmiðja með sérhæfða framleiðslu. Mjög tæknivædd. Mikil verkefni og góð afkoma. • Lítil húsgagnaverslun. Auðveld kaup. • Gott fyrirtæki í ferðaþjónustu. • Þekkt undirfataverslun í stórri verslunarmiðstöð. • Sérverslun með tæknivörur. 200 mkr. ársvelta. • Þekkt verslun með föndurvörur. Ársvelta 60 mkr. • Vörubílaverkstæði með mikil föst viðskipti. 4-5 starfsmenn. Vel tækjum búið, í eigin húsnæði á góðum stað. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. JANÚAR 2005 51 DAGBÓK Hálkuvarnir – Hvers á ég að gjalda? FYRIR nokkrum árum var gatan okkar gerð upp og gangstéttirnar þar með. Okkur var gefinn kostur á að setja hitalagnir í gangstéttina fyrir framan húsið sem við greiddum tals- verðan pening fyrir. Gott að hugsa til ellinnar að þurfa ekki að moka snjó- inn. En við vorum þau einu við göt- una sem kostuðum upp á slíkar lagn- ir, þannig að sitt hvorum megin við okkur eru ekki hitalagnir og þar safn- ast snjór. Í tíðarfari eins og hefur verið nú í janúar safnast mikill snjór á gang- stéttirnar og frýs þar. Um alla borg eru á ferðinni litlir traktorar sem þeysast á miklum hraða eftir gang- stéttunum. Fyrst kemur einn sem skefur. Hann skefur snjóinn frá ná- granna mínum og skilur eftir rönd til beggja hliða hjá mér á upphitaðri gangstéttinni sem nær ekki að bræða þessa hauga. Svo kemur hinn á eftir og sandar. TAKK. Fyrst þarf ég að moka snjóinn frá og sópa svo alla gangstéttina til að sandurinn berist ekki inn til mín. Er ekki verið að auka vinnuna hjá mér í stað þess að ég borgaði fyrir að þurfa EKKI að moka. Þetta er eitthvað öf- ugsnúið. Ég hef talað við þá á hverfa- miðstöðinni og beðið um að a.m.k. sandinum væri sleppt rétt á meðan farið er framhjá húsinu mínu, en það virðist ekki komast til skila. Verð ég að búa við þetta? Íbúi við Hofteig. Nýr spítali – flugvöllur MÉR finnst það ótrúleg skammsýni að verið sé að tala um að byggja nýj- an spítala í Reykjavík ef það er ekki ákveðið að hafa Reykjavíkurflugvöll sem áætlunarflugvöll til að þjóna landsbyggðinni. Þá væri skyn- samlegra að byggja spítalann í Kefla- vík ef innanlandsflugið flyst þangað. Sá flugvöllur verður varla lagður nið- ur. Þar sem oft eru skipti á borgar- stjórum finnst mér að þurfi að koma upp nokkurs konar krossaprófi fyrir verðandi borgarstjóra þar sem kæmi fram hvort þeir skilji hvert sé hlut- verk höfuðborgar. Við vitum að stór peningur fer frá ríkinu til Reykjavík- urborgar vegna þess að hún er höf- uðborg og hún á að hafa skyldur sam- kvæmt því fyrir alla landsmenn. Landsbyggðarbúi. Velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is Reykjavíkurmótið. Norður ♠D84 ♥Á864 A/AV ♦D98762 ♣-- Eins og fyrri daginn opnar makker á 15-17 punkta grandi og þú ert með 8 punkta á móti og spennandi skiptingu. En það er ekki á vísan að róa – það gæti staðið geim, jafnvel slemma, en svo er hugsanlegt að spilið þoli ekki nema bút. Þetta veltur mest á því hvað makker á í laufi. Hvaða leið myndi lesandinn fara? Allt í lagi. Segjum að þú byrjir á Stay- man tveimur laufum og makker neiti hálit með tveimur tíglum. Hvað nú? Jú, jú – vissulega veltur þetta svolítið á útfærslu grandsins, en kemur til greina að passa? Það gæti verið rétt, ekki síst ef frjáls þriggja tígla sögn er skilgreind sem geimkrafa en ekki áskorun. Það er alla vega ekki í anda spilanna að melda tvö grönd sem „jafn- skipta“ áskorun. Svona voru allar hendur, en spilið er frá 8. umferð Reykjavíkurmótsins: Norður ♠D84 ♥Á864 ♦D98762 ♣-- Vestur Austur ♠G106 ♠7532 ♥9732 ♥DG10 ♦Á10 ♦3 ♣Á653 ♣K10842 Suður ♠ÁK9 ♥K5 ♦KG54 ♣DG97 Það þarf ekki að skoða spilin lengi til að sjá að sex tíglar er svo gott sem skot- heldur samningur. Tvö pör af 18 náðu slemmunni og þrjú pör spiluðu bút í tígli. Hin pörin 13 spiluðu ýmist þrjú grönd eða fimm tígla. Það er erfitt að ná slemmu eftir gran- dopnun, en þó ekki óhugsandi ef norður tekur strax þann pól í hæðina að krefja í geim. Sú sagnvenja er nokkuð útbreidd að stökkva upp á þriðja þrep í einspils- eða eyðulit með geimkröfuspil á móti grandi. Norður myndi þá segja þrjú lauf og ef suður er mjúkur og tekur undir tígulinn, þá er aldrei að vita nema slemman náist. En erfitt er það. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is Súrefnistæmdar umbúðir til að næringarefnin varðveitist. Fæst í apótekum LifeStream Spirulina seldist upp!!! (blágrænir þörungar) Ný sending k omin Vottað lífræ nt FRÍKIRKJAN Í REYKJAVÍK Viltu syngja með okkur? Óskum eftir söngglöðu og lagvissu fólki, konum sem körlum, í hópinn okkar í Fríkirkjuna við Tjörnina. Áhugasamir hafi samband við Önnu Siggu Helgadóttur söngstjóra í síma 861 3843. Meðvirkninámskeið Meðvirkninámsskeið verður haldið helgina 29.-30. janúar nk. í Nethyl 2. Tímapantanir, skráning og nánari upplýsingar í síma 867 2710. BIRTA ráðgjafastofa Valdís Larsdóttir ráðgjafi valdisla@simnet.is Innritun stendur yfir fyrir vorönn 2005 Grensásvegi 5 Einkatímar, hóptímar, tónfræði Byrjendur og lengra komnir, allir aldurshópar Upplýsingar og skráning í símum 551 6751 og 691 6980 til kl. 19 á daginn Netfang: pianoskolinn@pianoskolinn.is 1. e4 Rf6 2. e5 Rd5 3. d4 d6 4. c4 Rb6 5. f4 dxe5 6. fxe5 Rc6 7. Be3 Bf5 8. Rf3 e6 9. Be2 Rb4 10. Ra3 c5 11. O-O Be7 12. Bf2 O-O 13. Rb5 cxd4 14. Rfxd4 Bg6 15. b3 Rd7 16. Bg3 Bc5 17. Kh1 Db6 18. a3 Rc6 19. Rxc6 Dxc6 20. Bf3 Dc8 21. b4 a6 22. Rd6 Bxd6 23. Dxd6 Rb8 24. Hfd1 Rc6 25. Bh4 Bc2 26. Hd2 Ba4 27. Hc1 Ra7 28. h3 h6 29. Db6 Bc6 30. De3 Dc7 31. Hd4 Kh7 32. Bf6 Hh8 33. Dd3+ Kg8 34. Hg4 Hh7 Staðan kom upp á opna ástralska meistaramótinu sem fram fór fyrir skömmu. Phachara Wongwichit (2005) hafði hvítt gegn William Jordan (2316). 35. Dxh7+! Kxh7 36. Hxg7+ Kh8 37. Hxf7+ og svartur gafst upp enda verður hann brátt hróki undir. Ítalska skák- konan og alþjóðlegi meistarinn Elena Sedina (2416) sló mörgum stórmeist- aranum ref fyrir rass og vann mótið með 8½ vinning af ellefu mögulegum. SKÁK Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is Hvítur á leik. AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.