Morgunblaðið - 23.01.2005, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 23.01.2005, Blaðsíða 42
42 SUNNUDAGUR 23. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ HUGVEKJA Eitt sinn heyrði ég umbarn, sem á árum áðurátti að hafa verið gefiðnafnið Fimmsunntrína.Og hvers vegna? Jú, það hafði fæðst 5. sunnudag eftir trínitatis. Ég veit ekki hvort þetta er satt, man að ég leit eftir þessu í bókinni Nöfn Íslendinga, þegar hún kom út árið 1991, en fann ekki. Þar vantar reyndar ýmislegt, þannig að sagan gæti allt eins hafa gerst og verið rétt. Hvað um það, nafnið er und- arlegt og engin stúlka öfunds- verð að bera það. Annað var Freðsvunta. Og Lofthænur hafa að minnsta kosti fjórar verið til. Síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar. En þá og seinna var prestum fengið þetta erfiða hlut- verk, að leyfa nöfn eða synja þeim, og enn heyrir maður af ýmsu sem þá gekk á. Einn á fyrrihluta 20. aldar fékk ekki að heita Sæberg, af því að um hvor- ugkynsnafn var að ræða, og ann- ar fæddur í kringum 1970 mátti ekki heita Nökkvi, af því að merkingin var „bátur“ eða „skip“. Hinn 31. desember 2002 voru samkvæmt þjóðskrá 2 sem báru nafnið Sæberg sem 1. eig- innafn og 40 sem 2. eiginnafn. Og 55 sem báru nafnið Nökkvi sem 1. eiginnafn, 26 sem 2. eiginnafn. Já, tímarnir breytast. Fyrir nokkrum árum var þessi kaleikur tekinn af prestum og öðrum forsvarsmönnum skráðra trúfélaga á Íslandi og settur í hendur eða að vörum manna- nafnanefndar, skipaðri af dóms- málaráðherra til fjögurra ára í senn. Og það var góð lausn, enda fagfólk þar kallað til, með sér- þekkingu í þessum fræðum. En eitt gleymdist. Hnattvæð- ingin, fallandi múrar, opnun landamæra, breytt samfélags- skipan hér á landi, fjölmenning- arleg. Úrskurðir nefndarinnar fara hins vegar aðallega eftir því hvort nafnið samræmist íslensk- um ritreglum og málvenjum eða hefur öðlast sess í íslensku máli. Samkvæmt því eru eiginnöfn samþykkt ef þau geta tekið ís- lenska eignarfallsendingu, en undantekningar eru ef hefð er fyrir öðrum rithætti þess. Að vísu eru sérstakar reglur um fólk af erlendum uppruna, m.a. þess- ar:  Ef annað foreldri barns er eða hef- ur verið erlendur ríkisborgari má gefa því eitt eiginnafn og/eða millinafn sem er gjaldgengt í heimalandi foreldr- isins, jafnvel þótt nafnið eða nöfnin samræmist ekki íslenskum nafna- reglum. Barninu verður þó að gefa a.m.k. eitt eiginnafn sem samræmist íslenskum reglum.  Maður sem fær íslenskt ríkisfang má halda nafni sínu óbreyttu. Kjósi hann svo má hann líka taka sér eig- innafn, millinafn og/eða kenninafn sem samræmist íslenskum nafnareglum.  Þeir sem áður hafa fengið íslenskt ríkisfang með því skilyrði að þeir breyttu nafni sínu geta sótt um það til dómsmálaráðherra að fá að breyta nafni sínu til fyrra horfs, að hluta eða að öllu leyti. Sama gildir um niðja þeirra. En þetta er ekkert annað en mismunun á þegnum landsins og á ekki að líða. Eins er það auðvit- að með ættarnöfnin og margt fleira. Þar eru sumir jafnari en aðrir. Í þessa ferð var einfaldlega lagt af stað með ónýtar verjur og lélegt sjókort, enda er fleyið komið upp á sker fyrir löngu. En mannanafnanefndar er engu að síður þörf og henni ef- laust vandi á höndum, því margt sem þangað berst er ein- kennilegt, s.s. Kosmo, Vídó og Finngálkn. Hins vegar er erfitt að átta sig á því, hvers vegna sumum nöfnunum er hafnað. Rökin virðast svo léttvæg. Eða af hverju fá Anai og Leonida ekki að komast á listann góða, á með- an leyfð eru kvenmannsnöfn eins og Amadea og Susan, og af hverju ekki karlmannsnafnið Theophilus, þegar Ebenezer og Thomas fá inni? Og í sumum til- vikum er varla annað hægt en að spyrja í forundran hvað sé eig- inlega í gangi, þegar stúlka má ekki heita Apríl, en allt í lagi er að piltur heiti Nóvember. Ég held að nefndinni væri betra að eyða kröftum og gáfum í að reyna að koma í veg fyrir ónefni, í stað þess að vera að hamast á þessu gráa svæði, elt- andi ólar við hluti, sem ættu ekki að skipta neinu máli. Eða hvern varðar um, þótt einhver riti nafn sitt Tímótheus, þegar aðrir mega skrifa Arthur, Arthúr, Lúther, Theodór og Theódór, og stúlkur Athena, Dorothea, Dóróthea, Ethel, Kathinka, Theodóra og Theódóra? Og á meðan leyfileg eru nöfn eins og Stefánný, Brest- ir, Fólki, Har, Karkur, Matt og Viljar? Ég bendi á, að tilgang- urinn með lögunum, sem um þetta voru sett árið 1996, var m.a. að koma í veg fyrir að nafnið yrði þeim til ama sem bæri það. Samt er ekkert sem getur komið í veg fyrir, að einhver heiti Ljót- ur Bolli eða Drengur eða Ketill, eða þá Hreinn Sveinn. Og hvern- ig þykir konu að vera gift Fífli? Benda má á, að viðliðurinn í bönnuðu orðmyndinni Tímótheus er hinn sami og forliður leyfilegu nafnanna Theodór og Theódór, Theodóra og Theódóra, sumsé hið gríska „theos“ sem merkir „guð“. Rúsínan í pylsuendanum er sú, að úrskurðum mannanafna- nefndar er ekki unnt að vísa til æðra stjórnvalds. Og þó er Ís- land elsta lýðræðisríki í heimi, og með þeim allra virtustu. Eitthvað er nú bogið við þetta allt saman. Fimmsunntrína sigurdur.aegisson@kirkjan.is Sonur þinn má heita Bambi, Kjallakur eða Sólimann, en alls ekki Baltazar, Daniel eða Theophilus. Og dóttirin Bryndísa, Víggunnur og Þúfa, en ekki að ræða um Naomi, Siv eða Theresa. Sigurður Ægisson veltir í dag fyrir sér ályktunum hinnar ágætu manna- nafnanefndar. MINNINGAR ✝ Aðalsteinn Gísla-son fæddist í Krossgerði á Beru- fjarðarströnd 16. júní 1913. Hann lést 13. janúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru Gísli Sigurðsson kennari, f. 27. sept- ember 1876, d. 26. júlí 1937, og Vilborg Einarsdóttir hús- freyja, f. 14. ágúst 1875, d. 27. júlí 1959. Systkini Aðalsteins voru: Þóra Tryggv- ína Tryggvadóttir, 1898–1935, Guðfinna, 1903–1998, Sigurður Óskar, 1905–1925, Ingólf- ur, 1907–1925, Einar Björgvin, 1910–1971, og Málfríður Guðný, 1911–1996. Aðalsteinn kvæntist 29. ágúst 1946, Áslaugu Jónsdóttur, f. í Svínadal í Kelduhverfi 26. febrúar 1927, d. 23. maí 2000. Þau skildu 1959. Þau áttu þrjú börn, þau eru: 28. janúar 1991 með Davíð Stefáns- syni, f. 14. október 1973. b) Ingólf- ur, f. 19. maí 1978. c) Ásgeir, f. 8. apríl 1983. Tryggvi Þór átti Sölva Blöndal, f. 18. september 1971, með Þórhildi Blöndal, f. 13. júlí 1949. 3) Vilborg, kennari og sjúkraliði við dvalarheimilið Sunnuhlíð í Kópa- vogi, f. 9. október 1954, gift Áskeli Þórissyni, f. 19. mars 1953. Dóttir þeirra er Laufey Dóra, f. 27. apríl 1990. Vilborg átti Aðalstein Arnar- son, f. 17. nóvember 1972 með Erni Bragasyni, f. 10. febrúar 1953. Maki Hulda Björk Jóhannsdóttir, f. 26. maí 1973. Þau eiga Hákon, f. 12. september 2001. Aðalsteinn stundaði nám við Menntaskólann á Akureyri og lauk þaðan gagnfræðaprófi. Hann lauk íþróttakennaraprófi frá Íþrótta- skólanum að Laugarvatni og kenn- araprófi frá Kennaraskóla Íslands. Hann var farkennari víða á Aust- fjörðum, kenndi á Hellissandi og í Kelduhverfi. Þá kenndi hann í Keflavík og Kópavogi. Þegar hann var kominn á eftirlaunaaldur vann hann við trésmíðar um árabil, lengst af hjá Trésmiðjunni Víði. Útför Aðalsteins var gerð frá Höfðakapellu á Akureyri 21. jan- úar. 1) Kristín, dósent við Háskólann á Akureyri, f. 8. maí 1946, gift Hall- grími Indriðasyni, f. 16. ágúst 1947. Börn þeirra eru: a) Berg- lind, f. 2. október 1968, maki Björn Margeir Sigurjónsson, f. 16. júlí 1967. Þau eiga Maríu Kristveigu, f. 23. ágúst 2004. b) Aðalsteinn, f. 25. nóvember 1976. c) Tryggvi f. 26. maí 1979, maki Þóra Pét- ursdóttir, f. 26. febr- úar 1978. Þau eiga Kötlu, f. 31. janúar 2004. 2) Tryggvi Þór, framkvæmdastjóri Arbetarnas Bildningsförbund (ABF) í Örebro í Svíþjóð, f. 27. júní 1950, kvæntur Svanhvíti Gróu Ingólfsdóttur, f. 27. maí 1949. Börn þeirra eru: a) Unn- ur, f. 17. október 1973, maki Tommy Nyström, f. 5. febrúar 1965. Þau eiga Sindru Linn, f. 24. október 2002. Unnur átti Ásu Rut, f. Drottinn vakir, Drottinn vakir daga’ og nætur yfir þér. Blíðlynd eins og besta móðir ber hann þig í faðmi sér. Allir þótt þér aðrir bregðist, aldrei hann á burtu fer. Drottinn elskar – Drottinn vakir daga’ og nætur yfir þér. (Sigurður Kr. Pétursson.) Elsku pabbi minn. Þetta vers kenndir þú mér þegar ég var lítil stúlka. Ég vil þakka þér fyrir að vera alltaf til staðar þegar á þurfti að halda. Hvíl í friði. Vilborg. Hann þekkti sinn vitjunartíma Að- alsteinn Gíslason tengdafaðir minn þegar hann að kvöldi 12. janúar hringdi í dóttur sína og áréttaði nokk- ur grundvallaratriði í lífi sínu. Taldi sig lánsaman mann að hafa náð háum aldri og vera umvafinn góðri fjöl- skyldu. Hann kvaddi svo þennan heim tæpum sólarhring síðar. Eftir langa ævi átti hann ríkulegan sjóð minninga sem hann óspart sótti í á síðari árum, minningar hans frá æsku- og uppvaxtarárunum í Beru- firði gátu orðið svo skýrar og lifandi að undrum sætti. Það mun nú falla í okkar hlut, afkomenda hans, að rifja upp minningar hans um leið og við hugsum með hlýju og ást til þessa sómakæra heiðursmanns. Aðalsteinn, farkennari í Berufirði ungur maður, sem tók við kennslu af föður sínum, Gísla Sigurðssyni, sem lamaðist og gat ekki sinnt kennara- starfi. Að vera farkennari í dreifbýli á þessum tíma hefur verið líkast því að vera förumaður fyrr á öldum. Hann sagði mér að hann hefði gist og kennt á öllum bæjum í Berufjarðarhreppi áður en þessum reynslutíma lauk. Aðalsteinn ungur og auralaus nem- andi við Menntaskólann á Akureyri, á götóttum skóm. Hugurinn stóð til verkfræði eða tengdra greina, en að- stæður heima höguðu því svo að hann hélt aftur í sveitina sína og gekk til fyrri starfa við kennslu, sem eftir það varð hans ævistarf. Kennari í Kelduhverfi eftir stríð heillast af ungri og glaðværri konu. Þau giftast og flytja suður til Kefla- víkur og eignast þar þrjú mannvæn- leg börn, Kristínu, Tryggva og Vil- borgu. Lífið rennur sitt skeið og brátt tekur við nýr tími með nýjum við- fangsefnum. Þegar Kópavogur er að breytast frá byggð í bæ flytja þau Aðalsteinn og Kristín dóttir hans saman á Ás- braut 3, þá hefst enn nýr tími fyrir þau bæði. Aðalsteinn hefur kennslu í Kársnesskóla, en vinnur á sumrin í byggingarvinnu og fær þannig útrás fyrir sköpunargleði og hagsýni hins verkfæra manns. Það er á þessum tímamótum, sem ég kynnist þessu óvenjulega sambýli á Ásbrautinni. Þar ríkti ekki ótti og afskiptaleysi milli sambýlisfólks í fjölbýlishúsi. Þar voru alla dyr opnar og öllu deilt. Lífið heldur áfram og nú blasa við hin efri ár. Heilsan er góð og ekkert gefið eftir sem sækja má. Eftir að venjulegum eftirlaunaaldri við kennslu var náð hóf tengdafaðir minn smíðar af fullum krafti í Trésmiðjunni Víði. Jafnframt þessu hóf hann að stunda sund af meira kappi en fyrr og safnaði að sér verðlaunagripum sem prýddu heimili hans. Sundið í Kópa- vogslauginni var honum líkamleg nauðsyn og félagsleg afþreying. Baráttuna við ellina vinnur enginn, en miðað við atgervi og líkamsþrótt kom skyndilegt fráfall þessa heiðurs- manns okkur að óvörum. Við áttum saman yndisleg jól í Kjarrhólmanum í Kópavogi og gátum rifjað upp góðar minningar. Á stofuveggnum hangir ljósmynd af Búlandstindi þar sem hann speglast í lognkyrrum Berufirð- inum. Augu gamals manns stöðvast við kyrrðina og fyrr en varir er hug- urinn kominn heim. Heim þar sem all- ar góðar minningar áttu sitt upphaf og allt var í traustum skorðum. Aðalsteinn trúði því að dauðinn væri nýtt upphaf. Líf með nýjum for- merkjum. Við ættingjar þínir og vinir eigum minningarnar um þig og þinn tíma og á þann hátt munt þú lifa með okkur. Hallgrímur Indriðason. Blásið var á lífsljós tengdaföður míns á þrettánda degi nýs árs. Þar með lauk ævi Austfirðingsins og kennarans Aðalsteins Gíslasonar. Líf- ið lék ekki alltaf við Aðalstein en vilja- styrkurinn var ótrúlega mikill. Á þeim tíma þegar fátæktin lá yfir land- inu eins og mara tókst honum að brjótast til mennta og ljúka kennara- námi en varð þá að láta staðar numið. Efnin leyfðu ekki að áfram væri hald- ið en löngunina skorti ekki svo mikið er víst. Hér er hvorki tími né rúm til að rekja baráttusögu Aðalsteins en svo mikið er víst að hann kleif tinda sem aðrir töldu ófæra. Aðalsteinn gerði ekki miklar kröfur til lífsins og hann átti erfitt með að skilja kröfuhörku nútímamannsins og löngun hans í fánýti. Líf Aðalsteins var einfalt en innihaldsríkt. Hann kunni að meta ljóð skálda 19. aldar og hann hafði góðan smekk og kunnáttu þegar kom að íslenskri tungu. Hann gat farið með ljóð höfuðskálda og var sjálfur ágætlega hagmæltur. Það skipti hann hins vegar litlu hvort bux- urnar voru í brotum eða skyrtan rétt hneppt. Heiðarleiki og ráðvendni ein- kenndu líf Aðalsteins. Hann gerði ætíð meiri kröfur til sín en annarra. Í uppvextinum hlýtur honum að hafa verið kennt að feta hinn mjóa veg því það gerði hann dyggilega alla sína tíð. Lífið verður fábreyttara án Aðal- steins Gíslasonar; mannsins sem fór rösklega 16 þúsund sinnum í renni- brautina í Kópavogssundlaug og var á tíræðisaldri svo stinnur og stæltur að yngri menn máttu öfunda hann. Krafturinn var með ólíkindum. Aldrei heyrðist hann kvarta. Eftir því sem árin liðu varð honum tíðræddara um æskustöðvarnar og þær liðu ljóslifandi hjá þegar hann talaði. Atburðir sem áttu sér stað fyr- ir tugum ára voru oft rifjaðir upp og þeir sem hlustuðu voru farnir að þekkja fólkið sem nefnt var til sög- unnar. Nú er það flest löngu horfið á vit feðra sinna. Án efa eru gamlir Berfirðingar búnir að fagna gömlum vini og félaga en við – sem eftir sitjum – kveðjum mann sem lifði langa ævi og skilur eft- ir sig falleg spor. Áskell Þórisson. Afi minn Aðalsteinn Gíslason var á margan hátt óvenjulegur maður. Rætur hans og uppruni voru í sam- félagi sem stóð nær 19. öld en þeirri 20. en hann hafði vakandi áhuga á samtíma sínum, og meðal hans helstu kosta voru fordómaleysi og þekking- arleit. Hann var hávaxinn og svipmik- ill, heilsuhraustur svo af bar enda gekk hann á milli bæja og landshluta sem barnakennari á fyrri hluta 20. aldar. Seinna gerðist hann sundgarp- ur og hélt þannig miklu líkamsþreki fram á síðustu daga. Hann hafði sterka lund og sveigði skoðanir sínar og viðmót ekki að ríkjandi vindum. Sterkustu bernsku- minningar mínar tengdar afa eru af honum liggjandi uppi í sófa með bók í hönd. Bestu minningarnar eru þó að hafa legið við hliðina á honum á sóf- anum og hlustað á ævintýri og sögur sem hann spann upp og gleymdi jafn- óðum. Aldrei sama sagan tvisvar. Afi varð fyrir áföllum í lífinu, en hann byrgði þau með sér. Hann hafði oft orð á því hvað hann væri lánsam- ur, hann hefði ekki yfir neinu að kvarta. Háaldraður sýndi hann ný- fæddri dóttur minni ómældan áhuga og kærleik. Afi sagði margar sögur, og oft tengdust þær fólkinu í Berufirði og sveitunum í kring á uppvaxtarárum hans. Ég vona að frásagnir hans og fólkið sem þær snerust um fylgi mér og minni mig á það í ysi daganna, og kapphlaupi um lífsfyllingu og verald- leg gæði að einu sinni var til annar heimur þar sem fólki gafst ekki kost- ur á að flýja sjálft sig. Yfir Berufirði gnæfir Búlandstind- ur formfagur og hefur vakað yfir fólki þar um aldir. Þetta fjall var afa hug- stætt. Svo mjög að fjallið var ekki að- eins fögur náttúrusmíð heldur eitt- hvað annað og meira. Tindurinn gnæfði yfir æskuminningum hans og birtist þar í margbreytileika sínum, í vetrarkuli, þoku og þar sem það speglaðist í sól og spegilsléttum firði. Í hug minn skín hamrafjallið sem horfði á mig barn í túni, að slokknaðri sól vildi ég sofna í það, sofa þar vakna? (Snorri Hjartarson.) Berglind Hallgrímsdóttir. Aðalsteinn Gíslason, fyrrverandi kennari, móðurbróðir minn, er látinn, AÐALSTEINN GÍSLASON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.