Morgunblaðið - 08.02.2005, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 08.02.2005, Blaðsíða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 8. FEBRÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Við verðum að vona að útrás víkinganna verði ekki svo algjör að hræðurnar sem eftir verða verði án heimilisfangs. Kosningar til stúd-entaráðs og há-skólafundar Há- skóla Íslands eru á morgun og fimmtudag og áformað að úrslit liggi fyr- ir á fimmtudagskvöld. Fjórir listar eru í framboði að þessu sinni. Auk Vöku, sem er í meirihluta í stúd- entaráði og stjórnað hefur starfsemi SHÍ undanfarin ár, og Röskvu, bjóða Há- skólalistinn og Alþýðulist- inn fram til stúdentaráðs. Háskólalistinn á tvo sitj- andi fulltrúa í ráðinu, en Alþýðulistinn er óskrifað blað, nýtt framboð sem forsvarsmenn listans segja „óánægjuframboð“. Kosið er um níu fulltrúa til stúd- entaráðs til tveggja ára í senn. Átján fulltrúar eiga sæti í ráðinu og er helmingi þeirra skipt út ár- lega. Það framboð sem nær meiri- hluta í kosningum, stjórnar síðan í krafti síns meirihluta hverju sinni. Þá eru tveir fulltrúar kosnir til setu í háskólaráði annað hvert ár til tveggja ára, og sex á háskóla- fund. Rúmur fjórðungur háskólanema barnafólk Um níu þúsund nemendur eru á kjörskrá. Þrátt fyrir að frambjóð- endur segi að þeir merki áhuga á kosningunum í ár hefur reynsla undanfarinna ára verið önnur og aðeins um þriðjungur hefur að jafnaði neytt kosningaréttar síns. Engin einhlít skýring virðist á þessu. Þeir sem rætt var við benda m.a. á að margir stúdentar við HÍ sæki ekki kennslu alla daga eða séu lítið í skólanum utan kennslustunda og aðrir láti sig einfaldlega litlu varða félags- og hagsmunastarf stúdenta, hverjar svo sem skýringarnar á því kunna að vera. Forsvarsmenn stærstu fylkinga í stúdentapólitíkinni eru sammála um að baráttumálin séu um margt þau sömu og að kosningarnar snú- ist öðrum þræði um áherslumun í einstaka stórum málum. Fyrst og fremst sé kosið um starfs- og vinnuaðferðir, hvaða fólk eigi að leiða baráttuna, hvar áherslur eigi að liggja og skilaboð sem eigi að senda út í samfélagið fyrir hönd stúdenta. „Við leggjum okkar vinnubrögð óhrædd í dóm kjós- enda, enda teljum við okkur hafa verið að skila mjög góðu starfi,“ sagði einn viðmælandi úr röðum Vöku. Röskvu-liði sem rætt var við sagði gagnrýni þeirra á ríkjandi stjórn einkum snúa að því, að rödd stúdenta væri hætt að heyrast úti í þjóðfélaginu. „Það vantar upp á að stúdentar bakki Háskólann upp þegar gagnrýni er beint að stjórnvöldum, en líka að veita há- skólanum aðhald.“ Meðal stóru málanna sem upp hafa komið í stúdentaráði að und- anförnu er barátta fyrir lengri af- greiðslutíma Þjóðarbókhlöðunn- ar, sem til stóð að draga úr, og umræða um skólagjöld sem lauk með yfirlýsingu menntamálaráð- herra sl. sumar, um að hún hygð- ist ekki leggja þau á hvað snertir grunnnám. Bæði Vaka og Röskva segjast mótfallin upptöku skóla- gjalda og báðar fylkingar taka undir að langur afgreiðslutími Þjóðarbókhlöðu sé lykilatriði fyrir stúdenta. Raunar væri nær að stúdentar hefðu tóm til að berjast fyrir enn meira aðgengi að bygg- ingum Háskólans í stað þess að berjast fyrir að halda því sem náðst hefur, eins og einn viðmæl- andi orðaði það. Lánasjóðsmálin hafa lengi verið eitt af aðalbaráttumálum stúdenta og eru enn, en tvær stærstu fylk- ingarnar skera sig í sundur hvað áherslur varðar. Vaka hefur lagt áherslu á að tekjuskerðing náms- lána verði afnumin meðan Röskva vill hækka grunnframfærsluna, það komi öllum jafnt til góða, á meðan Vaka segir að verið sé að refsa stúdentum fyrir það eitt að vinna. Hvað sem því líður hefur tekjuskerðingarhlutfall námslána lækkað og er í dag 33%. Forsvarsmenn Vöku og Röskvu sem rætt var við benda báðir á málefni fjölskyldunnar sem mik- ilvægt hagsmunamál, enda sé rúmur fjórðungur háskólanema við HÍ barnafólk. Vaka bendir á að fjölskyldunefnd hafi verið komið á laggirnar í því skyni að koma til móts við þennan hóp og ýmsir litl- ir atburðir skipulagðir innan skól- ans, auk þess sem stúdentaráð sé vakandi í hagsmunagæslu sinni fyrir stúdenta út á við. Einstaklingskosningakerfi? Háskólalistinn, sem minnst var á áðan, er nýtt afl í stúdentapóli- tíkinni, kom nýr inn á lista 2003 en hans helsta baráttumal er að koma á fót einstaklingskosninga- kerfi eða styttri framboðslistum. Fólk sem hafi áhuga á hagsmuna- baráttu stúdenta geti þannig boð- ið sig fram án þess að knýja dyra hjá fylkingunum tveimur. Þrátt fyrir að listinn hafi komið fulltrú- um sínum að hafa hugmyndir Há- skólalistans lítinn hljómgrunn fengið í stúdentaráði og segja þeir sem rætt var við að með slíku kerfi væri hætt við að dýrmæt reynsla glataðist úr ráðinu og einnig það aðhald sem fylkingarnar veita hver annarri. Fréttaskýring | Kosningar til stúdentaráðs HÍ og háskólafundar Lánasjóðsmál skilja í sundur Aðeins um þriðjungur stúdenta hefur neytt kosningaréttar síns síðustu ár Skólagjaldamótmæli við HÍ fyrir um ári. Vinstri hægri snú í stúdentapólitík  Tveimur stærstu hreyfingum stúdenta hefur lengi verið skipt til hægri og vinstri í pólitík, þrátt fyrir að viðmælendur úr röðum Vöku sverji af sér tengsl við Sjálfstæðisflokk. „Við erum í engum samskiptum við Sjálf- stæðisflokk né aðra flokka.“ Við- mælandi úr röðum Röskvu tók ekki eins djúpt í árinni, fólk inn- an listans væri „félagshyggjufólk og jafnaðarmenn“ þótt þar væri fólk úr flestum flokkum. kristjan@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.