Morgunblaðið - 08.02.2005, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 08.02.2005, Blaðsíða 36
36 ÞRIÐJUDAGUR 8. FEBRÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ Miðasalan er opin: frá kl 10:00 alla virka daga. Netfang: midasala@borgarleikhus.is Miðasala í síma 568 8000 - og á netinu: www.borgarleikhus.is geggjað grínleikrit eftir DANIEL GUYTON ☎ 552 3000 www.loftkastalinn.is “HREINLEGA BRILLJANT”EB DV • Föstudag 18/2 kl 21 LAUS SÆTI Loftkastalinn ✦ Seljavegi 2 ✦ 101 Reykjavík ✦ Miðasalan er opin frá 11-18 2. sýn. 13.feb. kl. 19 – ÖRFÁ SÆTI LAUS 3. sýn. 18.feb. kl 20 – ÖRFÁ SÆTI LAUS 4. sýning 20. feb. kl. 19.00 – NOKKUR SÆTI LAUS 5. sýning 25. febrúar kl. 20.00 – 6. sýning 27. febrúar kl. 19.00 7. sýning 4. mars kl. 20.00 – 8. sýning 6. mars kl. 19.00 – 9. sýning 12. mars kl. 19.00 Miðasala á netinu: www. opera.is Miðasalan er opin kl. 14-18 virka daga, kl. 13-18 lau. og sun. og fram að sýningu sýningardaga. Símasala frá kl. 10 virka daga. Frumsýning 11. febrúar kl. 20 – UPPSELT 4 600 200 leikfelag.is Miðasölusími „Fjarskalega leiftrandi og skemmtileg sýning“ H.Ö.B. RÚV Óliver! Eftir Lionel Bart Fös. 11.2 kl 20 UPPSELT Lau. 12.2 kl 20 UPPSELT Sun. 13.2 kl 14 aukasýn. Örfá sæti Fös. 18.2 kl 20 Örfá sæti Lau. 19.2 kl 20 Örfá sæti Fös. 25.2 kl 20 Nokkur sæti Lau. 26.2 kl 20 Örfá sæti Ath: Ósóttar pantanir seldar daglega! Ath! Sýningum lýkur í febrúar TÍUNDA efnisskráin af 17 á Myrk- um músíkdögum 2005 var helguð flautuverkum. Líkt og á fyrri Sal- artónleikum MM sama kvöld var fátt hlustenda, enda föstudagur í miðjum þorra þar sem fleiri blóta iðrum sér en eyrum. Fyrstu tvö atriði voru án undir- leiks. Muml (= uml?), fjögurra mín- útna hugleiðing frá 1997 eftir Kåre Dyvik Husby, Norðmann að lík- indum (enn voru höfundar ókynntir í tónleikaskrá), naut, auk blæríkis í blæstri Áshildar Haraldsdóttur, einkum stuttleika síns. „Brevity is the soul of wit“ orti skáldjöfurinn frá Stratford, og ekki að ástæðulausu. Solitude (10’) Magnúsar Blöndal Jóhannssonar heitins bauð síðan upp á melódíska millilendingu, þar sem músa hans og hlustenda sat ein úti á steini ef ekki araþúfu og lyftist þaðan upp í forsal vinda á hug- fleygum vængjum moll-blendinnar angurværðar. Fyrirferðarmest – a.m.k. að tíma- lengd (38’) – var ný Sónata fyrir flautu og píanó eftir Atla Heimi Sveinsson, sem frumflutt var með þvílíkum glæsibrag að réttlætti full- komlega skuldsligandi orð höfundar: „samið fyrir snillinginn Áshildi Har- aldsdóttur“. Verkið var í sjö þáttum auk eftirmála, og megininntaki þeirra var lýst í tónleikaskrá frá fyrstu hendi svo jaðraði við not- endaleiðbeiningar. Þrátt fyrir það var þetta anzi drjúgt tónkóð að sporðrenna í einni hlustun. En jafn- vel þótt sumt slægi mann ósjálfrátt sem komið af hraðskreiðasta færi- bandi, þá smakkaði annað af meiri yfirvegun. Alltjent tryggðu mismun- andi stílbrigði hinna ólíku þátta heildinni nokkra fjölbreytni. Mest hreif samt þegar minnst lét – eins og í IV [„eins konar þjóðlag- tríó-þjóðlag“] er hefði næstum getað verið að beiðni Geirþrúðar drottn- ingar í Hamlet um „more matter, less art“, og hefði kannski mátt ger- ast oftar. Iðandi síhreyfið í VII gerði miklar kröfur til leikni beggja spil- enda og ekki sízt til úthalds flautu- leikarans, en þær Áshildur og Anna Guðný stóðust þá raun sem aðrar með frábærlega samstilltri fag- mennsku og leiftrandi fimi. Nýir flaututónar TÓNLIST Salurinn Flautuverk eftir Kåre Dyvik Husby, Magn- ús Blöndal Jóhannsson og Atla Heimi Sveinsson. Áshildur Haraldsdóttir flauta, Anna Guðný Guðmundsdóttir píanó. Föstudaginn 4. febrúar kl. 22. Myrkir músíkdagar Morgunblaðið/Ásdís Ásthildur Haraldsdóttir flautuleikari og Anna Guðný Guðmundsdóttir píanóleikari léku saman á Myrkum músíkdögum sl. föstudag. Ríkarður Ö. Pálsson TINNA Þorsteinsdóttir píanóleikari frumflutti hvorki meira né minna en fimm verk á tónleikum á Myrkum músíkdögum á laugardaginn. Fyrst á dagskrá var Granit Games eftir Mist Þorkelsdóttur, en það var fallega samansett tónsmíð. Á tímabili mátti greina áhrif frá impressjónismanum, sérstaklega prelúdíum Debussys, sem kom á óvart og var verulega heillandi. Verkið er vel skrifað fyrir píanó, möguleikar hljóðfærisins eru prýðilega nýttir og Tinna spilaði það af innlifun og næmri tilfinningu fyrir ólíkum blæbrigðum tónlistarinnar. Dínamít eftir Kolbein Einarsson, næsta atriði tónleikanna, bar nafn með rentu. Tinna lék á píanóið sem fyrr, en tölva umbreytti hljómi hljóð- færisins í eitthvað stórfurðulegt, t.d. klukknahljóm og annað er ekki verð- ur með orðum lýst. Grunnhending- arnar voru lifandi, úrvinnslan var hugvitsamleg og útkoman var svo annarsheimsleg að dásamlegt var á að hlýða. Fantasiestück eftir Áskel Másson var líka áhrifaríkt, bæði ákaft og til- þrifamikið og með sannfærandi fram- vindu en leið dálítið fyrir takmarkaða tækni píanóleikarans. Áslátturinn var heldur einhæfur og hraðar nótur á efra tónsviðinu skorti lipurð. Tónlist- in náði því aldrei þeim glæstu hæðum sem tónskáldið hafði greinilega í huga. Ekki er hægt að finna neitt að verkunum eftir hlé, sem voru Tvær tokkötur eftir Þorstein Hauksson og Ikarus fyrir píanó og tölvuhljóð eftir Steingrím Rohloff. Fyrri tokkata Þorsteins bar keim af etýðum Rachmaninoffs án þess að það færi yfir strikið; báðar tokköturnar voru stílhreinar og magnþrungnar og Tinna flutti þær af fagmennsku og ör- yggi. Ikarus eftir Steingrím kom líka vel út, tölvuhljóðin víkkuðu út píanó- hljómana svo hljóðfærið varð nánast að heilli hljómsveit og virkaði það furðu eðlilegt, sérstaklega þar sem tónlistin var bæði frumleg og skemmtilega myndræn. Í stuttu máli voru þetta athygl- isverðir tónleikar; öll verkin eru kær- komin viðbót í flóru íslenskra tón- verka og er Tinnu hér með óskað til hamingju með framtakið. Dínamít og klukknahljómur TÓNLIST Salurinn í Kópavogi TINNA Þorsteinsdóttir píanóleikari frum- flutti tónsmíðar eftir Mist Þorkelsdóttur, Kolbein Einarsson, Áskel Másson, Þor- stein Hauksson og Steingrím Rohloff. Laugardagur 5. febrúar. Myrkir músíkdagar Morgunblaðið/Jim Smart Tinna Þorsteinsdóttir frumflutti fimm verk á tónleikum á Myrkum músíkdögum sl. laugardag. Jónas Sen ÉG verð að viðurkenna að þegar ég sá að á efnisskrá raftónleika í Salnum í Kópavogi á sunnudagskvöldið væri Líðan III eftir Ríkharð H. Frið- riksson, hugsaði ég með mér: Ó nei! Líðan I og Líðan II voru nefnilega samansettar úr miður geðslegum öskrum sem voru óskemmtileg áheyrnar og ég hlakkaði ekki til að heyra meira þvíumlíkt. Til allrar hamingju virðist líðan Ríkharðs hafa skánað; Líðan III var samansett úr hljóðum sem tengjast gleði og ham- ingju og voru hlátrasköll áberandi. Var það skemmtilega unnið og kom stöðugt á óvart. Hláturinn breyttist á tímabili í eitthvað sem minnti helst á heilt herfylki af kalkúnum og var at- hyglisvert að heyra hvernig hljóðin sköpuðu þrívídd með því að berast á milli hátalaranna. Verkið var líka hóflega langt, ólíkt Líðan I sem ætl- aði aldrei að verða búin og bergmálar enn í undirmeðvitundinni, þó hún hafi verið flutt fyrir nokkrum árum. Í það heila voru þetta skemmti- legir tónleikar. Ég er samt á þeirri skoðun að sumt hafi verið heldur langt. Bæði Ariel I eftir Harald Sveinbjörnsson og Dual Closure II eftir Úlfar Inga Haraldsson voru vissulega seiðmagnaðar tónsmíðar en hefðu komið mun betur út ef þær hefðu verið styttri og hnitmiðaðri. Verkið Balance eftir Camillu Sö- derberg var hins vegar glæsilegt, fullt af fínlegum blæbrigðum sem hvert um sig sagði heila sögu. Roll over and over eftir Hilmar Þórð- arson var einnig eftirminnilegt, tón- skáldið stóð sjálft á sviðinu og stjórn- aði rafhljóðunum með skurðstofuhönskum sem á voru festir vírar; það var vissulega kómískt en líka áhrifamikið. Kvikmynd sem sýndi dropa á sífelldri hreyfingu og var varpað fyrir ofan tónskáldið var skemmtileg, og var heildarútkoman draugaleg, en líka barnsleg, eins og hún átti sennilega að vera. Þess má geta að efniviðurinn er sóttur í nátt- úruna, nánar tiltekið brimið á Mal- arrifi á Snæfellsnesi. Í tónleika- skránni segir Hilmar að hann hafi dvalið í vitavarðarhúsi og þakkar öll- um óværunum sem dönsuðu í kring- um hann og „gerðu vart við sig á eft- irminnilegan hátt“. Það hljómar ekki geðslega en hefur greinilega verið tónskáldinu innblástur. Batnandi manni er best að lifa TÓNLIST Salurinn í Kópavogi Raftónverk eftir Hilmar Þórðarson, Rík- harð H. Friðriksson, Camillu Söderberg, Harald Sveinbjörnsson og Úlfar I. Har- aldsson. Guðni Franzson klarinettuleikari kom fram í verki Úlfars. Laugardagur 5. febrúar. Myrkir músíkdagar Jónas Sen

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.