Morgunblaðið - 08.02.2005, Blaðsíða 22
22 ÞRIÐJUDAGUR 8. FEBRÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ
Hallgrímur B. Geirsson.
Styrmir Gunnarsson.
Framkvæmdastjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjórar:
Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson. Þ
að var gríðarleg
stemmning og eft-
irvænting sem ríkti í
Liceu óperunni í
Barcelona á föstu-
dagskvöld, þar sem
nokkrir Íslendingar
höfðu gert sér ferð til
að sjá og heyra Placido Domingo á sviði í
óperunni Parsifal eftir Wagner. Í hópnum
var fjölmiðlafólk og starfsmenn umboðs-
skrifstofu Domingos á Íslandi, Lotion
Promotion, sem skipuleggur tónleika
hans í Egilshöll 13. mars. Íslendingarnir
voru eins og gengur og gerist, misreyndir
í því að hlusta á lifandi óperflutning og
sumir höfðu aldrei farið í óperu áður. Það
þarf talsverðan kjark til að byrja óperulíf
sitt á þessu stórvirki Wagners – óperu
sem er um fjórir tímar að lengd – fimm
með nauðsynlegum hléum. Það má
kannski segja að allt annað í óperuheim-
inum hljóti að hljóma sem argasta létt-
meti eftir þá reynslu. „Engar laglínur og
ekkert sem fangar eyrað, svona einn,
tveir og þrír…, en samt stórkostlegt!“
sagði einn úr hópnum að sýningu lokinni.
Og það er vissulega rétt. Þó er Parsifal sú
ópera þar sem Wagner gekk hvað lengst í
að skapa sín leitmotiv, – eða leiðarstef,
músíkalska lykla að persónum, hlutum,
hugmyndum. Sagan af Parsifal er mið-
aldaævintýri; – Parsifal er einfeldning-
urinn með hreinu sálina, sem fær það
hlutverk að leiðrétta villur heimsins með
því að sýna samkennd og meðlíðan með
þeim sem þjást. Um leið bjargar hann ást-
inni undan veldi hins illa. Sagan er spunn-
in utan um leitina að kaleiknum helga,
sem Kristur bergði af við síðustu kvöld-
máltíðina og spjótinu sem særði hann á
krossinum, og hefur nú þann mátt að geta
grætt sár þeirra sem stungnir hafa verið.
Í óperunni á Parsifal auðvitað sitt leið-
arstef, en líka kaleikurinn, spjótið, ástin,
þjáningin, hinn illi Klingsor og álaga-
kvendið Kundry sem Parsifal óafvitandi
frelsar úr álögum. Þéttofinn síðróm-
antískur músíkvefur Wagners er mögnuð
flétta, þar sem þessi stef stinga upp koll-
inum þegar listræn þörf krefur, – segja
sögu og gefa fyrirheit.
Á sviðinu í Liceu þessa kvöldstund er
samsafn stórkostlegra söngvara. Í viða-
miklu hlutverki Gurnemanz, riddara kal-
eiksins, er sjálfur Matti Salminen, finnski
bassinn frábæri, og í hlutverki konungs-
ins Amfortas er annar norrænn snill-
ingur, Daninn Boje Skovhus, – sem í út-
löndum heitir nú bara Bo. Föður hans
syngur gömul og margreynd kempa úr
óperuheiminum, Theo Adam, og í hlut-
verki illmennisins Klingsors er rússneski
baritonsöngvarinn Sergei Leiferkus. Allt
eru þetta þekktar stærðir fyrir blaða-
manni, en söngkonan Violeta Urmana, í
hlutverki Kundry hins vegar ekki. Hún
reyndist hreint enginn eftirbátur karl-
mannanna á sviðinu; ótrúleg söngkona
með guðdómlega rödd.
En Domingo var auðvitað sá sem allir
biðu eftir. Og samkvæmt forskrift Wagn-
ers kemur hann ekki á sviðið fyrr en langt
er liðið á fyrsta þátt.
Og svo gerðist það. Hann kom.
Ungur maður á sviðinu
Ég verð að viðurkenna, að ég var búin að
kvíða þessu augnabliki talsvert, þrátt fyr-
ir alla tilhlökkunina. Auðvitað er það upp-
lifun að sjá Placido Domingo í fyrsta sinn
á sviði – söngvara sem maður hefur elsk-
að og dáð árum saman. En það er stað-
reynd að hann er orðinn 64 ára, og ekki
gefið að tenorsöngvari haldi góðri rödd
svo lengi.
Það tók Placido Domingo ekki nokkra
stund að hreinsa sig af þeim grun að vera
orðinn of gamall fyrir óperusviðið. Röddin
var fullkomlega jafnung og fersk og mig
langaði til að hún væri – ekkert pláss fyrir
vonbrigði af nokkru tagi. Það var dæma-
laust gaman að sjá hann þróttmikinn og
sprækan með röddina í toppformi – Parsi-
fal er ungur maður, og það var sannarlega
ungur maður sem söng hlutverkið þetta
kvöld.
Í öðrum þætti óperunnar er gríð-
arfallegt atriði þar sem Parsifal og
Kundry í gervi hins góða og illa, takast á.
Það er erfitt að lýsa hughrifunum sem
þau Violeta Urmana og Placido Domingo
sköpuðu í huga mínum þar. Gagntekin er
sennilega orðið sem lýsir því ástandi best.
Þvílík tónlist, þvílíkar raddir og þvílíkur
söngur! Það verður ljúft og létt að bera
með sér endurminninguna um þessa upp-
lifun í lífsins farteski.
Það voru líka allir glaðir eftir sýn-
inguna, og þeir sem aðeins höfðu yddað
áhyggjur sínar af því að þurfa sitja svo
lengi undir Wagner virtust jafnhrifnir og
aðrir. Hvernig er líka annað hægt. Spán-
verjarnir eru ósparir á bravóhrópin, og
blómvendir flugu um salinn og upp á svið.
Ævintýrið í lyftunni
Laugardagur í Barcelona; – einstakt blíð-
viðri. Makalaust hvað þeir geta búið til
gott kaffi þar í borg. Þeir eiga líka jafn-
mörg orð yfir kaffi og við eigum yfir rok
og rigningu; – allt eftir því hvernig það er
lagað og hversu mikla mjólk maður vill í
það. Ég sýp á kaffi cortado á hóteli Dom-
ingos meðan ég bíð eftir að stóra stundin
renni upp, – að röðin komi að mér að
spjalla við hann. Ég ákveð að kíkja upp á
áttundu hæðina í salinn þar sem viðtölin
fara fram; það eru ekki bara við Íslend-
ingarnir sem höfum boðað komu okkar,
heldur líka blaðamenn frá Finnlandi og
Þýskalandi. Á sjöundu hæðinni stoppar
lyftan, og inn gengur enginn annar en
Placido Domingo og styður fingri á átt-
undu hæð. Hmmm. Við Íslendingar í lyft-
unni lítum hvert á annað, og það er ekki
hægt annað en að kynna sig og segja
söngvaranum að við séum nú reyndar á
leið upp að hitta hann. Elskulegheitin
uppmáluð, afsakar hann sig í bak og fyrir
með hvað hann sé seinn fyrir í viðtölin, en
ég læt mér það í léttu rúmi liggja; – bið
guð í snarhasti um skyndirafmagnsleysi í
Barcelona, – en auðvitað er ekki hlustað á
svo hégómlega bón. Á daginn kom að
Domingo var svo upptendraður eftir sýn-
inguna kvöldið áður, að hann gat hrein-
lega ekki sofnað fyrr en undir morgun.
Þetta voru jú átök, og mikil áreynsla, þótt
okkur sem í salnum sátum hafi virst hann
fara létt með; – það er heldur ekkert smá-
mál að syngja og leika og halda fullkom-
inni einbeitingu á sviði í svona langan
tíma. Áhorfendum er engin vorkunn í
þeim samanburði.
Góður dagur til að syngja
Placido Domingo er jafnviðkunnanlegur
og hlýr í viðkynningu og ég hafði ímyndað
mér; – þetta heyrir maður líka í söngnum
hans. Ekki vottur af stjörnustælum eða
hroka af nokkru tagi – enda engin ástæða
til. Hann hefur allt sem svo marga dreym-
ir um, og aldrei fá. Augun eru mjög dökk,
og augliti til auglitis er það meira áber-
andi að hægra augað er talsvert stærra.
Hárið er orðið grátt, en hann er unglegur
í fasi – eins og röddin. Ég spyr hann fyrst
um það líffræðilega undur sem rödd hans
er, og hvernig hann fari að því að viðhalda
henni jafnvel og hann hefur gert.
„Ég veit ekki hvað skal segja. Sýningin
í gærkvöld var sérstök. Mannsröddin get-
ur verið svo viðkvæm fyrir mörgu. En í
gærkvöldi gekk allt upp. Suma daga er
maður kannski í góðu formi á sumum
sviðum en ekki öðrum, – aðra daga illa
fyrirkallaður, og enn aðra, – eins og í gær,
fellur allt saman og allt er eins og það á að
vera. Þannig er þetta hjá okkur söngv-
urunum sem vinnum með þetta viðkvæma
hljóðfæri. En ég fann það í gærmorgun
þegar ég vaknaði, að þetta var dagur,
þegar allt var eins og best varð á kosið,
fann að röddin var eins og hún verður
best, og að ef ekkert kæmi uppá myndi ég
geta skilað mjög góðu dagsverki. Ég vildi
að allir dagar væru svona góðir, – þótt ég
sé vissulega heppinn með það hve margir
svona dagar koma ennþá.
Annars reyni ég að halda mér í góðri
æfingu; – það er lykilatriði. Tenórrödd
ætti alltaf að hafa sína ungæðislegu eig-
inleika, en um leið og tenórröddin missir
þá, er hætta á því að hún sé búin. En árin
líða – það verður ekki hjá því litið, og ég
hef verið lánsamur og er afar hamingju-
samur með að eiga þetta góða hljóðfæri
og geta enn sungið á sviði og heillað fólk.“
Ég spyr Domingo hvort reyndur maður
eins og hann eyði miklum tíma í æfingar –
raddæfingar og tækniæfingar, og það
gerir hann. En honum er líka mikilvægt
að fara vel með röddina. „Núna syng ég
ekki oftar á sviði en á þriggja daga fresti.
Ég skildi við sönginn á sviðinu í gærkvöldi
og syng ekkert fyrr en að tveimur dögum
liðnum. Ég hugsa ekkert um sönginn þess
á milli, þar til ég fer að hita mig upp og
æfa mig fyrir næstu sýningu.“
Domingo bro
hvað söngvari þ
að komast á þan
hann er nú. Sön
leikar, persónul
besta blandan. „
til við þessari sp
eftir einstakling
hvað mér finnst
ástríðu fyrir því
neisti minn ligg
er kjarni málsin
neisti endist mé
geti ennþá náð t
skiptir mig líka
náð til fólks sem
áður. Þess vegn
landi mér svo m
að heyra í mér t
Margir hafa hey
í sjónvarpi; en þ
á sviði eru í raun
myndað sér san
þeim líki söngur
Lífsneistin
Placido D
hefur hei
óviðjafna
söngnum
óperunni
ingar og l
ENDURSKOÐUN LAGA
UM KYNFERÐISBROT
Kynferðisbrot eru þeir glæpir semhafa hvað alvarlegust áhrif á lífog sálarheill þolenda. En jafn-
framt er raunin því miður sú að rétt-
arkerfinu hefur illa tekist að taka á
þessum brotum.
Í kandídatsritgerð sinni til embættis-
prófs í lögfræði kemst Þorbjörg Sigríð-
ur Gunnlaugsdóttir að þeirri niðurstöðu
að skilgreiningin á nauðgun í kynferð-
isbrotakafla íslensku hegningarlaganna
feli ekki í sér nægilega viðurkenningu á
því sem ætti að vernda, það er að segja
kynfrelsi þolendanna. Þorbjörg, sem
varði ritgerð sína við opinberan fyrir-
lestur sl. föstudag, bendir á að sam-
kvæmt núgildandi lögum teljist nauðg-
un aðeins hafa átt sér stað ef beitt er
ofbeldi eða hótun um ofbeldi. Annars
kallist brotið misneyting eða ólögmæt
nauðung. Sú skilgreining skiptir máli,
því að refsirammi fyrir nauðgun er 1–16
ár, en að hámarki 6 ár fyrir síðarnefndu
brotin.
Þorbjörg segir í viðtali við Morgun-
blaðið að hugtakið nauðgun hafi aðra
merkingu í lagalegum skilningi en í al-
mennu tali. Þannig sé kynfrelsi þoland-
ans og sjálfsákvörðunarréttur ekki í
fyrirrúmi í lagaákvæðum, heldur sé of-
uráhersla lögð á aðferðina sem notuð er
við verknaðinn. „Það er ekki nóg að sýna
fram á að það hafi verið brotið gegn
þessum rétti, þ.e. kynfrelsinu, heldur
þarf að sýna fram á að það hafi verið
gert með tilteknum hætti,“ segir Þor-
björg. Hún bendir á að í nauðgunardóm-
um sé oft gert mikið úr mótspyrnu fórn-
arlambsins, hvort áverkar séu á því og
hvort ummerki séu um átök á vettvangi.
Engu að síður sýni rannsóknir að fæstar
konur sem verða fyrir nauðgun berjist á
móti með líkamlegu afli, enda iðulega
um aflsmun að ræða, heldur fari frekar
þá leið að reyna að telja gerandanum
hughvarf eða hreinlega lamist af ótta.
Minnihluti gerenda þurfi því að beita
miklu ofbeldi. Það bendi til þess að nálg-
un laganna sé röng.
Í viðtalinu kemur einnig fram að þrátt
fyrir breytingar á kynferðisbrotakafla
hegningarlaganna virðist sem enn eimi
eftir af gömlum lagaákvæðum, sem
kváðu á um helmingi lægri refsingu við
því að nauðga konu sem hafði á sér
„óorð“. Þannig sé í núgildandi lögum
gerður greinarmunur á því hvort þol-
andi sem var dauður áfengisdauða hafi
drukkið áfengið sjálfur eða hvort ger-
andinn hafi fyllt hann, þó að í báðum til-
vikum sé verið að brjóta á nákvæmlega
sömu hagsmunum.
Þorbjörg segir það forgangsatriði að
breyta því hvernig nauðgun sé skil-
greind í lögum. „Það mikilvægasta er að
konur sem verða fyrir brotum sem í dag
flokkast undir misneytingu eða ólög-
mæta nauðung fái viðurkenningu á því
að þetta hafi verið nauðgun en ekki eitt-
hvert annað brot sem er ómerkilegra.
Það er mikilvægast af öllu að við endur-
skoðun á kynferðisbrotakaflanum sé
kynfrelsi skilgreint. Þetta á að miðast
við það hvort þolandinn hafi gefið sam-
þykki sitt eða ekki. Sönnunarbyrðin er
eftir sem áður hjá ákæruvaldinu.“
Eins og fram kom í umfjöllun í Morg-
unblaðinu í síðasta mánuði þurfa fæstir
kynferðisbrotamenn að gjalda fyrir brot
sín. Árið 2003 bárust ríkissaksóknara 65
mál er vörðuðu brot sem í daglegu tali
kallast nauðganir. Af þeim voru 49 felld
niður, yfirleitt vegna þess að þau þættu
ekki nægilega líkleg til sakfellingar, en
ákært var í sextán málum. Aðeins fjór-
um þeirra lauk með sakfellingu en það
þýðir að aðeins 6,2% kæra í slíkum mál-
um leiddu til dóms yfir sakborningi.
Ljóst má vera að íslensk löggjöf nær
ekki nægilega vel utan um kynferðis-
brot. Vissulega eru þau þess eðlis að oft
er erfitt um sönnun. En þess vegna er
einmitt sérstaklega mikilvægt að laga-
ákvæði um kynferðisbrot taki mið af
veruleikanum og byggist á réttum for-
sendum. Ella er réttarkerfið að bregð-
ast þolendunum. Því er brýnt að ráðast í
endurskoðun kynferðisbrotakafla hegn-
ingarlaganna, meðal annars með þau
sjónarmið að leiðarljósi sem Þorbjörg
Sigríður Gunnlaugsdóttir lýsir í kandí-
datsritgerð sinni.
ÚTLENDINGAR, STEFNULEYSI
OG FJÖLMIÐLAR
Hörð gagnrýni Georgs Lárussonar,forstjóra Landhelgisgæzlunnar og
fyrrverandi forstjóra Útlendingastofn-
unar, á stefnuna í málefnum útlendinga
hér á landi hlýtur að vekja mikla athygli,
enda talar þar augljóslega sá maður,
sem einna gerzt þekkir til. Gagnrýni
Georgs, sem sett var fram á málþingi
Reykjavíkurakademíunnar um sl. helgi,
snýr ekki sízt að aðlögun útlendinga hér
á landi, en þau mál segir hann „alger-
lega skipulagslaus“. Þetta er atriði, sem
oftlega hefur verið gagnrýnt, ekki sízt
hvernig önnur kynslóð innflytjenda nær
ekki fótfestu í menntakerfinu. Meðal
annars hefur verið bent á að íslenzku-
kennsla hafi ekki tekizt sem skyldi, með-
al annars vegna þess að engin áherzla
hefur verið lögð á að kenna börnum inn-
flytjenda eigið móðurmál, sem er einn
lykillinn að því að geta tileinkað sér ís-
lenzkuna.
„Við höfum verið heppin með það fólk
sem við höfum fengið. Það eru engin
áberandi vandamál tengd útlendingum
hér á landi ennþá, kannski er það vegna
þess að yfirleitt er um að ræða útlend-
inga af fyrstu kynslóð innflytjenda. En
ég held að við getum ekki bara stólað á
Guð og lukkuna öllu lengur,“ sagði
Georg.
Þetta er rétt; heildarstefnumótun í mál-
efnum útlendinga þarf að koma til, enda er
fólk af erlendu bergi brotið um 7% af íbú-
um Íslands. Við verðum að forðast mistök-
in, sem nágrannaríki okkar hafa gert, og
leitast við að læra af þeim. Sérstaks átaks
er þörf af hálfu stjórnvalda í þessum efn-
um.
Á málþinginu sagði Tatjana Latinovic,
formaður Samtaka kvenna af erlendum
uppruna á Íslandi, að stefnuleysi stjórn-
valda endurspeglaðist í umfjöllun fjöl-
miðla. Miðlarnir fjölluðu aðallega um komu
útlendinga til Íslands sem hælisleitendur
eða flóttamenn, en ekki um fjölbreytileika
innflytjenda á Íslandi. Tatjana sagði fjöl-
miðla ýta undir þá fórnarlambsímynd, sem
útlendingar hefðu. Georg Lárusson gagn-
rýndi einnig fjölmiðla, undanskildi helzt
Morgunblaðið en sagðist þó ekki vilja hæla
því um of.
Íslenzkir fjölmiðlar, Morgunblaðið með-
talið, verða að taka þessa gagnrýni til sín.
Morgunblaðið hefur leitazt við að bjóða
lesendum sínum upp á vandaða og faglega
umfjöllun um málefni útlendinga. Það er
hins vegar ljóst að gera má miklu betur.