Morgunblaðið - 08.02.2005, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 08.02.2005, Blaðsíða 39
Ókeypis krakkaklúbbur www.myndform.is, krakkaklubbur@myndform.is Nýr og betri www.regnboginn.is Hverfisgötu ☎ 551 9000 Sýnd kl. 5.20, 8 og 10.40. B.i. 14 ára SIDEWAYS „Sideways er eins og eðalvín með góðri fyllingu. Hún er bragðgóð, þægileg og skilur eftir sig fínt eftirbragð“ Þ.Þ. FBL   „Fullkomlega ómissandi mynd“ S.V. MBL. Óskarsverðlauna Tilnefningar til Óskarsverðlauna þ.á.m. besta mynd, leikstjóri og handrit 5 Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10. LEONARDO DiCAPRIO Tilnefningar til Óskarsverðlauna þ.á.m. Besta mynd, leikstjóri,og aðalleikari. 11 tilnefningar til Óskarsverðlauna þ.á.m. besta mynd, leikari og handrit 7 Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.20. Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. B.i.16 Frá fram leiða nda Tra ining day Þeir þur fa a ð st and a sa man til a ð ha lda lífi! Fráb ær s pen nutr yllir! Sýnd kl. 3.50, 5.55, 8 og 10.15.   MMJ kvikmyndir.com  Ó.H.T. Rás 2  Ó.Ö.H. DV SV Mbl. Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. FRÁ ALEJANDRO AMENÁBAR, LEIKSTJÓRA THE OTHERS 2 TILNEFNINGAR TIL ÓSKARSVERÐLAUNA, þ.á.m.besta erlenda myndin Stórkostleg sannsöguleg mynd um baráttu upp á líf og dauða. Frumsýnd 11. Febrúarr . r r Sýnd kl. 4. Ísl tal ATH! VERÐ KR. 500 Ein vinsælasta grínmynd allra tíma H.L. Mbl. Baldur Popptíví  Ó.H.T Rás 2 Kvikmyndir.is     M.M.J. Kvikmyndir.com LÖG sem eru keypt og halað niður af Netinu voru í fyrsta sinn tekin með í reikninginn þegar vinsælustu lög í Bandaríkjunum voru kynnt um helgina. Billboard Hot 100 vinsælda- listinn mun framvegis taka mið af net- sölu, að viðbættri sölu í verslunum og spilun á útvarpsstöðvum, en fram til þessa hafa bara verið til sérstakir net- sölulistar. Við þetta lyftist Green Day upp í annað sæti listans með lagið Boulevart of Broken Dreams, en það trónir á toppi netlistans. Á toppi Billboard Hot 100 er líkt og í síðustu viku „1, 2 Step“ með Ciara Feat. Missy Elliott en það er í öðru sæti netlistans. Ákveðið hefur verið að netsala verði meðtekinn í breska smáskífulistann síðar á árinu en opinber netlisti hóf göngu sína í Bretlandi síðasta haust. Sala á lögum á Netinu margfald- aðist á síðasta ári en þá var halað nið- ur yfir 200 milljón lögum í Bandaríkj- unum og Evrópu, að því er Alþjóðasamtök hljómplötuframleið- enda áætla (IFPI). Í Bretlandi fór sala á Netinu í fyrsta sinn framúr sölu í verslunum í desembermánuði. Tónlist | Bandaríski smáskífulistinn Netsalan talin með Netverjar kunna vel að meta pönk- poppaðar ádeilur Green Day á bandarískan samtíma. MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. FEBRÚAR 2005 39 Með mest seldu íslensku plöt-um síðustu ára er lagasafnið22 ferðalög með þeim Krist- jáni Kristjánssyni, KK, og Magnúsi Eiríkssyni, sem kom út vorið 2003. Sú plata var afrakstur margra ára um- hugsunar, en sem betur fer tóku þeir félagar sér ekki eins langan umhugs- unartíma þegar kom að því að taka upp framhaldið, því um þessar mundir sitja þeir langdvölum í sumarbústað við Meðalfellsvatn og taka upp fleiri ferðalög og nokkur sjómannalög til. Á ferðalagaplötunni góðu sem seld- ist metsölu sumarið 2003 og fram á ár- ið 2004 var að finna rútubílasöngva ýmiskonar, „Ó, nema ég“, „Suður um höfin“, „Heyr mitt ljúfasta lag“, „Ó, Jósep, Jósep“ og svo má lengi telja. Tekið upp við Meðalfellsvatn Þeir segja nú að þá hafi þeir verið með grúa af lögum undir til viðbótar, en þótt þau of hall- ærisleg til að taka upp. „Svo áttuðum við okkur á því að tónlist er aldrei hallærisleg,“ segir Magnús og KK bætir við: „Það er bara eitthvað í manni sjálfum sem er á þvælast fyrir.“ Þegar þeir voru búnir að átta sig á þessum sannleika var haldið af stað, vel á þriðja tug laga smalað saman, þau æfð og búin undir upptökur og síðan haldið í hljóðver – eða kannski ekki rétt að kalla það hljóðver – þeir KK og Maggi fóru nefnilega upp að Meðalfellsvatni og taka plöt- una upp í sumarbústað í eigu Óskars Páls Sveinssonar. Ekki er bara rangt að kalla bú- staðinn hans Óskars beinlínis hljóðver heldur má líka segja að það sé rangt að kalla hann sum- arbústað því Óskar Páll hefur komið sér svo vel fyrir að bústaðurinn ber með rentu að vera kall- aður heilsársbústaður. Í stofunni á bústaðnum er búið að koma fyrir hljóðnema og í lítilli skonsu til hliðar eru upptökugræjurnar, tölva og skjár, eiginlega lít- ið annað. Með þessum einfalda búnaði hefur Óskar Páll náð besta gítarhljóm sem þeir KK og Maggi segjast hafa heyrt í hljóðveri. Dregur ekki úr ánægjunni að þar sem þeir sitja og taka upp hafa þeir útsýni yfir vatnið og ægifagran fjallahringinn. Þórður og aðrir góðir sjóarar Á plötunni nýju, sem verður með 20–30 lögum, eins og þeir félagar segja, eru lög sem ekki komust fyrir á 22 ferðalögum, en ólíkt henni eru það ekki bara rútubíla- og útilegusöngvar, heldur eru líka nokkur sjómannalög á plötunni. Magnús segir að þeir hafi það eitt til hliðsjónar þegar þeir glíma við lögin að fækka hljómum í þeim sem mest, það séu svo margir búnir að hlaða á þau hljómunum þar til lögin sjálf, sum listavel samin, hverfi nánast. Í nýjum búningi þeirra félaga fá lögin hinsvegar að njóta sín sem aldrei fyrr, lög eins og „Þórður sjóari“ ganga í endurnýjun lífdaga. Önnur lög sem þeir KK og Magnús munu gæða nýju lífi á væntanlegri plötu eru „Bjössi á mjólkurbílnum“, „Hreðavatnsvalsinn“, „Mærin frá Mexíkó“ og svo m.a. sjómannaslagarinn „Síldarvalsinn“ („Það gefur á bátinn við Græn- land“). Ekki liggur þó ljóst fyrir hvaða lög skili sér að endingu á plötuna. Stefnt er að því að platan komi út í vor, en verkinu miðar vel að því þeir segja. Tónlist | Ennþá fleiri ferðalög í bígerð Morgunblaðið/RAX Ferðalögin á væntanlegri plötu þeirra KK og Magnúsar verða vafalítið innblásin af vetrarfegurð Meðalfellsvatns. KK og Maggi til sjós og lands arnim@mbl.is Óskar Páll Sveinsson á að baki glæstan feril sem upptökustjóri og hljóðversmaður bæði hér heima og erlendis.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.