Morgunblaðið - 08.02.2005, Side 28

Morgunblaðið - 08.02.2005, Side 28
28 ÞRIÐJUDAGUR 8. FEBRÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Hildur Björns-dóttir Kærnested fæddist í Reykjavík 27. nóvember 1916. Hún lést á hjúkrunar- heimilinu Sóltúni 2, 31. janúar síðastlið- inn. Foreldrar henn- ar voru Björn Jóns- son skipstjóri frá Ánanaustum í Reykjavík, f. 6.7. 1880, d. 9.8. 1946, og kona hans Anna Páls- dóttir frá Neðra-Dal í Biskupstungum, f. 17.9. 1888, d. 6.12. 1961. Systkini Hildar eru: Ásta Laufey, f. 24.11. 1908, d. 17.6. 2002, Jón, f. 28.7. 1910, d. 13.8 1996, Sigurbjörg, f. 5.11. 1911, d. 29.5. 1946, Unnur, f. 3.11. 1913, d. 15.9. 1937, Björgvin Halldór, f. 24.8. 1915, d. 11.1. 1944, Viggó Páll, f. 27.2. 1918, d. 15.4. 1986, Sigríður, f. 1.11. 1919, d. 10.7. 1970, Anton Björn, f. 6.6. 1921, d. 26.11. 1943, Auðbjörg, f. 5.4. 1923, Haraldur, f. 2.10. 1924, Guðjón, f. insdóttur, f. 13.9. 1970, Arna Sif, f. 12.4. 1967, maki var Kristinn Árna- son, f. 26.11. 1965, þau slitu sam- vistum og Bjarni Örn, f. 23.12. 1973. 3) Ásthildur Birna, f. 6.7. 1945, maki var Örn Johnson, f. 28.9. 1943. Þau slitu samvistum. Börn þeirra eru: Örn, f. 31.5. 1967, í sam- búð með Ólafíu Hrönn Jónsdóttur, f. 7.12. 1962, Björn Hrannar, f. 2.2. 1976, Friðrik, f. 23.9. 1979, og Haukur, f. 18.6. 1982. 4) Sigrún Gróa, f. 30.3. 1954, maki Grétar Mar Hjaltested, f. 21.2. 1954. Börn þeirra eru Jón Friðrik, f. 28.12. 1975, í sambúð með Hildi Björk Gunnarsdóttur, f. 5.10. 1976, Arnar Þór, f. 14.11. 1977, unnusta Ragna Kristín Gunnarsdóttir, f. 1.1. 1985, og Hildur Margrét, f. 3.7. 1988. Hildur hóf ung verslunarstörf hjá Hirti Hjartarsyni mági sínum á Bræðraborgarstíg 1 í Reykjavík og eftir lát eiginmanns síns við Út- vegsbanka Íslands, og starfaði þar til sjötugs. Eftir að starfsdegi lauk starfaði hún við bókasafn Rauða krossins á Landspítalanum og fyrir Torvaldsensfélagið, Dómkirkju- söfnuðinn, Sjálfstæðisflokkinn og innan Oddfellowreglunnar. Hildur verður jarðsungin frá Dómkirkjunni í Reykjavík í dag og hefst athöfnin klukkan 13. 27.2. 1926, d. 11.1. 1944, og Valdimar, f. 16.8. 1927. Hildur giftist 19. febrúar 1938 Gísla Friðriki Kærnested, f. í Reykjavík 13.10. 1914, d. 28.4. 1957. Foreldrar hans voru Óli Ólason Kærnested, vélamaður frá Bakkafit á Snæ- fellsnesi, f. 11.3. 1881, d. 28.2. 1944, og kona hans Gróa Jónsdóttir Kærnested, frá Hákoti í Flóa, f. 10.1. 1878, d. 27.12. 1963. Börn Hildar og Gísla eru: 1) Óli Björn, f. 3.7. 1938, d. 6.10. 1981, eftirlifandi kona hans er Sig- ríður G. Kærnested, f. 17.1. 1941. Sonur þeirra er Gísli, f. 30.4. 1965, en fyrir átti Óli Björn dóttur, Guð- björgu Lindu, f. 2.8. 1960, og Sigríð- ur soninn Grétar Melsted f . 30.11. 1960. 2) Anton Örn, f. 16.6. 1940, kvæntur Ágústu Bjarnadóttur, f. 2.2. 1939. Börn þeirra eru: Gísli Örn, f. 16.1. 1966, kvæntur Ragnheiði Krist- Elsku amma. Eftir að þú veiktist fyrir um fimm árum hef ég búið mig undir að þessi stund kæmi. Þótt ég hafi vitað í hvað stefndi er erfitt að kveðja. Það eru ótal minningar sem koma upp á þessari stundu. Ég man sér- staklega eftir jólaboðunum þínum í Hólmgarði. Húsið fullt af ættingjum og borðstofan þakin kræsingum. Ég man að mér fannst húsið þitt óend- anlega notalegt. Það var sérstök lykt í húsinu. Blanda af fínu ilmvatni, reykingum og vel kyntu húsi. Mér fannst þessi lykt ótrúlega góð. Afi dó löngu fyrir mína tíð en alltaf var einn veggur helgaður honum með mynd- um, bikurum og verðlaunapeningum. Í minningunni man ég að mér fannst afi hetja og myndin af þér og afa eins og af kvikmyndastjörnum. Það var sama hvenær ég hitti þig. Alltaf var eins og þú værir að fara á ball. Eflaust er það heldur ekki ólík- legt því þú lifðir fyrir góðar veislur og það er óhætt að segja að þú hafir verið mikil selskapskona. Fastir liðir eins og jóladagur og afmælisdagur- inn hans pabba í Bakkaselinu eru líka góðar minningar. Þá voru málin rædd yfir fordrykk og síðan tók við langt borðhald þar sem við skemmt- um okkur vel við að gera at hvert íöðru. Hvern einasta jóladag var sag- an af stólnum sem þú gafst mér í jóla- gjöf þegar ég var lítill rifjuð upp. Daginn eftir, þegar þú komst í jóla- boð í Bakkaselið, beið ég eftir þér í stólnum með kúrekahatt og leik- fangabyssu og vildi sýna þér hversu fúll ég var með þennan barnalega stól. Þegar þú tókst ekki eftir neinu þá fleygði ég stólnum niður tröpp- urnar til að vekja athygli á málstað mínum. Sem betur fer tókstu þessu ekki illa og ég náði að biðjast afsök- unar á þessu framferði mínu. Pabbi sagði mér að eftir að ég flutti út til Japans væri það fyrsta sem þú spyrðir hann að í hvert skipti sem hann kæmi að heimsækja þig hvernig ég hefði það. Mér þótti ótrú- lega vænt um það. Elsku amma. Það er erfitt að kveðja en minning þín mun alltaf lifa. Þú varst góð amma, fyrir það er ég þér þakklátur. Takk fyrir allt. Bjarni Örn Kærnested. Elsku amma Hildur. Það er alltaf erfitt að þurfa að kveðja þá sem eru okkur kærir, en eftir sitja þó margar góðar minning- ar sem í staðinn koma til með að ylja okkur systkinunum. Ógleymanlegar eru þær fjölmörgu gleðistundirnar sem við áttum í Hólmgarðinum hjá þér, sérstaklega fyrir okkur bræð- urna. Þangað var alltaf notalegt að koma og tókstu alltaf vel á móti okk- ur. Kleinurnar þínar voru alltaf í uppáhaldi og af Macintosh sælgæti áttirðu alltaf nóg ef maður hagaði sér vel. Á útleiðinni greip maður svo með sér nokkur rifsber af runnunum þín- um til að gæða sér á svona út stétt- ina. Í huga okkar varst þú stórglæsi- lega og veltilhafða Amman sem í æsku okkar sást um að kenna okkur á klukku, fara með faðirvorið og fyrstu orðin í dönskunni hefðu orðið mun erfiðari ef ekki hefði verið til staðar handleiðsla þín. Þú varst amman okkar sem hafði unun af alls konar spilum og þá sér- staklega bingó, sem þú hafðir mikið gaman af og þau okkar sem voru svo heppin að fá að koma með munu aldr- ei gleyma því. Það var því ekki skrítið að þú hafðir mikið gaman af lottó þegar það byrjaði og tókstu þátt í því frá byrjun og talaðir alltaf um að vilja vinna stóra vinninginn til þess að skilja eitthvað eftir handa börnum og barnabörnum. Þrátt fyrir að stóri vinningurinn hafi ekki fallið þín meg- in, þá er staðreyndin sú að þú skildir eftir svo miklu meira. Þú skildir eftir fallegar og hlýjar minningar sem við munum aldrei gleyma, minningar sem orð fá litlu skilað. Arnar Þór Hjaltested, Hildur Margrét Hjaltested, Jón Friðrik Hjaltested. Með nokkrum orðum langar mig til að kveðja mína elskulegu móður- systur Hildi Kærnested. Hildur var sjötta í röð þrettán barna Önnu Pálsdóttur og Björns Jónssonar, skipstjóra frá Ánanaust- um. Móðir mín, Ásta Laufey Björns- dóttir, var elst af systkinunum. Mjög mikil samgangur og samheldni var með fjölskyldunni alla tíð. Þegar ég man fyrst eftir mér voru amma og afi nýflutt á Sellandsstíg 7, sem seinna varð Sólvallagata 57. Fjölskylda mín átti heima á Bræðraborgarstíg 22 svo það var ekki langt á milli heimilanna. Hildur giftist Gísla Kærnested, glæsilegum ungum manni, ung að ár- um og það man ég að mér fannst þau alltaf fallegustu hjón, sem ég hafði nokkurn tíma séð. Þau byrjuðu sinn búskap í austurbænum en fluttust fljótlega í nágrenni við okkur í vest- urbæinn. Samband var alltaf mjög mikið og kært á milli systranna, Hildar og mömmu, og leið varla sá dagur að þær hittust ekki. Þegar börnin fóru að koma hjá Hildi og Gísla var ég komin á barnapíualdur- inn og var þá oft notast við mig sem barnapíu, þó að ég hefði nú varla ald- ur til þess með Óla Björn, en var samt treyst fyrir honum. Síðan komu Anton Örn og Ásthildur Birna og hafði ég þá ánægju að fá að passa þau líka. Þegar farið var að byggja í Bú- staðahverfinu fengu Hildur og Gísli indælisíbúð í Hólmgarðinum og fluttu þangað með eldri börnin þrjú og þar bættist við yngsta dóttirin, Sigrún Gróa. Gísli var ákaflega hand- laginn og Hildur smekkleg og mynd- arleg og þau gerðu íbúðina hlylega og fallega. En því miður urðu þau ekki mörg árin, sem Gísli bjó í Hólmgarð- inum, því Hildur varð fyrir þeirri sáru sorg að missa Gísla sinn mjög snögglega, langt fyrir aldur fram og stóð þá ein uppi með fjögur börn, að- eins fertug að aldri. Hún spjaraði sig þó ákaflega vel, fékk ágætis vinnu í Útvegsbankanum og vann þar alveg þar til hún komst á aldur, en það seg- ir sig sjálft að þetta hefur ekki verið auðvelt. Hún varð einnig fyrir öðru áfalli, þegar hún missti elsta son sinn, Óla Björn, aðeins rúmlega fertugan að aldri. Í Hólmgarðinum bjó Hildur með börnin þar til þau fóru að vaxa úr grasi og fara að heiman. Síðar festi Hildur kaup á nýrri íbúð fyrir aldr- aða í Hæðargarðinum, þar leið henni mjög vel í sinni fallegu íbúð. Hildur var alla tíð falleg og glæsi- lega kona og mjög myndarleg hús- móðir. Það var alltaf smekklegt í kringum hana, hvar sem hún var. Mér þótti afar vænt um hana og alla hennar fjölskyldu og finnst börnin hennar nánast vera eins og mín eigin systkini. Elsku Hildur mín. Ég veit að ég tala fyrir hönd mannsins míns og fjölskyldu okkar svo og systkina minna og fjölskyldna þeirra, þegar ég þakka þér innilega fyrir samfylgd- ina og bið ástvinum þínum öllum Guðs blessunar. Anna Hjartardóttir. HILDUR B. KÆRNESTED  Fleiri minningargreinar um Hildi B. Kærnested bíða birting- ar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Höfundar eru: Markús Örn Antonsson. REYNSLA • UMHYGGJA • TRAUST Þegar andlát ber að höndum Önnumst alla þætti útfararinnar ÚTFARARSTOFA KIRKJUGARÐANNA Vesturhlíð 2 • Fossvogi • Sími 551 1266 • www.utfor.is Faðir okkar, HÖRÐUR RUNÓLFSSON, er látinn. Jarðarförin auglýst síðar. Börn hins látna. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, systir, amma og langamma, SIGRÚN KRISTINSDÓTTIR, Þangbakka 8, Reykjavík lést á Landspítalanum í Fossvogi laugar- daginn 5. febrúar. Kristinn Erlendsson, Ásta Guðmundsdóttir, Helga Erlendsdóttir, Ásmundur Gíslason, Sigrún Erlendsdóttir, Sigurgestur Ingvarsson, Guðrún Lísa Erlendsdóttir, Bragi Baldursson, Sturla Erlendsson, Þóra Þórhildur Guðjónsdóttir, Elísabet Erlendsdóttir, Björn Ásgrímsson Björnsson, Ingunn Kristinsdóttir Þormar, Kristín Kristinsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, VERÓNIKA HERMANNSDÓTTIR, Svalbarða, Hellissandi, lést á Hrafnistu Reykjavík laugardaginn 5. febrúar. Útförin fer fram frá Ingjaldshólskirkju laugar- daginn 12. febrúar kl. 14.00. Smári Jónas Lúðvíksson, Auður Alexandersdóttir, Þórdís Berta Lúðvíksdóttir, Björgvin Ólafsson, Lúðvík Lúðvíksson, Steinunn Jóna Kristófersdóttir, Sigríður Lúðvíksdóttir, Runólfur Grétar Þórðarson, Ómar Vignir Lúðvíksson, Kay Wiggs Lúðvíksson, Hermann Lúðvíksson, Steinunn Erla Árnadóttir, Helga Ágústína Lúðvíksdóttir, Sigurjón Jónsson, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabarn. Eiginmaður minn, EINAR HELGI BACHMANN, lést á Riverside Hospital í Newport News í Bandaríkjunum miðviku- daginn 2. febrúar. Fyrir mína hönd og barna okkar, Stefanía Magnúsdóttir Bachmann. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GYÐA GUÐNADÓTTIR, Bjargi, Stokkseyri, lést á hjartadeild Landspítalans við Hringbraut föstudaginn 4. febrúar. Útförin fer fram frá Langholtskirkju mánudaginn 14. febrúar kl. 15.00. Erna Elíasdóttir, Gunnar Hübner, Guðrún Elíasdóttir, Pálmi Jónsson, Ingvar Elíasson, Guðni Elíasson, Hafdís Rósa Bragadóttir, Rósa Þórey Elíasdóttir og Jökull Logi, Davíð Sigurðsson, Þorbjörg Yngvadóttir, Helga Guðný Sigurðardóttir, Jón Haukur Ingvason, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær móðir mín og amma, MARÍA BRYNJÓLFSDÓTTIR tónskáld, lést á dvalarheimilinu Droplaugarstöðum mánudaginn 7. febrúar. Jarðarförin fer fram frá Lágafellskirkju í Mos- fellsbæ föstudaginn 11. febrúar kl. 13.00. Guðmundur Jónsson, Tinna Guðmundsdóttir.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.