Morgunblaðið - 08.02.2005, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 08.02.2005, Blaðsíða 24
24 ÞRIÐJUDAGUR 8. FEBRÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Þ að hefur verið sýnt fram á að velferð þjóða helst í hendur við vel skilgreindan eignarrétt. Á Íslandi hefur helst verið deilt um eign- arrétt á auðlindum sjávar. Að- gangur að fiskimiðunum í kring- um landið var algjörlega frjáls fram á miðja 20. öldina. Þá var útflutningur á sjávarafurðum far- inn að skipta verulegu máli fyrir íslenskt þjóðfélag. Af þessu leiddi að Íslendingar fóru að reyna að útiloka aðra frá veiðum upp við landið og búa til reglur, sem miðuðu að verndun fiski- stofna. Þar með voru heimildir til að veiða á landgrunninu kringum Ísland orðnar séreign íslensku þjóðarinnar í alþjóðasamfélaginu. Hins vegar voru fiski- stofnarnir enn sameiginleg auðlind þjóð- arinnar og só- un sem fylgir nýtingu sameiginlegra auðlinda var vaxandi vandamál. Fyrir lá að auðlindinni yrði sóað ef ekkert yrði að gert. Afleiðing þessa vanda var ákvörðun heildarkvóta og útdeiling veiðiheimilda. Á miðjum áttunda áratugnum var slíkum stýritækjum fyrst beitt en um miðjan níunda áratuginn var farið að ákvarða kvóta fyrir alla helstu nytjastofna. Afleiðing verðmætaaukningar sjávarafurða er þróun í átt að hefðbundnum lögvörðum eign- arréttindum. Samhliða hefur dregið úr sóun á auðlindinni og myndast hefur auðlindarenta. Vafamál er þó hvort um var- anlegan eignarrétt er að ræða og framsal háð skilyrðum. Ef auð- lindin er eign þjóðarinnar þá er strangt til tekið rentan það líka. Hagfræðingar hafa sett fram gagnrýni á þá aðferð að útdeila verðmætum eftir reglunni „fyrst- ir koma – fyrstir fá“. Hefur verið sýnt fram á að slík ráðstöfun hef- ur leitt til þess sem kallast ótímabær endurfjárfesting auð- linda; einstaklingar hætta of snemma að nýta þær auðlindir sem fyrir eru og stökkva á aðrar vannýttar auðlindir til að tryggja sér eignarrétt yfir þeim sam- kvæmt reglunni. Á Íslandsmiðum höfðu fram- takssamir einstaklingar, eða frumkvöðlar, leitað uppi mögu- leika á framleiðslu gæða úr auð- lindum sjávar með það fyrir aug- um að hámarka hagnað og nýta auðlindina á hagkvæmastan hátt. Þessi þekkingarleit frumkvöðla er driffjöður framþróunar og vel- ferðarauka í hagkerfinu. Þeir taka á sig þá áhættu sem leiðir af óvissu vegna skorts á upplýs- ingum og ófullkomleika þeirra og fá að launum auðlindarentu sem áhættuþóknun þegar vel gengur. Með nýtingunni afla þeir upplýs- inga um verðmæti auðlindarinnar sem ella hefði ekki orðið til. Í þessu tilviki kann það að vera varasamt að afhenda öðrum en frumkvöðlunum aflaheimildir. Með því er dregið verulega úr hvatanum til að leita nýrra tæki- færa og þar með verður töf á nýjum upplýsingum sem geta leitt til kerfisbóta, líkt og tilkoma kvótakerfisins var. Af því leiðir svo að möguleg hagvaxtaraukn- ing dregst en lítil fórnun hag- vaxtar yfir einhverra ára tímabil er mjög dýr. Annað sem ber að hafa í huga er, að ef allt að því ótakmörkuð viðskipti eru leyfð með úthlutuð réttindi og hægt er að stunda þau með litlum til- kostnaði þá skiptir upphafleg út- hlutun minna máli. Það að ekki sé hægt að versla með aflaheim- ildir nema að eiga skip, bendir til að þarna sé fremur pottur brot- inn en í úthlutuninni sjálfri. Skilgreining eignarréttarins yfir auðlindum sjávar hefur orðið betri og fullkomnari eftir að að- gangur að auðlindinni var tak- markaður í nokkrum skrefum. Segja má að fiskveiðiheimildirnar uppfylli nú þegar viss skilyrði eignarréttar en er þó ekki full- kominn. David Haddock, sem meðal annars fjallaði um ótíma- bærar endurfjárfestingar auð- linda, sagði að ef eignarréttur væri þegar kominn á, ætti að versla með hann í frjálsum við- skiptum. Samkvæmt honum væri því óráðlegt að gera þessar eign- ir upptækar og selja á uppboði. Frekar væri ráðlegt að lækka viðskiptakostnaðinn svo rétt- urinn til nýtingar auðlindarinnar kæmist í hendur þeirra, sem myndu meta þær mest. Þannig aukum við hagkvæmnina og vel- ferð þjóðfélagsins. En hvað er hægt að gera? Með því að festa skipulagið enn frekar í sessi, gera veiðirétt- indin varanleg og heimila fullt og frjálst framsal myndu ein- staklingar ekki láta á sér standa, heldur ráðast í þau viðskipti og aðrar ráðstafanir sem arðvæn- legastar eru. Fullur eignarréttur verður að myndast. Kvótar, und- ir núverandi kerfi, eru ekki sann- ar eignir þótt þeir hafi reyndar þætti sem sönn eign þarf að hafa. Eins og eign, eru kvótarnir fram- seljanlegir (og sérnýttir). Til þess að geta talist full eign þurfa kvótarnir til viðbótar að vera varanlegir og óumdeildir. Því væri heppilegasta þróunin í mál- efnum fisveiðanna að kvótarnir verði í framtíðinni fullar eignir einstaklinga og fyrirtækja. Afla- hlutdeildir framtíðarinnar verða að hafa alla þá þætti sem aðrar sannar eignir hafa. Ástæður þess að eignarréttur, í stað afnota- eða leiguréttar, verður að myndast er að finna í hvatninga- og umboðsvandanum. Svo framarlega sem aðeins er um takmörkuð réttindi að ræða er hætt við að skynsamir ein- staklingar líti ekki á fiskistofn- ana eða veiðarnar sem framtíð- arhagsmuni sína. Þeim hættir þá til að taka ákvarðanir eða haga sér eins og um skammtíma ávinning væri að ræða. Eign- arrétturinn leiðir til þess, að ákvarðanir rétthafa verða skyn- samlegri á framtíðarnýtingu auð- lindarinnar, þeir líta á réttindi sín sem hlut í vaxandi eign. Lyk- ilatriðið hér er að eigendurnir njóta arðs af fjárfestingu sinni vegna vel skilgreinds eign- arréttar og þannig er líklegt að sem fullkomnust hagkvæmni komist á við nýtingu fiskistofn- anna. Kvótar og eignarréttur Heppilegast er að kvótarnir verði í framtíðinni fullar eignir einstaklinga og fyrirtækja. Aflahlut- deildir verða að hafa alla þá þætti sem aðrar sannar eignir hafa. VIÐHORF eftir Björgvin Guðmundsson bjorgvin@mbl.is SVO virðist sem engin stefna sé í Há- skólanum varðandi for- eldra í námi. Það er í höndum einstakra kennara hvernig þeir taka á hverju máli. Í einni deild gengur barnafólk fyrir í verk- lega tíma sem haldnir eru seint á daginn en í annarri er ósveigjanleg mætingaskylda, jafnvel fyrir einstætt tveggja barna foreldri. Röskva mun beita sér fyrir því að sérstakt tillit verði tekið til foreldra þegar tímar hafa mæting- arskyldu eða eru kenndir seint á daginn. Algengt er að stunda- kennarar séu í annarri vinnu á daginn og tímar þeirra byrji ekki fyrr en eftir almennan vinnutíma. Fyrir barn- lausan nemanda getur þetta valdið því að ein- beitingin sé orðin verri og tímarnir rekist á aðra dagskrá. Afleið- ingarnar eru öllu verri fyrir barnafólk sem þarf að sækja börnin sín í leikskóla og skóla. Leikskólagjöld fara stighækkandi Leikskólagjöld fyrir þann hóp þar sem annað foreldrið er í námi en hitt á atvinnu- markaði eru að hækka gríðarlega. Þau fara stighækk- andi fram að hausti en núverandi meiri- hluti Stúdentaráðs hefur kynnt árangur sinn gegn þessum hækkunum sem sigur. Þessi sýndarárangur er ekki viðunandi og eiga háskólanemar að geta treyst á Stúd- entaráð í svo mik- ilvægum hagsmuna- málum Forgangsröðun í fjölskyldumálum verður að breytast Lítið hefur þó farið fyrir hagsmunabaráttu fjölskyldunefndar Stúdentaráðs und- anfarið ár þrátt fyrir kraftmikið starf. Jóla- föndur, íþróttaskóli og fjölskyldudagur í Hús- dýragarðinum voru framlag meirihlutans til baráttunnar. Nú skal ekki gera lítið úr þessum við- burðum en Röskva setur spurn- ingamerki við þýðingu slíkrar dag- skrár fyrir hagsmuni foreldra. Vissulega er mikilvægur liður í sameiningu foreldra sem hóps að hittast og kynnast. En má þá ekki gera betur? Eðlilegast væri að stofna félag foreldra sem hefði það hlutverk að sameina foreldra. Hlut- verk Fjölskyldunefndar Stúd- entaráðs er í augum Röskvu mjög skýrt – að verja hagsmuni foreldra í Háskólanum. Ljóst er að það verður að forgangsraða fjölskyldu- málum á annan hátt en gert hefur verið innan Stúdentaráðs á síðustu misserum. Á morgun hefjast kosn- ingar til Stúdentaráðs, stöndum saman og kjósum Röskvu sem mun beita sér af krafti fyrir alvöru hags- munamálum fjölskyldufólks innan Háskóla Íslands. Gerum Háskólann fjölskylduvænni Dögg Proppé Hugosdóttir og Eva Bjarnadóttir skrifa vegna kosninga í Stúdentaráð HÍ ’Ljóst er að það verðurað forgangsraða fjölskyldumálum á annan hátt en gert hefur verið innan Stúdentaráðs á síðustu misserum.‘ Dögg Proppé Hugosdóttir Dögg skipar annað sæti á lista Röskvu til Stúdentaráðs og Eva er fulltrúi Röskvu í Jafnréttis- og öryggisnefnd SHÍ. Eva Bjarnadóttir Í DAG, 8. febrúar, er Netörygg- isdagurinn haldinn öðru sinni í 30 löndum heims. Með Netörygg- isdeginum vilja samtök á alþjóð- legum samstarfsvettvangi stuðla að vakningu meðal almennings um örugga netnotkun – sérstaklega meðal ungra notenda. Viðburðir á þessum degi njóta stuðnings Viviane Reding, framkvæmdastjóra Evrópusambandsins í málefnum fjölmiðla- og upplýsinga- samfélagsins, og er hún verndari sögu- samkeppni sem hefst meðal grunnskóla- barna í 17 löndum þennan dag. Netöryggisdag- urinn á Íslandi Heimili og skóli – landssamtök foreldra er aðili að Evrópusam- starfi um aukið öryggi barna og unglinga í notkun Netsins og nýrra miðla. Verkefnið heitir SAFT sem stendur fyrir Samfélag, fjölskylda og tækni. Í verkefninu verður lögð áhersla á vakningu, ekki bara meðal foreldra, barna og skóla- kerfisins, heldur í samfélaginu öllu um mikilvægi þess að kunna að umgangast Netið og nýja miðla og forðast þær hættur sem þar kunna að leynast. Í tilefni af Netöryggisdeginum bjóða samtökin til dagskrár í Hlíðaskóla í Reykjavík kl. 15 í dag. Sérstakur gestur dagskrár- innar er Þorgerður Katrín Gunn- arsdóttir menntamálaráðherra sem mun fyrir hönd grunnskóla landsins veita viðtöku kennsluefni um örugga netnotkun fyrir 4.–6. bekki grunnskóla. Kennsluefnið var, ásamt könnun á netnotkun barna, unnið innan SAFT- verkefnisins, samstarfsverkefni 7 aðila í 5 löndum sem unnið var á árunum 2002–2004. Sögusamkeppni Hápunktur viðburða á Net- öryggisdaginn verður upphaf sögusamkeppni sem grunn- skólabörn á aldrinum 9 til 16 ára geta tekið þátt í. Þátttakendur skrifa sögu og skila á stafrænu formi (heimasíða, CD- ROM, myndasaga o.s.frv.). Sagan á að fjalla um Netið og efni sem tengist öruggri netnotkun. Markmið sögu- samkeppninnar er að fá skóla, kennara og nemendur til þess að velta eðli Netsins fyr- ir sér og skoða kosti þess og galla. Vegleg verðlaun verða veitt og er keppt í 4 flokk- um: 9–12 ára og 13–16 ára, hóp- og einstakl- ingskeppni. Einnig verða veitt sérstök verðlaun fyrir bestu tæknilegu lausnina. Verðlaunahaf- ar í löndunum 17 taka síðan þátt í úrslitakeppni sem haldin verður í Evrópu í október. Besta sagan verður gefin út á móðurmáli sig- urvegarans og á ensku í bók sem dreift verður á heimsvísu. Frestur til að skila sögum er til 17. maí nk. Allar nánari upplýsingar um fyrirkomulag keppninnar og sögu- persónurnar er að finna á www.saft.is SAFT – Samfélag, fjölskylda og tækni Heimili og skóli – landssamtök foreldra er tengiliður og fram- kvæmdaaðili á Íslandi í samevr- ópsku vakningarverkefni um örugga notkun Netsins og nýrra miðla sem styrkt er af Safer Int- ernet Action áætlun Evrópusam- bandsins. Yfirskrift verkefnisins á Íslandi er SAFT sem stendur fyr- ir Samfélag, fjölskylda og tækni. Verkefnið er sjálfstætt framhald SAFT-verkefnisins sem Heimili og skóli vann að fyrir Íslands hönd á árunum 2002 til 2004. Netörygg- isdagurinn og sögusamkeppnin eru hluti af verkefninu sem er til tveggja ára en önnur helstu áhersluatriði í vakningarátakinu eru: siðferði á Netinu; gagnrýn netnotkun, farsímaöryggi; tölvu- eikjanotkun; strákar og stelpur á Netinu og persónuvernd. Netið er ekki eintómur hryll- ingur og klám. Hins vegar leynast þar hættur sem ber að varast. Það má líkja ferðalagi á Netinu við heimsókn til stórborgar. Þú ferð ekki inn í dimm húsasund á kvöld- in; þú skilur ekki veskið þitt eftir á glámbekk; þú gengur á gang- stéttum og stoppar á rauðu ljósi o.s.frv. Ef þú fylgir þeim reglum sem gilda í samfélaginu, hvort sem þær eru samskiptalegs eða örygg- islegs eðlis, verður heimsóknin ánægjuleg og þú upplifir marga ánægjulega hluti. Með því að þekkja hætturnar lærist þér smám saman að þræða hjá þeim. Netið er hafsjór upplýsinga og ánægjulegra samskipta en til þess að upplifa það með þeim hætti verðum við að þekkja og læra að sneiða hjá fúlu pyttunum. Kennsluefnið, niðurstöður SAFT-könnunarinnar og allar upplýsingar um sögusamkeppnina má finna á heimasíðu verkefnisins, www.saft.is. Einnig má benda á nýja samevrópska netgátt sem opnuð verður í dag en þar má finna mikið af góðum upplýsingum um netöryggi: http://www.safer- internet.org. Samfélag, fjöl- skylda og tækni Grímur Atlason fjallar um Alþjóða Netöryggisdaginn ’Með Netöryggis-deginum vilja samtök á alþjóðlegum samstarfsvettvangi stuðla að vakningu meðal almennings um örugga netnotkun – sérstaklega meðal ungra notenda.‘ Grímur Atlason Höfundur er verkefnisstjóri hjá Heimili og skóla.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.