Morgunblaðið - 08.02.2005, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 08.02.2005, Blaðsíða 12
Lögreglan girti af svæðið við mastur Nesradíós, sem brotnaði í óveðrinu. TJÓN varð í hvassviðri sem gekk yfir Neskaupstað í fyrrinótt og gærmorg- un. Verst var veðrið á hafnarsvæðinu þar sem stór frystigámur hóf sig á loft um klukkan hálfsjö og fauk til og frá um athafnasvæði loðnubræðslu Síldarvinnslunnar með tilheyrandi tjóni. Gámurinn tók m.a. ofan á dæluhús vatnsveitu Norðfjarðar með þeim af- leiðingum að íbúar eru nú beðnir um að spara vatn eins og hægt er. Segja starfsmenn á vakt í loðnubræðslunni að það sé bara heppni að enginn skuli hafa slasast. Gámurinn skemmdi m.a. dráttarvélina Gamla rauð og fleiri muni er prýddu lóð bræðslunn- ar. Einnig urðu skemmdir á golfskál- anum í Neskaupstað, m.a. brotnuðu rúður og einhverjir gámar sem þar voru staðsettir fóru af stað. Fjarskiptamastur brotnaði niður Þá varð töluvert tjón þegar fjar- skiptamastur Nesradíós sem stendur yst í bænum hreinlega brotnaði í miklum vindi. Að sögn Grímkels Arn- ljótssonar, varðstjóra Vaktstöðvar siglinga, töpuðust nokkrir sendar við þetta tjón en öflugir sendar annars staðar á landinu eru notaðir á meðan verið er að laga skemmdir. Samkvæmt vindmæli Veðurstof- unnar fóru hviður mest í rúmlega 30 m/sek í Neskaupstað í fyrrinótt, en á vindmælum báta sem lágu í vari úti á firði mældust vindhviður allt upp í 50 m á sekúndu. Gámur fauk fram og aftur um hafnarsvæðið Dæluskúr og fjarskipta- mastur illa farið Morgunblaðið/Kristín Ágústsdóttir „Gamli Rauður“ fór illa í veðrinu, en dráttarvélin hefur prýtt lóð bræðsl- unnar í Neskaupstað um árabil. Einnig má sjá frystigám sem tókst á loft. Neskaupstað. Morgunblaðið. 12 ÞRIÐJUDAGUR 8. FEBRÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR FULLTRÚAR IFP Holdings Ltd., sem er eignarhaldsfélag um fjár- festingar SH í Bretlandi, Íslands- banki hf. og Landsbanki Íslands hf. hafa undirritað sambankalánssamn- ing að fjárhæð 53 milljónir sterl- ingspunda, 6,3 milljarða íslenzkra króna. Lánið er til 7 ára og mun IFP Holdings Ltd. nota fjárhæðina til endurfjármögnunar vegna kaupa á Seachill Ltd. og Cavaghan & Gray á síðasta ári. Íslandsbanki er umsjónarbanki lánsins. IFP Holdings Ltd. gekk frá kaupum á 80% hlut í Seachill Ltd. í júlí 2004 fyrir um 37 milljónir punda, 4,4 milljarða króna. Fjár- festingin var upphaflega fjármögn- uð með brúunarláni til skamms tíma. Seachill er sérhæft í fram- leiðslu ferskra sjávarafurða og er Tesco langstærsti viðskipavinur þess. Velta félagsins á árinu 2004 nam um 90 milljónum punda, 10,6 milljörðum króna. Í nóvember sl. fjárfesti IFP Holdings Ltd. í sjávarafurðafram- leiðslu Cavaghan & Gray. Við kaup- in mun framleiðsla dótturfélaga IFP Holdings Ltd. á kældum sjáv- arafurðum aukast um 40 milljónir punda eða 4,7 milljarða króna. Kaupverð nam um 13 milljónum punda, 1,5 milljörðum króna, sem einnig var fjármagnað með brúun- arláni til skamms tíma. „Með lántökunni er fjármagns- skipan dótturfélaga okkar í Bret- landi komin í það horf sem við ger- um ráð fyrir til lengri tíma. Unnið er að frekari endurskipulagningu og hagræðingu á starfsemi félag- anna í Bretlandi og munum við greina nánar frá því á næstu mán- uðum,“ segir Gunnar Svavarsson, forstjóri SH. SH hagræðir í Bretlandi Íslandsbanki og Landsbanki lána saman 6 milljarða króna til félagsins BRÆLA hefur hamlað loðnuveiðum upp á síðkastið og í gær voru loðnu- skipin ýmist í vari inni á fjörðum eða við bryggju. Afli íslenzku skip- anna er orðinn tæp 200.000 tonn frá áramótum, en ríflega 240.000 tonn ef sumarveiðin er talin með. Leyfilegur kvóti er tæp 760.000 tonn og því eru óveidd um 518.000 tonn. Erlend skip hafa landað hér um 20.000 tonnum frá áramótum og því hafa verksmiðjurnar tekið á móti ríflega 217.000 tonnum. Afli norskra skipa er orðinn 69.500 tonn, en aðeins fjögur skip eru nú innan landhelginnar. Ólíklegt er að norsku skipin nái kvóta sínum, sem er ríflega 78.000 tonn. Meginganga loðnunnar er komin suður fyrir Pappaey, en sunnar en það mega norsku skipin ekki fara. Mestu af loðnu hefur nú verið landað hjá Síldarvinnslunni í Nes- kaupstað, 36.700 tonnum. 32.000 tonn hafa borizt til Síldarvinnsl- unnar á Seyðisfirði og Eskja á Eski- firði er með 31.600 tonn. BH Grandi á Vopnafirði er með 22.200 tonn og Loðnuvinnslan á Fáskrúðsfirði er með 21.600 tonn. Morgunblaðið/Þorgeir Baldursson Loðnuveiðar Ásgrímur Halldórsson á leið í land í brælunni. Bræla hamlar loðnuveiðum ÞORBJÖRN Fiskanes hf. seldi á liðnu ári fiskafurðir fyrir tæpa 4 millj- arða króna. Í frystiskipum félagsins voru framleiddar afurðir fyrir um 1,7 milljarða og í fiskvinnslum þess í landi fyrir meira en 1,7 milljarða og er það 21% aukning frá árinu 2003. Frá þessu er greint á heimasíðu fé- lagsins. Þar segir: „Í landvinnslum félagsins var unnið úr 7.000 tonnum af ferskum fiski. Af einstökum af- urðaflokkum voru verðmæti frystra afurða 1,9 milljarðar króna, saltfisk- afurða liðlega 1200 milljónir króna og verðmæti ferskra afurða um 800 milljónir króna. Þorskafurðir voru verðmætastar ef litið er á einstakar tegundir, bæði frystar, ferskar og saltaðar eða um 2 milljarðar króna. Mikilvægustu markaðslönd fyrir- tækisins eru eins og áður Bretland, Bandaríkin, Spánn og Japan. Verð á erlendum mörkuðum hækkaði nokk- uð á árinu í erlendri mynt í einstaka afurðaflokkum, en þar sem íslenska krónan styrktist verulega [...] náðu verðhækkanir erlendis ekki að auka verðmæti afurðanna í krónum talið.“ Mikið unnið hjá Þorbirni Fiskanesi ÚR VERINU GREIÐSLUMAT til íbúðarkaupa er ókeypis hjá Íslandsbanka, Lands- banka Íslands og SPRON. Hjá KB banka kostar hins vegar einstaklings- mat 3.000 kr. og 4.000 kr. fyrir hjón. Það er óháð því hvort um viðskipta- vini bankans er að ræða eða ekki. SPRON er í samstarfi við Íbúða- lánasjóð um lánveitingu en hægt er að fara á vef Íbúðalánasjóðs og gera greiðslumatið sjálfur. Íbúðalánasjóð- ur veitir lán mest upp á 14,9 milljónir og bætir SPRON við lánið á öðrum veðrétti, það sem eftir stendur. SPRON býður upp á íbúðalán einn og sér en þá setur bankinn þau skilyrði, ef greiðslumatið er unnið hjá bank- anum, að viðkomandi sé í viðskiptum hjá SPRON. Íbúðalánasjóður sagði upp samn- ingi sínum við banka og sparisjóði um framkvæmd greiðslumats í hinu op- inbera íbúðalánakerfi sl. haust. Ástæðan var gjörbreytt staða á íbúðalánamarkaði, með tilkomu íbúðalána bankanna að sögn Guð- mundar Bjarnasonar, forstjóra Íbúðalánasjóðs. Greiðslumat er forsenda umsóknar um íbúðalán Íbúðalánasjóðs og hefur svo verið frá fyrstu árum húsbréfa- kerfisins í byrjun tíunda áratugar síð- ustu aldar. Markmiðið með greiðslumati er að leggja raunhæft mat á mögulega lán- töku vegna fyrirhugaðrar fjárfesting- ar og veita ráðgjöf sem dregur úr lík- um á offjárfestingu og greiðsluerfiðleikum. Flestir bankar bjóða upp á ókeypis greiðslumat Hreyfing í frumbernsku  þjálfun fyrir börn allt frá meðgöngu og fram til grunnskólaaldurs á morgun

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.