Morgunblaðið - 08.02.2005, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 08.02.2005, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. FEBRÚAR 2005 15 ERLENT CONDOLEEZZA Rice, utanríkisráðherra Bandaríkj- anna, ræddi í gær við Mahmoud Abbas, leiðtoga Pal- estínumanna, í Ramallah á Vesturbakkanum og skýrði frá því að hún hefði skipað sérstakan fulltrúa í örygg- ismálum sem ætti að aðstoða við að binda enda á átök Ísraela og Palestínumanna. Þá greindi Rice frá því að Abbas og Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, hefðu þegið boð um að fara hvor í sínu lagi í heimsókn til Bandaríkjanna í mars eða apríl. Rice sagði eftir fundinn með Abbas að hún væri ánægð með það sem hann hefði þegar gert til að binda enda á fjögurra ára uppreisn Palestínumanna. Hún skoraði enn fremur á stjórn Ísraels að grípa ekki til neinna aðgerða sem torvelduðu friðarumleitanir. Stjórn Bandaríkjanna hefur verið sökuð um að draga taum Ísraela en Rice kvaðst hafa skýrt Abbas frá því að hún hefði áhyggjur af legu aðskilnaðarmúrs- ins, sem Ísraelar eru að reisa, og aðgerðum ísraelskra landtökumanna á svæðum Palestínumanna. Rice er hæstsetti bandaríski embættismaðurinn sem rætt hefur við leiðtoga Palestínumanna í tæp þrjú ár. Abbas ræðir við Sharon í Sharm el-Sheikh í Egypta- landi í dag. Fjárhagsaðstoð flýtt Utanríkisráðherrann skýrði frá því að Bandaríkja- stjórn hygðist flýta fjárhagslegri aðstoð við palest- ínsku heimastjórnina. Gert er ráð fyrir því að aðstoðin nemi 40 milljónum dollara, sem samsvarar 2,5 millj- örðum króna, á næstu þremur mánuðum. Rice kvaðst hafa skipað William Ward, hershöfð- ingja á eftirlaunum, sérstakan sendifulltrúa Banda- ríkjastjórnar í öryggismálum og falið honum að að- stoða Ísraela og Palestínumenn við að binda enda á átökin. Gert er ráð fyrir því að hann fari til Ísraels og svæða Palestínumanna og meti ástandið þar á næstu vikum. Hann á meðal annars að fylgjast með því hvort Ísraelar og Palestínumenn standi við loforð sín í ör- yggismálum. Þá skýrði Rice frá því að Abbas og Sharon hefðu þegið boð um að ræða hvor í sínu lagi við George W. Bush Bandaríkjaforseta í Washington. Verður þetta fyrsta ferð leiðtoga Palestínumanna til Washington frá því að Bush varð forseti. Sharon fór síðast í heimsókn til Bandaríkjanna í apríl í fyrra og hefur farið þangað alls níu sinnum frá því að hann varð forsætisráðherra í mars 2001. Abbas og Sharon fara til Washington Rice ætlar að senda sér- stakan fulltrúa í öryggis- málum til Mið-Austurlanda Reuters Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, og Mahmoud Abbas, forseti Palestínumanna, við mynd af forvera hans í embættinu, Yasser Arafat, á fundi þeirra í höfuðstöðvum palestínska leiðtogans í Ram- allah á Vesturbakkanum í gærdag. Ramallah. AFP. NÆSTUM 99% íbúa í Kúrdahéruðum Íraks vilja að Kúrdar fái eigið ríki. Þetta er niðurstaða óformlegrar þjóðaratkvæðagreiðslu sem haldin var samhliða írösku þingkosningunum 30. janúar sl. Það voru samtök um sjálfstæði til handa Kúrdistan sem stóðu fyrir at- kvæðagreiðslunni en einn skipuleggjenda, Shamal Huaizi, sagði að yfirvöld hefðu heimilað hana á þeirri forsendu að kosningin væri ekki framkvæmd inni á sjálfum kjörstöðunum í þingkosningunum. Sagði Huaizi að atkvæða- greiðslan hefði verið haldin í öllum Kúrdahéruðunum í Norður-Írak, líka í borginni Kirkuk þar sem margir íbúanna eru af öðrum þjóðernisuppruna. Atkvæðagreiðslan hefur enga lagalega þýðingu en Huaizi sagði Kúrda eiga allan rétt á því að sækjast eftir því að eignast eigið ríki. Um tvær millj- ónir manna tóku þátt í atkvæðagreiðslunni að sögn þeirra Huaizi og Asso Kassem, annars skipuleggjenda atkvæðagreiðslunnar. Sagði Kassem að alls hefðu 1.973.412 manns lýst sig fylgjandi því að Kúrdar fengju eigið ríki, þ.e. 98,7% þeirra sem tóku þátt. Aðeins 19.850 voru á móti og um 5.000 manns ónýttu atkvæðaseðil sinn. 98,7% Kúrda vilja eigið ríki Erbil. AFP. SAMTÖK hryðjuverkaforingjans Abus Musabs al-Zarqawis lýstu á hendur sér tveimur sprengjutilræð- um sem kostuðu minnst 23 menn lífið í borgununum Mosul og Baq- uba í Írak í gær. Ofursti í írösku lögreglunni sagði að 12 lögreglumenn hefðu beðið bana og sex særst þegar tilræð- ismaður hefði leitt þá í gildru og sprengt sig í loft upp þar sem þeir biðu eftir að fá launin sín greidd í Mosul. Í árásinni í Baquba ók tilræð- ismaður bíl, hlöðnum sprengiefni, inn í aðallögreglustöð Diyala-héraðs og varð ellefu manns að bana. Ekki kom fram hvort þeir voru allir lög- reglumenn. Eru þetta mannskæðustu sprengjutilræðin í Írak frá kosning- unum fyrir rúmri viku. Zarqawi er Jórdani og hafa bandarísk stjórnvöld heitið hverjum þeim sem getur gefið upplýsingar sem leiða til handtöku hans 25 milljónum dollara eða 1,6 milljörð- um króna. Ætla að láta gísl lausan Áður óþekkt hreyfing íslamista, sem kvaðst halda ítölsku blaðakon- unni Giuliana Sgrena í gíslingu, sagðist í gær ætla að láta hana lausa á næstu dögum. Áður hafði hreyfingin hótað að lífláta blaða- konuna og krafist þess að stjórn- völd á Ítalíu kölluðu hermenn sína í Írak heim. Sgrena, sem er 56 ára, var rænt fyrir utan mosku í Bagdad í vikunni sem leið. Reuters Íraskir lögreglumenn á verði við mosku í Najaf eftir skotbardaga í gær. Yfir 20 falla í árásum manna Zarqawis Dubai, Mosul. AFP.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.