Morgunblaðið - 08.02.2005, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 08.02.2005, Qupperneq 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 8. FEBRÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT S koðanakannanir sem birtar voru í Danmörku í gær gefa til kynna að stjórn borgaralegu flokkanna haldi velli í þingkosningunum sem fram fara í dag. Dregið hefur saman með stjórn og stjórnarandstöðu og hefur óvænt spenna því hlaupið í kosningarnar þótt líkleg- ast sé, ef marka má kannanir, að stjórnarflokk- arnir, Venstre og Íhaldsflokkurinn, haldi meiri- hluta sínum með stuðningi Danska þjóðarflokksins. Dagblaðið Jyllandsposten birti í gær skoð- anakönnun sem unnin var á sunnudag. Í henni tóku þátt 1.805 kjósendur sem er helmingi stærra úrtak en tíðkast hefur hjá Rambøll- fyrirtækinu sem gerir kannanir blaðsins. Tapa fimm þingsætum Samkvæmt þessari könnun fá stjórnarflokk- arnir og Þjóðarflokkurinn 93 menn kjörna. Flokkar þessir fengu samtals 98 þingmenn í kosningunum 2001 og myndu því tapa fimm þingmönnum. Stjórnarandstaðan fengi nú 82 menn kjörna, hafði 77, en 179 fulltrúar sitja á þingi Dana. Þeir fjórir fulltrúar, sem upp á vantar til að fylla töluna 179, koma frá Fær- eyjum og Grænlandi, tveir frá hvoru landi. Stjórnarmeirihlutinn yrði því tæpur og ein- ungis þyrfti sveiflu sem skilaði sex þingmönn- um til að stjórnarandstaðan gæti gert sér vonir um meirihluta með stuðningi þingmanna Fær- eyinga og Grænlendinga. Könnun Jyllandsposten er um flest í sam- ræmi við þær sem birtar voru um liðna helgi. Samkvæmt þeim flestum fær stjórnin og stuðn- ingsflokkur hennar 92 til 93 menn en stjórn- arandstaðan 79 til 83 fulltrúa á Þjóðþinginu. Samkvæmt könnun Jyllandsposten mælist fylgi við jafnaðarmenn 27,3%. Reynist könn- unin rétt tapar flokkurinn um 2% en nið- urstaðan verður ekki sú algjöra niðurlæging sem fyrri kannanir gáfu til kynna að flokkurinn og leiðtogi hans, Mogens Lykketoft, ættu í vændum. Kannanir undanliðinna vikna hafa gefið til kynna að fylgi við jafnaðarmenn sé hið minnsta frá árinu 1973. Slík niðurstaða myndi trúlega kosta Lykketoft embætti flokks- leiðtoga. Venstre áfram stærsti flokkurinn Venstre, flokkur Anders Foghs Rasmussens forsætisráðherra, heldur fylgi sínu frá 2001. Kvaðst 31,1% aðspurðra ætla að kjósa Venstre. Flokkurinn, sem er frjálslyndur og hægri sinn- aður þrátt fyrir nafnið, yrði eftir sem áður stærsti flokkur Danmerkur. Íhaldsflokkurinn bætir við sig tæpu pró- sentustigi og mælist fylgið nú 9,9% samkvæmt könnun Jyllandsposten. Danski þjóðarflokk- urinn missir hins vegar fylgi, fær nú 10,4% en fékk 12% í síðustu kosningunum. Sigurvegari kosninganna, samkvæmt könn- un þessari, verður Det Radikale Venstre, sem er miðjuflokkur þrátt fyrir nafnið. Flokkurinn fær nú 9% atkvæða en fylgið við hann var 5,2% árið 2001. Um 18% þátttakenda í könnun blaðsins kváðust enn ekki hafa gert upp hug sinn á sunnudagskvöld. Dagblaðið Berlingske Tidende birti í gær könnun Gallup. Hún er um flest samhljóða könnun Jyllandsposten. Stjórnarflokkarnir og Danski þjóðarflokkurinn fá 92 menn. Venstre, flokkur Foghs Rasmussens, tapar tveimur mönnum, fær nú 54 en hafði 56. Íhaldsflokk- urinn bætir hins vegar við sig tveimur mönnum og fær 18. Danski þjóðarflokkurinn fær 20 menn en hafði 22. Jafnaðarmenn tapa þremur fulltrúum samkvæmt könnun Berlingske Ti- dende, fylgið mælist 27% og þeir fá 49 menn kjörna. „Stjórnarandstaðan þarf að vinna fimm til sex sæti til viðbótar, á að giska 100.000 at- kvæði, til að fara með sigur af hólmi í kosning- unum,“ sagði danski stjórnmálafræðingurinn Hans Jörgen Nielsen í samtali við AFP- fréttastofuna í gær. „Hinir óákveðnu, sem eru um fimmtungur kjósenda, munu skipta sköp- um, sérstaklega konur,“ sagði hann. Nielsen sagði að í kosningunum haustið 2001 hefði mikil þátttaka (87,1%) komið stjórnarflokkunum og Danska þjóðarflokknum vel. „Skili stuðnings- menn þessara flokka sér ekki, ef til vill vegna sigurvissu, er hugsanlegt að stjórnarandstaðan vinni kosningarnar,“ sagði Nielsen. „Ég er bjartsýnn þegar ég lít yfir skoð- anakannanirnar en ég er einnig varfærinn,“ sagði Fogh Rasmussen aðspurður um stöðuna í dönskum stjórnmálum. Deila um Írak ræður tæpast úrslitum Kosningabaráttan þykir hafa verið heldur óspennandi enda njóta Danir velgengni nú um stundir. Þótt flokkar lengst til vinstri hafi gert andstöðu við stuðning Dana við innrásina í Írak að helsta kosningamáli sínu gefa kannanir ekki til kynna að það mál ráði úrslitum þegar kjós- endur gera upp hug sinn. Hér ræðir um Ein- ingarlistann og Sósíalíska þjóðarflokkinn. Raunar eykur Einingarlistinn fylgi sitt sam- kvæmt Gallup-könnun gærdagsins og fær 4% atkvæða en fékk 2,4% árið 2001. Verði nið- urstaðan þessi fær flokkurinn 7 menn en hafði 4. Fylgisaukning Einingarlistans er hins vegar aðeins 0,9% samkvæmt könnun Jyllands- posten. Sósíalíski þjóðarflokkurinn tapar manni og fær 11 fulltrúa kjörna samkvæmt Gallup. Vísa megi ungum innflytjendum úr landi Málefni innflytjenda hefur borið einna hæst í kosningabaráttunni. Stjórnin þykir fylgja af- dráttarlausri stefnu í þeim efnum og kannanir gefa til kynna að stuðningur við hana sé al- mennur. Halda ýmsir því fram að stefna dönsku ríkisstjórnarinnar sem miðar að því að hefta straum innflytjenda til landsins sé sú harkalegasta sem fylgt er í Evrópu nú um stundir. Lene Espersen, dómsmálaráðherra Dan- merkur, kynnti á sunnudag ný áform sem stjórnin hyggst hrinda í framkvæmd haldi hún velli í kosningunum í dag. Í ráði er að breyta lögum á þann veg að vísa megi ungum innflytj- endum, sem komast í kast við lögin, úr landi um aldur og ævi. Espersen sagði í viðtali við AFP- fréttastofuna að stjórnvöld yrðu að bregðast við þeim vanda sem „ungir, erlendir glæpa- menn“ sköpuðu í samfélaginu. Þarna ræddi um hópa ungra manna sem sýndu umhverfi sínu fyrirlitningu og bæru enga virðingu fyrir lög- unum. Sagðist Espersen ætla að leggja til laga- breytingu þess efnis að dómstólum yrði heim- ilað að svipta unga glæpamenn úr röðum inn- flytjenda landvistarleyfi í Danmörku um alla sína daga. Gert væri ráð fyrir að þessum ákvæðum laga mætti beita við annað brot við- komandi. Hugsanlegt væri að ákvæði þetta yrði látið gilda um aðra glæpi en þá sem telja mætti meiriháttar. Þannig kæmi til greina að þessi refsing vofði yfir þeim sem gerðust sekir um vopnað rán. Hún tiltók ekki hver lágmarks- aldurinn yrði en samkvæmt núgildandi lögum er hægt að vísa innflytjendum, 18 ára og eldri, úr landi um alla sína daga gerist þeir sekir um vopnað rán, eiturlyfjasölu, mansal og stórfellda líkamsárás. Sagði ráðherrann þessar ráðstafanir nauð- synlegar til að bregðast við glæpagengjum ungra innflytjenda sem væru vaxandi vandi í samfélaginu. Lítil kjörsókn gæti orðið stjórn Foghs að falli Fréttaskýring | Stjórn Anders Foghs Rasmussens heldur velli í kosningunum í Danmörku í dag ef marka má skoð- anakannanir gærdagsins. Stjórnarandstaðan hefur hins vegar aldrei notið meira fylgis í kosningabaráttunni og meirihlutinn gæti verið í hættu. Reuters Mogens Lykketoft, leiðtogi danskra jafnaðarmanna, dreifði rauðum rósum í Kaupmannahöfn í gær. Flokkur hans tapar fylgi, ef marka má kannanir, þótt algjört hrun blasi ekki lengur við. Reuters Anders Fogh Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, ávarpar háskólanema í Kaupmanna- höfn í gær. Skoðanakannanir hafa allt þar til í gær bent til þess að stjórn hans haldi örugglega velli. Fogh Rasmussen er vinsælastur danskra stjórnmálamanna. '    %&      (  $ )    )   *+%                ,%&      !"! #"$"%&'( )""$!(*++, &/%' 5 % "" =!" ! ,    )  %!#  '!.4 M"  F45 % "" -. / ,%&  )   6 ".!"" -4 7%7  F4 %$ - 8"%"' 8!2   -  P' %! =!" ! 0 > " "#5 %  "" / ’Fylgissveifla upp á um100.000 atkvæði gæti tryggt stjórnarandstöðunni sigur.‘

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.