Morgunblaðið - 08.02.2005, Page 32

Morgunblaðið - 08.02.2005, Page 32
Grettir Smáfólk Kalvin & Hobbes NÚNA ER ÉG BÚINN AÐ LIGGJA HÉRNA Í 63 KLUKKUSTUNDIR OG 23 MÍNÚTUR ÁN ÞESS AÐ HREYFA MIG BARA 10 SEKÚNDUR Í VIÐBÓT OG ÞÁ ER ÉG BÚINN AÐ SLÁ METIÐ FRÁ ÞVÍ 1997 ÚPS! TAKK FYRIR AÐ MÆLA MEÐ ÞESSARI BÓK... HÚN VAR EINSTÖK UPPLIFUN OG MÉR FINNST ÉG VERA BETRI MAÐUR EN ÉG VAR HVERNIG GETURÐU SAGT SVONA HLUTI? ER RANGT AÐ GERA KENNARA GLAÐA? TÓKST Í FYRSTU TILRAUN! Svínið mitt © DARGAUD BANG! BANG! BANG! HÆTTIÐ ÞESSUM HÁVAÐA! HVAR HALDIÐ ÞIÐ EIGINLEGA AÐ ÞIÐ SÉUÐ? KANSAS... AF HVERJU SPYRÐU? ÞIÐ GERIÐ BARA ÞAÐ SEM ÞIÐ VILJIÐ EN ÉG VIL FÁ PÍNU NÆÐI TIL ÞESS AÐ HVÍLA MIG AÐEINS JÁ, SKAL GERT! ÉG VIL EKKI HEYRA NEITT TIL KLUKKAN KORTER Í TVÖ, ER ÞAÐ SKILIÐ? JÁ, SKAL GERT! JÆJA KRAKKAR, NÚNA HAFIÐ ÞIÐ HLJÓTT ÞANGAÐ TIL STÓRI VÍSIRINN ER Á NÍU OG LITLI Á 2, ANNARS KOMIÐ ÞIÐ EKKI AFTUR Í HEIMSÓKN ALDREI AFTUR! VIÐ GETUM ÞETTA ALDREI SEGJUM SEM SVO AÐ VIÐ GERUM HLÉ Á BARDAGANUM EN BYRJUM AFTUR MEÐ LÁTUM ÞEGAR STÓRI VÍSIRINN ER Á NÍU GÓÐ HUGMYND! TILBÚIN? AAHHH!! BANG!! BANG!! STÓRI VÍSIRINN ER Á 12 OG HANN ER EKKI VAKNAÐUR GROIN HANN SVINDLAR! STÓRI HVÍTI MAÐUR SVINDLAR HVERNIG VÆRI AÐ FLETTA HÖFUÐLEÐRINU AF HONUM? Dagbók Í dag er þriðjudagur 8. febrúar, 39. dagur ársins 2005 Kunningi Víkverjahefur löngum lagt mikla áherslu á já- kvæðni og upp- byggileg samskipti í sínu lífi. Hann hefur til þessa þótt óþreytandi í því að brosa hug- hreystandi framan í fólk þegar það er stressað og fullvissa það um að allt verði í lagi með rólegri röddu eða alla vega vera kát- ur „yfir því að vera að vinna með svona góðu og hæfileikaríku fólki“. Víkverji hefur löngum furðað sig á þessum hæfileika kunn- ingjans til að þola streitu og álag án þess að smitast á neinn hátt af pirr- ingi eða streitu vinnufélaganna. Víkverja brá því nokkuð um dag- inn þegar hann hitti kunningjann síðla kvölds titrandi af reiði og pirr- ingi. Hann spurði hvað væri að og kunninginn svaraði að hann væri að niðurlotum kominn. Hingað til hefði hann alltaf getað haldið í eitt af þremur haldreipum; áhugaverð verkefni, jákvæða vinnufélaga eða nægan tíma til tómstunda. Þegar vinnufélagarnir væru erfiðir gæti hann yfirleitt huggað sig við áhuga- verð verkefni eða tilhugsunina um að sleppa fljótlega í töfrandi heim tóm- stundanna. Nú væri hins vegar ástandið þannig að vinnufélag- arnir væru pirraðir út í hann, verkefnin tíma- frek og sjaldnast við hans hæfi. Þá tefðist hann oft svo í vinnunni að enginn tími væri fyrir tómstundir. Verst þótti honum þó að þola pillur og skot frá sam- starfsmönnum sem honum þykir vænt um. „Ég veit ekki hvað ég á að gera,“ sagði kunn- inginn. „Ég hef aldrei lent í þessu áð- ur, mér finnst ég vera að missa bros- ið.“ Víkverji þagði um stund og spurði svo: „Af hverju hættirðu ekki bara og finnur þér nýja vinnu?“ Brá þá svo við að furðusvipur kom á andlit kunn- ingjans, sem svaraði sem svo: „Hvað meinarðu? Og skilja þau eftir? Mér dytti það ekki í hug.“ Víkverja blöskraði þessi vinnustaðahollusta félagans á þessum síðustu og verstu tímum, en hló síðan, því hann er svona sjálfur. Þeir vinirnir voru sam- mála um að vona að þetta væri bara tímabundið ástand og myndi lagast fljótlega. „Þetta reddast.“ Víkverji skrifar... | vikverji@mbl.is    Seltjarnarnes | Á Seltjarnarnesi stendur leikskólinn Mánabrekka, sem á næsta ári fagnar tíu ára afmæli. Skólinn leggur áherslu á umhverfis- og nátt- úruvernd í uppeldisstefnu sinni og hefur hlotið nokkrar viðurkenningar vegna hennar. Þá er hann þátttakandi í alþjóðlega Grænfánaverkefninu „Á grænni grein“. Þeir Sindri, Kristófer, Ásmundur og Vlado létu fara vel um sig í stefni skipsins í Mánabrekku og horfðu fram á veg án þess að hafa áhyggjur. Morgunblaðið/Ómar Horft til sjóndeildarhrings MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Aug- lýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.400 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 220 kr. eintakið mánudaga til laugardaga. Sunnudaga 350 kr. Vakið því og verið þess minnugir, að ég áminnti stöðugt sérhvern yðar með tárum dag og nótt í þrjú ár. (Post. 20, 31)

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.