Morgunblaðið - 08.02.2005, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 08.02.2005, Blaðsíða 40
40 ÞRIÐJUDAGUR 8. FEBRÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ Nýjasta snilldarverkið frá Óskarverðlaunahafanum Clint Eastwood. Eftirminnilegt og ógleymanlegt meistaraverk. Besta mynd hans til þessa. Hlaut tvenn Golden Globe verðlaun KRINGLAN Sýnd kl. 6, 8 og 10. B.i. 14 ára. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 4, 5.30, 8 og 10.30. SÝND Í LÚXUS VIP KL. 5.30, 8 OG 10.30. Sýnd kl. 10.30.  S.V. Mbl.  Kvikmyndir.com „Hressir ræningjar“ Fréttablaðið OCEAN´S TWELVE Kvikmyndir.is Ian Nathan/EMPIRE Sýnd kl. 5.30 og 10.05. VINSÆLUSTU MYNDIRNAR Á FRÖNSKU KVIKMYNDAHÁTIÐINNI SÝNDAR ÁFRAM V.G. DV. Langa trúlofunin - Un Long dimanche. Sýnd kl. 8. Grjóthaltu kjafti - Tais toi. Sýnd kl. 8.30. Sýnd kl. 6, 8.30 og 11. Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. Nýjasta snilldarverkið frá Óskarverðlaunahafanum Clint Eastwood. Eftirminnilegt og ógleymanlegt meistaraverk. Besta mynd hans til þessa. Hlaut tvenn Golden Globe verðlaun tilnefningar til óskarsverðlauna þ.á.m. Besta mynd, besti leikstjóri, besti leikari-Leonardo Dicaprio, bestu aukaleikarar- Cate Blanchett og Alan Alda. 11 LEONARDO DiCAPRIO H.L. Mbl. Kvikmyndir.is Sýnd kl. 6 og 9.10. Áhinum ágæta vestfirska frétta-vef Strandir.is kemur fram að undanfarna daga hafi kvikmyndalið frá Bandaríkjunum dvalist á Strönd- um við upptöku á nýrri kvikmynd. Ku hún eiga að heita Assassin 62 og sé þar á ferð „erótísk spennumynd“ eftir bandaríska kvikmyndagerðarmann- inn Sean Harris. Af innihaldslýsingu að dæma bendir líka flest til að hér sé á ferð erótísk, eða djörf mynd, því hún fjallar um tálkvendi og nátt- úruverndarsinna sem eltist við og myrðir veiðiþjófa og seljendur nas- hyrningadufts sem nýtt er til kynörv- unar. Atriði í myndinni eru, að því er fram kemur á Strandir.is, tekin í gömlu síldarverksmiðjunni í Djúpa- vík og í heita pottinum á Laugarhóli í Bjarnarfirði. „Það verður gaman að sjá hvernig síldarverksmiðjan í Djúpavík tekur sig út í hlutverki nas- hyrningaduftssmyglsbælis, sem er al- veg nýtt sjónarhorn á nýtingu verk- smiðjunnar,“ segir í fréttinni á vefnum. Aðalleikkona myndarinnar heitir Martina Jacova – sem gengur undir listamannsnafn- inu Kyla Cole – en hún er slóvak- ísk leikkona bú- sett í Bandaríkj- unum. Hún á að baki hlutverk í nokkrum erótísk- um myndum og hefir einnig setið fyrir sem ljósmyndafyrirsæta í kunnum tímaritum – væntanlega karlaritum. Kvikmyndagerðamennirnir dvöldu, að því er fram kemur á strandir.is, á Hótel Laugarhóli og Hótel Djúpavík meðan á tökum myndarinnar stóð á Ströndum.    Hryllingsmyndin Ljóti karlinn(Boogeyman) laðaði að sér flesta áhorfendur í norður-amerísk- um kvikmyndahúsum um helgina. Myndin, sem ættuð er úr „smiðju“ Sam Raimi sem gerði Spiderman- myndirnar er með Barry Watson í aðalhlutverki og fjallar um mann sem vill komast yfir ótta sem þjakaði hann í barnæsku við að eitthvað væri inni í skápnum í herberginu hans. Ákveður maðurinn því að dvelja eina nótt í húsinu þar sem hann ólst upp. Gamanmyndin Brúðkaups- dagsetningin (The Wedding Date) fór beint í 2. sætið á listanum en myndin, sem er með Debra Mess- ing í aðal- hlutverki, fjallar um konu sem leig- ir sér fylgd- armann til að fara með sér í brúð- kaup þar sem fyrrum kærasti hennar er svaramaður. Fólk folk@mbl.is FYRIR fáeinum árum naut gam- anmyndin Meet the Parents tals- verðra vinsælda, ekki síst vegna þess að skopast var að áberandi and- stæðum í bandarísku þjóðlífi. Gyð- ingurinn Greg (Stiller), varð ást- fanginn af Pam (Polo), engilsaxneskri og mótmæl- endatrúar. Dóttir Jacks Byrnes (De Niro), fyrrum yfirmanns í leyniþjón- ustunni sem er yfirfullur af karl- rembu og stjórnar öllu í kringum sig með harðri hendi. Greg er aftur á móti auðsveipur og ljúfur karlhjúkrunarfræðingur (sem þykir greinilega hallærislegt vestan hafs), foreldrarnir vafasamar persónur niðri í Flórída sem komu lítið við sögu en eru aðalkryddið í framhaldinu sem fjallar um fyrsta fund, eða réttara sagt árekstur, fjöl- skyldnanna tveggja. Til að bæta gráu ofan á svart er eftirnafn Gregs ámóta vandræðalegt og annað og góður samnefnari fyrir óheflað eðli aulabrandaranna sem gera mynd- irnar ótrúlega vinsælar miðað við innihald. Reyndar er ekki annað að sjá og heyra en ættarnafnið, eða réttara sagt sú athöfn sem það ýjar að, sé réttnefni fyrir Fockerana, þeirra hjartans mál og brauðfæði þá að auki. Bernie (Hoffman), faðir Gregs, er upp- gjafalögfræðingur og aflóga hippi, of- antekinn af kynlífi og fátt annað virðist brjótast um í kollinum á konu hans Roz (Streisand). Hún er reyndar sérfræðingur á sviðinu, kynlífsfræðingur sem hefur gert ástalíf ellilífeyrisþega að sérgrein sinni. Græskulaust grín og hvað svo sem um það má segja er það staðreynd að uppskriftin virkar eins og bensín á eld á bíógesti því Meet the Fockers er orðin ein vin- sælasta gamanmynd heims í áraraðir. Stiller og De Niro voru banvæna blandan í frummyndinni, að þessu sinni draga þau Hoffman og Streisand vagninn. Þessir gæðaleikarar eru ótrúlega fyndnir og gera óspart grín að sjálf- um sér. Gleðjast yfir litlu og afgreiða furðufuglana með reisn. De Niro og Stiller bæta engu við og Byrnes- mæðgurnar fljóta með af nauðsyn líkt og í Meet the Parents. Tim Blake Nelson hressir upp á lokakafl- ann sem forheimsk og þröngsýn Suðurríkjalögga og leggur sit af mörkum til að gera Meet the Fockers að klúrri, brokkgengri dægrastyttingu sem nær landi eftir tvísýnan brimsjó og boða- föll. KVIKMYNDIR Sambíóin, Háskólabíó, Laugarásbíó, Borgarbíó Akureyri Leikstjóri: Jay Roach. Aðalleikendur: Ro- bert De Niro, Ben Stiller, Dustin Hoffman, Barbra Streisand, Blythe Danner, Teri Polo. 114 mín. Bandaríkin. 2004. Meet the Fockers  Sæbjörn Valdimarsson Beðmál með Focker-hjónunum. SIR Paul McCartney beraði ekki hægri geirvörtu sína, þegar hann kom fram í leikhléi bandaríska Super Bowl- leiksins í Flórída um helgina. Skipuleggjendur leiksins völdu hann í því augnamiði að hneyksli síðasta árs end- urtæki sig ekki, þegar Justin Timberlake svipti hulunni af brjósti Janet Jackson, með þeim afleiðingum að millj- ónir Bandaríkjamanna sáu konubrjóst. Fyrir það fékk sjónvarpsstöðin CBS, sem sá um útsendinguna, háa sekt. McCartney, sem er 62 ára og hefur sjaldan verið sprækari, söng fjögur lög á 12 mínútum; „Hey Jude“, „Drive My Car“, „Live and Let Die“ og „Get Back“. Hann gekk ekki fram af áhorfendum, en fór þó úr jakkanum í einu laginu. McCartney hefur einu sinni áður spilað í leikhléi Super Bowl-leiksins; fyrir þremur árum, í kjölfar hryðjuverkanna 11. september 2001. Þá flutti hann lagið „Freedom“, sem samið var sérstaklega í tilefni hörmunganna. McCartney hneykslaði engan Tvíræðir fjölskylduárekstrar Áfallalaus leikhlésskemmtun á Super Bowl TÖFRAMAÐURINN Pétur Pókus – sem m.a. hefur stundað sverðagleyp- ingar – fékk það staðfest í gærmorgun að hann væri kominn í Heimsmetabók Guinness ásamt átján öðrum sverðagleypum. Metið var sett árið 2002 á ráð- stefnu Félags sverðagleypa (Sword Swallowers Association International) í Wilkes-Berre, Pennsylvaníu. Pétur segir að formaður Sverðagleypafélagsins hafi hringt í hann og beðið hann um að koma út til að taka þátt í atinu. „Þeir eru ekki margir sem stunda þetta reglubundið og reyndar er ég hættur þessu í dag. Ætli það séu ekki um 70 manns í félaginu og þrátt fyrir að vera hættur gleypingunum er ég enn virkur í félagsskapnum.“ Pétur segist hafa hætt, einfaldlega vegna þess að þetta er ekki hollt til langframa. „Ég tók að gleypa blöðrur í staðinn!“ Sverðagleypafélagið kemur saman einu sinni á ári og segir Pétur þetta skemmtilegan félagsskap. Hann á ekki von á því að menn hlaupi nú upp til handa og fóta og reyni að slá metið þar sem iðkendur þessarara sérstöku íþróttar séu það fáir. „En það er óneitanlega gaman að fá frétt um það á mánudagsmorgni að maður sé kominn á spjöld sögunnar,“ segir hann og hlær við. Morgunblaðið/RAX www.swordswallow.com Pétur Pókus er kominn í Heims- metabók Guinness ásamt átján öðrum sverðagleypum. Töfrabrögð | Pétur Pókus í Heimsmetabók Guinness Nítján sverðagleypar – fimmtíu sverð

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.