Morgunblaðið - 08.02.2005, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 08.02.2005, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. FEBRÚAR 2005 25 UMRÆÐAN BRÉF TIL BLAÐSINS Morgunblaðið Kringlunni 1 103 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is SIGURÐUR Lárusson frá Gilsá spyr mig tveggja spurninga á síðum þessa blaðs á kyndilmessu, 2. febrúar, sl. Vil ég með ánægju leitast við að svara þeim í örfáum orðum. Kristin trú notar líkingar og ein- faldar myndir þegar hún talar um það sem bíður. Og þau svör og líkingar virðast jafnvel stangast á: Við sjáum dauðann sem að sofna og hvílast til upprisudagsins, og jafnframt að það að deyja sé að vakna upp til nýs lífs. Þegar talað er um svefn dauðans er talað út frá því sem augun sjá hérna megin: Hinn látni sefur, hvíldin er fengin frá þjáningu og sorg. En í sömu andrá er talað um að sálin vakni í ljósi Guðs á þeim bjarta morgni þeg- ar hann hefur þerrað hvert tár af hvörmum, leyst allar viðjar, læknað öll mein. Segja má að þá sjáum við frá sjónarhóli eilífðarinnar. En allt er þetta myndmál, tilraunir til að varpa ljósi á það sem engin orð fá lýst. Í ei- lífðinni, í himni Guðs, er enginn tími, allt er ein andrá, þrungin gleði og friði. Þetta fáum við seint skilið með rökum skynseminnar, aðeins skynjað það í trú, von og kærleika. Þess vegna duga formúlur eða skilgreiningar lítt, heldur miklu heldur ljóðið og listin, bænin og kærleikurinn.Um afdrif á himnum eða víti eru líka myndir sem tjá það að Guð er kærleikur, ást, sem þráir samfélag við börn sín öll, að þau snúi sér til hans og lifi. Hægri hönd Guðs merkir það svið eða veruleika þar sem Guð ræður og ríkir, vilja Guðs og vald. Víti er mynd þeirrar til- veru þar sem Guð er ekki, þeirrar til- veru þar sem lífi hans, ást hans, fyr- irgefningu og náð er hafnað. Okkur er um megn að ímynda okkur slíkt ástand, vegna þess að tilveran öll ber með einhverjum hætti vitni um náð Guðs og návist. „Upprisa holdsins,“ upprisa mannsins, eru hugtök sem tjá það að holdið, líkaminn, þetta forgengilega, er dýrmætt í augum Guðs. Guði er ekki aðeins umhugað um sálina, held- ur líka líkama og hold. Guð vill reisa upp, það er endurreisa, lækna, gera heilan, líkama, sál, persónu manns. Upprisa holdsins, mannsins, merkir ennfremur að við munum þekkja aftur þau sem við unnum og dauðinn tók frá okkur. Þessi torskildu hugtök varpa sem sagt ljósi á nokkuð sem við þyrft- um ætíð að gefa gaum, þau hvetja til virðingar fyrir lífi og líkama, efninu, ekki síður en andanum, jörðu sem og himni. Sigurður spyr hvort nokkur maður trúi þessu í alvöru. því get ég aðeins svarað fyrir mig. Ég trúi því í Jesú nafni, og játa með Hallgrími Péturs- syni: „Hvernig sem holdið fer hér þeg- ar lífið þver, Jesú, í umsjá þinni óhætt er sálu minni.“ (Pass. 17.22.) Sigurður spyr að lokum um álit mitt á því að talað sé um Guð sem konu. Orðið Guð er í karlkyni. Það er mál- fræði. En Guð er hvorki karl né kona. Guðsmyndir Biblíunnar eru marg- víslegar, og virðast oft stangast á. Vafalaust til að minna okkur á, að Guð er meira en allt sem við kunnum að skilja og skilgreina. Allar tilraunir til að skilgreina Guð og eiginleika hans út frá okkar forsendum enda með því að við smíðum okkur skurðgoð. Og það kann ekki góðri lukku að stýra. Jesús Kristur sýnir okkur og kennir allra best hvað lífið er, líkami, sál, dauði, eilíft líf. Og Jesús kennir okkur betur en nokkur annar hver sá Guð er sem lífið gefur og við megum treysta og elska í lífi og dauða. Jesús kallar Guð „föður“ sinn og kennir okkur að ávarpa hann sem föður, svo sem í bæninni undursamlegu, „Faðir vor“. Hærra komumst við ekki í þekkingu á Guði, veru hans og vilja. Það er ekki málfræði og það er ekki guðfræði, það er bæn og trú, kærleikssamfélag. Reyndar finnst mér 44. Passíusálm- urinn segja allt sem segja þarf um þau álitamál sem Sigurður veltir upp. Þar birtist björt og hlý Guðsmynd, og tær lífssýn, og huggandi og svalandi svar við því hvað við tekur eftir dauðann. Þar birtist trúarstyrkur, leiðsögn og æðruleysi sem best dugar. Og þar er bænin sem flest íslensk börn hafa lært fram á þennan dag: „Vertu, Guð faðir, faðir minn, í frelsarans Jesú nafni …“ KARL SIGURBJÖRNSSON, biskup. Grafarsvefn og upprisa holdsins Frá Karli Sigurbjörnssyni: Hjördís Ásgeirsdóttir: „Ég er ein af þeim sem heyrði ekki bankið þegar vágest- urinn kom í heimsókn.“ Vilhjálmur Eyþórsson: „Forystumennirnir eru und- antekningarlítið menntamenn og af góðu fólki komnir eins og allir þeir, sem gerast fjöldamorðingjar af hugsjón. Afleiðingar þessarar auglýs- ingar gætu því komið á óvart.“ Jakob Björnsson: „Mann- kynið þarf fremur á leiðsögn að halda í þeirri list að þola góða daga en á helvít- isprédikunum á valdi óttans eins og á galdrabrennuöld- inni.“ Jakob Björnsson: „Það á að fella niður með öllu aðkomu forsetans að löggjafarstarfi.“ Ólafur F. Magnússon: „Ljóst er að án þeirrar hörðu rimmu og víðtæku umræðu í þjóðfélaginu sem varð kring- um undirskriftasöfnun Um- hverfisvina hefði Eyjabökk- um verið sökkt.“ Ásthildur Lóa Þórsdóttir: „Viljum við að áherslan sé á „gömlu og góðu“ kennsluað- ferðirnar? Eða viljum við að námið reyni á og þjálfi sjálf- stæð vinnubrögð og sjálf- stæða hugsun?“ Bergþór Gunnlaugsson: „Ég hvet alla sjómenn og út- gerðarmenn til að lesa sjó- mannalögin, vinnulöggjöfina og kjarasamningana.“ Aðsendar greinar á mbl.is www.mbl.is/greinar SENN verða kosningar til rekt- ors Háskóla Íslands. Ávallt er spennandi að fylgjast með hver verður fyrir valinu, enda um afar mikilvægt embætti að ræða og hefur sá sem því gegnir hverju sinni mikið að segja í menntamálum lands- manna. Þeir sem gegnt hafa þessu embætti í gegnum tíðina hafa verið mætir ein- staklingar og hver um sig lagt grundvöll að frekari framgangi þessarar merku menntastofnunar. Sjaldan hefur verið meiri þörf á styrkum ein- staklingum í embættið en nú. Undanfarin ár hefur nauðsyn þess að bæta menntamál þjóðarinnar aldrei virst jafn knýjandi. Má með sanni segja að Íslend- ingar þurfi í framtíðinni að leggja höfuðáherslu á tvö meginmál: Menntamál og heilbrigðismál. Einar Stefánsson er einn af fjórum umsækjendum um embætti háskólarektors. Hann hefur meiri innsýn í þessa tvo málaflokka en flestir aðrir hér á landi. Einar hefur einnig öðrum frem- ur styrka framtíðarsýn í mennta- málum sem mun nýt- ast honum í rektorsembætti. Þetta á ekki síst við á síðustu árum þegar Háskólinn þarf að móta stefnu sína með tilliti til aukinnar samkeppni og sam- vinnu við aðrar stofn- anir á háskólastigi. Einar hefur sýnt það í þeim mikilvægu embættum sem hon- um hefur verið trúað fyrir í gegnum tíðina að hér fer maður sem kann að halda jafnvægi á milli hugsjóna og þess að láta verkin tala. Hann skilur nauðsyn þess að efla vísindastarfsemi hér á landi og mun beita sér fyrir slíku af alefli í starfi sínu. Hann hefur frá árinu 1988 gegnt prófessorsstöðu í augnlækn- isfræði við læknadeild HÍ, en var þar að auki varaforseti lækna- deildar frá 1992–1996 og síðan for- seti læknadeildar 1996–1998. Hann hefur einnig reynslu af stjórnunarstörfum í einkarekstri í líftæknigeiranum, en hann var framkvæmdastjóri DeCode Gen- etics frá 2000–2002. Þessu til viðbótar hefur Einar setið í vísindanefnd læknadeildar og í fjölmörgum nefndum á vegum Háskóla Íslands og stjórnvalda. Síðastliðið haust var hann síðan settur ritstjóri Acta Ophthalmo- logica, sem er fagrit augnlækna á Norðurlöndum. Þetta er mikill heiður sem að- eins framúrskarandi vísindamönn- um í faginu hlotnast. Þessi vett- vangur mun nýtast Einari vel í að efla tengsl við menntastofnanir víða um heim, en fyrir hefur hann afar gott samband við há- skólastofnanir víðs vegar um Bandaríkin. Undirritaður hvetur háskólafólk til þess að velja Einar Stefánsson til rektors Háskóla Íslands. Hann beitir sér af hugsjón og þeirri hagsýni sem auka mun vel- sæld Háskóla Íslands á komandi árum. Einar Stefánsson í embætti rektors Háskóla Íslands Jóhannes Kári Kristinsson fjallar um rektorskosningar í HÍ ’Einar hefur sýnt þaðí þeim mikilvægu embættum sem honum hefur verið trúað fyrir í gegnum tíðina að hér fer maður sem kann að halda jafnvægi á milli hugsjóna og þess að láta verkin tala.‘ Jóhannes Kári Kristinsson Höfundur er doktor í læknisfræði við Háskóla Íslands og sérfræðingur í augnlækningum við augndeild Landspítala – háskólasjúkrahúss. Á ÞEIM þremur árum sem Vaka hefur leitt starf Stúdentaráðs, hafa verið tekin stór skref í átt að bætt- um kjörum stúdenta. Vaka hefur ávallt haft þá stefnu að leiðarljósi að ekki eigi að refsa stúd- entum fyrir að vinna með námi, enda eru það þeir stúdentar sem þurfa mest á tekjum að halda. Þess vegna hefur Vaka beitt sér fyrir því að draga úr skerðingu námslána vegna þeirra tekna sem stúdentar vinna sér inn. Á þeim tíma sem Vaka hefur leitt starf Stúdentaráðs hefur frítekjumark náms- lána hækkað úr 280.000 kr. í 300.000 kr. og skerðingarhlut- fallið lækkað úr 40% í 33%. Á sama tíma hef- ur grunnframfærsla námslána hækkað um 10.000 krónur. Sigrar fyrir stúdenta Í tíð Vöku hafa einnig náðst fram grundvallarbreyt- ingar á reglum Lána- sjóðsins. Áður en Vaka tók við forystu í Stúdentaráði leiddu tekjur maka til þess að námslán skertust, en vegna baráttu Vöku var þessi skerð- ing afnumin. Á starfsárinu sem nú er að líða var stigið annað stórt skref í baráttunni fyrir jafnrétti til náms þegar Vaka beitti sér fyrir því að út- hlutunarreglum Lánasjóðs íslenskra námsmanna yrði breytt þannig að fjármálafyrirtæki gætu gengist í ábyrgð fyrir námslánum stúdenta. Þetta er algjör bylting á ábyrgð- armannakerfinu og þýðir að stúd- entar þurfa ekki lengur að leita til vandamanna um að gangast í ábyrgð fyrir námslánum. Neyslukönnun hefur áhrif Á starfsárinu stóð Stúdentaráð, undir forystu Vöku, fyrir neyslu- könnun, þar sem nemendur voru spurðir um helstu útgjöld þeirra. Þegar Lánasjóðurinn reiknar út upphæð námslána er miðað við tiltekin með- alútgjöld stúdenta, en með neyslukönnun Stúdentaráðs var sýnt fram á að raunveruleg útgjöld stúdenta eru í engu samræmi við út- reikninga Lánasjóðsins. Neyslukönnun Stúd- entaráðs veitir raun- sæja mynd af kjörum námsmanna og mun nýtast áfram í baráttu Vöku fyrir bættum kjör- um. Vaka berst áfram Á næsta starfsári ætl- ar Vaka að beita sér fyr- ir því að sumartekjur námsmanna skerði ekki námslán þeirra. Þá ætl- ar Vaka að breyta reglum um frí- tekjumark þannig að fjölskyldufólk verði með hærra frítekjumark og að frítekjumark verði það sama fyrir þá sem búa heima og búa einir, en þeir sem búa einir hafa nú lægra frí- tekjumark en þeir sem búa í heimahúsum. Vaka ætlar einnig að breyta því misrétti að samkynhneigðir í sam- búð geti ekki fengið námslán miðað við að þeir búi í leiguhúsnæði. rangur Vöku á undanförnum ár- um hefur sýnt það að Vaka lætur verkin tala. Enn er þó verk að vinna og Vaka biður um umboð stúdenta til þess að halda áfram að bæta kjör stúdenta. Vaka bætir kjör stúdenta Sigurður Örn Hilmarsson og Kristín María Birgisdóttir skrifa vegna kosninga í Stúdentaráð HÍ Sigurður Örn Hilmarsson ’Árangur Vökuá undanförnum árum hefur sýnt það að Vaka læt- ur verkin tala. ‘ Sigurður skipar þriðja sæti lista Vöku til Stúdentaráðs fyrir kosningarnar 9. og 10. febrúar. Kristín María situr í Stúdentaráði og hefur verið formaður lánasjóðsnefndar SHÍ í vetur. Kristín María Birgisdóttir HÁSKÓLI Íslands er burðarás rann- sókna á Íslandi. Því er ekki einungis mikilvægt fyrir skólann heldur þjóð- ina alla hver rektor skólans er og hverja reynslu hann hefur af rann- sóknum. Nú hafa fjórir ágætir kenn- arar Háskólans gefið kost á sér til rektors næstu árin. Einn þeirra ber af að mínu viti vegna afreka sinna á sviði rannsókna og nýsköpunar, Ein- ar Stefánsson, prófessor í lækn- isfræði. Einar hefur trausta raun- greinamenntun frá raunvísindadeild Háskólans auk þess að vera há- menntaður læknir. Hann starfar meðal annars náið með verkfræð- ingum, enda eru rannsóknir í augn- lækningum eins þverfaglegar og rannsóknir gerast. Það er engin til- viljun að bæði Rannsóknasjóður og Tækniþróunarsjóður styðja dyggi- lega við bakið á Einari og samstarfs- mönnum hans. Einar Stefánsson hef- ur sett fram hugmyndir sínar um Háskóla Íslands sem alþjóðlega marktækan rannsóknaháskóla, en skólinn á því miður ennþá langt í land til að það markmið náist þrátt fyrir góðar framfarir undanfarinn hálfan annan áratug eða svo. Einari Stef- ánssyni er treystandi til að veita Há- skólanum forystu á þessum vett- vangi, einfaldlega vegna þess að hann hefur ekki einungis reynt rannsóknir á eigin skinni heldur stundað þær af lífi og sál. Það er af ýmsum ástæðum spennandi kostur fyrir Háskóla Ís- lands að næsti rektor hans komi úr læknadeild. Síðast þegar það gerðist var Háskólinn í meginatriðum ennþá embættismannaskóli en mikið vatn hefur runnið til sjávar frá þeim tíma. Nú er læknadeild ein öflugasta rann- sóknadeildin og er að auki kirfilega samtvinnuð íslensku atvinnulífi á sínu sviði, heilbrigðisgeiranum. Forkólfar úr atvinnulífinu bera Háskólann stundum þeim sökum að erfitt sé að starfa með honum að sameiginlegum verkefnum. Að mínu viti eru þetta úr- elt viðhorf sem ekki eiga við eins og mýmörg dæmi sanna. Þau skýra samt áhuga þeirra á nýjum háskóla sem á einhvern óskilgreindan hátt þarf ekki að byggja á áratuga upp- byggingu og reynslu Háskólans. Þessum viðhorfum þarf næsti rektor Háskóla Íslands að breyta og rétta sáttahönd til þeirra sem ganga villir vegar að þessu leyti. Ég treysti Ein- ari Stefánssyni manna best til þess, vegna mannkosta hans fyrst og fremst en ekki síður vegna reynslu læknadeildar á þessum vettvangi. HAFLIÐI PÉTUR GÍSLASON, Kleifarvegi 10, 104 Reykjavík. Einar Stefánsson sem rektor Frá Hafliða Pétri Gíslasyni, prófessor í eðlisfræði:

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.