Morgunblaðið - 08.02.2005, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 08.02.2005, Blaðsíða 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 8. FEBRÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR SIGURÐUR Kári Kristjánsson og fjórtán aðrir þingmenn Sjálfstæðis- flokks hafa lagt fram á Alþingi frum- varp til breytinga á útvarpslögum þess efnis að sjónvarpsstöðvar megi sýna beint frá íþróttaviðburðum án þess að því þurfi að fylgja tal eða texti á ís- lensku. Sigurður Kári segir í samtali við Morgunblaðið að núgildandi út- varpslög feli í sér mismunun og ójafnræði gagn- vart þeim sem stunda sjónvarps- rekstur á Íslandi. Megintilgangur frumvarpsins sé að bregðast við því. Tilefni frumvarpsins er bókun út- varpsréttarnefndar, frá því í síðustu viku, um að beinar útsendingar sjón- varpsstöðvarinnar Skjás eins á knatt- spyrnuleikjum með lýsingu á ensku brytu í bága við útvarpslög. Beindi út- varpsréttarnefnd því til sjónvarps- stöðvarinnar að taka leikina af dag- skrá, ef þeim fylgdi ekki tal eða texti á íslensku. Í greinargerð frumvarpsins er bent á að útvarpsréttarnefnd byggi niður- stöðu sína m.a. á þeim göfuga tilgangi útvarpslaga að efla og vernda ís- lenska tungu. „En hvort sem fallist er á þær röksemdir sem útvarpsréttar- nefnd byggir niðurstöðu sína á eða ekki, er ljóst að ákvæði núgildandi út- varpslaga þjóna ekki tilgangi sínum enda heimila núgildandi lög dreifingu erlends sjónvarpsefnis án þess að slíkum útsendingum fylgi íslensk textun, íslensk lýsing, kynning eða endursögn á atburðum, svo lengi sem slík dreifing er viðstöðulaus og felur í sér óstytt og óbreytt endurvarp heild- ardagskrár erlendra sjónvarps- stöðva. Gerir núgildandi löggjöf því ráð fyrir að heimilt sé að dreifa ótextuðu erlendu sjónvarpsefni og án þess að íslenskt tal fylgi í heild, en ekki að hluta. Telja flutningsmenn frum- varpsins að slíkt fyrirkomulag leiði til mismununar og ójafnræðis milli þeirra aðila sem stunda sjónvarps- rekstur á Íslandi.“ Setningu bætt við útvarpslögin Í áttundu grein núgildandi útvarps- laga segir m.a.: „Efni á erlendu máli, sem sýnt er á sjónvarpsstöð, skal jafnan fylgja íslenskt tal eða texti á ís- lensku eftir því sem við á hverju sinni. Það á þó ekki við þegar fluttir eru er- lendir söngtextar eða þegar dreift er viðstöðulaust um gervitungl og mót- tökustöð fréttum eða fréttatengdu efni sem sýnir að verulegu leyti at- burði sem gerast í sömu andrá.“ Sigurður Kári og meðflutnings- menn hans leggja til að önnur setning áttundu greinarinnar falli á brott og að í hennar stað komi eftirfarandi setning: „Það á þó ekki við þegar fluttir eru erlendir söngtextar eða þegar dreift er viðstöðulaust um gervitungl og móttökustöð fréttum, fréttatengdu efni og íþróttaviðburð- um sem sýna að verulegu leyti atburði sem gerast í sömu andrá.“ Því er m.ö.o. bætt við að beinum útsending- um frá íþróttaviðburðum þurfi ekki að fylgja íslenskt tal eða texti. Meðflutningsmenn Sigurðar Kára eru Birgir Ármannsson, Guðlaugur Þór Þórðarson, Bjarni Benediktsson, Einar K. Guðfinnsson, Drífa Hjart- ardóttir, Guðjón Hjörleifsson, Gunn- ar I. Birgisson, Arnbjörg Sveinsdótt- ir, Pétur H. Blöndal, Kjartan Ólafsson, Einar Oddur Kristjánsson, Guðmundur Hallvarðsson, Ásta Möll- er og Sólveig Pétursdóttir. Sigurður Kári Kristjánsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks Enska boltanum þurfi ekki að fylgja íslenskur texti eða tal Morgunblaðið/Árni Torfason Enska knattspyrnan á Skjá einum var rædd á Alþingi í gær og 15 þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa lagt fram frumvarp til breytinga á útvarpslögum. Á myndinni undirbýr Snorri Már Skúlason útsendingu síðastliðið haust. Núgildandi lög fela í sér mis- munun, segir þingmaðurinn Sigurður Kári Kristjánsson FÉLAGSMÁLARÁÐHERRA, Árni Magnússon, hefur lagt fram á Al- þingi lagafrumvarp um að stjórn Ut- anverðunesslegats í Sveitarfélaginu Skagafirði fái heimild til að selja kristfjárjörðina Utanverðunes ábú- anda hennar. Er lagt til að verð jarð- arinnar, mannvirkja og ræktunar á henni fari eftir því sem um semjist. Að öðrum kosti skuli það ákveðið af dómkvöddum matsmönnum. Í athugasemdum frumvarpsins segir að kristfjárjarðir svokallaðar hafi verið hluti af fátækrafram- færslu sveitarfélaga fyrr á öldum. „Jarðirnar voru gefnar í því skyni að fátæklingar í viðkomandi hreppi mættu njóta afgjalds eftir þær um aldur og ævi. Upphaflega voru þess- ar jarðir í umsjá kirkjunnar, en frá 19. öld hafa kirkjuleg yfirvöld al- mennt haft lítil afskipti af þeim. Hef- ur umsýsla kristfjárjarða frá þeim tíma almennt verið í höndum við- komandi sveitarstjórna og hefur af- gjald þeirra a.m.k. stundum runnið í sveitarsjóð.“ Jörðin Utanverðunes var gefin Rípurhreppi með gjafabréfi, dag- settu 31. janúar 1838. „Gefandinn var Hólmfríður Benediktsdóttir sem lést á 14. aldursári. Faðir hennar, Benedikt Vigfússon, prófastur á Hólum, undirritaði gjafabréfið. Gjöf- inni skyldi varið í þágu mun- aðarlausra barna í hreppnum. Stofn- aður var sjóðurinn Utanverðunesslegat um gjöfina og er jörðin eign sjóðsins. Afgjald vegna jarðarinnar hefur runnið til sjóðsins.“ Í athugasemdum er einnig skýrt frá því að afla verði lagaheimilda til að selja kristfjárjarðir. Er jafnframt greint frá því að Alþingi hafi ávallt sett það skilyrði að söluandvirði verði varið í samræmi við fornan til- gang kristfjárjarðarinnar. „Í þessu tilviki þykir það standa næst hugsun kristfjárgjafans að andvirði jarð- arinnar verði varið í þágu barna frá efnalitlum heimilum í sveitarfé- laginu,“ segir í fylgiskjali frum- varpsins. Kristfjárjörðin Utanverðunes verði seld GEIR H. Haarde fjármálaráðherra sagði á Alþingi í gær að hann teldi það varla vera í þágu versl- unarkeðjunnar Iceland Plc. að skrá vörumerkið Iceland hjá Vörumerkjastofnun Evrópusam- bandsins. (OHIM). „Ég veit ekki betur en að utan- ríkisráðuneytið hafi þegar gripið til viðeigandi ráðstafana til að reyna að koma í veg fyrir þessa skrán- ingu sem er auðvitað mjög blekkj- andi,“ sagði hann og bætti því við að hún væri einnig varla í þágu fyrirtækisins. Vonaðist hann til þess að það myndi takast að stýra málinu í höfn. Steingrímur J. Sigfússon, for- maður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, tók málið upp í fyrirspurnartíma, og benti m.a. á að frestur til að andmæla umsókn verslunarkeðjunnar um útvíkkun á einkaleyfi fyrirtækisins til að nota vörumerkið Iceland rynni út í þess- um mánuði. Minnti hann einnig á að eignarhald keðjunnar væri að færast í hendur innlendra aðila og velti því upp hvort stjórnvöld gætu haft áhrif á málið með viðræðum við þá. Iceland Plc. tilheyrir Big Food Group, sem Baugur Group og fleiri aðilar eru að kaupa. Varla í þágu Iceland Plc. ÞINGFUNDUR Alþingis hefst kl. 13.30 í dag. Að loknum at- kvæðagreiðslum eru 24 mál á dagskrá. Meðal annars verður fjallað um dómstóla, áfengis- lög, upplýsingalög og fleiri þingmál. ERINDI borgarlögmanns um heim- ild til eignarnáms á Selásbletti 2a og 3a, sem eru lönd í Norðlingaholti á mótum Suðurlandsvegar og Breið- holtsbrautar, var frestað á fundi borgarráðs á fimmtudaginn var. Verða gerðar frekari tilraunir til að ná samkomulagi um kaupverð lands- ins, en mikið ber á milli í þeim efnum þar sem Reykjavíkurborg hefur boð- ið um 50 milljónir króna fyrir landið en eigandinn, sem er Kjartan Gunn- arsson, framkvæmdastjóri Sjálf- stæðisflokksins, vill fá 133 milljónir króna fyrir það. Gunnar Eydal, borgarlögmaður, sagði að borgin hefði átt í samninga- viðræðum við landeigendur á þessu svæði. Búið væri að gera samninga við nánast alla, en eftir væri að ganga frá samningum við Kjartan Gunn- arsson, eins og komið hefði fram í fréttum. Þreifingar hefðu staðið yfir í nokkur misseri, en svo mikið bæri á milli að hann hefði ekki talið aðra leið færa en fara eignarnámsleiðina og því hefði hann lagt það til við borg- arráð. Kjartan hefði hins vegar látið í sér heyra að nýju innan þess frests sem gefinn hefði verið og óskað eftir því að málið yrði skoðað frekar og því hefði málinu verið frestað á borgar- ráðsfundi á fimmtudaginn var. Gunnar sagði að eignarnám væri lagalegt úrræði sem sveitarfélögin hefðu í sambandi við skipulagsmál. „Ég mat það nú svo að það bæri það mikið á milli að það væru ekki líkur á að við næðum saman, en ef það eru einhverjir nýir fletir er sjálfsagt að skoða það,“ sagði Gunnar. Hann sagði að þeir teldu sig hafa boðið verð sem væri í samræmi við það sem öðrum landeigendum á svæðinu hefði verið boðið. Hins veg- ar væru alltaf ýmis álitamál í þessum efnum, t.a.m. hvernig meta bæri gömul hús, trjágróður eða eitthvað slíkt. Kjartan Gunnarsson sagði að- spurður að hann teldi samningaleið- ina ekki fullreynda í þessum efnum. „Ég tel að þau sjónarmið sem hafa verið sett fram af minni hálfu hafi verið í stíl og anda þess sem hefur verið samið um við aðra þarna,“ sagði hann. Sanngjarnt verð Hann bætti því við að verðið væri í samræmi við það sem verið væri að borga fyrir þetta, ekki síst þegar litið væri til þess verðs sem Reykjavík- urborg sjálf væri að fá í útboðum sín- um á lóðum. Núna væri þetta verð sjálfsagt orðið frekar lágt því þetta hækkaði nánast ársfjórðungslega. Kjartan benti á að hann hefði ekki verið að sækja á að selja landið held- ur hefði borgin sótt á að kaupa það. Að hans dómi væri hann að fara fram á sanngjarnt verð fyrir landið „í samræmi við verð sem ég þekki sem hafa verið greidd fyrir lönd og rétt- indi á þessum slóðum og í öðrum sveitarfélögum í nágrenninu,“ sagði Kjartan. Hann benti á því til viðbótar að sérstaklega ef horft væri á stærð landsins og hversu stór hluti það væri af því heildarlandsvæði sem verið væri að skipuleggja þarna að horfa þá til þess verðs sem Reykja- víkurborg sjálf hefði verið að fá fyrir lóðir sem hún hefði selt, hvort sem væri til íbúða- eða atvinnubygginga. Eignarnámsheimild í Norðlingaholti frestað Lóðirnar á Selásbletti 2a og 3a á loftmynd frá landupplýsingadeild borg- arinnar. Þær liggja meðfram Suðurlandsvegi og Breiðholtsbraut og sést hringtorgið á gatnamótunum en hinum megin vegarins er Rauðavatn. Meira en helmingsmunur á verðhugmynd eiganda og borgarinnar ♦♦♦ Selásblettur 3A Selásblettur 2A

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.