Morgunblaðið - 09.02.2005, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 09.02.2005, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 9. FEBRÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ SJÓSLYSIÐ JÖKULFELL fórst í fyrrakvöld um 57 sjómílur (105 km) norðaustur af Færeyjum (63,02°N, 4,55°W). Fimm af ellefu manna áhöfn skipsins var bjargað lifandi úr sjónum um borð í þyrlu danska varðskipsins Vædderen sem flutti skipbrotsmennina um borð í varðskipið. Ætlunin var síðan að sigla með þá til Þórshafnar. Hinna sex var leitað í gær og höfðu lík fjög- urra þeirra fundist þegar leit var hætt undir myrkur. Sjóslysið leiðir hugann að tveimur öðrum sjóslysum þegar íslensk farm- skip, Dísarfell og Suðurland, fórust á hafsvæðinu austan Íslands og norðan Færeyja. Í báðum tilvikum fórst hluti áhafnar en hinum var bjargað með þyrlum. Dísarfellið fórst um 100 sjómílur (185 km) suðsuðvestur af Hornafirði, aðfaranótt 9. mars 1997. Skipinu hvolfdi í vonskuveðri, 8 vindstigum og 8–10 m ölduhæð, eftir að leki kom að því. Um borð var tólf manna áhöfn og 4.100 lestir af sjávarafurðum. Skipverjar klæddust björgunar- búningum og lentu í sjónum þar sem þeir biðu björgunar í um tvær klukkustundir. Áhöfn þyrlu Land- helgisgæslunnar, TF-LÍF, bjargaði tíu skipverjum á lífi. Tveir fórust með skipinu og náðist lík annars um borð í þyrluna en áhöfn togarans Hegraness SK náði líki hins. Flutti þyrlan skip- brotsmennina til Reykjavíkur, en millilenti á Höfn í Hornafirði. Átta komust í björgunarbát Flutningaskipið Suðurland fórst á jólanótt 1986 í hafinu milli Íslands og Noregs, um 290 sjómílur (537 km) austnorðaustur af Langanesi. Um borð var ellefu manna áhöfn og var skipið á leið til Murmansk með salt- síldarfarm. Á þessum slóðum voru þá 9–10 vindstig af suðaustri. Suðurland fékk á sig brotsjó og sendi út neyðarkall. Skömmu fyrir miðnætti á aðfanga- dagskvöld yfirgáfu skipverjar skipið og komust átta þeirra í gúmbjörgun- arbát við illan leik. Björgunarbátur- inn laskaðist og þurftu skipbrots- mennirnir að standa í sjó um borð í bátnum og velkjast þannig um í 10–11 klukkustundir. Þá var kastað til þeirra óskemmdum björgunarbáti úr breskri Nimrod-þotu. Um kl. 13 á jóladag kom björgunar- þyrla frá danska varðskipinu Vædd- eren að björgunarbátnum og kl. 13.50 hafði tekist að bjarga fimm skipverj- um um borð í þyrluna. Þrír höfðu þá látist um borð í björgunarbátnum. Skipverjarnir voru fluttir í varðskipið þar sem hlúð var að þeim á sigling- unni til Þórshafnar í Færeyjum. Þrjú sjóslys – þrjár þyrlu- bjarganir FLUGVÉL Landhelgisgæslunnar, TF-SYN, leitaði í gær á um 500 fer- kílómetra svæði í kringum staðinn þar sem Jökulfellið sökk, en fann ekki annað en björgunarhring, björgunarvesti og brak frá skipinu, enda skilyrði til leitar erfið. „Við sáum talsvert af braki, eina þrjá eða fjóra gáma og talsvert af pallettum og öðru slíku. Við sáum líka einn björgunarhring og eitt björgunarvesti,“ segir Auðunn F. Kristinsson, stýrimaður og leiðang- ursstjóri vélarinnar. Danska varð- skipið Vædderen fór á þá staði þar sem brak sást og þar sem hring- urinn og vestið fannst, og staðfesti að þar var enginn maður. Skilyrði til leitar voru ekki góð á leitarsvæðinu í gær, skyggnið var þokkalegt en mikill sjór, 8–10 metra ölduhæð þegar verst var, ókyrrt veður og vindur allt að 30 m/s. Auðunn segir erfitt að finna menn í sjónum þegar sjólag er svona. „Ef við sjáum brak og annað reynum við að þrengja svæðið í kringum það. Okkar hlutverk er að grófleita og finna heita staði, og svo fara skipin og leita betur, og þyrlur ef þær eru á vettvangi.“ Ólíklegt að finna einhvern á lífi Því lengri tími sem líður frá því menn lenda í sjónum, því stærra verður leitarsvæðið og vonin um að finna menn á lífi minnkar. „Það minnka líkurnar með hverjum klukkutímanum sem líður og veðrið var þannig í dag [í gær] að ef menn eru ekki í bát þá eru ansi hverfandi líkur á því að einhver finnist á lífi,“ segir Auðunn. TF-SYN lagði af stað kl. 8:30 í gærmorgun og lenti aftur í Reykja- vík kl. 17:30. Upphaflega var áætl- unin að lenda í Færeyjum, en hætt var við það vegna veðurs. Auðunn segir ekki ljóst hvort vélin fari aft- ur til leitar í dag, aðstoð hafi verið boðin en það sé færeyskra björg- unaraðila að meta hvort þörf sé fyrir aðstoðina. Sáu björgunarvesti en engan mann Morgunblaðið/Golli Flugvél Landhelgisgæslunnar leitaði á 500 ferkílómetra hafsvæði í gær, en erfiðar aðstæður hömluðu leit. þegar þeir fundust, og þeir menn sem fundist hafa hingað til voru í sjónum, ekki um borð í björg- unarbátum, samkvæmt upplýs- ingum frá Björgunarmiðstöðinn í Færeyjum. TVEIR björgunarbátar úr Jökul- fellinu hafa fundist á reki eftir að skipið sökk, annar var tekinn um borð í færeyska varðskipið Brimil en hitt um borð í rússneskan tog- ara. Enginn var um borð í bátunum Morgunblaðið/Golli Fundu mannlausa björgunarbáta LÍK fjögurra skipverja af sex af flutningaskipinu MS Jökulfelli, sem leitað hefur verið frá því skipið fórst í fyrrinótt, fundust á floti í sjónum í gær. Hætta varð leit síð- degis í gær vegna versnandi veðurs og þess að birtu var mjög tekið að bregða. Ávörðun um framhald leit- arinnar verður tekin í dag. Talið er að slysið hafi borið svo brátt að, að skipverjunum hafi að- eins gefist tóm til að ýta á svokall- aðan DSC-neyðarhnapp. Með DSC- hnappnum er hægt að tiltaka hvers konar neyð er um ræða, s.s. hvort skipið sé að sökkva, það hafi strandað o.s.frv. Skipverjarnir höfðu ekki ráðrúm til þess að til- greina neyðina og því kom óskil- greint neyðarkall frá skipinu. Skipverjarnir fimm, sem björg- uðust þegar Jökulfellið sökk 56 sjó- mílur norðaustur af Færeyjum, höfðu allir náð að klæða sig í flot- galla áður en þeir fóru í sjóinn. Samkvæmt upplýsingum björgun- armiðstöðvarinnar voru lík skip- verja sem fundust í gær ekki í full- aðhnepptum flotgöllum. Skipbrotsmennirnir sem komust lífs af voru fluttir um borð í danska varðskipið Vædderen. Að sögn Djóna Weihe, stjórnanda Björgun- armiðstöðvarinnar í Færeyjum, fór einn skipverjann strax að aðstoða við leitina í fyrrinótt og annaðist samskipti við rússneskan togara sem tók þátt í leitarstörfunum í gær. TF-SYN aðstoðaði við leitina Claus Thornberg, framkvæmda- stjóri Tesma-félagsins í Danmörku, sem hefur með höndum tæknilegan rekstur skipsins og mönnun þess, segir að haft hafi verið samband við ættingja áhafnarinnar í gær og að félagið geri sitt besta til að styðja þá á þessari erfiðu sorgarstundu. Þá segir hann að skipverjunum sem björguðust um borð í Vædderen hafi í gær verið boðin áfallahjálp um borð. Jökulfell var í flutningum fyrir Samskip á leið til Reyðarfjarðar. Upp úr kl. þrjú í fyrrinótt til- kynnti björgunarstjórnstöðin í Þórshöfn í Færeyjum að ekki hefðu fundist fleiri skipverjar á lífi en þeir fimm sem tókst að bjarga fyrir miðnætti. Fjögur leitarskip voru þá á svæðinu. Þyrlur fóru aftur af stað í birtingu til leitar og TF-SYN, flugvél Landhelgisgæslunnar, fór einnig til leitar kl. 8:30 í gærmorg- un og var komin á svæðið kl. 10:10. Tveir menn frá Flugbjörgunar- sveitinni voru með í för til aðstoðar við leitina á svæðinu. Umfangsmikil leit stóð yfir á svæðinu fram eftir gærdeginum eða þar til veður versnaði. Auk Vædderen og flugvélar Landhelg- isgæslunnar voru færeysku varð- skipin, Brimil og Tjaldrið, við leit- ina, auk fleiri færeyskra skipa, færeysk og dönsk þyrla, rússnesk- ur togari og norskur línubátur. Um kl. 11 höfðu þrjú lík fundist og voru þau færð um borð í fær- eyska varðskipið Tjaldrið. Skömmu síðar fannst svo eitt lík til viðbótar. 2.000 tonn af stáli vegna fram- kvæmdanna á Austurlandi Jökulfellið var á leið frá Liepaja í Lettlandi til Reyðarfjarðar og Reykjavíkur með um 2.000 tonn af stáli um borð, sem skipa átti á land á Austfjörðum vegna stórfram- kvæmdanna þar. Einnig voru m.a. í skipinu gámar á dekki. Skipið hefur verið í leigu Sam- skipa í um eitt ár og reynst vel skv. upplýsingum félagsins. Jökulfell er smíðað í Danmörku 1989. Er það frystiskip ásamt með að flytja almennan farm og hefur 3.200 tonna flutningsgetu. Skipið er skráð á eynni Mön. Það er í eigu K/S DIFKO Nord en skipafélagið Tesma er tæknilegur rekstraraðili skipsins og hefur annast mönnun þess. Ekki liggur fyrir hvort farið verður fram á sjópróf skv. upplýs- ingum Samskipa en fulltrúar sjó- slysarannsókna frá Mön voru væntanlegir til Færeyja í gær- kvöldi. Lík fjögurra manna fundust í gær en tveggja er enn saknað Einn skipbrotsmanna hóf strax að að- stoða við leitina um borð í Vædderen

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.