Morgunblaðið - 09.02.2005, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 09.02.2005, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. FEBRÚAR 2005 21 DAGLEGT LÍF Útsala Allt að 70% afsláttur ÖSSUR HF Innanlandsdeild Suðurlandsbraut 34 108 Reykjavík sími 515 2360 www.ossur.is R íðum heim til Hóla, Fljúga hvítu fiðrildin, Ugla sat á kvisti, Ein ég sit og sauma, Fagur fiskur í sjó og Leit ég litla mús eru allt gamlar og góðar þulur, sem láta kunnuglega í eyru enda hafa þær gengið mann fram af manni. Í ungbarnaleikfimi Hreyfilands, sem er til húsa í húsnæði Hreyfigreiningar, Höfðabakka 9, er mikið sungið og er þá gjarnan gripið til þessara söngva. Foreldrarnir syngja á meðan skyn- færi litlu krílanna eru á fullum dampi við að nema hljóð og hreyfingar allt í kringum sig. Hreyfiland býður upp á líkamsþjálfun fyr- ir börn allt frá fósturskeiði og fram til sex ára aldurs eða frá meðgöngu og fram til grunnskólaaldurs með virkri þátttöku for- eldra fram til þriggja ára aldurs. Nám- skeiðin njóta orðið mikilla vinsælda og er fullbókað á þau flest. Hönnuður námskeið- anna er ungverski líkamsræktarþjálfarinn Krisztina G. Agueda, sem búsett er hér- lendis ásamt spænskum eiginmanni og tveimur börnum þeirra, 2 og 4 ára. Krisztina hefur kennt líkamsþjálfun í 14 ár og starfaði í upphafi sem leikfimikennari barna á leik- skólaaldri en færði sig svo yfir í þol- og eróbikþjálfun. Eftir að hún eignaðist sjálf börn, prófaði hún sig áfram með æfingar fyrir börnin. Í framhaldi af því varð Hreyfi- landið til. Fyrstu þrjú árin skipta sköpum Krisztina segir að engum blöðum sé um það að fletta að fyrstu þrjú æviárin skipti sköp- um í lífi barna. Hvert tímaskeið færi barninu mismunandi þroskaverkefni og geti þeir for- eldrar, sem gera sér grein fyrir þessu, örvað þroskann með leikjum og hreyfingum. Nauð- synlegt er að vita hvaða leikir komi að best- um notum hverju sinni og það læri foreldrar m.a. á námskeiðunum. „Börn skynja um- hverfi sitt á sérstakan hátt. Þau snerta, stinga upp í sig, sjúga eða gleypa, láta aug- un hvarfla og skoða. Á þessum meðfæddu og lífsnauðsynlegu eiginleikum byggir barnið andlegan þroska sinn. Smátt og smátt fer það að tengja saman reynslu af ólíkum toga og mannast sem því nemur. Því fjölbreyttari sem reynslan er, því skjótari er hinn andlegi og líkamlegi þáttur. Krisztina segir að staðhæft sé að tónlist og leikfimi gegni þýðingarmiklu hlutverki í viðgangi heilans og hafi jákvæð áhrif bæði á námshæfileika og félagsþroska barna. Sann- ast hafi til að mynda að hreyfimeðferð í frumbernsku geti haft góð áhrif á lestrar- og skriftarhæfileika síðar meir. „Mannsheilinn skiptist í tvö heilahvel, sem tengjast um rúmlega 200 milljón taugaþræði. Í báðum heilahvelum eru taugafrumur, sem má þjálfa til ákveðinna verkefna. Þó heila- hvelin hafi svo til sams konar byggingu, gegna þau mismunandi hlutverkum, en til að tenging og jafnvægi ríki milli heilahvelanna, þarf að örva starfsemi beggja jafn mikið. Þær aðferðir, sem ég hef tileinkað mér, hafa m.a. verið notaðar til að örva börn, sem hlot- ið hafa heilaskaða með góðum árangri. En aðalatriðið er að kenna foreldrum aðferðir til að örva og hvetja börnin sín til dáða því við þurfum alls ekki að óttast það að ofgera barninu með of miklu áreiti.“  BÖRN | Tónlist og leikfimi styðja námshæfileika og félagsþroska Mömmur og pabbar sitja á gólfinu með litlu krílin sín fyrir framan sig. Íþróttakennarinn Krisztina G. Agueda stýrir ferðinni og enginn er í minnsta vafa um að fyrstu árin í lífi hvers barns séu mikilvægust á þroskaferlinum. join@mbl.is Líkamsræktarþjálfarinn Krisztina G. Agueda útskýrir skriðtækni barna fyrir foreldrum og leiðir til að örva rétt skrið. Einn lítill, tveir litlir, þrír litlir fingur … Nauðsynlegar magaæfingar fyrir þroska ungbarnanna. Traust mömmuhandtak er nú betra en allt annað. Börnin snerta, stinga upp í sig, sjúga eða gleypa, láta augun hvarfla og skoða. Ungviðið þarf örvun Morgunblaðið/Golli Hann Oddur Auðunsson, sem nú er aðeins ellefu viknagamall, var orðinn svolítið þreyttur eftir leikfiminaog vildi því bara sofa í örmum móður sinnar, Mar- grétar Sveinbjörnsdóttur, að afloknum tímanum. Oddur mætir með mömmu sinni í leikfimina þrisvar í viku núorðið og skemmta þau sér konunglega saman. „Þetta er ofsalega gaman. Oddur byrjaði átta vikna gam- all og í fyrstu fannst mér hann fullungur að koma í svona mikið áreiti eftir að hafa meira og minna verið heima í ró- legheitunum. Hér er allt fullt af krökkum, mömmum og mik- il músík. Hann varð svolítið úrillur. En ég get svo sannar- lega sagt að hann Oddur minn sefur aldrei betur en eftir leikfimitímana þó hann sofi ekkert mjög lengi annars. Þegar við komum heim úr leikfiminni og hann hefur fengið sopann sinn, þá er minn maður barasta eins og rotaður selur í fjóra til fimm tíma á eftir,“ segir Margrét og bætir við að hún mæli óhikað og eindregið með Hreyfilandi við hvern sem heyra vill. Margrét Sveinbjörnsdóttir í leikfimi með syninum Oddi Auðunssyni. Rosalega gaman

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.